Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 ...algjör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæ kjur Ekkert v esen Ómissandi í eldhúsið Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni og Húsasmiðjunni www.danco.is Heildsöludreifing N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Ég gef kost á mér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 12. mars næstkomandi. Margir hafa eða munu bjóða sig fram í 2.-3. sæti og ég hef metnað í 2. sætið og vona að ég njóti þar stuðnings. Ég kem með nýja reynslu inn í borg- arstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrir- tækja, sprotafyrirtækja og stjórn- un Háskólans í Reykjavík. Tel það kost að hafa ekki verið rótgróinn lengi í borgarmálum, en fylgt sterkt eftir málefnum Sjálfstæð- isflokksins. m.a. sem formaður vel- ferðarnefndar í landsmálum og á fyrra kjörtímabili sem formaður menntamálanefndar. Mun njóta þeirrar þekkingar og vonandi áframhaldandi stuðnings í lands- málum flokksins. Leiðarljós mitt byggist á eftirfarandi tíu stefnumiðum 1. Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borg- arinnar. Draga verður úr forræð- ishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. 2. Stöðva verður flótta fyr- irtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar. Mikilvæg fyrir- tæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. 3. Bæta verður aðstöðu og þjón- ustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekju- öflunar og velferðar hjá borg- arbúum. Slakar almennings- samgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsöm. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. 4. Skóla- og íþrótta- mál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverf- um og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. 5. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borg- ara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæf- ingar sem hentar þessum aldurs- hópum. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyr- isþega. 6. Burt með biðraðir í heil- brigðis- og velferðarmálum. Vel- ferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verð- um að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjöl- mörgum sviðum. 7. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferð- arkerfið heildstætt og losa um fá- tæktargildrur innan þess t.d. varð- andi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt, m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda og engra launatekna eða fjár- magnstekna. 8. Snúa verður vörn í sókn í hús- næðismálum. Uppbygging hús- næðis hefur verið vanrækt og sér- staklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumark- aður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. 9. Endurskoða verður sam- göngusáttmála höfuðborgarsvæð- isins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir og tíma- og fjárhagsáætlanir samn- ings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir bifreiðar, hjól og gangandi og ekki hægt að bíða í 15-20 ár eftir full- kláraðri svokallaðri „borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsyn- legir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn al- varlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á borgarlínu. 10. Taka verður fjármál borg- arinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármála- rekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur við- gengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar. Stöðva flótta fyrirtækja frá höfuðborginni Ég vil sérstaklega nefna flótta fyrirtækja úr höfuðborginni. Nokk- ur nýleg dæmi. Sýslumaður höfuð- borgarsvæðisins flutti í Kópavog árið 2016. Höfuðstöðvar Íslands- banka fluttu í Kópavog í lok sama árs. Tryggingastofnun ríkisins í Kópavog árið 2019 og starfsemin í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut flutti í Kópavog árið 2019. Haf- rannsóknastofnun fór 2020 til Hafnarfjarðar, ýmis heilbrigðisfyr- irtæki í Urðarhvarf í Kópavogi ár- in 2019-2021 og Vegagerðin til Garðabæjar 2021. Tækniskólinn fyrirhugar flutning til Hafn- arfjarðar svo og Icelandair innan skamms og Víkingbátar, öflugt og stækkandi framleiðslufyrirtæki smábáta, flytur af Kistumel í Reykjavík árið 2023 til Hafnar- fjarðar. Byggðaþróun til framtíðar Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróunar byggðar, ekki síst með Sundabraut yfir í Geld- inganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tug- þúsundir íbúða. Einnig eru mögu- leikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabraut- ar er stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eft- ir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborg- ina; við viljum koma Reykjavík aft- ur í fremstu röð. Varla er hægt að taka þátt í skemmtilegra verkefni en að vinna að því að gera borgina betri fyrir íbúa, fjölskyldufólk og fyrirtækin. Ég er reiðubúinn að vera hluti af öflugri liðsheild sjálf- stæðisfólks og þjóna borgarbúum með þá þekkingu og reynslu sem ég hef fram að færa. Boða breyttar og betri áherslur fyrir Reykvíkinga Eftir Þorkel Sigurlaugsson »Ég kem með nýjar áherslur inn í borg- armálin. Hlusta skal á íbúa og atvinnurek- endur við borgarþróun og stöðva óánægju og flótta fólks og fyrir- tækja. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er formaður velferðar- nefndar Sjálfstæðisflokksins. Mjög reglulega fá borgarbúar stórkarla- legar yfirlýsingar frá ráðamönnum í Reykjavík um for- dæmalausa uppbygg- ingu á íbúðamarkaði í borginni. Stöðugar fréttatilkynningar berast frá kynning- ardeild borgarinnar um mesta uppbygg- ingarskeið sögunnar, inn um bréfalúgur borgarbúa berast tonnin öll af óumhverf- isvænum pappír sem mæra þá lýsingu, auk þess sem borgarstjóri og formaður skipu- lagsráðs halda þessum fordæmalausa áróðri uppi við öll tækifæri. En hvað skyldu aðrir segja? Er íbúðamark- aðurinn á sömu skoð- un? Eru sérfræðingar á sömu skoð- un? Eða borgarbúar almennt? Alls ekki. Þeir sem best þekkja til segja allt aðra stöðu vera uppi á íbúðamark- aði. Benda á staðreyndir og færa rök fyrir sínu máli. Segja ástandið grafalvarlegt og að staðan hafi áhrif á alla, m.a. í gegnum vexti og verð- bólgu. Íbúðum í byggingu fækkar, íbúðir til sölu eru í sögulegu lág- marki, uppbyggingaráform eru ekki í takt við þarfir, skortur er á lóðum og skipulagi og hagkvæmar íbúðir eru ekki í boði. Fyrir þessu færa sérfræðingar rök og vísa í opinber- ar tölur. Það er ástandið í dag. Það þekkja allir. Þéttingarstefna meirihlutans í Reykjavík er pólitísk ákvörðun og hefur ver- ið ráðandi síðustu kjör- tímabil innan borgar- marka. Í nágranna- sveitarfélögunum hefur áherslan verið á blandaða byggð og fjölbreytt framboð af lóðum, sérstaklega er það áberandi í sveit- arfélögunum í kring- um höfuðborgar- svæðið. Þangað sækir unga fólkið sem vill búa rúmt og grænt með fjölskyldum sín- um. Um það vitna mannfjöldatölur og gríðarlega aukin um- ferð til og frá höfuð- borginni. Þetta sjá allir, nema þeir sem af ein- hverjum ástæðum vilja halda öðru fram. En þeir sömu aðilar bera ábyrgðina á ástandinu í dag, hafa haldið um stjórnina í skipulags- málum um langt árabil. Þeirra er sökin. Ástandið á íbúðamarkaði breytist ekkert þótt meirihlutinn í Reykjavík tali um fordæmalausa uppbyggingu og sendi frá sér hverja fréttatilkynninguna á fætur annarri. Ástandið er allt annað og öllum kunnugt. Það sem hins vegar er fordæma- laust er þvættingurinn og rang- færslurnar í kringum þessi graf- alvarlegu mál. Það er kominn tími til að horfast í augu við staðreyndir og leyfa öðrum að fást við þennan mikilvæga málaflokk. Fordæmalaust hvað? Eftir Örn Þórðarson Örn Þórðarson » Þeir sem best þekkja til segja allt aðra stöðu vera uppi á íbúða- markaði. Benda á staðreyndir og færa rök fyrir sínu máli. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.