Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Mun minni afli hefur borist á land í
Sandgerði og Grindavík það sem af
er ári samanborið við síðasta ár. Ei-
lífur útsynningur hefur takmarkað
róðra frá áramótum og Grétar Sig-
urbjörnsson, verkefnisstjóri Sand-
gerðishafnar, tók undir með blaða-
manni að sannarlega hefði verið ferð
á logninu. Heldur meiri afli hefur
hins vegar borist á land í höfnum
Snæfellsbæjar heldur en í byrjun
árs í fyrra.
Skakviðri og brælur
Samkvæmt upplýsingum frá
höfnum Snæfellsbæjar var 4.454
tonnum landað á Rifi, í Ólafsvík og á
Arnarstapa í janúar í ár, en 4.341
tonni í janúar í fyrra. Björn Arn-
aldsson hafnarstjóri segir að afla-
brögð hafi verið góð í öll veiðarfæri;
línu, dragnót, net og handfæri. Í
raun hafi merkilega mikill afli náðst
þrátt fyrir skakviðri og brælur.
Samfelldur ótíðarkafli
„Síðustu daga hefur verið mikil
ölduhæð hér fyrir utan og samfelld-
ur ótíðarkafli frá áramótum, lengri
en ég man eftir,“ segir Grétar um
stöðuna í Sandgerði. „Það hefur
varla verið hægt að róa og stífar
suðvestan- og vestanáttir, sem eru
erfiðar fyrir okkur og Grindvíkinga.
Fiskiríið hefur hins vegar verið æv-
intýralegt þegar menn hafa komist
út. Línubátur sem slapp út fyrir síð-
ustu brælu og lagði 24 bala kom með
átta tonn, sem fengust hérna rétt
fyrir utan þannig að það er rótar-
fiskirí en því miður enginn friður.“
Grétar segir að í janúar hafi vant-
að um þúsund tonn miðað við sama
mánuð í fyrra. Í ár hafi 350 tonnum
verið landað í Sandgerði í janúar, en
í fyrra hafi landaður afli í mánuðin-
um verið um fjórfalt meiri eða um
1.350 tonn.
Flæddi í smástreymi
Sigurður A. Kristmundsson,
hafnarstjóri í Grindavík, segir að
tíðin frá áramótum hafi verið með
ólíkindum erfið og leiðinleg. Stór-
lega hafi dregið úr afla sem landað
hafi verið í Grindavík í byrjun árs-
ins. Minni bátar sem byrjaðir eru
róðra frá Grindavík hafi sjaldan
komist út, ölduhæð hafi verið mikil
og suðvestanáttir þrálátar. Afli þó
verið góður þegar gefið hafi. Stærri
skipin hafi landað töluverðum afla í
öðrum höfnum, svo sem í Hafnar-
firði, Þorlákshöfn, Reykjaneshöfn
og á Snæfellsnesi.
Í janúar í ár hafi verið landað um
1.160 tonnum í 60 löndunum í
Grindavík, en í janúar í fyrra var afl-
inn 3.860 tonn í 150 löndunum og var
síðasta ár mjög gott fyrir Grindavík-
urhöfn. Sigurður segir reyndar að
það sé ekki nýtt að janúar geti verið
erfiður, þannig hafi í janúar 2020
verið landað 1.381 tonni í 85 lönd-
unum.
Hann segir að árið hafi byrjað
með miklum flóðum 6. janúar sem
farið hafi yfir bryggjur og valdið
tjóni í fiskvinnslu Vísis. Síðasta
mánudag var 14 metra ölduhæð fyr-
ir utan innsiglinguna og þá flæddi
upp á bryggjur. Sigurður segir að
sjaldgæft sé að slíkt gerist þegar
smástreymt sé.
Mjög háar öldur
Í minnisblaði sérfræðinga Vega-
gerðarinnar er fjallað um ölduhæð
við suðurströndina í óveðrinu 7.-8.
febrúar. Segir þar að ölduspá hafi
gert ráð fyrir að um stóran atburð
væri að ræða, sem gæti leitt til þess
að mjög háar öldur næðu land-
grunni. Líkur voru á því að ölduhæð
gæti náð sömu hæðum og voru
mældar þann 9. janúar 1990 þegar
Garðskagaduflið mældi 25 metra
háa staka öldu, sem er sú hæsta sem
mælst hefur við strendur Íslands,
segir í minnisblaðinu.
