Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.02.2022, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 ✝ Sigurbjörg Rannveig Stef- ánsdóttir fæddist 22. maí 1937 á Steiná í Svart- árdal. Hún lést 27. janúar 2022 á Landspítalanum eftir erfið veik- indi. Foreldrar hennar voru Stef- án Þ. Sigurðsson bóndi á Steiná, f. 25.9. 1907, d. 19.5. 2000, og kona hans Ragnheiður Rósa Jónsdóttir, f. 10.11. 1908, d. 31.3. 1997. Systkini hennar eru Jóna Anna, f. 13.3. 1935, og Sigurjón, f. 19.10. 1938. Sigurbjörg giftist hinn 25.8. 1968 Sigurði Pálssyni frá Starrastöðum, f. 20.11. 1940, þeirra Sigurður Páll, f. 13.1. 1995, Rúnar Ingi, f. 17.8. 1999, og Atli Steinn, f. 20.9. 2005. 3) Stefán Þórarinn, f. 18.4. 1972, prófessor við Háskóla Íslands, kona hans Guðbjörg Kristín Ludvigsdóttir endurhæfingar- læknir, f. 16.6. 1970, d. 7.8. 2020, börn þeirra Skarphéðinn Davíð, f. 18.10. 2001, unnusta hans er Tinna Rún Jónsdóttir, f. 25.10. 2003, Sigurbjörg Rannveig, f. 2.11. 2003, Dag- ur, f. 5.10. 2005, og Katla Borg, f. 15.5. 2007. Sigurbjörg ólst upp á Steiná en flutti til höfuðborgarinnar og bjó lengstan hluta ævinnar í Kópavogi. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1986. Hún starf- aði við ýmis umönnunarstörf, bæði með börnum og öldr- uðum. Sigurbjörg verður jarð- sungin 10. febrúar 2022 klukkan 13 frá Árbæjarkirkju. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlát d. 4.10. 2003. Börn þeirra eru: 1) Guð- rún Margrét, f. 5.6. 1968, dýra- læknir, maður hennar Vésteinn Þór Vésteinsson, f. 18.2. 1968, raf- eindavirki, börn þeirra Ragna Vig- dís, f. 23.3. 1997, sambýlismaður Ingvar Þór Bjarnason f. 9.9. 1996, Vé- steinn Karl, f. 3.2. 1999, unn- usta hans er Erna Sigurlilja Ólafsdóttir, f. 8.9. 2003, og Guðný Rúna, f. 28.7. 2002. 2) Una Aldís, f. 8.6. 1970, skrif- stofumaður, maður hennar Stefán S. Guðmundsson, f. 25.1. 1961, húsasmiður, synir Elsku Silla mín. Nú er komið að kveðjustund. Minningarnar streyma fram, brot úr lífi. Ég man fyrst eftir þér skeleggri ungri konu, litlu systur mömmu, eins og ferskur blær frá Reykjavík, búin að ferðast og sjá svo margt, spennandi fyrir litla sveitastúlku. Þú og Siggi. Þegar þið komuð fyrst norður með Gunnu Möggu. Ég í heimsókn í Sæviðarsundi. Ég í hálskirtlatöku í Reykjavík. Hræðilega vont. Þú passaðir mig þá. Ég 15 ára á leið suður í landspróf og ég fékk að búa hjá ykkur Sigga á Digranesvegi 40. Það var mikið lán fyrir mig. Ég bjó hjá ykkur í fimm ár. Fyrst landspróf og svo Menntaskólinn í Kópavogi. Þakka þér fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mig þá elsku Silla mín. Það fylgdi ým- islegt unglingnum, vinir og skarkali, en vinir mínir voru alltaf velkomnir til ykkar. Al- veg eins og ég. Svo liðu árin. Ég fór í nám erlendis. Kom heim og fékk Vínberið. Þið í heimsókn á Blikahjalla. Siggi að hjálpa okkur með jólatrésfótinn þegar Dan var búinn að meiða sig. Elsku Siggi. Ég og Þor- björg í laufabrauðsbakstri hjá þér. Þú og yndislega ömmu- stelpan þín hún Katla í heim- sókn hjá okkur í Svíþjóð. Og svo fastur liður: kaffi með með- læti og spjalli á Digranesveg- inum hjá þér. Þú barst veikindi þín af mikl- um hetjuskap. Kvartaðir ekki. Það var ekki þinn stíll. Notaðir síðustu kraftana til að hvetja þína nánustu. Við vorum í reglulegu sambandi síðustu ár- in og ég heyrði síðast frá þér nokkrum dögum fyrir andlát þitt. Þá sagðir þú mér að nú væri vera þín í Fossvoginum að styttast. Ég hélt að þér væri að batna. En þú varst að segja mér annað elsku Silla mín. Ég kveð þig með sorg í hjarta. Það er svo margt sem við áttum eftir að ræða um. Þakka þér fyrir allt. Minningin um þig mun lifa með okkur sem þekktum og elskuðum þig. Ég votta þínum nánustu, Gunnu Möggu, Unu og Stefáni og fjöl- skyldum þeirra, mína dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill. Eydís Ólafsdóttir. Í dag kveð ég Sillu vinkonu mína eftir þriggja áratuga ánægjuleg kynni. Við kynnt- umst í Kór Árbæjarkirkju þar sem við