Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 39

Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Ofureðla Hér getur að líta einföldustu en jafnframt þá bestu eðluuppskrift sem sögur fara af enda er hún kölluð ofureðlan. Blandið saman rjómaosti og salsasósu í jöfnum hlutföllum og stráið rifnum osti yfir. Leyndarmálið er að skera niður chilipipra – bæði sæta og sterka og sáldra yfir. Þá verða bitarnir æði misjafnir á bragðið; sumir dísætir og dásamlegir á meðan aðrir rífa vel í góminn. Eintómt ævintýri sumsé. Sítrónusneiðarnar bæta svo enn á bragð- upplifunina. 400 ml rjómaostur 400 ml salsasósa 200 g rifinn ostur ½ tsk. chiliduft Annað: Nachos-flögur lime-sneiðar ferskur chili Blandið saman rjómaosti og salsasósu. Bætið chilikryddinu við. Setjið í eldfast mót. Stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni á 200°C í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Undir lokin er gott að kveikja á grillinu og leyfa ostinum að brúnast. Fylgist vel með. Berið fram með nachos-flögum. Setjið chilisneiðar yfir og lime-sneiðar. Svívirðilega góðar Ofurskálarveitingar Morgunblaðið/ÞKS Keppt verður um Ofurskálina svokölluðu aðfaranótt mánudagsins og hyggjast margir koma saman og horfa á leikinn þrátt fyrir að hann hefjist ekki fyrr en eftir miðnætti. Það stoppar sannarlega ekki þá alhörðustu og þá skiptir máli að vera með almennilegar veitingar og gera vel við sig í mat og drykk. Vinsælt er að drekka drykki sem innihalda koffín til að halda sér vakandi og svo er ekki verra ef maturinn er vel kryddaður því það er erfitt að sofna með kryddbragð í munninum. Leyndarmálið að vel heppnaðri Ofurskálarnótt er því einfalt: Koffín & kryddaður matur. Það er ekki hægt að halda ofur-partí án þess að bjóða upp á kjúklingabita og þessir eru í uppáhaldi því þeir eru svo stökkir. Það eina sem þú þarft að gera er að hita kjúklingabitana upp í ofni eða í airfryer. Síðan er bara að velja réttu sósuna en hægt er að komast í glæsilegt úrval víðast hvar og mælum við með því að þið verðið ykkur úti um góða buffalósósu. Svo er snjallt að skera niður gulrætur og annað grænmeti og bera fram með ídýfu. Fyrir þá sem eru alfarið á móti grænmeti – sérstaklega þessa nótt – þá má hafa sósuna svívirðilega hitaeiningaríka ef það hjálpar einhverjum og þá er ekki úr vegi að skella í góða majónes-gráðostasósu (þar sem þið blandið gráðaosti saman við majónes!). Brakandi stökkir ofurkjúklingabitar Hið fullkomna meðlæti Stökkir kjúklingavængir klikka ekki og smá græn- meti með gerir allt betra. Það er fátt amerískara en góður pulled pork-borgari og hér vinnur tíminn með því eingöngu þarf að hita grísakjötið þar sem það kemur fulleldað í umbúðunum. Fáránlega einfaldur og góður matur. Munið bara að grilla brauðið vel og svo má leika sér með góðar sósur og annað meðlæti. 1 pakki Ali BBQ pulled pork – hægeldað rifið grísakjöt 4 hamborgarabrauð Stjörnu-hrásalat Hamborgarasósa Pulled pork-grísakjötið er fulleldað, því er nóg að hita það í stutta stund t.d. á pönnu eða í ofni. Hitið hamborgarabrauðin og smyrjið með sósunni. Setjið nóg af pulled pork-grísakjöt- inu og hrásalati á brauðið. Njótið. 10 mínútna pulled pork-ofurborgari Klikkar ekki Góður borgari klikkar ekki og þessi tekur nákvæmlega tíu mínútur. Einföld og æðisleg Það tek- ur nákvæmlega tíu mínútur að skella í eina ofureðlu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.