Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 78

Fréttablaðið - 12.03.2022, Page 78
Ókeypis og áhugaverður fyrirlestur. starri@frettabladid.is VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði í streymi miðviku- daginn 16. mars kl. 8.30-10. Yfirskrift fundarins er Heilsu- eflandi forysta og vellíðan í starfi, og er fyrirlesari dr. Sigrún Gunn- arsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður Þekk- ingarseturs um þjónandi forystu. Morgunfundurinn er sá níundi í fundaröðinni um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af sam- starfi VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins, um heilsuefl- ingu og forvarnir á vinnustöðum. Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði. Í erindinu verður kynnt tillaga að líkani sem byggir á sannreyndri þekkingu um heilsueflandi forystu með heildrænni nálgun, sem eflir heilbrigt starfsumhverfi og vel- líðan þar sem áhersla er á 1) sjálf- ræði og gagnkvæman stuðning; 2) persónulegan styrk og innri starfs- hvöt og 3) sameiginlegan tilgang og skýra ábyrgðarskyldu. Streymið verður aðgengilegt á vefsíðum stofnananna. n Nánari upplýsingar á virk.is. Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi  Dagleg hreyfing eykur líkur á hreysti á efri árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Regluleg hreyfing er mikilvæg til að viðhalda líkamlegri og andlegri getu og vellíðan. Raunhæf mark- mið, hæfilegur stígandi í álagi og góð beiting líkamans, eru dæmi um atriði sem einkenna hreyfingu sem heilsurækt. Óraunhæfar væntingar, of mikið álag og röng beiting líkamans stuðla hins vegar að meiðslum og vanlíðan. Samkvæmt opinberum ráð- leggingum um hreyfingu ættu fullorðnir að stunda miðlungs- erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur á dag, en tímanum má skipta yfir í nokkur styttri tímabil yfir daginn, til dæmis 10 til 15 mínútur í senn. Með því að hreyfa sig lengur eða með meiri ákefð er mögulegt að bæta heilsuna enn frekar. Til viðbótar er því æskilegt að full- orðnir stundi erfiða hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku, í 20 til 30 mínútur í senn. Það bætir enn frekar þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu, og eykur líkur á hreysti á efri árum. Æskilegast er að stunda reglu- lega hreyfingu alla ævi en það er aldrei of seint að byrja. Mikilvæg- ast er takmarka tíma sem varið er í kyrrsetu og velja fjölbreytta hreyfingu í samræmi við getu og áhuga. Hreyfing í góðum félags- skap er hvetjandi fyrir marga. n HEImILd: HEILsuvERA.Is Hreyfing viðheldur góðri heilsu og vellíðan Veggtennis trónir á toppnum á lista Forbes. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Samkvæmt Forbes er vegg- tennis heilnæmasta íþrótt í heimi. Forbes talaði við einkaþjálfara, íþróttakennara og íþrótta- fræðinga og bjó út frá því til lista yfir tíu íþróttir sem taldar voru heilnæmastar út frá hjarta- og öndunarþoli, vöðvastyrk, vöðva- þoli, liðleika, brennslu hitaeininga á 30 mínútum og meiðslahættu. Samkvæmt Forbes er ástæða þess að veggtennis skarar fram úr sú að í hálftíma leik næst fram ótrúlega góð þjálfum á hjarta- og öndunar- þoli. Sífelld hlaup bæta þol og vöðvastyrk í neðri hluta líkamans og veggtennis getur líka aukið liðleika í bakinu vegna stöðugra snúninga í leiknum. Þannig að veggtennis er góð hugmynd fyrir þau sem vilja stunda heilsubæt- andi íþrótt. n Veggtennis er besta íþróttin Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík Líkamsrækt, sjúkraþjálfun, sálfræðingar og sérfræðilæknar - allt á einum stað Heilsuklasinn er líkamsrækt fyrir alla Konur og karlar, ungir og gamlir, hraustir og veikir - skiptir ekki máli. Allir njóta góðs af reglulegri heilsurækt og því eru allir velkomnir í Heilsuklasann. Hjá okkur færðu faglega þjálfun út frá þínum kröfum og þínum væntingum. Sama þjálfunin hentar ekki fyrir alla og því leitum við eftir því að finna þá þjónustu sem hentar þér best. - heilbrigt samfélag 12 kynningarblað 12. mars 2022 LAUGARDAGURHeilsur ækt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.