Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Sykurlaus olía með vanillukremsbragði. Einnig frábær viðbót í kaffið, eða í baksturinn. Ketó/LKL vænt GERIR GOTT BOOST BETRA Í bókinni ,,Sagna- landið Ísland“ segir Halldór Guðmundsson, að höfuð Surtlu hafi verið ánafnað Til- raunastöð Háskólans á Keldum og að nú sé það horfið úr þessari virðulegu stofnun. Hér er gefið í skyn, að höf- uð af þessari eft- irminnilegu kind, hafi verið tekið ófrjálsri hendi frá Tilraunastöð- inni. Þetta er ekki sannleikanum sam- kvæmt, eins og sagt verður frá hér á eftir. Hinni réttu sögu hefur þó oft verið lýst, m.a. á internetinu og í bók minni Sigurður dýra- læknir (2), bls. 142-3, útg. 2014. Karakúlféð Árið 1933 voru fluttar til landsins 20 karakúlkindur frá rannsóknar- stofnun í Halle í Þýskalandi, 5 ær og 15 hrútar. Þeim fylgdu falleg heil- brigðisvottorð, en fölsuð. Það vildi svo til, að þegar ég var í framhalds- námi í Þýskalandi 1973 kynntist ég manni, Ronald Ziegler að nafni, sem hafði hirt um karakúlféð í Halle, sem fór til Íslands 1933. Hann sagði mér, að kindur, sem veiktust og drápust á stofnuninni, hefðu verið grafnar en ekki rannsakaðar til að forðast óþægindi. Þá verður það skiljanlegt að fjórir langvinnir smitsjúkdómar, áður óþekktir á Íslandi, komu með fénu: votamæði, þurramæði, visna og garnaveiki. Eftir langa árangurs- lausa baráttu var gripið til þess þrautaráðs að farga öllu fé á sýktu svæðunum sem náðu frá Jökulsá á Fjöllum, vestur, suður og austur um land að Mýrdalssandi og fá í staðinn fé af ósýktum svæðum eftir ár. Vest- firðir sluppu þó að mestu. Þetta bar tilætlaðan árangur, útbreiðsla sjúk- dómanna var stöðvuð og þeim loks útrýmt nema garnaveikinni, sem leggst á öll jórturdýr. Byrjað var austast 1944. Árið 1951 var öllu fé fargað á svæðinu frá Hvalfirði að Ytri-Rangá, um 47.000 þúsund full- orðnum kindum auk lamba. Ein kind á þessu svæði náðist ekki, þótt ítrekaðar til- raunir væru gerðar. Það var Surtla frá bæn- um Herdísarvík í Sel- vogi. Eigandi var Hlín Johnson, sambýliskona Einars Benediktssonar skálds. Surtla var svört eins og hraunið og lék á smalamenn, lét sig hverfa aftur og aftur. Surtla felld og flutt til rannsóknar Fé var sett til höfuðs henni, þegar leið að því að nýr fjárstofn kæmi á svæðið 1952, alls 2.000 kr., sem var all- mikið fé þá. Margir báðu henni griða en ekki þótti hættandi á að láta Surtlu ganga lausa, þótt frískleg virtist og frá á fæti, þegar svo miklu hafði verið kostað til og mikið lagt á fólk á þessu svæði. Meðgöngutími mæðiveikinnar og garnaveikinnar getur skipt mörgum árum og sjúk- dómarnir dulist lengi. Engin próf voru þekkt þá til að leita að slíkum sjúkdómum í lifandi kind. Eina leiðin til að fá fullvissu um sýkingu var krufning. Surtla var felld, skotin á færi 30. ágúst 1952. Hún var flutt til krufningar að Keldum. Halldór Vig- fússon, rannsóknarmaður á Keldum, krufði kindina. Skýrsla hans er hnit- miðuð (H1266/52, 1 sept.). Hvorki fannst mæðiveiki né garnaveiki, kindin var að öllu leyti heilbrigð. Sonur Ólafs Blöndal, gjaldkera Sauðfjársjúkdómanefndar, fékk að hirða hausinn til að stoppa hann upp. Árið 1968 sá ég um að undirbúa og vakta Landbúnaðarsýningu fyrir Rannsóknadeild sauðfjársjúkdóma- nefndar og Keldur 9.-16. ágúst. Þá kom eigandinn með hausinn upp- stoppaðan og bað mig um að selja hann fyrir 25.000 kr. Ég þekkti hausinn af lýsingum, reyndi að fá landbúnaðarráðuneyti, yfirdýra- lækni, sauðfjársjúkdómanefnd og Tilraunastöðina á Keldum til að kaupa hausinn. Enginn þessara aðila hafði peninga fyrir þann hégóma að kaupa haus af dauðri kind fyrir svo hátt verð. Ég var þá að stofna heim- ili og hafði ekki tiltæka peninga til kaupanna, en vildi alls ekki að haus- inn lenti hjá einhverjum sem ekki þekkti sögu kindarinnar, sló lán og keypti hausinn sjálfur og hengdi fyr- ir ofan dyrnar á skrifstofu minni á Keldum. Þar hékk hann í mörg ár og allt samstarfsfólk mitt á Keldum hafði heyrt söguna og vissi að haus- inn var mín eign. Enginn fyrr- nefndra aðila tímdi að kaupa