Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 38

Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 38
Með félagsliði væri gaman að prófa að komast í sterkari deild og komast nær því að spila í atvinnumanna- liði. Þóra Kristín Jónsdóttir Þóra Krist ín Jóns dótt ir, landsliðskona í körfuknatt­ leik, varð danskur bikar­ meistari með liði sínu AKS Falcon í síðustu viku. Hún stundar mastersnám í efna­ og lífefnaverkfræði samhliða körfuboltanum. starri@frettabladid.is Í síðustu viku varð Þóra Krist­ ín Jóns dótt ir, landsliðskona í körfuknatt leik, danskur bikar­ meistari með liði sínu AKS Falcon frá Kaup manna höfn. Með liðinu leikur einnig Ástrós Lena Ægis­ dóttir og eiga þær góða möguleika á að verða tvö fald ir meist arar, en lið þeirra hefur unnið tólf af þrett án leikj um sín um á tíma bil inu. Þóra, sem verður 25 ára í lok mars, segir aðalmarkmið sitt sem leikmaður að vera í stöðugri bætingu. „Með félagsliði væri gaman að prófa að komast í sterkari deild og komast nær því að spila í atvinnumannaliði. Með landsliðinu er markmiðið auð­ vitað að komast á stórmót. Það gerist auðvitað ekki á einni nóttu svo að til að byrja með væri gott að stela einhverjum sigrum í undan­ keppni Evrópumótsins og byggja síðan á því.“ Aðeins villtari bolti Samhliða því að spila körfubolta stundar Þóra mastersnám í efna­ og lífefnaverkfræði við DTU í Lyngby. „Ég sótti um inngöngu í skólann í febrúar á síðasta ári og ætlaði bara að meta stöðu mála þegar ég fengi svar frá skólanum. Svo þegar ég komst inn í skólann komst ég í samband við Hrannar Hólm, sem hefur bæði þjálfað dönsk félagslið og danska landslið­ ið. Hann kom mér svo í samband við Jesper Krone sem er þjálfarinn minn hjá AKS Falcon.“ Styrkleiki dönsku deildarinnar rokkar mikið milli ára að hennar sögn. „Í ár eru til dæmis bara fimm lið í deildinni og aðeins tvö þeirra eru með amerískan leikmann sem er öðruvísi en heima, þar sem flest lið eru með einn til þrjá erlenda leikmenn. Því myndi ég segja að íslenska deildin sé nær því að vera atvinnumannadeild eins og er. Boltinn hérna er frjálslegri en heima og stundum aðeins villtari. Liðin vilja keyra upp hraðann í leikjum og spila hratt og einblína mikið á 1 á 1 sóknarleik, sem gerir það að verkum að mikið af leik­ mönnunum hér eru líkamlega sterkar og kannski sókndjarfari heldur en margir íslenskir leik­ menn.“ Byrjaði snemma í boltanum Þóra ólst upp í Norðurbænum í Hafnarfirði þar sem hún gekk í bæði Engidals­ og Víðistaðaskóla. „Ég byrjaði að æfa fótbolta með Haukum þegar ég var sex ára, þrátt fyrir að búa í FH­hverfi þar sem foreldrar mínir eru mikið Hauka­ fólk. Ári síðar byrjaði ég að æfa körfubolta með vinkonu minni og var í báðum íþróttunum þar til ég var 17­18 ára en þá lagði ég takka­ skóna á hilluna og einbeitti mér að körfunni.“ Hún spilaði alla yngri flokkana í Haukum og byrjaði að æfa með meistaraflokki sumarið 2012. „Árið 2016 fór ég á venslasamning til Skallagríms í Borgarnesi sem spilaði í 1. deildinni ásamt því að vera í Haukum. Þar fékk ég ágætis mínútur og þetta hjálpaði mér mikið til að brúa bilið á milli þess að spila í yngri flokkum og meistaraflokki.“ Allt gott í hófi Utan hefðbundinna æfinga hugar Þóra að ýmsum öðrum þáttum til að bæta sig sem leikmann. „Ég reyni auðvitað að borða hollan og góðan mat en set samt engin bönn enda er allt gott í hófi. Einnig drekk ég mikið vatn sem skiptir mig miklu máli. Ég reyni síðan að huga vel að svefninum þó það reynist mér stundum erfitt vegna anna í skóla og öðru. Síðastliðin ár hef ég verið dugleg að stunda styrktarþjálfun og var lengi hjá Fannari Karvel í Spörtu ásamt því að vera í f lottri styrktarþjálfun hjá Haukum. Þar að auki finnst mér gott að fara sjálf upp í íþróttahús og taka aukaæfingu þar sem ég get lagt áherslu á það sem ég vil hverju sinni.