Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 32

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 32
Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir er nýorðin fertug og hefur unnið í ferðabransanum í 17 ár, en er núna að klára fæðingarorlof. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög og útivist og hún lifir mjög virkum lífsstíl, en hún hefur verið hrjáð af verkjum í ökkla í langan tíma, sem leiða stundum upp í hné. FIT-verkjaplástrarnir hafa hjálpað henni að takast á við verkina og gera henni kleift að gera miklu meira en hún annars hefði getað. „Það er brjálað að gera þessa dagana, því ásamt því að vera nýbúin að eignast mitt annað barn er ég líka að fara í gang með nýtt fyrirtæki. Í fæðingarorlofinu ákvað ég að segja upp í vinnunni og taka áhættu með því að stofna mína eigin ferðaskrifstofu, sem heitir Tango Travel,“ segir Ingibjörg, sem býr með manninum sínum og börnum í Kópavogi. Ekkert virkaði á verkina „Mín áhugamál snúast um það sem ég geri í vinnunni, fjöl- skylduna, vini, ferðalög, ferða- þjónustu, útivist, fjallgöngur og annað slíkt, en ég hef verið með mjög leiðinlegt vandamál í vinstri ökkla sem veldur miklum bólgum og kvölum,“ segir Ingibjörg. „Það er ekki vitað hvað kom fyrir en þetta hefur hrjáð mig alla tíð og ég verið misgóð. Ég er búin að prófa ýmislegt því ég hef alltaf fundið til í göngum og verkurinn hefur leitt upp í hné þegar ég hef gengið nærri mér. Í gegnum tíðina hef ég af og til verið hjá sjúkraþjálfara en verkurinn ekkert breyst, en svo fyrir tilviljun prófaði ég plástrana hjá vinkonu minni,“ segir Ingibjörg. „Ég var ekkert sérstaklega bjartsýn á að einhverjir plástrar myndu gera gagn en hugsaði með mér að ég hefði engu að tapa, ég var hvort sem er alltaf að drepast og ekkert annað virkaði, svo ég ákvað að prófa.“ Gerir vandamálið viðráðanlegt „Þetta virkaði hjá mér og ég fann í alvörunni mun. Ég nota nokkrar týpur af plástrunum og set þá á ökklana og stundum hnén. Ég hef farið í 10 km hlaup og upp á Hvannadalshnjúk og ég hefði ekki getað það án þeirra,“ segir Ingi- björg. „Plástrarnir duga í allt að fimm daga og það má fara með þá í sturtu en virknin er mest fyrstu tvo til þrjá dagana. Mér hefur reynst best að setja þá á kvöldið áður en ég er að fara að gera eitt- hvað sem reynir á. Ég finn mun á því að nota þá og nota þá líka stundum heima þó að ég sé ekki að gera neitt, ef ég er verkjuð og finnst það líka hjálpa til með það. Það hefur komið sér vel í fæðingar- orlofinu því ég hef oft verið slæm þó að ég hafi bara verið heima. Ég finn mun á meðan ég nota plástrana og finn að þeir hætta að virka þegar ég tek þá af. Þeir gera mig ekki alveg verkjalausa, en þetta dregur strax úr verkjunum og gerir það í að minnsta kosti tvo til þrjá daga, sem gerir mér kleift að gera meira,“ segir Ingibjörg. „Þetta gerir vandamálið miklu viðráðanlegra og veitir tíma- bundna lausn á meðan ég stunda hreyfingu. Ég get hiklaust mælt með plástrunum við aðra af því að þeir virka fyrir mig.“ Nýsköpun í verkjastillingu Verkir af hinum ýmsu gerðum hafa fylgt mannskepnunni alla tíð. Verkir hafa verið meðhöndlaðir á ýmsa vegu með nuddi, nála- stungum og lyfjum svo eitthvað sé nefnt. Hin síðari ár hefur notkun verkjalyfja aukist til muna, oft og tíðum með slæmum afleiðingum á önnur líffæri, til dæmis maga. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Ingibjörg hefur farið í 10 km hlaup og upp á Hvannadalshnjúk eftir að hún byrjaði að nota plástrana og segir að hún hefði ekki getað gert það án þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Ingibjörg notar nokkrar týpur af plástrunum og setur þá bæði á ökklana og hnén. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGURARI FIT-verkjaplástrarnir fást í flestum apótekum landsins. OJK-ÍSAM er umboðsaðili FIT verkjaplástra sem eru fáanlegir í f lestum apótekum landsins. FIT-plástrarnir eru ítölsk upp- finning sem byggja á innrauðum geislum líkamans sem eru nýttir aftur inn í líkamann og örva þann- ig háræðakerfið svo að blóðið kemst betur til aumu staðanna og úrgangsefni hreinsast hraðar í burtu. Virkar því nokkuð svipað og nudd. Hjálpar líkamanum að hjálpa sér sjálfum. Plástrarnir eru unnir úr viður- kenndu ofnæmisfríu plastefni og innihalda lífræn steinefni (til dæmis títan) sem endurvarpa inn- rauðum geislum líkamans aftur inn í líkamann. Innrauðir geislar hafa marg- vísleg áhrif á líkama okkar: n Auka virkni háræðakerfisins sem eykur blóðflæði svo að blóðið hreinsast betur af fitu og úrgangsefnum. n Bæta súrefnisþéttni í líkam- anum. n Bæta vöðvavirkni. n Bæta svefn og viðhalda hita. n Verkjastillandi – minni þörf á verkjalyfjum. n Auka endurheimt vöðvanna – gott að setja þá á aum svæði eftir æfingar. n Plástrarnir eru alveg náttúru- legir, engar aukaverkanir þar sem þeir setja ekkert í líkamann sem er þar ekki nú þegar. Henta öllum, líka óléttum konum og þeim sem eru með barn á brjósti. Hvernig virka FIT- plástrarnir? n Setjið plástrana á svæðin, eins og leið- beiningar sýna, og bíðið í tvær mínútur eftir því að hiti frá líkamanum losi vel um límefnið svo að plásturinn nái öruggri festu. Nú breytist plástur- inn í það sem verður best lýst sem spegli sem endurkastar orku frá líkamanum allt að 8-9 cm inn undir húðina: Þessi orka hefur verkjastill- andi áhrif. Hver plástur dugar í allt að 5 daga og má fara í sturtu. n Haldið meðferð áfram þar til verkur hættir. n Frá sama fyrirtæki eru einnig í boði tíðaplástrar sem nýta sömu tækni og draga úr tíðaverkjum kvenna. n Verkjaplástrarnir fást í flestum apótekum landsins. n Nánar má lesa um FIT-verkja- plástra á síðunni: www.isam.is/ fit-therapy. Þetta gerir vanda- málið miklu viðráðan- legra og veitir tíma- bundna lausn á meðan ég stunda hreyfingu. 2 kynningarblað A L LT 12. mars 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.