Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 30
30 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það var nokkuð þung stemning í
Svörtuloftum í gærmorgun þegar
forsvarsmenn Seðlabanka Íslands
mættu til opins fundar til að kynna
nýjustu ákvörðun peningastefnu-
nefndar um 0,75 prósenta hækkun
stýrivaxta. Þórarinn G. Pétursson
ávarpaði m.a. viðstadda, bauð gleði-
legt ár en bætti við: „Tilefnið er
kannski ekki eins gleðilegt en við
látum okkur hafa þetta.“
Hagvöxtur reyndist meiri
Mitt í neikvæðum fréttum um
langvarandi framboðshnökra á
heimsmarkaðssviðinu og aukna
verðbólgu hér á landi og annars
staðar bendir Seðlabankinn á að
hann telji að hagvöxtur á nýliðnu
ári hafi verið 4,9% eða 1 prósenti
hærri en áður var ætlað. Hinsvegar
hafi hagvöxtur á yfirstandandi
fjórðungi verið færður niður vegna
mikillar fjölgunar smita af völdum
kórónuveirunnar að undanförnu.
Vegna þeirrar stöðu, auk þeirrar
staðreyndar að hagvöxtur virðist
ætla að hafa verið meiri í fyrra en
gert var ráð fyrir, telur Seðlabank-
inn nú að hagvöxtur í ár verði 4,8%,
en fyrri spár bankans gerðu ráð
fyrir að hann myndi rjúfa 5% múr-
inn og reynast 5,1%.
Spárnar breytast mjög hratt
Athygli vekur að frá því að Pen-
ingamál voru gefin út í nóvember
síðastliðnum hafa verðbólguhorfur
versnað til muna. Er SÍ með því
kominn í hóp fleiri seðlabanka, með-
al annars þess bandaríska, sem
neyðast til að viðurkenna að þeir
hafi vanmetið þá spennu sem væri í
hagkerfum heimalanda sinna.
Bendir peningastefnunefndin í
ákvörðun sinni á að mikil spenna sé
á fasteignamarkaði og að innlendir
kostnaðarliðir hækki einnig. „Við
bætist hækkun alþjóðlegs olíu- og
hrávöruverðs.“ Gerir Seðlabankinn
nú ráð fyrir að verðbólga verði 5,8%
á fyrsta fjórðungi ársins og haldist
yfir 5% fram eftir árinu. Í nóv-
ember gerði bankinn ráð fyrir að
verðbólga yrði 4,4% á yfirstandandi
fjórðungi en í ágúst í fyrra lá spáin í
3,7% eða 2,1 prósenti undir núver-
andi spá. Í nóvember gerði bankinn
svo ráð fyrir að verðbólgan yrði
komin undir 3% fyrir lok ársins en
þær væntingar eru nú orðnar að
engu. Morgunblaðið settist niður
með Ásgeiri Jónssyni að loknum
kynningarfundinum í morgun. Þar
lá beinast við að spyrja, miðað við
verðbólguþróunina hvort peninga-
stefnunefndin hefði ekki einfaldlega
viljað ganga lengra í hækkun vaxta?
Ekki þarf að hækka vextina
meira að sinni
„Ekki eins og staðan er núna. Ef
við hefðum viljað fara hærra þá
hefðum við gert það. Við þurfum að
sjá hvernig nýtt verkfæri í kringum
fasteignamarkaðinn [þak á greiðslu-
byrði og veðhlutföll] sem m.a. var
innleitt í desember mun virka.
Þetta er nýtt stjórntæki en áður
fyrr varð bankinn alltaf að stóla á
að hafa áhrif á verðtryggða vexti
sem er gríðarlega erfitt. Núna er
þessi beina tenging komin á fast-
eignamarkaðinn. Við vonum að það
hafi áhrif,“ segir Ásgeir.
Á fyrrnefndum kynningarfundi
var hann talsvert spurður út í áhrif
vaxtahækkana á fasteignamarkað-
inn. Benti hann á að þær ættu að
bíta en hins vegar væru heimilin vel
stödd, sparnaðarstig hátt, eigið fé
hefði byggst upp og kaupmáttur
aukist í gegnum faraldurinn.
„Ég hef í raun mun meiri áhyggj-
ur af þeim sem ekki komust inn á
fasteignamarkaðinn en þeim sem
eru þar inni,“ bætti seðlabanka-
stjóri við.
Hann bendir á hluti verðbólgu-
þrýstingsins sé innfluttur. Erfitt sé
að eiga við hann. „Við verðum bara
að taka við þeirri verðbólgu.“
Hann bendir á að við séum í raun
nýstigin út úr faraldri og að ekki sé
ljóst hvernig úr málum muni spi-
last, m.a. sé ferðaþjónustan að
sleikja sárin og þar séu margir lask-
aðir. Koma muni í ljós á næstu
misserum hvernig henni muni reiða
af. Virðist bankastjóri þar vera að
benda á að bankinn vilji ekki stíga
of fast á bremsuna, þótt hættu-
merki séu til staðar.
Vextir stefna upp á við
En varla er Seðlabankinn
reiðubúinn til að halda raunstýri-
vöxtum neikvæðum til lengri tíma?
„Við hvetjum kerfið áfram ef
vextirnir eru neikvæðir. Þótt jafn-
vægisvaxtastig hafi lækkað þá er al-
veg rétt að við verðum að bregðast
við. Ef það fer að hitna verulega
undir hagkerfinu þá verðum við að
bregðast við en þetta er spurning
um tíma og hvernig málin þróast. Á
sama tíma hefur þó áunnist að við
erum farin að hugsa meira í nafn-
vöxtum þannig að peningastefnan
hefur bit þótt raunstýrivextir séu
neikvæðir. Á næstu misserum munu
aðilar vinnumarkaðarins ráða miklu
um hvernig bankinn þarf að bregð-
ast við,“ segir Ásgeir.
Í kynningu sinni varð seðla-
bankastjóra, aðstoðarseðlabanka-
stjóra og aðalhagfræðingi tíðrætt
um vinnumarkaðinn og kjarasamn-
inga sem eru lausir á árinu. Þá er
nauðsynlegt að spyrja hvort kjara-
samningar hafi svo mikið að segja.
Nýverið benti Vilhjálmur Egilsson
hagfræðingur á að launaskriðið
hefði reynst mun meira á síðustu
árum en umsamdar launahækkanir.
Verður Seðlabankinn ekki að beina
orðum sínum frekar að atvinnurek-
endum sjálfum, fremur en hinum
títtnefndu „aðilum vinnumakaðar-
ins“?
Ósmekklegt tal
„Jú, það er rétt. Við höfum ekki
neinar valdheimildir til að grípa inn
í á þessum markaði. Mér hefur
reyndar fundist ósmekklegt hvernig
forsvarsmenn verslanakeðja og
heildsala hafa lýst því yfir að verð-
hækkanir væru nauðsynlegar. Það
er ekki huggulegt.“
Af hverju ekki?
„Þá er eins og að menn séu að
tala sig saman um að hækka.
Kannski þarf að hækka og kannski
ekki. Gengið er t.d. að hjálpa í inn-
flutningi núna og svo geta fyrir-
tækin gripið til ákveðinnar hagræð-
ingar. En almennt séð þá mun
vinnumarkaðurinn þó skipta öllu
um hvernig okkur tekst til. Ekki að-
eins sá almenni heldur einnig sá op-
inberi. Laun hafa t.d. hækkað mikið
hjá sveitarfélögunum sem hafa ver-
ið að hækka gríðarlega og það
speglast svo í hærri gjöldum sem
aftur hefur áhrif á verðbólguna.“
Tólf vikur í næstu ákvörðun
Tólf vikur eru í næstu stýrivaxta-
ákvörðun peningastefnunefndar.
Hún mun senda frá sér yfirlýsingu
þar um 4. maí næstkomandi.
Seðlabankinn kaupir sér tíma
Morgunblaðið/Eggert
Skammt stórra högga í milli Ásgeir Jónsson stýrir nú vaxtahækkunarferli eftir að hafa lækkað vexti með for-
dæmalausum hætti síðustu tvö árin. Áskoranirnar í íslensku hagkerfi eru síst minni nú en fyrir faraldurinn.
Viðsnúningur
» Seðlabankinn tók vexti hratt
niður á árinu 2020 en þeir voru
2,75% fyrir faraldurinn.
» Atvinnuleysi jókst hratt en
hefur nú hopað og meira til.
Samkvæmt vinnumarkaðs-
könnun Hagstofunnar eru störf
nú 4% fleiri en var fyrir far-
aldur.
» Fjöldi fyrirtækja er við full
afköst og mörg hyggja á frek-
ari ráðningar á komandi miss-
erum.
» SÍ gerir ráð fyrir að skráð at-
vinnuleysi verði að meðaltali
4,9% í ár en verði komið niður
í 3,9% við lok spátímans 2024.
- Seðlabankinn pakkar í vörn - Hækkar vexti um 75 punkta - Komnir í 2,75% líkt og fyrir faraldur
- Raunstýrivextir þurfa að hækka enn frekar - Verðbólguhorfur versna til muna frá nóvemberspá
Verðbólguspá Seðlabankans og óvissumat
Frá 1. ársfj. 2015 til 1. ársfj. 2025, breyting frá fyrra ári (%)
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025
Heimild: Seðlabanki Íslands
Spá Seðlabankans í jan. 2022
Spá Seðlabankans frá nóv. 2021
Verðbólgumarkmið
Líkindabil: 50% 75% 90%
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
GRAND CRU
ELDFÖST MÓT
HRINGLAGA
Ø: 28 cm
5.490,
LÍTIÐ
13x24 cm
4.390,-
MIÐSTÆRÐ
24x24 cm
5.490,-
STÓRT
25x38 cm
6.590,-
NÝR LITUR