Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 31

Morgunblaðið - 10.02.2022, Side 31
FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 10. febrúar 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.82 Sterlingspund 168.79 Kanadadalur 98.17 Dönsk króna 19.13 Norsk króna 14.133 Sænsk króna 13.636 Svissn. franki 135.04 Japanskt jen 1.0814 SDR 175.1 Evra 142.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.1283 Arion banki hagnaðist um 6,5 millj- arða króna á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs samanborið við 5,8 milljarða króna hagnað á sama tíma árið á und- an, sem er aukning upp á rúm 13%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Eignir bankans námu í lok tíma- bilsins 1.314 milljörðum króna og juk- ust um 12% milli ára, en þær voru 1.171 milljarður í lok árs 2020. Eigið fé Arion banka nam í lok tímabilsins tæpum 195 milljörðum króna en það var 198 milljarðar í lok árs 2020. Eiginfjárhlutfall bankans er 23,8%. Kostnaðarhlutfall 51,6% Tekjur af kjarnastarfsemi bankans jukust um 14,8% samanborið við fjórða ársfjórðung 2020 samkvæmt tilkynn- ingunni og var kostnaðarhlutfallið á fjórðungnum 51,6% samanborið við 44,9% á fjórða ársfjórðungi 2020. Hagnaður Arion banka fyrir árið 2021 í heild sinni nam tæpum 29 millj- örðum króna og meira en tvöfaldast á milli ára en árið 2020 hagnaðist bank- inn um 12,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár var 13,4% á fjórða ársfjórð- ungnum og 14,7% á árinu. Gekk vel þrátt fyrir faraldur Benedikt Gíslason bankastjóri seg- ir í tilkynningunni að starfsemi bank- ans hafi gengið vel á árinu 2021 þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutak- markanir. Einnig segir hann að fyrir- tækið hafi náð öllum sínum rekstrar- markmiðum. „Efnahagur bankans er áfram sterkur og eiginfjárhlutfall 23,8%. Hlutfall eiginfjárþáttar 1 var í árslok 19,6%, þrátt fyrir endurkaup og arð- greiðslu á árinu, en markmið bankans er að hlutfallið sé 17% og eru tillögur stjórnar bankans um arðgreiðslur á árinu 2022 skref í áttina að því mark- miði og í takt við arðgreiðslustefnu bankans,“ segir Benedikt í tilkynn- ingunni. Í ársreikningi segir að lagt er til að 22,5 ma. kr. arður verði greiddur á árinu 2022 vegna ársins 2021, að teknu tilliti til eigin bréfa bankans, eða sem samsvarar 15 kr. á hlut. Arion banki hagnaðist um 6,5 milljarða króna - Hagnaður ársins 2021 var 29 milljarðar króna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjármagn Eignir bankans námu í lok tímabilsins 1.314 milljörðum króna. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Áratu ga reyns la Hagnaður smásölufyrirtækisins Festar nam tæpum 1,4 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi 2021 samanborið við 526 milljónir króna á sama tímabili árið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félag- inu. Þegar litið er til ársins í heild sinni hagnaðist Festi um 6,6 milljarða króna samanborið við 2,3 milljarða króna hagnað árið á undan. Eignir Festar námu í lok ársins tæpum 86 milljörðum króna og juk- ust þær um 3,1% milli ára, en þær voru rúmir 83 milljarðar króna í lok 2020. Eigið fé félagsins nam í lok árs 2021 þrjátíu og fjórum milljörðum króna en það var tæplega þrjátíu milljarðar í lok árs 2020. Eiginfjárhlutafall Festar er 39,4% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Markaði tímamót Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri Festar, segir í tilkynningunni að rekstur fyrirtækisins hafi gengið vel á árinu sem hafi markað viss tímamót þar sem öll fyrirtæki sam- stæðunnar hafi skilað sinni bestu af- komu frá upphafi. „Verkefni rekstr- arársins voru fjölmörg og ber þar hæst kolefnisbindingarverkefni Festar, stafræna framþróun félag- anna með nýjum þjónustu- og af- greiðslulausnum, þátttöku N1 í orkuskiptum í samgöngum með nýju félagi og innleiðingu velferðarpakka samstæðunnar sem er ætlað að stuðla að bættri andlegri og líkam- legri heilsu starfsfólksins,“ segir Eggert í tilkynningunni. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Uppgjör Eignir Festar námu í lok ársins tæpum 86 milljörðum króna Festi hagnaðist um 1,4 milljarða - Skilaði 6,6 millj- arða hagnaði fyrir allt árið 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.