Fréttablaðið - 12.03.2022, Side 76

Fréttablaðið - 12.03.2022, Side 76
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Vilborg Arna Gissurardóttir er liðsmaður ÍKLÍF, nýlegs kvennaliðs Íslands í fjalla- mennsku. Liðið stefnir til Himalæjafjalla í haust. „Þetta verkefni kveikir alveg rosa- lega í mér og ég get ekki lýst því hversu mikið ég hlakka til að fara með íslenskum stelpnahópi í fjalla- leiðangur í Himalæjafjöllin og prófa að upplifa háfjallamennsku með vinkonum og jafningjum. Ég hef auðvitað kynnst stelpum í fjallamennsku um allan heim en þetta verður alveg „extra special“,“ segir ævintýrakonan, fjallaleið- sögumaðurinn og pólfarinn Vil- borg Arna Gissurardóttir. Vilborg er liðsmaður íslenska kvennaliðsins í fjallamennsku (ÍKLÍF), en að honum stendur hópur þrettán íslenskra fjalla- kvenna sem vinna að því að gera háfjallaleiðangur í Himalæja að veruleika í haust. „ÍKLÍF er verkefni að erlendri fyrirmynd, sem ég kynntist í gegnum manninn minn. Hug- myndafræðin er þekkt og byggir á hópastarfi í fjallamennsku þar sem einstaklingar innan hópsins fá tækifæri til að efla hæfni sína, þekkingu og reynslu, þannig að úr verður sterkari liðsheild þar sem allir njóta sín,“ útskýrir Vilborg. Ytra starfa slík fjallamennskulið undir íþrótta- og Ólympíusam- böndum, en ekki enn hér heima. „Okkur langaði að heimfæra þessa hugmynd hérlendis. Úti er gjarnan horft á þennan vettvang fyrir unga og upprennandi fjalla- menn en við ákváðum að taka kvennavinkilinn á þetta. Meðlimir ÍKLÍF hafa samanlagt yfir 150 ára reynslu af fjallamennsku og viljum við setja gott fordæmi og verða fyrirmyndir fyrir ungar konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í greininni,“ segir Vilborg. Fallegt að vera saman í liði Með tíð og tíma verður ÍKLIF opinn félagsskapur þar sem fleiri en þessar þrettán í stofnliðinu geta eflt sig innan fjallamennskunnar. „Við horfum til krefjandi ferða þar sem við þjálfum okkur saman til að takast á við verkefnið. Það sem er svo fallegt við að vera í liði er að fólk kemur inn með mis- munandi styrkleika og í liði er horft til þess að allir styrkleikar fái notið sín. Við erum alltaf að skoða hvernig við getum orðið öflugri í okkar fagi en horfum líka á menntun, þekkingu og reynslu innan fjallamennskunnar. Í liðinu eru öflugar og kröftugar stelpur sem hafa menntað sig og kenna  Fjallaferðir með öðrum skapa djúpa vináttu Vilborg Arna segir mikilvægt að búa til vett- vang sem ÍKLÍF er, svo þekking og reynsla kvenna í fjalla- mennsku skili sér til komandi kynslóða. MYND/ÁSTA KRIST- JÁNSDÓTTIR ÍKLÍF-konur á Svínafellshrygg þar sem þetta gat er í kletti og útsýnið út um það og allt um kring stórfeng- legt. Lóma- gnúpur í fjarska. MYND/AÐSEND í fjallamennskunámi og margar hafa tengingar við fjallaleiðsögn. Þá eru í hópnum hjúkrunarkonur og bráðaliði, sem er mikilvægt fyrir okkur á ferð í óbyggðum.