sungum saman í nokk- ur ár en svo lokkaði hún mig í Skagfirsku söngsveitina þar sem hún hafði sungið um árabil og verið formaður kórsins um skeið. Sá rúmi áratugur sem við sungum saman í Skagfirsku var ein samfelld ánægja og þar lék Silla stórt hlutverk. Silla hafði góða altrödd sem hún hélt vel, hún var fljót að læra og lagviss og því gott að sitja ná- lægt henni á æfingum. Við brölluðum margt saman á þeim árum. Við deildum oftast her- bergi á ferðalögum kórsins ásamt Valgerði Sigmarsdóttur og bundumst þar dýrmætum vináttuböndum allar þrjár. Silla var félagslynd, skemmtileg og glaðlynd og allt- af til í sprell þegar þannig stóð á, til dæmis á skemmtikvöldum og í æfingabúðum og aldrei gætti aldursmunar í þeim leik. Nú er gott að ylja sér við allar þær góðu minningar; skoða myndir úr kórstarfinu og ferða- lögum og þá rifjast nú margt skemmtilegt upp. Silla var mér fyrirmynd í svo mörgu. Hún var einstaklega góð og vel gerð manneskja sem alls staðar lagði gott til, ósér- hlífin, úrræðagóð, kjarkmikil og hörkudugleg. Hún lét Elli kellingu ekki buga sig og naut lífsins. Lífið reyndist Sillu þó ekki bara dans á rósum og færði henni erfið verkefni. Hún missti eiginmann sinn á besta aldri og síðar tengdadóttur sína eftir áralanga baráttu við krabbamein sem tók mikið á. Þá reyndist Silla mín fólkinu sínu betri en enginn. Eins og þetta væri nú ekki nóg þá krækti krabbinn klóm sínum í hana líka. Silla tókst á við áföll lífsins af aðdáunarverðu æðru- leysi þótt enginn þurfi að efast um þann mikla sársauka sem slíku fylgir. Nú er ekki lengur von um samfundi eftir kóvíd eins og ráðgert var. Ég kveð Sillu mína með mikilli væntumþykju og þakklæti. Ég votta aðstandend- um hennar öllum, börnum og barnabörnum mína innilegustu samúð. Mikils hafa þau nú misst. Blessuð sé minning minnar góðu vinkonu. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Sigurbjörg Rann- veig Stefánsdóttir Af vinum okkar var Ólöf ein sú röskasta, án þess að það bitnaði nokkurn tímann á hlýjunni og ljúfmennskunni. Hún var lítt fyrir að tvínóna við hlutina, var fljót að öllu. Þar til undir það síðasta, þegar hún fór að hverfa okkur inn í veröld alzheim- ersins, þá veröld sem þeir hræðast einna mest sem til þekkja. Í því ferli reyndi heldur betur á æðruleysi hennar sem og góða skapið sem vék seint. Vinátta okkar við Ólöfu og Bjarna nær alveg aftur til Ólöf Magna Guðmundsdóttir ✝ Ólöf Magna Guðmunds- dóttir fæddist 31. janúar 1951. Hún andaðist 30. janúar 2022. Útför hennar fór fram 8. febrúar 2022. menntaskólaár- anna og spannar því meira en hálfa öld. Mikil sam- skipti hafa verið milli heimilanna, sérstaklega á Aust- fjarðaárum okkar, þau á Egilsstöðum og við á Reyðar- firði. Víst er að fátt var okkar börnum meira tilhlökkunar- efni en heimsókn til þeirra yfir Fagradalinn, enda vissu þau að þar var von hlýlegrar móttöku, góðs matar og eintómra skemmtilegheita. Á kveðjustund rifjast upp fjöldi dýrmætra samveru- stunda. Við sitjum sem oftar í eld- húsinu hjá þeim hjónum, það er ilmur í lofti, kraumar í pottum, skorið, saxað, soðið og steikt. Síðan fumlaust snarað fram enn einni rausnarveislunni. Þau alltaf einstaklega samhent, og ef ekki brosandi, þá hlæjandi. Löng, ógleymanleg og marg- upprifjuð ferð fjölskyldnanna í Stórurð sem endaði með sigl- ingu niður Selfljótið. Heimsókn í Skeggjastaði, fjöldi sameiginlegra hátíðar- stunda víðs vegar um landið, og þá ekki síst á Héraði, og þau ófáu skipti sem skotið var yfir okkur skjólshúsi með eng- um fyrirvara. Og lengi mætti telja. Í síðustu heimsókn Ólafar til okkar var tveggja ára feiminn og tortrygginn sonarsonur í pössun, drengur sem aldrei leit við ókunnugum. Á nær engri stundu var hann nánast kom- inn í fang hennar, sem hann hafði aldrei hitt áður, með sitt uppáhaldsdót og ekki annað að sjá en að þau væru aldavinir. Ólöf var alvöru. Við erum þakklát fyrir allar þær fallegu myndir af Ólöfu sem við eigum. Bjarna og glæsilegum afkomendum sem og fjölskyldunni