Fréttablaðið - 31.03.2022, Blaðsíða 24
5. febrúar - 22. maí 2022
Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 12 -17,
ókeypis aðgangur. Sjá nánar á www.listasafnarnesinga.is
Þú ert kveikjan - Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Rólon - Magnús Helgason
Hringrás - Þórdís Erla Zoëga
Buxnadragt - Lóa H. Hjálmtýsdóttir
Sýningarstjóri: Erin Honeycutt
Safnaráð - Myndlistarsjóður - Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Litafantasía sem flaggar dramatík
„Dramatíski titillinn á sýningunni
kemur inn á þá klisju að einn
daginn gengur allt upp og maður
er besti myndlistarmaður í heimi
og svo næsta dag er allt ómögu-
legt og mann langar að kveikja í
öllu draslinu,“ segir Davíð. „Þessi
dramatík er í lífi allra, en lista-
maðurinn fær leyfi til að flagga því
meira en aðrir.
Verkin mín eru abstraktverk með
mjög æstum litum en með þessum
fundnu verkum læðast inn ljós-
myndir af þýskri náttúru og dýrum
sem ég reyni að fela með mínu sulli,
en það skín smá í gegn, þó að þau
sé hálffalin bak við málninguna.
En það er ekki neitt sterkt þema
eða neitt slíkt, þetta er eiginlega
bara litafantasía hjá mér,“ segir
Davíð. „Öll verkin bera titla sem eru
svolítil vitleysa. Ég gríp bara eitt-
hvað úr loftinu, en það er kannski
svona pínu akkeri og veitir manni
kannski einhvern skrítinn aðgang
að verkunum.“
Þróast með efnunum
Davíð segist draga innblástur frá
öllu í kringum sig.
„Það er náttúrulega fegurð
og ljótleiki í öllu en þau eru líka
innblásin af vinnusemi, að vera á
einhverri línu og vera með reynslu
af því að vinna með efnin sem ég
hef verið að nota. Efnisnotkunin
drífur mann áfram og áhugi á
að sjá hvað kemur út úr alls kyns
tilraunamennsku,“ segir hann.
„Þegar maður fær nýtt efni, eins og
þessa epoxy-kvoðu sem ég fór að
nota eftir að hafa aðstoðað annan
listamann, vakna nýir möguleikar
sem kveiktu í mér.“
Hvers vegna kýs Davíð að beita
óhefðbundnum aðferðum við að
búa til verk?
„Maður hefur náttúrulega próf-
að alls kyns aðferðir, en ástæðan
fyrir því að ég nota þetta olíulak og
spreyið eru helstu kostir þess. Það
er af því að ég vinn í lögum þannig
að ég vil að hlutir þorni hratt svo
ég get farið að vinna í næstu lögum
og vinnuaðferðir mínar hafa í
rauninni þróast með kostum og
göllum efnisins,“ útskýrir Davíð.
„Þegar maður sér möguleikana í
efninu heldur maður áfram að
þróast með því. Til að byrja með
fannst auðvitað öllum öðrum
þetta skrítnara en manni sjálfum,
en þetta eru ekki neitt exótísk efni,
þannig séð.“
Davíð segir að það sé mikil vinna
á bak við hverja einustu mynd.
„Maður er einhvern veginn
alltaf að reyna að finna jafnvægi
milli þess að halda í frumdrögin
að verkinu og þessum endalausa
eltingaleik við að ofskreyta. Þar
á milli er eitthvert jafnvægi sem
ég er að leita að en stundum gerir
maður of mikið og oftast finnst
manni maður gera of lítið. Þessi
eltingaleikur tekur tíma,“ segir
hann. „Þetta eru lítil verk, sem
þýðir mikla nákvæmnisvinnu sem
getur gert hvern sem er brjálaðan,
en einhvern veginn hef ég enda-
lausa þolinmæði fyrir þessu.“
Hefur það gott í Stuttgart
Davíð hefur unnið og starfað í
Stuttgart í fjögur ár en telur líklegt
að hann komi einhvern tímann
aftur til Íslands.
