Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
✝
Ragnhildur
Jóna Magn-
úsdóttir fæddist á
Lambhóli við
Skerjafjörð 1.
ágúst 1924. Hún
lést á Hrafnistu
Hafnarfirði 2.
febrúar 2022.
Foreldrar Ragn-
hildar voru Magn-
ús Helgi Jónsson,
f. 8. júlí 1895, d.
19. desember 1957, og Sig-
urlína Ebenezersdóttir, f. 6.
maí 1893, d. 19. febrúar 1981.
Þau eignuðust fjórar dætur og
bjuggu á Lambhóli við Skerja-
fjörð. Þar ólust dæturnar upp
og þar bjó Ragnhildur til ævi-
loka. Elst var Ingibjörg Ebba,
f. 1923, Ragnhildur, f. 1924,
Unnur, f. 1925, og Helga, f.
1931.
Skólagangan hófst í for-
skóla Ragnheiðar Jónsdóttur,
þaðan lá leiðin í Miðbæjarskól-
ann og loks í Ingimarsskóla.
Síðar sótti hún námskeið m.a. í
útsaumi og teikningu. Haustið
1947 fór Ragnhildur til náms í
Sorö í Danmörku.
Ragnhildur og Kristján
giftu sig 31. maí 1952 og eign-
uðust sjö börn: 1) Sigurlína
hías, Bjarki Hrafn, Agnes
Edda og Andri Heiðar. b)
Hans Óttar. c) Íris Harpa,
maki Aron Bjarki, barn Þór-
hildur Fanney. 6) Auður Gróa,
f. 22. júlí 1963. Maki Guð-
mundur Bragason. Börn: a)
Bragi, maki Aníta Steinunn
Dagnýjardóttir, þeirra börn:
Hildur Freyja og Ronja. b)
Bjarni. 7) Unnar Jón, f. 12.
maí 1966, d. 9. nóvember 2014.
Maki Guðný Einarsdóttir.
Börn: a) Kristján Óðinn, maki
Birgitta Dröfn Sölvadóttir,
þeirra börn: Benjamín Daði,
Apríl Björk og Maísól Ýr. b)
Unnur Sylvía, f. 1989, maki
Fannar Örn Ómarsson. Börn:
Unnar Logi, Daníel Hrafn,
Hrefna Guðný, Einar Hafberg
og óskírður drengur.
Er börnin uxu úr grasi hóf
Ragnhildur störf utan heimilis
hjá Hjallavík, Granda og loks í
Nóa-Síríusi til sjötugs. Einnig
sinnti hún sjálfboðaliðastarfi á
vegum Rauða krossins. Ragn-
hildur fylgdist vel með öllu og
lét engan bilbug á sér finna
þótt ellin sækti á. Sjón og
heyrn dofnuðu, en hún hélt
samt sem áður heimili í Lamb-
hól til 95 ára aldurs eða þar til
hún fékk inni á Hrafnistu í
Hafnarfirði, þar sem hún and-
aðist.
Útför Ragnhildar fer fram
frá Neskirkju í dag, 10. febr-
úar 2022, klukkan 13. Hlekkur
á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Sjöfn, f. 1. ágúst
1947, d. 2. apríl
2009. Maki:
Trausti Björnsson,
f. 5. janúar 1943.
Börn þeirra: a)
Halldóra, f. 1965.
Börn hennar Elín
Sjöfn, Marta
María, Stefán
Björn. b) Björn, f.
1967, maki Hera
Grímsdóttir, börn:
Hörður, f. 1989, d. 2015, og
Helen María, f. 1989, maki Ar-
on Franklín Jónsson, þeirra
börn Trausti Franklín, Herdís
og Salka. 2) Sylvía Hrönn, f.
11. september 1952. 3) Krist-
ján, f. 1. apríl 1954. Börn: a)
Ólafur Guðsteinn, f. 1975.
