Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 27

Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 27
Vinkonurnar Erna og Svava segja áskorun­ ina hafa gefið þeim ómælda gleði sem endast muni út ævina. MYND/AÐSEND „Mér fannst þetta skemmti- legasta gangan og hún hafði hvað mest áhrif á mig. Það er talað um að mannkynið hafi orðið til í dal þarna rétt hjá og það er einhver frumkraftur þarna. Gangan byrjar í skógi þar sem sjá má apa í trjánum, þá tekur við hrjóstrugt landslag sem minnir á Ísland, svo á toppnum stendur maður á jökli sem hefur reyndar minnkað mjög mikið.“ Þunna loftið segir til sín Haraldur segist taka gönguna á sjö dögum en bendir á að ýmsar útgáf- ur séu til. „Sumir gera þetta á fimm dögum en mér finnst betra að taka sjö daga. Þetta er svo hátt fjall, tæp- lega 6.000 metrar og þunna loftið segir verulega til sín. Maður aðlagast betur á fleiri dögum,“ segir Haraldur og bendir á að gangan sjálf sé yfir- leitt ekki brött. „Stóra áskorunin er þunna loftið.“ Síðasti spölurinn er genginn um nótt sem gerir hann erfiðari. „Það er krefjandi að ganga svona lengi í myrkri, það tekur svolítið á andlegu hliðina en þetta er gert svona því þetta er langur dagur og maður vill ekki lenda í myrkri á niðurleiðinni. Eins vill maður vera að koma á topp- inn í birtingu.“ Muna að anda Haraldur segir um 30 prósent þeirra sem reyni komast ekki alla leið á toppinn og að aðalsökudólgurinn sé háfjallaveikin. „En með réttri öndun eru líkurnar á að toppa mun betri. Afrísku leið- sögumennirnir voru nú síðast byrj- aðir að kalla yfir hópinn á íslensku: „Muna að anda!“ eftir að hafa heyrt mig kalla þetta svo oft,“ segir Har- aldur og hlær. „Það hefur alveg gerst,“ segir Haraldur, aðspurður hvort ein- hverjir hafi ekki komist á toppinn með honum. „Þetta er bara þannig, maður þarf á öllum sínum kröftum að halda svo ef veikindi verða eða eitthvað fer úrskeiðis er þetta orðið mjög erfitt.“ Aldursforsetinn toppaði fyrstur Haraldur segir gönguna ekki endi- lega snúast aðallega um líkamlegt Hvað er háfjallaveiki? Fyrir jafnvel reyndustu göngumenn í besta líkamlega forminu getur ganga á Kili­ manjaro reynst mikil áskorun vegna hæðarinnar. Stór hluti þeirra sem reyna við fjallið upplifir einhver óþægindi vegna hennar. Þegar komið er yfir 2.500 metra yfir sjávarmál getur svonefnd hæðarveiki gert vart við sig. Því hærra sem farið er, því minna súrefni er í boði sem veldur því að líkaminn bregst við með aðlögunarferli sem getur valdið hæðarveiki. Algengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki sem getur valdið lífshættulegum sjúkdómum en algeng ein­ kenni vægrar hæðarveiki eru höfuðverkur, svefnerfiðleikar, lystarleysi, svimi og flökurleiki eða uppköst. form. „Það eru ákveðnar vísbend- ingar um að ef eitthvað er, eigi fólk auðveldara með þetta þegar það verður eldra. Eldri konur virðast oft eiga auðveldast með þetta. Aldurs- forsetinn í síðustu ferð var sjötug, hún fann ekki fyrir háfjallaveiki og hljóp fyrst upp,“ segir Haraldur, en þetta var erfiðara fyrir son hennar. „Fyrir þá sem eru í ágætis formi, vilja skora á sjálfa sig og leggja svo- lítið á sig til að upplifa eitthvað stór- kostlegt, þá get ég sannarlega mælt með þessari göngu. Mér fannst þetta skemmtilegasta gangan og hún hafði hvað mest áhrif á mig.“ n Traust tæki á tilboði í mars Opið virka daga frá kl. 9 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 14. Vefverslun okkar er opin allan sólarhringinn á sminor.is. Ryksuga BGL 2POW1 Fyrirferðalítil og létt. Fullt verð: 27.900 kr. Tilboðsverð: 20.900 kr. Þvottavél WU 14UTL9DN Tekur mest 9 kg og vindur upp í 1400 sn./mín. Fullt verð: 159.900 kr. Tilboðsverð: 127.900 kr. Þurrkari WT 45WTA8DN Tekur mest 9 kg. Sjálfhreinsandi rakaþéttir. Fullt verð: 149.900 kr. Tilboðsverð: 117.900 kr. Alfa Hangandi ljós AN15107-15/01 Fullt verð: 16.900 kr. Tilboðsverð: 13.500 kr. Kæli- og frystiskápur KGN 36VWEC VitaFresh. noFrost-tækni. Hæð: 186 sm. Fullt verð: 159.900 kr. Tilboðsverð: 127.900 kr. Uppþvottavél, alklæðanleg SN 63HX62AE Hljóðlát og hraðvirk. Fullt verð: 139.900 kr. Tilboðsverð: 114.900 kr. Skoðaðu nýja tilboðsbæklinginn okkar á sminor.is! Gildir til og með 31. mars 2022 eða á meðan birgðir endast. Traust tæki á tilboðsverði Hjá okkur færðu þýsk gæðatæki frá Siemens, Bosch og Gaggenau. Við bjóðum fjölda glæsilegra tækja á sérstöku tilboðsverði nú í mars. C M Y CM MY CY CMY K Helgin 27LAUGARDAGUR 12. mars 2022 FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.