Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 2
Reykjavíkurborg hefur sótt um leyfi hjá byggingar- fulltrúa fyrir endurbættri selalaug í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum. Fundað var um framtíð laugarinnar í gær en hún uppfyllir ekki lengur staðla evrópskra dýragarða. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Fundað var í gær um framtíð selalaugarinnar í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum en laugin er komin á tíma og upp- fyllir ekki lengur staðla EAZA, sem er samband evrópskra dýragarða. Garðurinn hefur sótt um leyfi til byggingarfulltrúa til að byggja nýtt þjónustuhús til aðhlynningar og fóðurblöndunar, með lítilli innilaug og skyggni við annan endann og stækka núverandi útilaug fyrir seli. „Það þarf að færa laugina til nútímans og gera hana stærri,“ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri garðsins, en Húsdýragarðurinn var opnaður þann 19. maí 1990 og Fjöl- skyldugarðurinn þremur árum síðar en borgarráð ákvað að byggja garð- inn árið 1986. Selalaugin hefur ekki tekið miklum breytingum síðan þá. Áður hefur verið fjallað um nauð- syn þess að færa selalaugina til nútímans en árið 2020 birtist frétt þess efnis að kostnaður væri óljós en í fjárfestingaráætlun Reykja- víkurborgar væru áætlaðar 100 millj- ónir króna í verkefnið. Þá var ekkert Covid komið til landsins og ljóst að verkefnið hefur tafist. Samkvæmt heildarskipulagi Laug- ardals sem lagt var fram í borgarráði í janúar verður allsherjaryfirhalning gerð á lauginni. Í deiliskipulagi eru byggingarreitir fyrir fræðslu- og náttúruhús sem og starfsmannaað- stöðu innan Húsdýragarðsins. Unnið er að hönnun bygginganna auk stækkunar selalaugar. „Þetta er bæði fyrir selina en líka fyrir gestina. Við viljum að þegar fólk kemur að skoða selina geti allir notið sín, bæði menn og dýr. Fólk gæti þá séð þá jafnvel kafa niður og gera alls konar skemmtilega hluti sem er ekki hægt í dag,“ segir Þorkell. Fyrir Covid sóttu um 100 þúsund manns garðinn heim á fyrstu sex mánuðum ársins 2019. Það var mikil fjölgun frá fyrra ári en í meðalári fyrir Covid komu um 170 þúsund gestir inn í garðinn. Eðlilega hefur fækkað mikið síðan faraldurinn lét á sér kræla en nú á að snúa vörn í sókn og breyta og bæta mannvirki og fræðslu. Síðasti kópur til að fæðast í garð- inum kom á Jónsmessu 2020 þegar landselsurtan Særún, sem er 31 árs, kæpti eldsnemma að morgni. Með þeim í selalauginni eru tveir ungir selir fæddir 2017 og kópur frá 2019. Í frétt frá garðinum um málið sagði að þetta yrði síðasti kópurinn sem fæðist í Húsdýragarðinum í bili þar sem faðir kópsins, brimillinn Snorri, dó. n Moskvuríki eigi tilkall til þeirra landa sem áður heyrðu undir Kænugarð og Rús. Það þarf að færa laug- ina til nútímans og gera hana stærri. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Viltu láta sumar húsið vinna fyrir þig? Kynntu þér málið á viator.is/eigendur Við sjáum um öll samskipti við gesti Öflug markaðssetning á erlendum mörkuðum Það kostar ekkert að vera á skrá Yfir 20 ára reynsla Grensásvegur 5, 108 Reykjavík info@viator.isViator 544 8990 Selja rauðar fjaðrir til að kaupa leiðsöguhunda Blindrafélagið og Lions-hreyfingin á Íslandi hófu átak til að fá fleiri leiðsöguhunda til Íslands við athöfn á Bessastöðum í gær. Átakið felst í sölu á rauðu fjöðrinni frá 31. mars til 3. apríl. Verndari sölunnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem keypti fyrstu rauðu fjöðrina í athöfninni í góðum félagsskap. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Stefna á að bæta selalaugina fyrir bæði selina og gestina Það hefur ekki mikið verið gert við selalaugina síðan Davíð Oddsson opnaði Húsdýragarðinn árið 1990. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktarnar@frettabladid.is ÚKRAÍNA Alls hafa 865 einstakl- ingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi síðan 1. janúar. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá landamæra- sviði ríkislögreglustjóra sem var send út í gær. Þá kemur fram að fjölmennasta þjóðernið sem hefur sótt um vernd er fólk með tengsl við Úkraínu, alls 509 einstaklingar, en um fjórar milljónir Úkraínumanna hafa þurft að yfirgefa landið vegna innrásar Rússa. Móttökumiðstöð fyrir umsækj- endur um alþjóðlega vernd verður opnuð í Domus Medica í næstu viku. Í nýlegri tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands segir að fyrsti hópur úkraínskra f lótta- manna hafa fengið íslenska sjúkra- tryggingu og þar með fullan rétt til greiðsluþátttöku hins opinbera í nauðsynlegri heilbrigðisþjón- ustu. n Tæplega þúsund sótt um vernd Ísland hefur veitt fjölda Úkraínu- manna alþjóðlega vernd. ser@frettabladid.is ÚKRAÍNA „Vladímír Pútín lítur ekki á Úkraínu sem sjálfstætt ríki,“ skrifar Sergii Iaromenko, dósent við Hagfræðiháskóla Odesa í Úkraínu í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir sögu Rúss- lands og Úkraínu. Dósentinn telur Kremlarvaldið enn vera upptekið af þeirri heimssýn að „Moskvuríki eigi tilkall til þeirra landa sem áður heyrðu undir Kænugarð og Rús.“ Pútín líti svo á að ofríki Rússa eigi sér sögulega réttlætingu. Úkraína sé að hans mati gerviríki. Dósentinn segir Rússland verja söguskoðun sína með kjafti og klóm. „Samkvæmt Kreml er Úkra- ína sýsla sem gert hefur uppreisn gegn valdamiðjunni, og nú ríður á að lægja öldurnar,“ skrifar Sergii Iaromenko og bendir á að opinber niðurlæging og valdbeiting hafi löngum verið beitt gagnvart fyrrum Sovétlýðveldum og héruðum rúss- neska keisaradæmisins. Hann segir innrásina mega skoða í ljósi þess að Rússa vanti stönduga höfn í suðri. Her og iðnjöfrar renni hýru auga til Odesa, lykilhafnar við Svartahaf. Rússneska aðalhöfnin í Novorossísk sé klemmd milli sjávar og lægri fjallshryggja Kákasus sem takmarki umferð. SJÁ SÍÐU 14 Pútín telji Úkraínu ekki sjálfstætt ríki 2 Fréttir 31. mars 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.