Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 34

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 34
Tusse hafa fundið fyrir fordómum í keppninni. Kvenkraftur í Höllinni Þegar Björg er spurð hvort eitthvað eigi eftir að koma áhorfendum á óvart í kvöld, svarar hún: „Í ár erum við með fimm mjög sterk og mjög ólík lög í úrslitum. Svo er dálítið magnaður þessi kvenna- kraftur sem er ríkjandi, ég meina, 11 af 13 flytjendum á sviðinu í kvöld eru gellur. Og engar smá gellur. Það er samt svo fallegt og áberandi hvað andinn er góður hjá listamönnunum í ár. Bara enda- laus stuðningur, ást og pepp á alla kanta. Ég er handviss um að kvöld- ið og úrslitin verða æsispennandi – það má nefnilega aldrei vanmeta mátt beinna útsendinga. Bæði þegar kemur að flutningi kepp- enda á sviðinu sjálfu en ekki síður hvernig þau koma fyrir í viðtölum í Græna herberginu og innslög- unum sínum. Þjóðin fylgist með hverju smáatriði og velur rétt. Það er ég viss um,“ segir hún, en löngu er uppselt á viðburðinn. „Við erum ekkert smá þakklát og ánægð með þennan geggjaða Söngvakeppni- fíling sem þjóðin er í. Þar eigum við hundrað prósent heimsmet. Bara best í heimi að fylla nýju höll- ina af grímulausum Íslendingum í taumlausum Euro-gír.“ Auk Tusse kemur hinn eini sanni Daði Freyr fram í kvöld. „Hann er auðvitað búsettur í Berlín þannig að það verður extra gaman að sjá hann syngja á glerspeglagólfinu í Gufunesi. Alveg spurning um að festa þakið betur á húsið fyrir þann flutning,“ segir Björg og hlær sínum einstaka hlátri. Ekkert til sparað í klæðnaði Klæðnaður kynnanna skiptir miklu máli en Björg fékk Berglindi Magnúsdóttur, kjólameistara hjá Klæðskerahöllinni, til að gera glæsilegan Eurovision kjól fyrir kvöldið. Hún saumaði á sínum tíma bláa kjólinn sem Jóhanna Guðrún klæddist í Eurovision og eftir var tekið. Sá kjóll er í raun ógleymanlegur. „Berglind kann þetta upp á tíu,“ segir Björg. Ragn- hildur Steinunn verður í æðis- legum kjól frá Ýr Þrastardóttur fatahönnuði og Jón í smóking frá Suitup. „Hann verður auðvitað í litapallettu FH,“ segir Björg. Besta geðlyfið Þegar hún er spurð hvort Söngva- keppnin útheimti mikinn undir- búning, svarar hún því játandi. „Mikil vinna í marga mánuði. Rúmlega 100 manns koma að útsendingunni sjálfri þannig að Salóme Þorkelsdóttir yfirpródú- sent hefur í ansi mörg horn að líta en stýrir skútunni af mikilli fagmennsku. Auðvitað mæðir ekki síður mikið á stjörnunum, flytjendum laganna, sem hafa verið í marga mánuði að fínpússa þessar þrjár mínútur á sviðinu. Semja lagið og æfa það, útsetja, taka upp, negla sviðshreyfingar, vera skemmtileg í fjölmiðlum og þar fram eftir götunum. Við kynn- arnir erum í raun í einfaldasta hlutverkinu, fáum smink á heims- mælikvarða, stílista sem tuskar okkur til ef við erum hallærisleg og dásamlegar hjálparhellur sem hlaupa til ef við gleymum ein- hverju, sem gerist alveg stundum. Að öllu gamni slepptu hefur þetta gengið ósegjanlega vel miðað við viðburðahald á rugluðum tímum og ekki skemmir fyrir að meira en helmingur þjóðarinnar hefur fylgst með báðum undankvöldun- um, sem gleður mikið. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími. Þetta er stærsta beina útsending sjónvarpsins og mikið af hæfi- leikafólki sem starfar við hana. Það eru forréttindi og stanslaus gleði að starfa með þessu fólki,“ segir hún. „Það er alltaf einhver alveg sérstakur kraftur kringum svona verkefni. Þetta er klárlega besta geðlyfið sem ýtir manni úr skammdegisvolæðinu inn í gleðina og peppið sem fylgir vorinu,“ segir hún. Björg mun fylgja siguratriðinu til Tórínó í maí en þar mun hún sjá um fréttaflutning og dagskrárgerð fyrir alla miðla RÚV í samstarfi við aðra starfsmenn. Eurovision- keppnin fer fram laugardaginn 14. maí. „Við munum sjá til þess að Íslendingar geti fylgst með hverju einasta skrefi hjá íslenska atriðinu í stóru keppninni í vor.“ n Í kvöld kemur í ljós hvaða lag mun keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni í Tórínó á Ítalíu í maí. Mikil tilhlökkun er í loftinu en meðal gesta verður sænski sigurvegarinn í fyrra, Tusse. elin@frettabladid.is Björg Magnúsdóttir er einn kynna Söngvakeppninnar og hefur unnið mikið að undirbúningi þessa kvölds. „Við erum búin að bíða eftir þessu kvöldi í tvö frekar erfið ár,“ segir hún. „Öll þessi upp- safnaða tilhlökkun, orka og gleði mun ná hápunkti í kvöld þegar við skrifum nýjan kafla í Eurovision- sögu þjóðarinnar og líf einhverra listamanna breytist til fram- búðar,“ segir hún. Upphaflega átti úkraínska hljómsveitin Go _A að koma til landsins en hún lenti í fimmta sæti keppninnar í fyrra með lagið Shum á eftir Daða og gagna- magninu sem voru í fjórða sætinu. Enginn átti von á þeirri atburðarás sem síðan átti sér stað í heima- landi hljómsveitarinnar. „Þau voru með kraftmikið og f lott lag á úkraínsku sem sló auðvitað í gegn,“ segir Björg. „Það er bara eitthvað rosalegt í gangi í þessum djúpforna og dáleiðandi takti. En svo auðvitað setti innrásin í Úkraínu allt á annan endann í heiminum. Ömurlegt að vinir okkar í hljómsveitinni séu nú komnir í aðra búninga en sviðs- búninga og geti því ekki verið með okkur,“ segir hún. Hinn sænski Tusse Í þeirra stað kemur hinn sænski Tusse til landsins og stígur á sviðið í Söngvakeppninni í kvöld. Hann var sigurvegari Melodifestivalen í fyrra í Svíþjóð. Tusse heitir fullu nafni Tousin Chiza og er fæddur í Kongó, 1. janúar 2002. Hann vann keppnina í Svíþjóð í fyrra með laginu Voices, en áður hafði hann unnið sænsku Idol-keppnina árið 2019. Fjölskylda Tusse f lýði frá Kongó vegna óróa í landinu þegar hann var barn. Á f lóttanum varð hann viðskila við fjölskylduna og endaði með frænku sinni í Svíþjóð árið 2010. Fyrstu árin f lakkaði hann á milli frænku sinnar og fósturfjölskyldna en árið 2015 fékk hann varanlega fóstur í Dölunum í Svíþjóð. Tusse hefur rætt mikið um kynþáttafordóma í sænskum fjölmiðlum, en hann segist hafa orðið fyrir þeim alla tíð frá því hann kom til Svíþjóðar. Björg var ekki búin að hitta Tusse þegar við ræddum saman en segir að hann hafi heillað heilla hana upp úr skónum í Eurovision í fyrra í Rotterdam. Tusse mun flytja sigurlagið sitt sem lenti í 14. sæti í keppninni í fyrra. Margir telja að hann hefði átt að vera nær toppnum og aðrir segja að ekki sé mögulegt fyrir svartan mann að vinna Eurovision. Sjálfur segist Grímulaus í Eurovision gír Hluti af hópnum sem kepp- ir í kvöld í Söngvakeppni sjónvarpsins í Gufunesi. MYND/MUMMILU Hinn sænski Tusse, sem bar sigur úr býtum á Melodifestivalen í fyrra og keppti fyrir hönd Svíþjóðar í Euro- vision, verður gestur í kvöld. Kynnar kvöldsins, Ragn- hildur Steinunn, Jón Jónsson og Björg Magnús- dóttir. Þau verða í öðrum sérhönnuðum dressum í kvöld. 4 kynningarblað A L LT 12. mars 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.