“ n Frjálslegri bolti og stundum aðeins villtari Þóra Krist ín Jóns dótt ir (t.h.), varð danskur bikar meistari með liði sínu AKS Falcon frá Kaup manna höfn fyrir stuttu. Í liðinu leikur einnig Ástrós Lena Ægisdóttir en liðið á möguleika á að vinna tvöfalt í ár. MYNDIR/AÐSENDAR Júlíus Jóhannsson var þjáður af verkjum í hné sem trufluðu hann þegar hann stundaði hjólreiðar. En eftir að hann byrjaði að nota Protis liði varð hann alveg verkjalaus og hann hefur verið góður árum saman. Júlíus Jóhannsson er fasteignasali og mikill áhugamaður um hjól­ reiðar. Hann hefur notað Protis liði í um þrjú ár og fyrir vikið er hann alveg laus við verki í hné, sem áður plöguðu hann. „Ég hef mjög gaman af því að hjóla og geri það bæði á fjallahjóli og racer­hjóli og það er þar sem Protis liðir koma mér að gagni,“ segir hann. „Áður fann ég fyrir verkjum í hnénu sem voru að angra mig og urðu til þess að ég fór ósjálfrátt að reyna að hlífa hnénu. En nú er ég miklu betri. Ég heyrði af Protis liðum í gegnum hana Hólmfríði Sveins­ dóttur, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur og kom að þróun vörunnar til að byrja með,“ segir Júlíus. „Við þekkjumst vegna þess að við erum bæði úr úr Skaga­ firðinum, af Sauðárkróki, en þar er ég fæddur og uppalinn. Hún sagði mér að þetta virkaði og mælti með því að ég prófaði þetta. Síðastliðin þrjú ár hef ég svo tekið tvö hylki tvisvar á dag. Verkurinn lagaðist tiltölulega hratt og svo hef ég bara haldið áfram að taka þetta til að halda mér við,“ segir Júlíus. „Þetta hefur reynst mér mjög vel og í dag er ég alveg laus við verki. Ég myndi því hiklaust mæla með þessu fyrir alla sem glíma við verki í liðamótum.“ Fæðubót úr fiskprótíni Protis liðir eru unnir úr fiskprótíni sem er þróað og unnið hér á landi. Protis vörurnar samanstanda af fæðubótarefnum sem inni­ halda þorskprótín ásamt öðrum lífvirkum efnum, sem styðja við, eða auka, heilsubætandi virkni þorskpeptíða. Liðir er liðkandi blanda með náttúrulegum efnum úr fisk­ prótíni úr hafinu við Ísland. Það inniheldur sæbjúgu (Cucumaria frondosa) og IceProteins® (vatns­ rofin þorskprótín). Skrápurinn samanstendur að mestu leyti af brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu chondroitin sulphate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbyggingu á skemmdu brjóski. Fyrir utan að innihalda kollagen og chondroitin sulphate er sæbjúgnaextraktið ríkt af sinki, joði og járni sem og bólguhemj­ andi efnum sem nefnast saponin. Auk sæbjúgna og IceProteins® inniheldur Protis liðir túrmerik, D­vítamín, C­vítamín og mangan. Kollagen, chondroitin sulphate, D­vítamín, C­vítamín og mangan eru allt efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu. n Protis fæðubótarefnin fást í öllum helstu stórverslunum, heilsuvöru- verslunum og apótekum. Hjólreiðarnar auðveldari og ánægjulegri Júlíus Jóhanns- son hefur tekið tvö hylki af Prot- is liðum tvisvar á dag í þrjú ár. Hann losnaði fljótt við verki í hné og hefur haldið áfram að taka hylkin til að halda sér við. Hann mælir hiklaust með því fyrir alla sem glíma við verki í liðamótum. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Protis fæðubótarefnin fást í öllum helstu stórverslunum, heilsuvöru- verslunum og apótekum. 4 kynningarblað 12. mars 2022 LAUGARDAGURHeilsur ækt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.