Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 24

Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 opnar 9. febrúar Opið virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum ANNE HERZOG Sýning í Gallerí Fold FJALL HINNA GLEYMDU DRAUMA Börn sem eiga lögheimili á höfuð- borgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn með búsetu á lands- byggðinni munu framvegis geta nýtt sér Loftbrú sem veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir áætlunarflug innanlands til og frá höfuðborgar- svæðinu. Breytingin tók gildi mánu- daginn 7. febrúar. Tilkynning um breytinguna er birt á vef Vegagerð- arinnar, sem hefur umsjón með Loftbrú fyrir hönd ríkisins. Loftbrú var hleypt af stokkunum í september 2020 með það að mark- miði að bæta aðgengi íbúa á lands- byggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innan- landsflug að hagkvæmari sam- göngukosti. Loftbrú veitir afslátt- arkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborg- arsvæðinu og á eyjum án vega- sambands. Rúmlega 60 þúsund íbú- ar geta nýtt sér Loftbrú en hver einstaklingur getur fengið lægri far- gjöld fyrir allt að sex flugleggi á ári. Fólk skráir sig á loftbru.island.is. Loftbrú hefur verið vel tekið frá því hún var sett í loftið, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Tæplega 70 þúsund flugleggir hafa verið bókaðir síðan Loftbrú fór í loft- ið fyrir tæpum 18 mánuðum. Á einu ári, frá janúar 2021 til janúar 2022 varð 36% aukning á nýtingu Loftbrúar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Loftbrúin Verkefninu var hleypt af stokkunum í september árið 2020. Reglur rýmkaðar um Loftbrúna - Nærri 70 þúsund flugleggir bókaðir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ef Ísland á að verða leiðandi í menntamálum, tækni og þróun standa framhaldsskólar og endur- menntunarstofnanir andspænis breytingum. Taka verður upp staf- rænt nám í bland við annað, til að mæta kröfum fjórðu iðnbylting- arinnar,“ segir Víglundur Laxdal Sverrisson, nýr skólastjóri Skip- stjórnarskólans og Véltækniskólans. Í Véltækniskólanum eru nú um 250 nemendur og um 200 í skip- stjórn; þar af um ¾ í fjarnámi jafn- hliða störfum sínum á hafi úti. Þann- ig er námið í stöðugri þróun enda breytast aðstæður hratt rétt eins og tæknin. Starfsemi skólanna er að mestu leyti í húsi Sjómannaskólans á Rauðarárholti í Reykjavík. Þar eru meðal annars nútímasiglinga- og vélhermar þar sem sjómenn fram- tíðarinnar fá þjálfun í því að mæta raunverulegum aðstæðum, þótt á þurru landi sé. Málmiðngreinar sem eru hluti af námi í vélstjórn eru hins vegar kenndar í Hafnarfirði. Menntunar aflað óháð tíma og staðsetningu Sveigjanleiki og aðgengi að fræðslu skiptir miklu fyrir fólk og fyrirtækin. Í því sambandi bendir Víglundur á að hvort tveggja krefj- ist mannafla og skipulagningar. Oft þurfi að kalla inn afleysingafólk, heilu eða hálfu vikurnar, í stað þeirra sem þurfa að sækja menntun eða þjálfun. Oft sé þetta fólk utan af landi sem þarf að koma til Reykja- víkur og slíku fylgir oft verulegur kostnaður. „Þetta samspil er því valdandi að fólk nýtir síður menntunartækifæri og þá endurmenntun sem í boði er. Hætta er á að mismunur á mennt- unarstigi aukist. Stafrænt nám er lykilinn að því að fólk geti aflað sér menntunar óháð tíma og staðsetn- ingu. Hér á ég ekki við rafbækur eða upptökur af kennslustundum né að mjólka núverandi leiðir í námi, heldur að þróað verði nýtt stafrænt nám með tækni, þar sem þrívíð sam- skiptaformin og gagnvirk endurgjöf gera kennslu notendamiðaða