Maki Kristina. Þeirra börn:
Anna Líf, Roza, Hrefna Ólöf
Lilja, Miro Ebenezer, Anelka
og Ragnhildur. b) Kristján
Kári, maki Halla Bergþórs-
dóttir, þeirra börn Kristján
Darri og Svanhildur Ósk. c)
Daníel Heimir. 4) Magnús
Helgi, f. 3. maí 1955, d. 27.
júní 2007. 5) Jóhannes Bragi,
f. 7. janúar 1960. Maki Svava
Hansdóttir. Börn: a) Ragnhild-
ur, maki Sveinn Orri Sveins-
son. Þeirra börn: Sveinn Matt-
Mjög kær móðir mín er látin.
Orðin 97 ára og varð langelst í
systkinahópi sínum, en þær voru
fjórar systurnar; mamma, Unn-
ur, sem lést langt fyrir aldur
fram, og svo Helga og Ebba.
Mamma lifði heldur betur
miklar breytingar sem urðu á
samfélaginu á æviskeiði hennar.
Hún var ung kona í seinna stríði
þegar Bretar hernámu Ísland og
breskir hermenn voru meira og
minna á vappi nálægt heimili
hennar á Lambhóli við Skerja-
fjörð þar sem hún átti heimili
(fyrst í eldra húsinu sem byggt
var á fæðingarári hennar 1924 og
svo í nýrra húsinu sem hún
byggði með pabba og frændfólki
sínu 1952) alla sína ævi að und-
anskildu einu og hálfu ári á Seyð-
isfirði, þar sem fjölskyldan bjó
1967 til 1969. En hún var ekki
alltaf á Lambhóli. Þau pabbi voru
dugleg að ferðast um landið með
barnaskarann og síðar barna-
börnin alla tíð. Hún ferðaðist
einnig töluvert til útlanda.
Mamma lifði tímana tvenna og
fékk margvísleg verkefni upp í
hendurnar. Hún leysti þau öll
með mikilli prýði. Stóð sig ávallt
mjög vel með úrlausn þeirra sem
voru sum hver ansi erfið eins og
að missa þrjú börn sín af sjö á
sínu æviskeiði. En það breytti
henni ekki. Hún lagði aldrei árar í
bát, heldur hélt sínu striki og hélt
öllu gangandi, sama hvað bjátaði
á. Hún var heimavinnandi hús-
móðir (eins og þá var títt enda
engir leikskólar) á stóru barna-
heimili þar sem nóg var að gera.
Og er um hægðist þegar yngsta
barnið Unnar var aðeins kominn
til vits var hún jafnframt útivinn-
andi til að hjálpa til við að afla
heimilinu tekna. Og hún vann úti
meðfram heimilishaldinu alveg til
sjötugs. Hún var raunverulega
algjör hetja.
Mamma var mjög félagslynd
og átti margar vinkonur og var í
miklum og nánum samskiptum
við stórfjölskyldu sína og mestallt
frændfólk sitt alla sína tíð. Hún
var einnig ólöt við að hvetja okk-
ur systkinin áfram og lagði mikla
áherslu á samheldni og einingu
milli okkar og innan fjölskyld-
unnar. Er ég ekki í nokkrum vafa
um að við systkinin eigum henni
mikið að þakka með hvað okkur
hefur tekist vel að halda góðri
samheldni í okkar hópi alla tíð.
Hún lagði líka heldur betur sitt af
mörkum við að deila upplýsingum
og fréttum milli okkar systkin-
anna og annarra fjölskyldumeð-
lima, með því að hringja í okkur
nánast daglega til að spyrja
frétta og athuga hvernig við hefð-
um það. Hún hafði áhuga á og lét
sig það virkilega varða hvernig
gengi hjá sínu fólki, bæði vinum
og vandamönnum. Og hún vildi
stuðla að því og hjálpa til með að
allt gengi eins vel og mögulegt
væri.
Mamma bjó á Lambhóli til
2020 er hún fór á Landakot og
síðan á Hrafnistu Hafnarfirði, en
þá var sjónin nánast farin og
heyrnin orðin léleg. En hún var
sæmilega hress og ótrúlega
minnug á nöfn og atburði í sínu
lífi, allt þar til undir það síðasta,
er heilsunni hrakaði verulega ein-
hverjum vikum áður en hún lést.
Ég kveð mömmu með söknuði.
Kristján Kristjánsson.
Í dag kveð ég eina af þeim kon-
um sem haft hafa hvað mest áhrif
á líf mitt, elskulega tengdamóður
mína Ragnhildi eða Hildu eins og
hún var oftast kölluð af þeim sem
hana þekktu.
