Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Það hefur verið mik- ill gangur í uppbygg- ingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði undanfarin misseri og mánuði. Þessi uppbygging kemur í kjölfar tafa sem urðu á fram- kvæmdum á helstu nýbyggingarsvæðum Hafnarfjarðar, í Skarðshlíð og Hamra- nesi. Eins og margir vita voru helstu ástæður tafarinnar þær að framkvæmdaleyfi fyrir flutn- ingi raflína, sem lágu yfir byggingar- svæðunum, var kært og fellt úr gildi vorið 2018. Flutningur raflínanna var frum- forsenda þess að hægt væri að halda áfram að úthluta lóðum í Skarðshlíð og síðan Hamranesi og að þeir sem þegar voru komnir með lóðir þar vildu hefja byggingu húsa sinna. Lof- að hafði verið, allt frá árunum fyrir hrun, að línurnar yrðu færðar burt. Á meðan beið heilt hverfi í Skarðshlíð úthlutunar, með alls 183 lóðum undir 460 íbúðir. Ládeyða á tíma Samfylkingar Á meðan raflínurnar lágu yfir hverfinu var enginn áhugi á þessum lóðum og stóðu þær auð- ar, þrátt fyrir að vera til- búnar. Það var svo þeg- ar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar tók til starfa eftir kosningar 2014 sem skriður komst á flutning raflínanna. Eins og sjá má á með- fylgjandi súluriti seldust einungis 16 lóðir í Hafnarfirði á árunum 2010- 2014, þegar Samfylkingin var síðast í meirhluta í bænum. Þess má geta að aðeins ein lóð undir fjölbýlishús seld- ist á þessum árum. Það var lóð á þétt- ingarreit í norðurbænum fyrir 42 íbúðir. Svo mikið var mönnum í mun að koma einhverjum íbúðafram- kvæmdum af stað að verktakanum sem átti lóðina var veittur ríflegur af- sláttur af gatnagerðargjöldunum. Sá afsláttur skilaði sér þó ekki til kaup- enda íbúðanna, því fermetraverð íbúðanna reyndist með því hæsta sem þá hafði sést á höfuðborgarsvæðinu. Hafnfirðingum fjölgi um fjórðung Þegar undirbúningur hófst á flutn- ingi raflínanna árið 2015 komst fyrst hreyfing á lóðasöluna, samhliða var einnig farið í að breyta fyrra skipu- lagi í Skarðshlíð. Meðal annars með því að fjölga lóðunum, minnka þær og gera fýsilegri fyrir kaupendur. Það voru því mikil vonbrigði þegar framkvæmdaleyfið á flutningi raflín- anna var fellt úr gildi vegna kæru Hraunavina og Náttúruverndar- samtaka Suðvesturlands. Kæran tafði alla uppbyggingu á svæðinu. Það var svo undir forystu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að bráðabirgðaleyfi fékkst fyrir flutningi raflínanna og í kjölfarið haldið áfram við lóðaúthlut- anir og íbúðauppbyggingu. Og eins og sjá má á súluritinu hefur heldur betur rofað til í þessum málum á kjörtímabilinu. Nú eru verkin látin tala. Alls hefur verið úthlutað 185 lóð- um, á árunum 2018-2021, undir rúm- lega 2.000 íbúðir, bæði á nýbygg- ingar- og þéttingarsvæðum, fyrir sérbýli sem og fjölbýli. Á þessu ári verður haldið áfram á þeirri braut. Uppbygging á íbúðarhúsnæði í bæj- arfélaginu hófst því af miklum krafti fyrir allnokkru, íbúum er farið að fjölga hratt aftur og er gert ráð fyrir að á næstu fjórum árum hafi Hafn- firðingum fjölgað um sjö þúsund manns. Því er holur hljómur í gagnrýni minnihlutans, einkum Samfylking- arinnar, á núverandi meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um að hafa ekki staðið sig í úthlutun lóða í bæjarfélaginu. Tölurnar tala sínu máli. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Íbúum er farið að fjölga hratt aftur og er gert ráð fyrir að á næstu fjórum árum hafi Hafnfirðingum fjölgað um sjö þúsund manns. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Látum verkin og tölurnar tala Sívaxandi umferð- artafir í Reykjavík bitna einna helst á þeim sem búa í efri hverfum og sækja vinnu í vesturhluta borgarinnar. Þar er að finna stærstu vinnu- staði hennar, s.s. Há- skóla Íslands, Háskól- ann í Reykjavík og Landspítalann. Stofnbrautir afskiptarí áratug Það er með ólíkindum að í 136 þúsund manna borg þurfi vegfar- endur að eyða sífellt stærri hluta af tíma sínum í daglegum umferð- arteppum. Skýring borgaryfirvalda á þessu ástandi er að við ökum um á of mörgum fólksbílum. Ég hef hins vegar nærtækari skýringu á því. Árið 2012 gerðu borgaryfirvöld samgöngusamning