og meira hvetjandi,“ segir Víglundur. Kemur ekki í stað mannlegra samskipta Þegar stafrænt þjálfunar- og námsferli hefur verið þróað er auð- velt að gera það aðgengilegt fyrir allt landið hvenær sem er, að sögn Víglundar. Stafræn kennslufræði höfði til breiðari hóps en hefðbundin kennslustofa. „Þannig sköpum við allt annan vinkil til að nálgast nem- endur. Fáum betri tækifæri til að halda þeim út námið. Við gerum starfsgreinar enn áhugaverðari og mætum ólíkum þörfum nemenda. Eflum sömuleiðis starfsmenn fyr- irtækjanna og aukum aðdráttarafl í nám almennt.“ Víglundur leggur áherslu á að stafrænt menntakerfi komi ekki í stað mannlegra samskipta eins og sumir efasemdarmenn telji. Þvert á móti. Slíkt geri kennarana frjálsari gagnvart því að nýta tímann í kennslustofunni í samspil, æfingar, samræður og spurningar. Mögu- leikarnir með stafrænum náms- áföngum séu margir. „Í framtíðinni verður að hafa í huga að það skiptir sköpum að kennararnir hafi rétta hæfni til að koma þessu til skila. Reynslan sýnir einnig að þekking kennara gegnir mjög mikilvægu hlutverki í þróun menntakerfisins,“ tiltekur skóla- stjórinn. Alinn upp í skipum og bátum Víglundur nam á sínum tíma vél- stjórn við Vélskóla Íslands. Flutti svo ungur með fjölskyldu sinni til Danmerkur og bjó þar um langt árabil. Starfaði þá m.a. hjá skipa- félaginu Maersk og kúlulegufram- leiðandanum SKF. Víglundur aflaði sér seinna kennsluréttinda og kom til starfa í Tækniskólanum fyrir fjórum árum. Við starfi skólastjóra tók hann í janúar sl. „Ég er alinn upp á Suðurnesj- unum, pabbi var vélstjóri til sjós og ég er bókstaflega alinn upp um borð í skipum og bátum. Því kom nánast af sjálfu sér að ég legði fyrir mig tæknigreinar og vélstjórn, þar sem ég hefði alltaf stefnuna á að starfa í landi. Með námi í Vélskól- anum fékk ég góðan grunn og und- irbúning fyrir störf í Danmörku. Sagðist líka alltaf ætla að koma aft- ur í skólann til að miðla af minni þekkingu og reynslu rétt eins og gekk eftir. Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að miðla af minni reynslu til unga fólksins, sem er áhugasamt um nýja tækni. Þá eru kennsluaðferðir og skólaþróun meðal áhugamála minna svo hér smellur allt saman.“ Stafrænt nám nauðsyn í nútímanum - Skipstjórn og vélfræði í Tækniskólanum - Til sjós og lands - Kennsluhættir þurfa að breytast - Margir í fjarnámi - Mæta raunverulegum aðstæðum - Víglundur kom aftur og miðlar af reynslu Reisulegt Sjómannaskólahúsið á Rauðarárholti setur sterkan svip á Reykjavík, þá ekki síst turnspíran þar sem tíminn er talinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólafólk Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir, kennari í skipstjórnargreinum, og Víglundur Laxdal Sverrisson. Í bak- grunni er hafflötur í siglingahermi þar sem nemendur reyna sig við raunverulegar aðstæður, þó á þurru landi sé. Flugvirkjun er stök deild innan Véltækniskólans, kennd við Ár- leyni í Keldnaholti í Reykjavík. Nemendur í dag eru um 25. Tíðk- ast hefur að Íslendingar hafi sótt nám í flugvirkjun vestur til Bandaríkjanna eða til Skandinav- íu, en undanfarin ár hefur Tækni- skólinn boðið upp á námið í sam- starfi við breskan skóla. Nú er í þróun íslensk námsleið sem verður jafnsett því sem býðst í útlöndum. Til þess að svo megi verða þarf að uppfylla margvíslegt regluverk og staðla sem Samgöngustofa hefur eft- irfylgd með og er sú vinna í gangi segir Víglundur sem hefur leitt þetta starf. Þróa nýja námsleið FLUGVIRKJNÁM Í BOÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.