Morgunblaðið - 10.02.2022, Page 8

Morgunblaðið - 10.02.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Þótt Pútín forseti eigi sjálfsagt ekki vinsemd margra vestan við sig virðist hann kæra sig koll- óttan. Hann veit að töluverður fjöldi er á bak við Xi, forseta Kína, en þeir báru saman bækur nýlega og virtist fátt skyggja á þá vináttu. - - - Þar sem bandarísk forysta er óvenjuveik um þessar mundir reyna leiðtogar Evrópu að laumast inn í tómarúmið. Það er skiljanleg viðleitni en hefur þó þann brag að Pútín hafi tekist að sundra vest- rænni samstöðu. - - - Biden og Scholz kanslari funduðu á dögunum og héldu illa lín- unni, gasleiðslunni miklu, á milli kanslarans í Berlín og Kremlarjarls. - - - Macron forseti hefur annað aug- að á komandi forsetakosn- ingum og gaf til kynna að hann hefði lausn Úkraínumáls í hendi og settist á fund með Pútín í Kreml. - - - Þeir sátu við borð sem var á lengdina eins og tvö billjarðs- borð og var táknrænt að sjá slíka fjarlægð á tveggja manna fundi - - - Pútín hrósaði Macron fyrir fram- takið, en þótti fararnestið lítið. Boris Johnson vildi fund með Pútín en fékk ekki, þar sem hann hafði þegar sent menn og hergögn til Kiev. En Pútín á ekki góðra kosta völ. Stríð er ekki borðleggjandi eins og taka Krímskaga síðast. Dipló- matísk lausn án árangurs þýðir að hunskast heim með skott á milli lappa. - - - Það yrði líka dýrt spaug. Fáir góðir kostir STAKSTEINAR Eitt tilboð barst í byggingu þjón- ustuhúss við Hengifoss í Fljótsdal. Austurbygg verktakar ehf. buðu 258,2 milljónir króna í verkið og var tilboðið 43% yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 180,7 milljónir. Á fundi sveitarstjórnar Fljóts- dalshrepps í byrjun mánaðarins var sveitarstjóra falið að ræða við bjóð- anda um leiðir til hagræðingar og lækkun kostnaðar. Þær viðræður eru komnar í gang. Helgi Gíslason sveitarstjóri segist gera sér vonir um að samningsflötur finnist og hús- ið verði komið upp fyrir lok ársins. Hengifoss er vinsæll viðkomu- staður ferðafólks enda fossinn fal- legur sem og gljúfrið sem hann fellur í. Um 90 þúsund gestir lögðu leið sína þangað áður en kórónuveiru- faraldurinn dró úr aðsókn. Fljóts- dalshreppur efndi til hönnunarsam- keppni 2016 um aðstöðubyggingu ásamt lausnum á hvíldar- og útsýn- isstöðum, hliðum og merkingum. Vinningstillagan er eftir arkitektana Erik Rönning Andersen og Sigríði Önnu Eggertsdóttur. Fjármögnun til uppbyggingar á svæðinu kemur að hluta frá Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða. Í nóvember í fyrra var gengið frá lóðaleigusamningi milli Fljótsdals- hrepps og landeigenda. aij@mbl.is Buðu 258 milljónir í þjónustuhús - Eitt tilboð barst í byggingu við Hengifoss - 43% umfram áætlun Tölvumynd/ZIS AS Þjónustuhús Byggt verður eftir verðlaunatillögu frá árinu 2016. Afli norsku loðnuskipanna á vertíð- inni var í gærmorgun orðinn rúm- lega 32 þúsund tonn. Alls hafa norsku skipin heimild til að veiða um 145 þúsund tonn af loðnu við Ísland fram til 22. febrúar og eiga því eftir að veiða um 113 þúsund tonn. Í fyrra voru heimildir þeirra alls 42 þúsund tonn. Í Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi mátti í vikunni lesa um óánægju með stífar reglur og erfið- leika við veiðar norsku skipanna. Íslensku skipin voru í gær ýmist á trolli úti af Héraðsflóa eða að reyna fyrir sér á loðnunót frá Stokksnesi að Hrollaugseyjum. Nokkrar út- gerðir bíða reyndar átekta eftir að Hafrannsóknastofnun tilkynnti að hugsanlega yrðu heimildir skertar um alls 100 þúsund tonn. Biðu eftir að geta byrjað veiðar Nokkur norsk skip voru um miðj- an dag í gær á eða í grennd við miðin úti af Austfjörðum. 47 norsk skip höfðu verið í höfn eða inni á fjörðum, ýmist í vari vegna veðurs eða að bíða eftir heimild til að mega hefja veiðar. Mörg þeirra höfðu tekið stefnuna á miðin eftir hádegi í gær. Hverju sinni mega 30 skip vera að veiðum, þau mega aðeins veiða í nót og mega ekki veiða fyrir sunnan línu, sem er dregin beint í austur frá punkti sunnan Álftafjarðar. Veiðar Norðmanna eru því orðnar barátta við klukkuna og bæði þarf veður að batna frá því sem verið hefur og afli að glæðast svo dæmið gangi upp. Mikill munur á verði Þó svo að kvótinn sé mun stærri í ár heldur en á síðustu vertíð er það sama ekki að segja um verðið sem fæst fyrir loðnuna. Fram kemur í Fiskaren að í ár fáist um 2,80 krónur norskar fyrir kílóið í bræðslu, en í fyrra hafi loðnan að mestu farið til manneldis. Metverð hafi þá fengist fyrir aflann og kílóið gefið að með- altali 14,35 norskar. Í íslenskum krónum eru þetta um 39,5 krónur í ár, en rúmlega 200 krónur í fyrra. Selji norsku skipin afla til ís- lenskra verksmiðja í gegnum upp- boð hjá Norges sildesalgslag taki það þrjá daga aukalega að komast á lista þeirra 30 skipa sem hverju sinni mega stunda veiðar. Sé siglt til lönd- unar í Noregi er olíukostnaður mikill Meðan beðið sé eftir því að kom- ast á veiðilistann þurfi í flestum til- vikum að bíða í höfn á Íslandi því skip komast ekki á þann lista fyrr en þau eru komin í íslenska lögsögu. aij@mbl.is Norðmenn í kapp- hlaupi við klukkuna - Nokkur íslensk skip byrjuð á loðnunót Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.