hann. Surtla flutt á Selfoss, lánuð 1 sumar og hornbrotin Upp úr 2000 fór ég með embætti yfirdýralæknis á Selfossi, tók haus- inn með mér og festi upp á vegg í skrifstofu minni þar. Ég lánaði hausinn eitt sumar Sauðfjársetrinu í Strandasýslu og var þeirri stund fegnastur þegar ég heimti hann aftur og lánaði hann aldrei aftur, þótt eftir væri sótt. Áður en ég hafði ráðrúm til að festa hausinn upp á vegg tók sam- verkamaður minn á Selfossi í horn- endann til að sýna gesti haus þess- arar frægu kindar. Hornið brotnaði af. Svona eiga engir menn að gera, hvorki við lifandi kindur né dauðar. Björn Jensen, mágur Ólafar konu minnar, festi hornið á hausinn snilld- ar vel, en þó sést eilítil skekkja á því, þegar vel er skoðað. Þegar Surtla féll vakti það sorg og reiði hjá mörgum, sem höfðu fylgst með þessari hetjulegu skepnu og beðið henni griða. Margir létu í ljósi vanþóknun sína með blaðaskrifum, aðrir ortu erfiljóð og líktu víginu við víg Snorra Sturlusonar. Enn aðrir ortu níðkvæði um sauðfjár- sjúkdómanefnd, sem hafði lagt fé til höfuðs Surtlu. Í vísum Gísla Ólafs- sonar á Eiríksstöðum er þetta meðal annars: Morðið arma upp til fjalla eykur harmana. Surtla jarmar upp á alla óláns garmana. Þrautir alla þurftir líða þar á fjallinu. Þú ert fallin, þurftir hlýða heljar kallinu. Þú í blóði þínu liggur – þér ég óðinn syng – skyttan góða, þegar þiggur þráðan blóðpening. Þegar ég hætti störfum hjá yfir- dýralækni tók ég hausinn á heimili mitt á Selfossi og þar er hann og horfist í augu við skrauthafur sem ég lét stoppa upp. Þetta eru dýr- gripir mínir. Höfuðið af Surtlu hefur haldið sér vel og víst er um það, að það fer á safn, en hvaða safn það verður er ekki ákveðið ennþá. Þetta myndarlega höfuð er fyrir mér merki um dugnað og vitsmuni ís- lensku sauðkindarinnar og frelsisást hennar. Herdísarvíkur-Surtla Eftir Sigurð Sigurðarson »Missagnir um höfuð Herdísarvíkur- Surtlu í bókinni ,,Sagnalandið Ís- land“, útg. 2021. Sigurður Sigurðarson Höfundur er dýralæknir. Höfuð Herdísarvíkur Surtlu yfir dyrum á skrifstofu Sigurðar Sigurðar- sonar dýralæknis á Keldum 1974. Surtla í Suðurengi á Selfossi 2019. Surtla á vegg í skrifstofu Sig. Sig á Selfossi 2006. Enn bíðum við í ofvæni eftir því hvort Rússar ráðist inn í Úkraínu. Það minnir okkur á að við á Íslandi vitum svo fátt um þetta Evrópuland að við getum ekki nú tengst því tilfinningalega sem skyldi. (Jafnvel þótt víkingar hafi farið um höfuðstað þess, Kiev, og kallað hann þá Kænugarð. Og þótt Úkraínumenn hafi tvisvar unnið Eurovision-keppnina á þessari öld!) Auðveldasta leiðin til að fá mann- eskjulega tilfinningu fyrir Úkraínu- mönnum er að fá tilfinningu fyrir til- vist þeirra. Skáldin sem þar yrkja á úkraínsku munu, líkt og fólksfjöldinn þar gefur til kynna, vera um hundraðfalt fleiri en okkar skáld að höfðatölu. Á það bæði við um síðustu öld og öldina á undan, og sú ritlist virðist hafa staðið með meiri stöðugleika- blóma en á Íslandi á öld- unum þar á undan. Ég hvet nú lesendur til að kynna sér þetta á net- inu, ásamt með enskum þýðingum þar á sýnis- hornum eftir helstu ljóð- skáldin þeirra, með virðu- legum höfundamyndum! Ég þrái að segja svo miklu meira um þetta nú, en ég læt þetta duga að sinni. Í ljóði mínu, sem heitir Enn um Úkraínu, fjalla ég um innrás þýskra nasista þar inn í Sovétríkin í síðari heimsstyrjöldinni. Þar yrki ég m.a. svo, sem taka má sem tilvísan til ástandsins í dag: Samt heyrast ennþá kaffihúsaraddir meyrhjartaðra kappræðukálfa, sem bera blak af barnamorðingjanum Hitler: („Hvorum megin skipti hann aftur hárinu?“) og kalla „stórbrotna stríðslistamenn“ þessa líka arfavitlausu stjórnmálamenn, óhagsýnasta og glámskyggnasta okkar allra, sem segja okkur ekki lengur neitt um mannkynið … Mál er nú að gasprinu linni! Heilsum skáld- þjóðinni Úkraínu Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal »Auðveldasta leiðin til að fá manneskjulega tilfinningu fyrir Úkraínu- mönnum er að fá tilfinn- ingu fyrir tilvist þeirra. Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.