Hildu kynntist ég fyrst þegar
ég og sonur hennar Jóhannes
byrjuðum saman fyrir 42 árum,
ég 16 og hann 19 ára. Fyrstu
kynni mín af henni eru mér alltaf
mjög minnisstæð og í leið svo lýs-
andi fyrir hana. Ég hafði verið í
heimsókn hjá Jóa, það var kom-
inn matartími og ég ætlaði að
lauma mér út. En það voru fáir
sem gátu laumast fram hjá Hildu
minni, og þá sérstaklega ef hún
taldi að hún gæti gert eitthvað
fyrir einstaklinginn eða að hún
vissi ekki hverra manna hann
væri. Nú, það var eins og við
manninn mælt. Áður en ég vissi
af sat ég þarna við matarborðið
og hún slengdi hverju spældu
egginu á diskinn minn á fætur
öðru, á meðan hún yfirheyrði mig
um hver væri pabbi minn,
mamma mín, afi minn og amma
mín. Svona hélt hún áfram alveg
þar til ég stóð á gati í minni eigin
ættfræði og hafði lagst ofan á
diskinn til þess að sporna við því
að fá enn einu spælda egginu
slengt á hann, því meiru kom ég
engan veginn niður og reyndar
gat ég ekki borðað spælt egg
lengi á eftir. En samræðurnar við
Hildu voru aldrei bara á eina
vegu, hún tók ekki bara til sín það
sem hún vildi vita, hún var svo
mikill hafsjór af þekkingu og
visku og kunni svo sannarlega að
miðla því til annarra. Þarna
kynntist ég konu sem setti ekki
fyrir sig eitthvert kynslóðabil eða
litaði skoðanir sínar með fordóm-
um gegn mönnum og málefnum,
hjá henni voru allir jafn merki-
legir og elskaðir, og úr hennar
húsi gekk enginn út nema með
mettan maga og vel nærða sál.
Strax þarna tók hún mig í sinn
stóra faðm og umvafði mig án
nokkurra skilyrða, strax þarna
eignaðist ég eina af mínum fal-
legu fyrirmyndum sem hafa leitt
mig áfram í lífinu. Fyrir það verð
ég henni ævinlega þakklát.
Það gefur augaleið að á þeim
42 árum sem við höfum verið
samferða í gegnum lífið safnast
upp margar góðar minningar,
minningar sem eru mér og okkur
fjölskyldunni ómetanlegar í dag.
En Hilda mín skildi ekki bara eft-
ir góðar minningar í brjósti okkar
sem við yljum okkur við, hún var í
senn svo mikill verndari og kenn-
ari. Hún var leiðtogi af Guðs náð.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um hana og voru þau
mörg erfið verkefnin sem hún
fékk óbeðin upp í hendurnar. En
með æðruleysi sínu og yfirvegun
kenndi hún okkur að sama hvaða
verkefni við fáum, þá er ljósið
alltaf fyrir framan okkur, við
þurfum bara að horfa í rétta átt.
Elsku Hilda mín takk fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og gefið.
Góði Guð um leið og ég bið þig
að taka elsku Hildu mína í faðm
þinn vil ég þakka þér fyrir að hafa
gefið mér þessa stóru gjöf að fá
að eiga hana sem tengdamömmu
öll þessi ár.
Svo þakklát er ég Hilda mín
fyrir okkar góðu kynni,
Guð varðveiti þig og verkin þín
ég kveð þig nú að sinni.
Kær kveðja,
Svava Hansdóttir.
Ég veit satt best að segja ekki
hvernig ég á að fara að því að
skrifa minningarorð um ömmu
mína. Mér finnst einstaklega erf-
itt að ætla mér að berja saman
texta sem kemst nálægt því að
lýsa því hve mikils virði hún er
mér. Nei, eiginlega er það ógjörn-
ingur, orðin eru hjóm eitt, það er
vart að ég treysti orðum mínum,
þau ríma engan veginn við það
sem innra með mér býr, þau eru
of fátækleg, dauð, tilfinninga-
snauð og asnaleg þegar kemur að
því að spegla hug minn, spegla
hvernig mér er raunverulega inn-
anbrjósts. Eiginlega er þetta til-
gangslaust. Og ekki hefi ég hug á
að lýsa þeim stundum sem við átt-
um saman. Þær voru svo margar.
Mér myndi örugglega takast að
gera þær yfirborðskenndar og
leiðinlegar sem þær aldrei voru.
Orð eru stundum svo marklaus
og smá.
Með ömmu minni er farin sú
manneskja sem mér þykir mest
til koma. Ég sætti mig satt best
að segja illa við andlát hennar,
finnst sú staðreynd tóm svik og
vissulega enn ein staðfestingin á
því hve mark- og tilgangslaust
þetta blessaða líf er. Samt býst ég
við að telja megi mig heppinn. Ég
fékk að njóta þess að hafa hana í
lífi mínu í heil 46 ár, mína uppá-
haldsmanneskju.
Amma var sú sem reyndist
mér best, hafði áhuga á öllu því
lítilfjörlega sem ég aðhafðist sem
vitlaus pjakkur, heimskur táning-
ur eða fullveðja fáviti, hún sýndi
mér aldrei annað en góðmennsku
og hlýju, var viðræðugóð og vel
máli farin og fjári skemmtileg.
Já, hún var einfaldlega best og líf
mitt verður sannlega aldrei samt
aftur.
Já, vissulega má telja mig
heppinn. 46 ár með ömmu. Samt
líður mér ekki þannig. Margt er
ósagt. Svo margt fer í endalausan
pytt viðtengingarháttarins líkt og
raunin er allajafna þegar einhver
deyr, lætur í lægra haldi fyrir
tímanum. Sumt fólk er hreinlega
ómissandi. Amma var ein af því
fólki.
Já, mér finnst ósanngjarnt að
hún hafi dáið, hafi þurft að veik-
last og deyja. Manneskja sem
samt aldrei kveinkaði sér í mín
eyru og var sannlega mesti harð-
jaxl sem ég hefi komist í tæri við.
Allir kraftakarlar og -kerlingar
heimsins eru ekkisens aumingjar
við hlið hennar.
Amma gerði og gerir veröldina
að betri stað og mig sannlega að
betri manni, þótt ég eigi langt í
land með að teljast góður maður.
Ekki er ég viss um að mér auðnist
á minnsta hátt að gera heiminn
betri en alltént er tilvist ömmu
minnar stöðug áminning um að
slíkt sé mögulegt og það í þessum
blessaða heimi eilífra hörmunga.
En Guð minn góður hvað það
verður erfitt án hennar beinu af-
skipta, þótt vissulega megi hafa
hana að leiðarljósi á þeirri lífs-
braut sem ég enn á eftir að feta.
Æ! Það er svo margt sem býr
innra með mér en ég veit ekki
hvernig má koma því frá mér. Ég
á, eins og örugglega allir sem
kynntust henni, eftir að sakna
hennar, ég á eftir að sakna þess
að drekka með henni endalaust
kaffi og spjalla um heima og
geima, ég á eftir að sakna mann-
gæsku hennar og viðmóts. Auð-
vitað veit ég vel að ég get sótt mér
ýmislegt í minningasarpinn frá
þessum 46 árum, en það er ekki
það sama. Það er hreint ekki það
sama. Takk fyrir allt, amma, þú
ert mér allt.
Ólafur Guðsteinn
Kristjánsson.
Það er sárt að sakna. Ljúfsárt
þegar ég hugsa til Hildu móður-
systur minnar sem var mér svo
kær. Margar góðar minningar
sem ylja. Það var gott og hress-
andi að koma í Lambhól og heim-
sækja Hildu. Hún var gestrisin
og maður fann svo innilega hvað
maður var velkominn. Ég fór allt-
af glaðari af hennar fundi og
margs vísari um lífið og tilveruna.
Hún sagði fréttir af sínu fólki og
spurði frétta. Sýndi einlægan
áhuga á velferð ættingja og vina.
Það var gaman að hlusta á hana
segja brot úr lífi sínu í gamla
daga. Segja frá þegar hún var í
sveit á sumrin í Borgarfirði og fór
þangað með skipi frá Reykjavík.
