Fréttablaðið - 31.03.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 31.03.2022, Síða 28
Listamenn og listunnendur mætast í stafræna listagall- eríinu Apollo art. Þar kynna íslenskir listamenn sig og list sína sem auðveldar listunnendum að uppgötva og fjárfesta í verkum sem hreyfa við þeim.  Apollo art, apolloart.is, er stafrænt listagallerí sem selur listaverk eftir um 150 þekkta og efnilega íslenska listamenn. Galleríið var opnað í október árið 2020 en stofnendur þess höfðu lengi fundið að það vantaði vettvang sem gæti hjálpað listamönnum að koma sér á framfæri og á sama tíma vettvang fyrir listunnendur til að komast á listaverkasýningu hvar og hvenær sem er, segir Ellert Lárusson, framkvæmdastjóri Apollo art. „Okkur langaði að nýta þá þekk- ingu og reynslu sem við höfðum og leggja þar með okkar lóð á vogarskálarnar með það að mark- miði að koma íslenskum lista- mönnum betur á framfæri.“ Góð notendaupplifun Ellert segir Apollo art ganga fyrst og fremst út á að nýta krafta inter- netsins og samfélagsmiðla með það að markmiði að tengja saman hæfileikaríka listamenn og áhuga- sama listunnendur. „Apollo art býður upp á nýjar leiðir til að sýna, selja og fjárfesta í íslenskri list á netinu. Mikið er lagt upp úr góðri notendaupp- lifun, en framsetning verka sem og upplýsingar um listamenn skipta höfuðmáli. Auðvelt er að átta sig á raunstærð verka á vefnum eða þá lesa um sögu og bakgrunn listamanns. Við auðveldum lista- mönnum að koma sér á framfæri. Þjónustan við listamennina snýr að öllu því sem kemur að sölu og auglýsingum og geta þeir því ein- beitt sér að því að skapa sína list.“ Heimamátun og skoðun vinsæl Viðskiptavinir geta fjárfest í verkum beint af vefnum eða nýtt sér þjónustu eins og heimamátun eða skoðun, segir Ellert. „Heima- mátun og skoðun hefur gengið ótrúlega vel fyrir bæði viðskipta- vini og listamenn. Ferlið í heimamátun og skoðun er mjög svo einfalt. Þegar beiðni um heimamátun eða skoðun er send inn er hún komin í ferli, í f lestum tilfellum samdægurs. Í heimamátun afhendir lista- maður verkið sem er svo mátað við heimilið og er sú þjónusta ekki með neinum skuldbindingum og auðvitað að kostnaðarlausu. Skoðun á verki á sér svo stað á vinnustofu listamanns. Þessi persónulega upplifun og þjónusta sem felst í að vera í beinni teng- Listagallerí í takt við nýja tíma Ellert Lárusson, eigandi og framkvæmda- stjóri Apollo art. MYNDIR/AÐSENDAR Margir viðskiptavinir nýta sér heimamátun listaverka. Listunnendur og listamenn mætast í stafræna listagalleríinu Apollo art. Apollo art selur verk eftir 150 þekkta og efnilega íslenska listamenn. Viðtökur hafa farið fram úr björtustu vonum og ljóst að þörfin var mikil. ingu við listamanninn er mikils metin hjá viðskiptavinum okkar.“ Persónuleg þjónusta í fyrirrúmi Ellert segir viðtökur frá opnun hafa farið fram úr björtustu vonum og ljóst hversu mikil þörf- in var. „Það skiptir okkur miklu máli að veita faglega, persónulega og snögga þjónustu og gleður það okkur hversu margir koma aftur og aftur, hvort sem það er til þess að fjárfesta í list eða gefa gjafir. En verk keypt í gjafir og gjafabréf hafa verið að seljast mikið sem er einkar ánægjulegt.“ Hann segir þau vera stolt og þakklát þeim fjöldamörgu lista- mönnum sem hafa tekið þátt í þessari skemmtilegu vegferð með þeim. „Viðtökurnar frá listamönn- um eru okkur mjög kærkomnar og þeirra rödd skiptir okkur miklu máli, enda höfum við frá byrjum stefnt að því að auðvelda þeim að koma sér á framfæri. Svo er alltaf frábært að sjá aukin tækifæri sem hafa opnast fyrir listamenn eftir að hafa komið sér á framfæri á Apollo art.“ Apollo art brúar bilið Með myndlist í boði á netinu er Apollo art að brúa bilið á milli listamanna og listunnenda og bjóða upp á stærri markað og meiri möguleika. Sölutölur milli landshluta og heimshluta sýna það glöggt. Íslenskir sem og erlendir listunnendur fjárfesta í listaverkum sem þeir hefðu eflaust ekki uppgötvað. Þessar staðreyndir undirstrika það hvað netsala er orðin vinsæl og mikilvægur partur af því hvernig listaverk eru skoðuð, keypt og seld að sögn Ellerts. Á stafrænum vettvangi sem þessum er mikilvægt að hámarka þægindi og bjóða upp á góðar lausnir, segir Ellert. „Það skiptir okkur miklu máli að bjóða upp á persónulega og sérsniðna ráð- gjöf ásamt því að mæta þörfum viðskiptavina með fjölbreyttu og einstöku úrvali. Það sama á við um greiðsluleiðir en auk þeirra hefðbundnu, svo sem með korti og millifærslu, geta viðskiptavinir okkar dreift eða frestað greiðsl- um. Þá ábyrgjumst við einnig ánægju með 14 daga skilarétti og fullri endurgreiðslu.“ Ellert segir eigendur Apollo art stöðugt leita leiða til að betrum- bæta þjónustuna, upplifun og viðmót fyrir bæði listunnendur og listamenn. „Fylgjendur Apollo art mega vera spenntir fyrir komandi tímum. Við erum að vinna að stærri verkefnum, en þar má til að mynda nefna frekari ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina, bættar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir sem og að halda inn á nýja markaði.“ n Nánari upplýsingar á apolloart.is. 8 kynningarblað 31. mars 2022 FIMMTUDAGURMYNDLIST Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.