“ Vilborg segir vaxandi áhuga kvenna á fjallamennsku og æ fleiri konur að stíga upp til að leiða slíkar ferðir. „Við viljum að reynsla okkar og þekking færist áfram til þeirra sem vilja taka þátt í verkefninu og taka við keflinu seinna meir. Hugmyndafræðin að baki er sú að reynsla sem myndast færist áfram og að í liðinu sé stuðningur og félagsskapur. Það er mikilvægt að koma þekkingu til framtíðar, og dýrmætt að geta leitað í slíkan viskubrunn; það fann ég sjálf þegar ég fór af stað á sínum tíma, en þá upplifði ég mig mjög eina. Nú er þetta sem betur fer breytast. Við sáum það í stóru kvennaferðinni á Hvannadalshnjúk í fyrra og var ein- stök upplifun að eingöngu konur sáu um fjallaleiðsöguna. Það hefði verið erfitt þegar ég var að byrja í mínum fyrstu ferðum, en nú fer kvenleiðsögumönnum fjölgandi og á sama tíma búum við til menn- ingarvettvang þar sem þær geta komið til að þjálfa sig og takast á við leiðangra í framtíðinni.“ Óvenjuleg nálgun á Himalæja Hægt er að sækja um að vera með í næsta leiðangri ÍKLÍF og taka þátt í undirbúningsvinnunni. „Konur þurfa þó að hafa bak- grunn í fjallamennsku, til dæmis úr Íslenska alpaklúbbnum, björgunar- sveitunum eða fjallaleiðsögunámi. Það er fullt af frábærum stelpum að gera mjög flotta hluti þarna úti en með því að búa til þennan vettvang horfum við til framtíðar íslenskra fjallakvenna. Við komum til með að bjóða upp á ferðir og vekja athygli á fagmennsku og menntun í fjalla- leiðsögn, fjallamennsku og ýmsum málum þeim tengdum,“ upplýsir Vilborg Arna. „Við erum lið og lið vinna saman. Við skiptum með okkur verkum í hópastarfi. Þannig velur einn hópur búnað, annar vinnur í kringum leiðangurinn, þá er hjúkrunar- hópur og einn sem heldur utan um viðburði,“ segir Vilborg og bætir við að mikill spenningur sé fyrir fyrsta stóra leiðangri ÍKLÍF til Himalaya- fjalla í haust. „Við stefnum á Himalæja en erum ekki alveg tilbúnar að opin- bera hvert viðfangsefnið nákvæm- lega verður. Óhætt er að segja að það verður mjög spennandi og óvenjuleg nálgun. Ég hlakka mikið til og persónulega er starfið okkar í ÍKLIF mikil hvatning fyrir mig til að gera enn betur, æfa mig og halda mér við efnið.“ Með páskaegg á Grænlandsjökli Fjallamennska er ástríða hjá Vil- borgu. „Markmiðasetning er heillandi og alltaf gaman að verða aðeins betri í hvaða sporti sem er; þegar maður horfir á nýja klifurleið og þarf að þjálfa hæfni sína, styrk og kjark til að geta tekist á við verk- efnið. Slíkt er líka hægt að spegla á lífið sjálf og við sameinumst í að efla hvora aðra í nýjum áskor- unum,“ segir Vilborg. Hún hefur farið ein síns liðs um langan veg, eins og á Suðurpólinn árið 2012 til 2013 og árið eftir á topp sjötta hæsta fjalls heims, Cho Oyu í Tíbet. „En að upplifa slíkar ferðir með öðrum skapar svo djúpa vináttu. Að fara í gegnum þjálfunarferlið og hlutina saman. Við fjallastelp- urnar tölum líka um tilfinningar, eins og kjark og þor, því frammi fyrir nýjum áskorunum finnum við, eins og allir aðrir, ótta eða óvissu. Það þarf ekki endilega að vera háfjallaleiðangur, kannski bara ný leið sem er einni gráðu erfiðari og kallar á að maður stækki þægindahringinn og vaxi í sinni grein.“ n Sjá meira á iklif.is Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Í ÞÍNU BESTA FORMI HEIMA Í STOFU Æfingatæki, rúllur, lóð og boltar 10 kynningarblað 12. mars 2022 LAUGARDAGURHeilsur ækt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.