Segja frá húsmæðraskólanum í
Sorø á Sjálandi. Hjólaferðalagi í
Danmörku með vinkonu, brattar
og hugrakkar ungar konur.
Ferðalög með Stjána kærastan-
um sínum, síðar eiginmanni. Það
var svo áhugavert að fá innsýn í
líf hennar sem barns og ungrar
konu. Þá kynnist maður svoldið
upp á nýtt. Sér nýjar hliðar á
manneskjunni og böndin styrkj-
ast.
Ég man stað og stund þegar
fordómar mínir gagnvart mér
eldra fólki brustu. Ég var tæp-
lega tvítug. Kom heim úr skólan-
um og þá sátu þær Lambhóls-
systur, Ebba, Hilda og Helga
móðir mín, í eldhúskróknum og
spjölluðu saman. Það var svo gott
að heyra óminn frá þeim. Það var
svo gott að setjast hjá þeim og
hlusta. Ég skynjaði og skildi þá
hvað þær voru fróðar, víðsýnar,
umburðarlyndar og skemmtileg-
ar. Kynslóðabilið hvarf og þær
voru dýrmætar vinkonur mínar.
Hilda var vitur kona og ráða-
góð. Af væntumþykju gaf hún góð
ráð í stórum og smáum málum.
Hún lét sig varða. Núna er ég
stödd á Tenerife og ég var ný-
komin úr sjónum þegar mér bár-
ust tíðindin um andlát Hildu.
Fyrir nokkrum árum þegar ég
var á sólarströnd hvatti Hilda
mig til að ganga sem oftast í sjón-
um, það væri svo heilnæmt og
margra meina bót. Ég hlýði þessu
og verður alltaf hugsað til Hildu
þegar ég geng berfætt í flæðar-
málinu. Þegar Hilda var heima-
sæta í Lambhól, þá sendi mamma
hennar hana út til að sækja sjó í
vaskafat. Vaskafatið bar Hilda
inn á eldhúsgólf til mömmu sinn-
ar svo hún gæti farið í heilsusam-
legt fótabað í söltum sjó. Þær
vissu sínu viti, þá sem nú.
Þegar Helga móðir mín dó fyr-
ir rúmum 25 árum sýndi Hilda
okkur systkinunum ræktarsemi,
alltumvefjandi og umhyggjusöm.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
hana að.
Hilda og Stjáni áttu sjö börn.
Þrjú barna þeirra eru látin.
Lambhóls-systkinin eru sam-
hentur hópur, trú og trygglind.
Hilda var í góðum höndum barna
sinna og fjölskyldu síðustu miss-
erin, þegar heilsu hennar hrak-
aði. Ég votta þeim öllum samúð
mína.
Hilda kvaddi alltaf svo fallega.
Hún fylgdi manni til dyra, stóð úti
á tröppum, horfði á eftir manni og
vinkaði. Ég er í burtu núna og get
ekki fylgt henni til grafar. En ég
kveð hana í huganum, þakka fyrir
allar góðu stundirnar og óska
henni góðrar ferðar.
Signhildur Sigurðardóttir.
Ragnhildur Jóna
Magnúsdóttir
✝
Bergþóra Guð-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. janúar 1936.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Mánateig á Hrafn-
istu 31. janúar 2022.
Foreldrar Berg-
þóru voru hjónin
Guðríður Ólafs-
dóttir, f. 5. júlí 1901,
d. 4. mars 1988, og
Guðmundur Helgi Eiríksson, f. 1.
ágúst 1903, d. 7. maí 1950. Systur
hennar eru Helga, f. 16. sept-
ember 1927, d. 5. apríl 2012 í
Kaliforníu; Sesselja A., f. 21. júlí
1978. Börn þeirra: Halldóra Frið-
mey, f. 19. september 1985,
Bergþóra, f. 15. mars 1990, og
Brynjólfur Þór, f. 25. maí 1997. 2)
Gunnar Þór, f. 14. mars 1956,
sambýliskona hans Herdís Krist-
insdóttir, f. 6. janúar 1961. Börn
þeirra: Kristinn Þór, f. 18. nóv-
ember 1984, og Kjartan Þór, f. 7.
desember 1988. 3) Hafdís, f. 5.
október 1959, eiginmaður henn-
ar Hermann Sævar Ástvaldsson,
f. 4. janúar 1951. Börn þeirra:
Bergþóra Linda, f. 27. október
1977, Arnar Freyr, f. 16. júlí
1989, og Ármann Freyr, f. 9. maí
1993. 4) Berglind, f. 3. ágúst
1966, sambýlismaður hennar
Magnús Egilsson f. 24. júlí 1964.