við ríkið um til- raunaverkefni til tíu ára. Tilraunin fólst í því að stöðva viðhald og eðli- lega uppbyggingu á stofn- brautakerfinu en fjölga í staðinn al- menningsvögnum. Eitt aðalmarkmið sam- komulagsins var sam- kvæmt skýrslu Mann- vits: „að tvöfalda a.m.k. hlutdeild al- menningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höf- uðborgarsvæðinu á samningstímanum og sporna með þeim hætti við tilsvarandi aukningu eða draga úr notkun einkabílsins …“ Það er skemmst frá því að segja að hlutdeild al- menningssamgangna í ferðum á höfuðborgarsvæðinu var 4% við upphaf þessarar tilraunar og nú, áratug síðar, hefur sú hlutdeild nánast ekkert aukist. Stofnbrauta- kerfið hefur hins vegar verið af- skipt í þennan áratug. Allir í sömu súpunni Þessi tíu ára tilraun hefur kostað borgarbúa gríðarlega fjármuni. Við erum enn að bíta úr nálinni með stöðugt meiri umferðatöfum. Bið- raðirnar á stofnbrautunum lengjast með hverjum deginum og sá tími sólarhringsins sem er álagstími í umferðinni lengist að sama skapi. Það er helst að skilja á þessari tilraun að ætlunin hafi verið að „draga úr notkun einkabílsins“ með því að skapa umferðartafir. En umferðartafir bitna á öllum sem ferðast með vélknúnum öku- tækjum, einnig þeim sem ferðast með almenningsvögnum. Umferð- artafir eru því ekki vænleg leið til „að tvöfalda a.m.k. hlutdeild al- menningssamgangna í öllum ferð- um …“. Þrengt að viðbragðsaðilum Það eru þó ferðir viðbragðsaðila í neyðartilfellum sem ég hef mest- ar áhyggjur af. Ég þekki það vel frá fyrrverandi starfi mínu á þessu sviði hvernig örfáar mínútur geta skilið milli lífs og dauða. Það á að vera ófrávíkjanleg krafa að fulltrúi viðbragðsaðila sé hafður með í ráð- um við skipulag samgangna á höf- uðborgarsvæðinu. Því miður er ekki að sjá að tekið hafi verið tillit til neyðaraksturs við þrengingar og hraðahindranir. Snorrabrautin er t.d. mjög mik- ilvæg tengibraut fyrir útkallsbíla SHS ef farið er frá slökkvistöðinni í Skógarhlíð í gamla Vesturbæinn, miðbæinn og Laugarnesið. Þreng- ingar, hraðahindranir og gamaldags ljósastýribúnaður hafa gert Snorra- brautina að martröð fyrir sjúkra- flutningamenn þegar mikið liggur við. Auk þess fara um 30% sjúkra- flutninga á Landspítalann um Snorrabraut. Í umræðum um staðsetningu Landspítalans fyrir nokkrum árum komu ítrekað fram þær kröfur að með núverandi staðsetningu spít- alans þyrfti að bæta mjög aðkom- una að honum. Í því samhengi var m.a. lagt til að setja göngubrú eða undirgöng yfir Miklubraut við Stakkahlíð. Af því varð ekki en þess í stað bætt við ljósastýrðri gang- braut við Klambratún. Þessar tvær ljósastýrðu gangbrautir stöðva oft marga tugi ökutækja, jafnvel nokk- ur hundruð sinnum á dag, auka þannig mengun og stífla stöðugt helstu umferðaræð borgarinnar. Aðkoman að Landspítalanum hefur svo enn versnað með breytingum á Snorrabraut. Við eigum að sjálfsögðu að vinna þrotlaust að því að auka flæði og öryggi allrar umferðar í borginni, fyrir gangandi, hjólandi, fólksbíla og almenningsvagna, og draga jafn- framt úr þeirri mengun sem umferð veldur. Fordómar sem miða að því að leggja stein í götu okkar eru ekki einungis heimskulegir, heldur einnig hættulegir. Eftir Björn Gíslason » Í umræðum um stað- setningu Landspít- alans fyrir nokkrum ár- um komu ítrekað fram þær kröfur að með nú- verandi staðsetningu spítalans þyrfti að bæta mjög aðkomuna að hon- um. Björn Gíslason Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Samgöngustefna ógnar öryggi okkar Nýlega kom út bókin „Hæstiréttur Íslands í hundrað ár“. Fram kemur í formála bók- arinnar að rétturinn standi sjálfur fyrir þessari útgáfu. Sagn- fræðingurinn Arnþór Gunnarsson var feng- inn til að skrifa bókina en yfir honum sat rit- nefnd sem Hæstiréttur skipaði. Í henni áttu m.a. sæti fyrrverandi dómarar við réttinn. Í nýjustu útgáfu netmiðilsins Stundarinnar er að finna grein um hluta af efni þessarar bókar. Þar er einkum fjallað um það sem í bókinni segir um skipan tveggja dómara að réttinum á árunum 2003 og 2004. Þeir eru Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem ennþá er starfandi, og undirritaður, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var skipaður á árinu 2004 en lét af störf- um 2012. Meginefni þessarar umfjöllunar er að halda því fram að þessir tveir dóm- arar hafi verið skipaðir á pólitískum forsendum og ekki verðskuldað starfið. Er m.a. reynt að gera lítið úr þekk- ingu þeirra á lögfræði. Þetta skaðar mig svo sem ekki mikið því ég hef sjálfur gefið út all- margar bækur sem eru vitnisburður um hvað ég kann fyrir mér í fræðunum. Er mér kunnugt um að flestir þeir sem hafa áhuga á lögfræðinni og beitingu hennar við réttinn hafa kynnt sér efni bóka minna og kvarta ég ekki yfir ummælum þeirra um efni skrifa minna. Slíkt hið sama á ekki við um Ólaf Börk. Ég hef hins vegar látið uppi þá skoðun mína, að hann standi líklega öllum öðrum dómurum, sem nú starfa við réttinn, framar í lög- fræðilegum efnum. Kannski það eigi eftir að skýrast betur í framtíðinni, þegar hann verður laus undan þeim hömlum á tjáningu sem setan í dóm- araembætti leggur á menn. Það er óvenjulegt í svona afmælis- riti að taka fyrir einstaka menn sem starfað hafa við stofnunina sem um er fjallað og halla á þá orðinu með þeim hætti sem Stundin greinir frá. Mikið hefur blessuðum mönnunum legið á og þá líklega helst þeim sem nú, furðulegt nokk, gegnir embætti for- seta réttarins. Þessu ræður rökstudd og efnismikil gagnrýni mín á störf réttarins í fortíðinni, m.a. störf hans. Mér er kunnugt um að forsetinn og sumir hinna kveinka sér undan gagn- rýni minni, þó að þeir hafi ekki treyst sér til að svara henni. Mér finnst að þeir hefðu átt að vera menn til að standa beint og milliliðalaust að tján- ingu sinni um það. Þeir hafa ekki treyst sér til þess en fengið í staðinn sakleysingja úr röðum sagnfræðinga til að tala fyrir sína hönd og látið rétt- inn borga kostnaðinn um leið og þeir komu sér upp fyrirkomulagi til að stjórna skrifum hans. Þetta er hins vegar undarlegra þegar sómamað- urinn Ólafur Börkur á í hlut. Hann er nú á 61. aldursári og hefur starfað sem dómari við réttinn í nær 20 ár. Skemmst er frá því að segja að hann hefur sýnt afburðahæfni til þessa starfs og á flekklausan feril allan þennan tíma. Oft kann málum að vera svo háttað að þeir sem minna mega sín á viðkomandi sviði veitast að þeim sem standa þeim framar. Kannski það sé reyndin hér. Hitt er svo rétt að við skipun mína á árinu 2004 var svo sannarlega brot- ið gegn lögum. Fólst það í ólögmæt- um ráðstöfunum dómara, sem þá sátu í réttinum, til að reyna að hindra skipun mína. Var það sýnilega vegna gagnrýni minnar sem þeir höfðu ekki treyst sér til að svara. Líklega hefur háttsemi sumra þeirra þá hreinlega verið refsiverð, þó að ég hafi á sínum tíma ákveðið að fylgja því máli ekki eftir. Ég segi frá þessari atburðarás í bók minni „Í krafti sannfæringar“, sem út kom á árinu 2014 og vísast þar til 14. kafla bókarinnar á bls. 267-289. Þar geta menn lesið reyfarakennda frásögn af háttsemi nafngreindra manna úr dómaraaðlinum, sem aldrei hafa þurft að bera neina ábyrgð á henni. Þar á meðal voru nokkrir sem áður höfðu beinlínis óskað eftir að ég sækti um embætti en ég ekki viljað á þeim tíma. Man ég vel eftir því, þegar áhrifamesti dómarinn á þessum ár- um, Markús Sigurbjörnsson, spurði mig með hvíslandi rödd sinni í símtali, hvort hann mætti ekki skrifa fyrir mig umsókn um embætti við réttinn. Síðar hefur hann velt sér á hina hlið- ina í bæli sínu og fer ég í bók minni yfir atvik sem sýnilega hafa ráðið því. Þeir sem nú ráða réttinum munu ekki ríða feitum hesti af framferði sínu við að segja sögu af þeim atburð- um sem hér er fjallað um. Ég minni þá samt á orðatiltækið um að batn- andi mönnum sé best að lifa, og óska að þeim takist að bæta ráð sitt svo verða megi réttinum til framdráttar og virðingar meðan þeir gegna ennþá embættum sínum. Minna en hálf sagan sögð Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » „Hitt er svo rétt að við skipun mína á árinu 2004 var svo sann- arlega brotið gegn lög- um. Fólst það í ólög- mætum ráðstöfunum dómara, sem þá sátu í réttinum, til að reyna að hindra skipun mína.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.