Sjávarstaða var hins vegar hag-
stæð í vikunni þar sem smástreymt
var og því fyrirséð að öldur myndu
ekki valda miklum skemmdum á
mannvirkjum þar sem þær brotn-
uðu langt fyrir utan grynningarnar.
Vegagerðin rekur um 11 öldumæl-
ingadufl í kringum Ísland og einnig
vefupplýsingakerfi um veður og sjó-
lag, www.sjolag.is. Á vefnum er
hægt að finna mælda kenniöldu frá
duflunum en kennialda er meðaltal
af hæstu öldum yfir hvert mælitíma-
bil sem varir í 30 mínútur.
Þau dufl sem eru við Suðurströnd
landsins eru Garðskagadufl, Grind-
arvíkurdufl og Surtseyjardufl.
Garðskagaduflið og Grindarvíkur-
duflið voru virk þegar stormurinn
reið yfir.
Sprengdi skalann
„Frumgögn úr Garðskagaduflinu
hafa verið greind af hafnadeild
Vegagerðarinnar. Hæsta kenniald-
an sem mæld var úr duflinu náði
19,8 m hæð rétt eftir miðnætti en
truflanir í mæligögnum skekkja
þetta gildi og líklega var kennialdan
aðeins lægri. Alls mældust um 10
stakar öldur yfir 25 m sem var fyrra
metið og fjórar öldur yfir 30 m. Eins
mældist ein alda sem sprengdi skal-
ann á duflunum sem er 40 m og því
ekki hægt að segja með vissu um að
sú mæling sé rétt.
Verið er að vinna að frekari grein-
ingu úr ölduduflinu og fá staðfest-
ingu á gæði gagnanna. Ef rétt reyn-
ist er þetta langhæsta mælda aldan
við Íslandsstrendur og sennilega
með þeim hærri sem mældar hafa
verið í heiminum. Suðurströnd
landsins er eitt útsettasta strand-
svæði jarðarinnar og má því búast
við að hér komi með þeim hærri öld-
ur sem fyrirfinnast,“ segir í minnis-
blaði Vegagerðarinnar.
Útsynningur og mikil ölduhæð
- Erfið vertíðarbyrjun frá Sandgerði og Þorlákshöfn - Betra í Snæfellsbæ - Góður afli þegar gefur
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sandgerði Bátar við bryggju í brælu, nokkuð sem hefur verið algeng sjón frá áramótum, en gæftir hafa oft verið
erfiðar í janúar. Fiskur virðist vera kominn á veiðislóð og hefur afli verið góður þegar menn hafa getað róið.
Ljósmynd/Vegagerðin
Upplýsingar Öldumælingadufl eru
víða við strendur landsins, þetta
slitnaði upp og fannst í Frakklandi.
Bárður SH
81 var einn
fárra báta
sem reri frá
Snæfells-
nesi á
þriðjudaginn
og ekki var
hægt að
kvarta yfir
aflabrögð-
um. Pétur Pétursson og hans
menn voru komnir að landi um
hádegi með hátt í 18 tonn úr sex
trossum og fékkst aflinn um
hálftíma siglingu frá Rifi. Pétur
segir að brimið sem gerði á
mánudag hafi að mestu verið
gengið niður á þriðjudaginn.
Heilt yfir hafi tíðin verið erfið
frá áramótum, „leiðindajag en
sjaldan aftakaveður“. „Það er
mikið af fiski á ferðinni og
þorskstofninn stór þó svo sumir
finni hann ekki. Þeir sem hafa
aðstöðu til að veiða þorsk mok-
veiða alltaf, það segir sína
sögu,“ segir Pétur.
Aflinn í janúar var 478 tonn í
23 róðrum og stærsti túrinn gaf
38,4 tonn. Nú er aflinn farinn að
nálgast 700 tonn og er meiri en
á sama tíma í fyrra. Frá áramót-
um til 3. maí í fyrra fékk Bárður
SH 81 alls 2.441 tonn í netin.
„Leiðindajag“
en góður afli
BÁRÐUR MEÐ UM 700 TONN
Pétur Pétursson
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum