Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 36

Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 36
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652. Svanlaug og Örn eru eigendur OsteoStrong en stöðin hefur vaxið og dafnað. Nýja stöðin í Ögurhvarfi er glæsileg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er nóg pláss í nýju stöðinni í Ögurhvarfi 2. Hægt er að fá frían prufutíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Sigmundur Þorsteinsson er orkumikill og lífsglaður bóndi sem rekur eggjabúið Hvamm hjá bænum Elliðahvammi, rétt við borgarmörkin. Hann er einnig með kindur, hesta, býflugur og selur íslenskt hunang. Hann er uppátækjasamur, ævintýragjarn, syngur í Brokkkórnum og fer reglulega í hestaferðir. „Ég er alltaf eitthvað að bralla og færast í fang. Fyrir bændur og aðra sem vinna með dýrum getur þetta tekið töluvert á líkamann og ég hreinlega veit ekki hversu oft ég hef brotið tá, fingur, rifbein, rist eða annað. Þetta eru nokkrir tugir brota, en það stoppar mig nú lítið nema í smá stund. Upphaflega fór ég í heimsókn til OsteoStrong af því að ég mældist með beingisnun og lyfin sem mælt var með að ég tæki fóru illa í mig. Ég var búinn að vera í rúmt ár þegar ég fór aftur í mælingu og þá hafði beinþéttnin mín alveg haldið sér, staðið í stað, en ekki rýrnað, sem ég var mjög ánægður með. Mjög óvænt og nærri því ótrúleg mæling kom líka í þeirri læknis­ ferð, ég hafði hækkað um einn sentimetra við æfingarnar,“ segir Sigmundur. „Þegar ég byrjaði ég hjá Osteo­ Strong var ég illa verkjaður eftir slys sem ég lenti í þegar ég var tvítugur. Í framhaldi af því var ég alltaf með seiðing og verk sem leiddi niður í fót. Það tók nokkra mánuði en ég er laus við þá verki í dag,“ heldur hann áfram. „Ég fann strax mikinn mun á mér þegar ég byrjaði í ástundun og held áfram að koma til að halda áfram að halda beinþéttninni við. Ég finn mikinn mun á jafnvæginu líka og það hjálpar mér að minnka líkur á fleiri byltum. Ég hef lent í ýmsu síðan ég byrjaði en ég tók eftir því að þó að hestur hafi stigið á mig og kind stangað mig þá hef ég ekki brotnað. Áður var ég alltaf lurkum laminn eftir hestaferðir en í dag taka þær miklu minna á mig og ég hika ekki við að skella mér af stað. Sem betur fer er maður svo fljótur að gleyma, þannig að ég þurfti alveg smá tíma í að rifja upp hvernig ég var fyrir OsteoStrong. Það tekur bara 20 mínútur í hverri viku að stunda OsteoStrong. Ég mæli svo sannarlega með því,“ segir Sigmundur. 73% styrking á ári „Notendur gera æfingar undir handleiðslu þjálfara í fjórum tækjum og reyna þannig á allan líkamann,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigandi OsteoStrong. „Hreyfingin er lítil en átakið hins vegar meira en fólk er vant án þess að verða manni ofviða. Með nýju áreiti fær líkam­ inn skýr skilaboð um að byggja sig upp og hefst handa við að þétta bein og styrkja vöðva, liðbönd og sinar. Þannig styður líkaminn betur við okkur og fólk er mikið að losa sig við verki í stoðkerfinu. Með vikulegri ástundun er fólk á einu ári að styrkja sig um 73%.“ Tíminn er núna OsteoStrong hentar næstum öllum sem geta staðið upp. „Hjá okkur eru til dæmis einstaklingar sem eru að undirbúa sig fyrir Landvætt­ ina og á sama tíma einstaklingar sem eru farnir að þurfa að styðjast við göngugrind og allt þar á milli. Það eru svo margir sem hafa dottið út úr rútínu með sína hreyfingu tengt Covid og þrá að komast aftur af stað. Það er góð hugmynd prófa OsteoStrong núna og byrja strax að safna styrk fyrir vorið og úti­ veruna,“ segir Örn Helgason, hinn eigandi OsteoStrong. Ný stöð í Ögurhvarfi OsteoStrong á Íslandi á þriggja ára starfsafmæli um þessar mundir. Vikulega mæta um 500 meðlimir Slakað á um leið og súrefnisflæði líkamans eykst. Æfingarnar taka stuttan tíma en eru engu að síður öfl- ugar fyrir líkamann. Mörgum hentar það mjög vel. OsteoStrong á Íslandi á þriggja ára starfsafmæli um þessar mundir. Vikulega mæta um 500 meðlimir til þess að styrkja sig og auka orku. Jafnvægisæfingar eru afar mikilvægar. til þess að styrkja sig og auka orku. „Til viðbótar við stöðina í Hátúni 12 opnuðum við nýja stöð í byrjun febrúar í Ögurhvarfi. Þannig geta enn fleiri nýtt sér þjónustu OsteoStrong og leiðin er styttri fyrir þá sem koma til dæmis frá Selfossi og Borgarnesi. Við erum mjög spennt yfir möguleikanum á því að fá að þjóna fleiri svæðum á Íslandi og erum alltaf spennt yfir að tala við mögulega samstarfs­ aðila,“ segir Svanlaug. Góðar sóttvarnir „Við hugum mjög vel að sótt­ vörnum og enn sem komið er hefur enginn náð að smitast hjá okkur. Með allt þetta fólk og á öllum þessum tíma hefur það í aðeins tvígang komið fyrir að einstakling­ ur kom og gerði æfingarnar sínar en komst að því eftir á að hann var með Covid. Okkur þótti vænt um það þegar annar þeirra sagði við smitrakningarteymið: „Jú, ég fór þangað en það er ekki séns að nokkur smitist þar, OsteoStrong er örugglega mest sótthreinsaði staður á Íslandi,“ segir Örn. Meðlimir geta átt von á að: n Auka styrk n Minnka verki í baki og liða- mótum n Lækka langtíma blóðsykur n Auka beinþéttni n Bæta líkamsstöðu n Auka jafnvægi n Minnka líkur á álagsmeiðslum Frír prufutími „Við bjóðum upp á fría prufutíma á fimmtudögum. Það er gaman að geta sýnt fólki hvað við gerum. Flestir koma til okkar með margar spurningar, en fara frá okkur spenntir, glaðir og með skýra sýn á það hvernig OsteoStrong getur hjálpað þeim,“ segir Örn. n OsteoStrong er í Ögurhvarfi 2 og Hátúni 12, sunnan megin. Prufutíma má bóka á osteostrong. is og í síma 419 9200. Ég fann strax mik- inn mun á mér þegar ég byrjaði í ástundun og held áfram að koma til að halda áfram að halda bein- þéttninni við. Ég finn líka mikinn mun á jafnvæginu. Sigmundur Þorsteinsson 2 kynningarblað 12. mars 2022 LAUGARDAGURHeilsur ækt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.