„Heitkona mín er þýsk og bjó á
Íslandi í 12 ár. Við bjuggum saman
hér á landi en fengum smá Reykja-
víkurleiða og ákváðum að fara til
Stuttgart í einhvern tíma. En okkur
líkar það bara mjög vel og höfum
komið okkur vel fyrir. Hún er að
byrja í háskóla og ég er með rosa
fína vinnustofu og gott umhverfi
til að skapa í, svo það er alls kostar
óráðið hvenær við komum aftur.
Ég finn í beinunum að við komum
aftur, en ég get ekki lofað neinu
án þess að tala við konuna mína,“
segir hann að lokum og hlær. n
4 kynningarblað 31. mars 2022 FIMMTUDAGURMYNDLIST Á ÍSLANDI
Myndlistarmaðurinn Davíð
Örn Halldórsson opnar í
dag sýninguna Mitt litla líf
– pappír eða plast, í Hverfis-
galleríi, en sýningin stendur
yfir til 23. apríl. Sýningin
er samansafn af smærri
verkum sem Davíð hefur
unnið undanfarin þrjú ár og
eru meðal annars afrakstur
af vinnu hans með ný efni.
oddurfreyr@frettabladid.is
Davíð Örn Halldórsson er reyndur
myndlistarmaður sem hefur
haldið fjölda einkasýninga og
tekið þátt í samsýningum hér á
Íslandi og víða erlendis á undan-
förnum árum, en hann er búsettur
og starfar í Stuttgart. Davíð notar
frekar óhefðbundnar málunar-
aðferðir, en hann hefur málað og
spreyjað með mismunandi máln-
ingu og efnum á ýmsa fundna hluti
og í seinni tíð hefur hann verið að
prófa sig áfram með ný efni sem
skapa um leið nýja möguleika.
Offlæði verka í litla salnum
„Ég hef verið að leika mér að því
að vinna minni verk undanfarin
ár, en ég er að gera svipaða hluti og
venjulega, að mála á fundna hluti
og fegra þá, það er bara aðeins
meiri fjölbreytni í verkunum núna.
Það er reyndar stundum erfitt
að segja hvað er skissa og hvað er
málverk og þegar ég er að vinna í
þessum minni verkum er ég alltaf
að hugsa til stærri verka,“ segir
Davíð og hlær. „En maður hefur
komist að því að stærðin skiptir
engu, verkin er jafn sterk hvort sem
þau eru stór eða lítil. Það spilar líka
inn í hvað maður finnur og hversu
auðvelt er að flytja hlutina.
Þetta er starf síðustu þriggja ára
og ég er eiginlega bara að safna
saman pappaverkum og þessum
fundnu verkum sem eru núna
komin í hinar ýmsu stærðir, ásamt
því að sýna tilraunir með ný efni
eins og epoxy. Gamli draumurinn
var að gera alvöru listasýningu
í salon-stíl af því að verkin hafa
aldrei verið sýnd í Reykjavík,“ segir
Davíð. „Ég hef alltaf verið að búa
þetta til milli sýninga eða stærri
verkefna og mig langaði að safna
þeim saman, en ég gerði líka alveg
25 ný verk fyrir þessa sýningu og
alls eru þetta næstum 60 myndir.
Fyrir vikið get ég haft offlæði af
verkum og þess vegna lagði ég til
við Hverfisgallerí að fá að sýna í
stofunni hjá þeim, sem er aðeins
minni en aðalsalurinn. En sá salur
er mjög glæsilegur og það hræðir
mig eiginlega að vera að hengja
upp í hann,“ segir Davíð. „Það er
svo önnur sýning í fremri salnum
frá Krot & Krass hópnum og tíma-
setningin virkaði af því að mig
langaði að fá innri salinn. Vonandi
vinnur mitt litabrjálæði vel með
hinni sýningunni.“
Fegrar fundna hluti á óhefðbundinn hátt
Davíð Örn
Halldórsson
var að opna
nýja sýningu
með næstum
60 myndum í
Hverfisgallerí.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Davíð vildi setja upp alvöru listasýningu í salon-stíl og hafa offlæði af verkum.
Verk Davíðs eru abstraktverk með mjög æstum litum en ljósmyndir af þýskri
náttúru og dýrum læðast líka inn. MYND/AÐSEND