Börn hennar: Auður Eir, f. 15.
maí 1988, og Guðni Þór, f. 30.
september 1994.
Útförin fer fram frá Guðríð-
arkirkju í dag, 10. febrúar 2022,
klukkan 13.
1933, d. 2. maí 2020
í Kaliforníu; og
Margrét Stella, f.
23. sept 1934.
Fyrrverandi eig-
inmaður Bergþóru
var Ármann Þór Ás-
mundsson, f. 19. maí
1934, d. 25. apríl
2010 (þau skildu).
Börn þeirra: 1) Guð-
mundur Þór, f. 1.
júní 1954, sambýlis-
kona hans Danfríður Brynjólfs-
dóttir, f. 23. september 1958.
Börn hans: Hildur, f. 25. desem-
ber 1973, Ármann Þór, f. 12. maí
1975, og Sandra Dögg, f. 16. júní
Elsku amma Bergþóra. Mér
finnst ótrúlega skrítið að hugsa
til þess að þú sért farin. Þú hefur
alltaf verið partur af lífi mínu en
svo skyndilega ertu ekki hér
lengur.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig sem ég mun ávallt
varðveita.
Þegar ég fer að hugsa, þá kem-
ur upp í hugann á mér þegar þú
varst að koma í strætó í heimsókn
til okkar í Lautasmárann. Ég sá
þig koma labbandi niður brekk-
una en svo stoppaðir þú til þess
að spjalla við kisu sem var á
göngu þar líka. Þú varst alltaf
mikill dýravinur og hef ég það
sterkt frá þér.
Frá því að ég man eftir mér
hefur þú eytt jóladegi með okkur
fjölskyldunni. Þú komst alltaf í
hangikjöt í hádeginu og eyddir
svo öllum deginum með okkur.
Þegar ég var lítil tókstu þér alltaf
tíma og komst inn í herbergið
mitt til að skoða dótið sem ég
fékk í jólagjöf. Þú elskaðir mat-
inn sem mamma eldaði og talaðir
oft um hvað þú hlakkaðir til að
koma til okkar á jóladag og fá
matinn hennar Danný. Þú alveg
ljómaðir í hvert sinn og sagðir:
„Maturinn hennar Danný er svo
góður,“ svo straukstu magann
um leið og þú sagðir þetta og
bættir við: „En ég grennist alla-
vega ekki á meðan ég er í heim-
sókn“ og hlóst. Næstu jóladagar
verða ansi tómlegir án þín, elsku
amma mín.
Þú hringdir oft í mig á afmæl-
isdeginum mínum til að óska mér
til hamingju með daginn, mér
þótti óskaplega vænt um að fá
þessi símtöl. Líka þegar ég var
ólétt að Mána, þá hringdir þú oft
bara til þess að athuga hvernig
mér gengi og liði. Þú varst svo
spennt að fá enn eitt langömmu-
barnið og varst alltaf með það á
hreinu númer hvað hann væri í
röðinni yfir öll langömmubörnin
þín.
Ég var skírð í höfuðið á þér og
vorum við alnöfnur. Þú minntist
oft á það og sagðir öðru fólki frá
því ef við vorum saman t.d. í
veislu. Þú brostir alltaf og sagðir:
„Þarna er hún Bergþóra mín, ég
og hún erum alnöfnur,“ svo
tókstu utan um mig og hlóst. Ég
sakna að heyra ekki hláturinn
þinn, elsku amma.
Ég gæti skrifað mikið meira
en ætla að láta þetta duga núna.
Elsku amma Bergþóra, takk
fyrir allt. Þú varst svo góð og hlý
amma. Þú munt alltaf eiga stóran
stað í hjarta mínu. Hvíldu í friði,
elsku amma.
Þitt barnabarn,
Bergþóra
Guðmundsdóttir.
Bergþóra
Guðmundsdóttir