Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 37

Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Á þessu ári er liðin hálf öld síðan Lýðhá- skólinn í Skálholti tók til starfa. Það var hinn 15. október það sama ár að skólinn var settur í fyrsta sinn undir stjórn foreldra minna, sr. Heimis Steinssonar og frú Dóru Þórhalls- dóttur, en sr. Heimir var fyrsti rektor skól- ans. Mikill og langur aðdragandi var að baki sem of langt mál er að rekja hér. Nánar má fræðast um þann að- draganda í grein sr. Heimis sem birt- ist í Afmælisriti Prestafélags Suður- lands árið 1987 undir heitinu „Annáll Skálholtsskóla“. Þó má minna á að bygging og starfsemi skólans var hluti af því endurreisnarstarfi sem fram fór í Skálholti á þessum árum undir leiðsögn dr. Sigurbjörns Ein- arssonar biskups og Skálholtsskóla- félagsins. Var þar byggt á ályktun kirkjuráðs frá 19. júlí 1963 þar sem lagt var til að „komið verði upp lýðhá- skóla (í Skálholti) er starfi í anda hinnar norrænu lýðháskólahreyf- ingar, jafnframt því að hann þjálfi starfslið handa kirkjunni“. Þetta fyrsta skólaár, árið 1972, sóttu 24 nemendur skólann. 16 nem- endur bjuggu í heimavist í sumarbúð- unum í Skálholti og átta á heimili rektorshjónanna, því skólabyggingin var enn ekki tilbúin. Man ég þennan vetur vel, enda 11 ára gamall þá og mikið ævintýri fyrir ungan mann að alast þannig upp á heimavist. Það hafði ég reyndar gert frá átta ára aldri þegar foreldrar mínir fluttu til Haslev í Danmörku, en þar starfaði faðir minn við lýðháskólann Haslev udvidede højskole næstu árin. Og við fjölskyldan bjuggum á heimavistinni. Skólinn í Skálholti hélt frá fyrstu stundu mjög fast við það sérkenni norrænna lýðháskóla að ekki skyldu tekin próf. Viðkvæðið var: „Það sem þið ætlið að læra hér í vetur verðið þið að læra í dag.“ Enginn próflestur var í vændum og því gátu menn ekki reiknað með að bæta sér síðar upp það sem þeir ekki námu þann daginn. Óx sú áhersla næstu árin og árangurinn varð um- talsverður í námi og frjálslegu heimilis- og félagslífi, sem er einmitt megineinkenni lýðhá- skólanna á Norð- urlöndum. Lög um Skálholtsskóla voru sett árið 1977 þar sem sér- staða skólans sem nor- ræns lýðháskóla var áréttuð. Í annarri grein laganna stóð einmitt: „Skálholtsskóli starfar í anda norrænna lýðháskóla.“ Voru þessi lög skólanum og staðnum mikil lyftistöng eins og gefur að skilja. Faðir minn lýsti starfi skólans síðar þannig í Morgunblaðsgrein: „Skóli sá, sem hóf göngu sína í Skálholti hinn 15. október 1972, var lýðháskóli að norrænni fyrirmynd. Meðalaldur nemenda var 18 ár. Nám- ið skiptist í skyldugreinar og val- frjálsar greinar. Skólinn bauð nem- endum 60 kennslustundir í viku hverri, þar af 12 skyldustundir. Hver nemandi sótti liðlega 40 stundir í viku. Skyldugreinarnar voru íslenzk- ar bókmenntir, málfræði og starfs- etning, menningarsaga og trúfræði, almennur söngur, „samtíma- viðburðir“, þ.e. fréttaskýringar um innlend og erlend efni, og vikulegur tveggja stunda fyrirlestur um sund- urleit efni. Komu fyrirlesarar þá úr ýmsum áttum, m.a. fulltrúar allra stjórnmálaflokka ár hvert. Val- frjálsar greinar skiptust í nokkra höf- uðþætti. Fyrst er að nefna „almennar greinar“, en þær voru enska, danska, þýzka, latína, stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, vélritun, bókfærsla og skyndihjálp. Annar flokkur val- frjálsra greina var „félagsfræði- braut“. Þar var að finna sálarfræði og uppeldisfræði, félagsfræði, nútíma- sögu, búvísindi, félagsmálafræðu og starfsfræðslu. Þriðja brautin snerist um lífsviðhorfin. Þar stunduðu nem- endur biblíuskýringar, siðfræði, heimspekisögu og almenna trúar- bragðasögu. Fjórða svið valfrjálsra greina var listir og íþróttir, píanó- leikur, fiðluleikur, flautuleikur, gít- arleikur, þjóðdansar, kórsöngur, leik- mennt, handmennt, sund og leikfimi. Engin próf voru tekin við lýðháskól- ann í Skálholti. Gengið var eftir nám- inu með daglegum verkefnum, stórum og smáum. Í vetrarlok gaf skólinn nemendum skriflegan vitn- isburð um frammistöðu í námi. Fé- lagslíf var fjölbreytt og lifandi á Skál- holtsskóla. Rektor og kennarar skiptu með sér verkum og voru sam- vistum við nemendur dag hvern fram á kvöld. Málfundir og kvöldvökur, leikstarfsemi og blaðaútgáfa, skemmtisamkomur og dansleikar skiptust á, svo að eitthvað sé nefnt. Mikil áherzla var á það lögð, að skól- inn væri „heimili“ nemenda. Átti kon- an mín drýgstan þátt í þeirri viðleitni sem „húsmóðir“ á skólanum að nor- rænni fyrirmynd.“ (Heimir Steinsson Mbl. 1997.) Árið 1981 létu sr. Heimir og frú Dóra af störfum við skólann. Skólinn var rekinn áfram til ársins 1987 þegar starfsemi lýðháskólans var hætt. Með nýjum lögum um Skálholtsskóla sem sett voru árið 1993 var skólinn settur undir stjórn kirkjuráðs. Markmið Lýðháskólans í Skálholti var að skapa heimiliskennd þar sem hver og einn skyldi finna til þeirrar hlýju og ör- yggis sem dagleg umönnun fékk veitt. Námið skipti vissulega miklu. En hitt skipti enn meira máli, að nemendur tækju út þroska, lærðu að þekkja sjálfa sig og næðu að rækta hæfileika sína, hver með sínum hætti. Ekki verður saga Skálholtsskóla eða –staðar hin síðari ár rakin frekar hér. En vert er að rifja upp hugsjónina gömlu um lýðháskóla í Skálholti á þessu 50 ára afmælisári skólans. 50 ár frá stofnun Lýðháskólans í Skálholti Eftir Þórhall Heimisson »Námið skipti vissu- lega miklu. En hitt skipti enn meira máli, að nemendur tækju út þroska, lærðu að þekkja sjálfa sig og næðu að rækta hæfileika sína. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. thorhallur33@gmail.com Fyrir tæpum tveimur árum, í apríl 2020, sendi Reykjavíkurborg neyð- arkall til Alþingis vegna slæmrar fjárhagsstöðu sinnar. Í umsögn borg- arinnar til Alþingis um lagafrumvarp var að finna eftirfarandi lýs- ingu á stöðunni: „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjármögn- unarvanda heldur stefn- ir í algerlega ósjálfbær- an rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar, sem varða að langmestu leyti leik- og grunnskóla og velferðarþjónustu. Hefðbundnar að- ferðir eru ekki í boði. Þá er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lán- veitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára fram undan standa undir afborgunum.“ Skuldum safnað í aldarfjórðung Síðan þessi lýsing var skrifuð af fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og lögð fram í borgarráði hafa fjármál borgarinnar versnað mjög. Borgin hefur nú safnað skuldum linnulítið í aldarfjórðung og eru þær nú komnar yfir 400 þúsund milljónir króna. Það þýðir að borgin hefur skuldsett hvern íbúa sinn um þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar tólf milljónir króna. Slík skuldastaða væri grafalvarleg fyrir hvaða sveitarfélag sem er. En hún er þeim mun alvarlegri vegna þess að um er að ræða sjálfa höfuð- borg landsins þar sem um 36% lands- manna búa. Mikilvægt er að Alþingi fái um það upplýsingar hvort eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og ráðuneyti sveitar- stjórnarmála hafi brugð- ist við þessu neyðarkalli á sínum tíma og þá hvernig. Ef ekki hefur verið brugðist við með form- legum hætti ætti að vera enn meiri ástæða til þess nú, þar sem fjárhags- staða Reykjavíkur- borgar fer sífellt versn- andi. Í árslok 2019 námu skuldir og skuldbind- ingar borgarinnar 345 milljörðum króna. Nú nema þær hins vegar um 400 milljörðum króna. Borgin hefur því haldið áfram að safna skuldum og aukið við þær um 55 milljarða króna á síðastliðnum tveimur árum þrátt fyrir skýra viðvörun fjármálastjórans í apr- íl 2020 um að áframhaldandi stór- felldar lánveitingar myndu ekki leysa vandann. Vinstri meirihluti í afneitun Samkvæmt nýsamþykktri fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar stefn- ir meirihluti borgarstjórnar, undir forystu Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri-grænna, að áfram- haldandi ósjálfbærum rekstri borgar- innar og frekari skuldsetningu. Ekki er því skrýtið þótt sú spurning vakni hvort Reykjavíkurborg sé komin í gjörgæslu hjá ráðuneyti sveitar- stjórnarmála eða á leiðinni þangað. Uggvænlegt er að Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri virðist vera í al- gerri afneitun gagnvart hinum mikla skuldavanda. Hefur hann haldið því fram að fjárhagur borgarinnar sé í himnalagi þrátt fyrir áðurnefnt neyð- arkall fjármálastjórans og yfirlýsingu um „algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára“. „Algerlega ósjálfbær rekstur til margra ára“ Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon » Frekari lán- tökur leysa ekki gífurlegan rekstrarvanda Reykjavíkur- borgar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? GO WALK 6 14.995 kr./ St. 36 - 41 with Goga Mat™ KRINGLAN - SKÓR.IS DÖMUSKÓR MEÐ MJÚKU INNLEGGI OG GÓÐRI ÖNDUN SKECHERS Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Útsalan er hafin 50% afsláttur af öllum útsöluvörum * Undirföt * Sundföt * Náttföt * Náttkjólar * Sloppar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.