Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 90

Fréttablaðið - 12.03.2022, Síða 90
Góðar hugmyndir eru þannig að maður gleymir þeim ekki þótt maður skrifi þær ekki niður. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Sigurðardóttir Sólheimum 25, lést á Landspítalanum 7. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. mars kl. 15. Kristín Petersen Renato Gruenenfelder barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, afi og sonur, Árni Þorgilsson frá Sökku, Svarfaðardal, lést á dvalarheimilinu Dalbæ föstudaginn 4. mars. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 19. mars klukkan 13.30. Þökkum innilega starfsfólkinu á Dalbæ fyrir einstaka umönnun og alúð. Birkir Árnason Sigurður Óli Árnason Elsa Borg Sveinsdóttir Helga Svala Sigurðardóttir Ísafold Esja Birkisdóttir Arney Elísabet Birkisdóttir Þorgils Gunnlaugsson Hrafnkatla Eir Birkisdóttir Olga Steingrímsdóttir Við sendum hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður, tengdaföður, afa og langafa, Steinþórs Ingvarssonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Hlíðarbæ og á Droplaugarstöðum fyrir framúrskarandi umönnun í erfiðum veikindum. Sigurður I. Steinþórsson Gunnar Steinþórsson Ágústa Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar yndislegi Hjörvar Rögnvaldsson f. 29.07.1975 varð bráðkvaddur á heimili sínu í Gateshead, Newcastle, 16. febrúar sl. Útför hefur farið fram. Susannah Marie Ceska Kristín Magnúsardóttir Hafsteinn Hafsteinsson Magnús Rögnvaldsson Gunnlaug Gissurardóttir Gunnar H. Hafsteinsson Lára H. Snorradóttir Hjördís Björnsdóttir Rögnvaldur Jóhannesson Soffía Jakobsdóttir Jakob R. Austmann Andrea H. Austmann Eyþór Rögnvaldsson Daniela Padrón Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Ingibjörg Sólbjört Guðmundsdóttir frá Litla-Kambi á Snæfellsnesi, síðast til heimilis að Gullsmára 11, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Grund 1. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 16. mars klukkan 13. Svanborg Birna Guðjónsdóttir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir Guðjón Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Skúli Sigurðsson vélfræðingur, Smárarima 102, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 2. mars. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju miðvikudaginn 16. mars, kl. 13.00. Athöfninni verður einnig streymt á www.streyma.is Anna Dýrfjörð M. Stella Skúladóttir Þorgeir Pétursson Skúli Skúlason Kristín Björnsdóttir Signý S. Skúladóttir Ómar Þorsteinsson Guðmundur K. Thoroddsen Halldóra Elíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Oddsteinn Runólfur Kristjánsson Hvammi í Skaftártungu, lést sunnudaginn 6. mars sl. á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum. Útför hans fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Hjúkrunarheimilið Klausturhóla, Kirkjubæjarklaustri, njóta þess. Athöfninni verður útvarpað í bíla við kirkjuna og upptaka verður á Facebook-síðu Kirkjubæjarklaustursprestakalls. Gunnar Kristján Oddsteinsson Sigurbjörg Kristín Óskarsd. Inga Björt H. Oddsteinsdóttir Brandur Jón H. Guðjónss. Kristbjörg Elín Oddsteinsdóttir Tryggvi Agnarsson Páll Símon Oddsteinsson Jónína Jóhannesdóttir og fjölskyldur. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Þóra Helgadóttir frá Seljalandsseli, lést á dvalarheimilinu Grund föstudaginn 4. mars. Útförin fer fram 17. mars frá Garðakirkju klukkan 13. Helga Herbertsdóttir Guðmundur Þ. Halldórsson Henný Júlía Herbertsdóttir Reynir Sigurjónsson Ágústa Benný Herbertsdóttir Gunnar Herbertsson Sigrún Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri Páll Örvar Garðarsson lést á líknardeild Landspítalans, fimmtudaginn 3. mars. Útför hans fer fram frá Seltjarnarnes- kirkju, mánudaginn 21. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Ljósið. Guðfinna Kaldalóns Pálsdóttir Inge Henriksen Helgi Hrafn Pálsson Anna Margrét Jóhannsdóttir Einar Örn Jóhannsson Jórunn Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulega rósin okkar, Elínrós Kristín Guðmundsdóttir Kirkjubraut 5, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 4. mars. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 18. mars klukkan 13. Guðlaugur Guðjónsson Kristjana E. Guðlaugsdóttir Erlingur J. Leifsson Ingibjörg Jóna Guðlaugsdóttir Þorsteinn Jónsson Una Guðlaugsdóttir Eðvald Heimisson Rannveig Erla Guðlaugsdóttir Leó Ingi Leósson barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. 38 Tímamót 12. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Sálfræðitryllirinn Kverkatak er nýjasta verk Kára Valtýssonar. Hann fullvissar lesendur um að þótt þeir séu báðir lögfræðingar eigi hann fátt sameiginlegt með söguhetjunni. arnartomas@frettabladid.is „Þetta er í rauninni bók sem ég byrjaði að hugsa um fyrir sjö árum og var byrj- aður að vinna í þá,“ segir rithöfundur- inn og lögmaðurinn Kári Valtýsson um nýjustu bók sína, Kverkatak, sem gefin var út á dögunum af bókaútgáf- unni Hringaná. „Ég skrifaði svo tvær bækur í millitíðinni en þessi bók var alltaf að malla í undirmeðvitundinni. Góðar hugmyndir eru þannig að maður gleymir þeim ekki þótt maður skrifi þær ekki niður.“ Vafasöm vegferð Kári segist aldrei hafa verið ánægður með hvernig bókin kom út en ákvað fyrir tveimur árum að hugmyndin væri það góð að hann gaf sig allan í að skrifa hana alveg upp á nýtt. Hugmyndin að baki bókinni segir Kári vera klassísku spurninguna: „Hvað ef?“ „Mig langaði að skoða hvað gerist ef ráðsettur lögmaður í Vesturbænum kemur sér í vandræði, þarf að grafa lík og takast á við af leiðingar þess,“ segir hann. „Lesandinn fylgist með þessum lögfræðingi sem hefur í rauninni allt en er samt óánægður. Hann lendir reyndar í miklu áfalli í bókinni og í sorginni knýr grái fiðringurinn dyra. Þegar ung kona byrjar að vinna í fyrirtækinu þar sem hann vinnur tekur við vægast sagt vafasöm vegferð.“ Sum sé, miðaldra lög fræðingur á besta stað í lífinu sem leiðist út í tryll- ingslega myrka atburðarás. Þurfa vinir þínir og vandamenn að hafa einhverjar áhyggjur, Kári? „Nei, það er ekki þannig, og sem betur fer byggir hann ekki á mér,“ segir Kári og skellir upp úr. „Í rauninni er það eina sem við eigum sameiginlegt að við erum báðir lögfræðingar og hann er jú líka frá Akureyri eins og ég. En sem betur fer stoppa okkar líkindi þar! Ég er í raun bara að stytta mér leiðir og skrifa um það sem ég þekki. Ef hann væri frá Raufarhöfn hefði ég þurft að setja mig inn í staðhætti þar. “ Harðsoðinn stíll Með sálfræðitryllinum Kverkataki breytir Kári aðeins til frá fyrri verkum sínum, vestrunum Hefnd frá árinu 2018 og Heift frá 2019. Eru þetta keimlík verk? „Flæðið er kannski með svipaðri myndrænni áferð. Stíllinn er samt öðru vísi og útgefandi minn lýsti honum sem „harðsoðnum“,“ segir Kári. „Bókin er sögð í fyrstu persónu og í nútíð og það breytir strax aðeins hvernig sagan er sögð. En ég vona samt að stíllinn sé nógu svipaður til að fólk sjái hver hafi skrifað hana – að ég sé að finna mér ein- hvers konar rödd.“ n Hægeldaður tryllir Kverkatak er þriðja bók Kára Valtýssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.