Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 74

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 74
Það hefur klárlega hjálpað mér í endurhæfingunni að vera dugleg að hreyfa mig og æfa mig. Ellen Helga Steingrímsdóttir Ellen Helga Steingrímsdóttir æfir Taekwondo og CrossFit af fullum krafti. Þegar hún greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein fyrir ári síðan lét hún það ekki stoppa sig og tók beltapróf í miðri meðferð. sandragudrun@frettabladid.is Ellen er hjúkrunarfræðingur á Barnaspítalanum og fram- kvæmdastjóri Neistans, styrktar- félags hjartveikra barna. Þegar hún greindist með brjóstakrabbamein í fyrra var aðeins eitt í stöðunni. Að halda áfram að hreyfa sig. „Ég greinist í febrúar í fyrra með þriðja stigs brjóstakrabbamein og byrja í lyfjameðferð. Ég reyni að æfa eins og ég get á meðan og tek beltapróf í apríl og tek rauða beltið,“ upplýsir hún, en hún æfir Taekwondo hjá Mudogym. Ellen segir að beltapróf séu alltaf erfið en hún var harðákveðin í því að taka prófið og láta krabba- meinið ekki stoppa sig. „Ég ákvað það um leið og ég fékk greiningu að ég ætlaði ekki að hætta að æfa. Ég æfi mig eins mikið og ég get. Þetta er svolítið eins og mín geðlyf, hreyfingin. Það hefur klárlega hjálpað mér í endurhæfingunni að vera dugleg að hreyfa mig og æfa mig. En ég æfi líka CrossFit í CrossFit Reykjavík og fór líka í Ljósið í ræktina þar,“ segir hún. „Það koma alveg vikur þar sem ég dett alveg út. Ég er alveg þar núna, bara út af verkjum get ég varla hreyft mig. En það er gott við CrossFit-ið að þar get ég séð æfinguna daginn áður og ef það er einhver brjálæðislega erfið æfing þá geri ég eitthvað annað í staðinn. Finn mér þá bara léttari æfingar.“ Finnur æfingar sem henta Ellen er núna að byggja upp fyrri styrk hægt og rólega. Hún fór í brjóstaskurðaðgerð og geisla sem hún kláraði í nóvember, og er í við- haldsmeðferð sem lýkur í lok apríl. „Ég er svolítið á núllpunkti núna að byggja mig aftur upp. En ég byrja þá bara á léttustu hringjun- um. Allir þjálfarar sem ég hef haft, bæði Taekwondo-þjálfarinn minn og CrossFit-þjálfararnir hafa verið yndislegir og leyft mér að gera allt á mínum hraða,“ segir hún. „Áður en ég byrjaði í CrossFit var ég í Boot Camp og ég er með svo góðan grunn þaðan að ég veit sirka hvaða æfingar ég get gert til að taka sömu vöðvahópa og hinir og ég er alls ekki feimin við að taka léttari lóð og breyta æfingunni svo hún henti mér. Ég get til dæmis ekki gert armbeygjur af því það var skorið við brjóstið, en ég geri þá bara eitthvað annað í staðinn,“ segir hún og bætir við að hún hafi líka nýtt sér þjálfarana í Ljósinu og farið í tíma þar, þar sem farið er í liðleika- og styrktaræfingar eftir brjóstaskurðaðgerð.“ Ellen segist ekki alla tíð hafa verið mikil íþróttamanneskja, en hún byrjaði í Boot Camp 25 ára og í CrossFit fyrir fjórum árum, en hún er 34 ára í dag. „Sem unglingur og þangað til ég byrjaði í Boot Camp var ég alls ekki íþróttamanneskja. En ég æfði Taekwondo sem barn og mig hefur alltaf langaði að klára að svarta beltinu. Það hefur alltaf setið í mér að hafa það óklárað. En ég stefni á að taka það á næsta ári, ég á tvö beltapróf í viðbót eftir að svarta beltinu,“ útskýrir hún. Stuðningurinn ómetanlegur Ellen segir að það hafi alveg bjargað sér að æfa í gegnum meðferðina og stuðningurinn og peppið frá æfingafélögunum kom henni mjög langt. „Ég hefði ekki getað þetta án þeirra. En núna er endurhæfingin byrjuð á fullu og ég stefni á að koma enn sterkari til baka. ITS næringar- þjálfun er að hjálpa mér mikið með að endurheimta orkuna mína aftur svo ég geti æft og byggt mig aftur upp. En það er næringarþjálfun sem byggir á að borða rétt hlut- föll af næringarefnum og skrá þau undir umsjón og með stuðningi frá þjálfurum, en þau heita Ingi Torfi og Linda Rakel og hafa líka stutt mikið við bakið á mér. Allur þessi stuðningur er svo ómetanlegur og mikilvægur í þessu ferli,“ segir hún. „Ég var alltaf ákveðin í að leggjast ekki í rúmið. Það er það versta sem maður getur gert. Maður getur alltaf gert eitthvað. Ég ætla ekki að láta þetta stoppa mig. Höldum áfram! Það er mottóið mitt.“ n Ég ætla ekki að láta þetta stoppa mig Ellen kláraði beltapróf í Taekwondo í miðri krabbameinsmeðferð. MYND/AÐSEND Vegan Health Sérstaklega samsett bætiefnablanda fyrir þá sem eiga erfitt með að taka upp B12 og járn úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. Valið BESTA NÝJA BÆTIEFNIÐ á Natural & Organics í London 2019 Hámarksupptaka tryggð þegar úðað er út í kinn. Hröð og mikil upptaka. Betra og öruggara en töflur eða hylki. Pakkningar gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum 48 skammtar • Vegan D3 • B12 • Járn & Joð Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna 8 kynningarblað 12. mars 2022 LAUGARDAGURHeilsur ækt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.