allri sendum við einlægar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning henn- ar. Jósefína (Nína) og Hilmar. amma hætti að kaupa Burda þá ákvað ég að gerast áskrifandi. Amma ljómaði að fá að fletta í gegnum blöðin og sagði að tísk- an gengi í hringi og hún hefði saumað svipaða flík þegar hún var yngri. Amma saumaði sér nýjan kjól fyrir hvert tilefni: keypti efni að morgni og var búin að sauma áður en það átti að huga að síðdegiskaffi. Ég sauma sárasjaldan núorðið, en er enn áskrifandi og hugsa hvað ömmu myndi þykja mest móðins þegar ég fletti í gegnum blöðin. Skemmtilegast þótti mér þó að öll ár mín í skóla (þ.m.t. doktorsnám til þrítugs) sagði amma að ég ætti ekkert að pæla í strákum, það væri næg- ur tími fyrir slíkt seinna, frekar einbeita mér að náminu. Svo botnaði hún með frasanum: „Karlmenn eru kvennaflagarar og villisvín.“ Eftir að afi dó 2011 og amma fór að venja komur sínar meira til okkar þá kynntist ég ömmu á nýjan hátt. Amma kom mér iðulega á óvart og hún var laun- fyndin. Hún t.d. botnaði oft rökræður með „bla-bla jóla- kaka.“ Amma hikaði ekki að gera grín að spjátrungum í sjónvarpinu líkt og gömlu karl- arnir í Prúðuleikurunum. Hún vildi óskerta athygli þegar það var garðaþáttur, en ef henni leiddist viðfangsefnið þá hætti hún ekki að tala. Hún var vön að kalla mig tungufoss, ég hef ekki langt að sækja það. Samband mitt við ömmu hef- ur verið breytilegt með árun- um. Hún passaði mig, leiðbeindi mér, hvatti mig til dáða en um- fram allt var amma ein af mín- um bestu vinkonum. Ég mun segja strákunum mínum frá þér og kenna þeim lyklavísuna sem þú kenndir mér Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgrímur Pétursson) Helga Ingimundardóttir. Áslaug móðursystir mín hef- ur nú kvatt okkur hinstu kveðju. Hún var ein af stórum hópi systra sem allar voru flinkar við að hanna og sauma föt, meira að segja var eini bróðirinn klæðskeri. Áslaug er nú farin á fund þeirra sem farn- ar eru og sé ég þær fyrir mér að sötra saman kaffi og skiptast á skoðunum um hannyrðir og blómarækt. Eins og þær allar var Áslaug ákveðin kjarnakona með mikinn sjarma. Hún átti stóran garð við húsið sitt sem oft var þakinn blómum þar sem litadýrðin og blómaanganin tók á móti manni þegar kíkt var í heimsókn og ekki má gleyma öllum bústnu býflugunum sem manni stóð ekki alltaf á sama um en Áslaug lét sér fátt um finnast. Alltaf var tekið rausn- arlega á móti manni þar sem kaffiilmurinn fyllti vitin þegar inn var komið. Oft fékk maður fararstjórn um garðinn og stundum saumastofuna líka, allt eftir því hvað verið var að bar- dúsa í það skiptið. Þau hjónin Áslaug og Bói fóru gjarnan á rúntinn suður í Garð til foreldra minna þar sem margt var spjallað og pönnu- kökum rennt niður með kaffinu en Áslaug fékk sér alltaf te. Eins fékk ég að njóta slíkra heimsókna í sveitina þegar Ás- laug var sest upp í bílinn hjá Gurrý dóttur sinni og stefnan tekin í austurátt. Það yljar manni alltaf um hjartarætur þegar maður fær heimsókn frá fólkinu sínu sem bankar upp á og segir: „Sælar, hvernig hef- urðu það?“ Hér kveð ég Áslaugu með söknuði og sendi nánustu ætt- ingjum hennar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðríður Júlíusdóttir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ANDRÉSDÓTTIR, Hæðargarði 33, Reykjavík, síðast til heimilis á Hrafnistu, Sléttuvegi, lést á heimili sínu laugardaginn 5. febrúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Einar Snorri Sigurjónsson Edda Hannesdóttir Guðrún Birna Einarsdóttir Einar Garðarsson Ragnar Einarsson Linda Benediktsdóttir og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA PÁLSDÓTTIR, Sólvangsvegi 1, lést á Sólvangi laugardaginn 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs Hvaleyri fyrir góða umönnun og hlýju. Ingvar Gunnarsson Guðrún Soffía Guðnadóttir Margrét Ingibjörg Gunnarsd. Sævar Stefánsson Álfheiður Gunnarsdóttir Hamdi Oubaida Páll Gunnarson Siriluk Gunnarsson ömmubörn og langömmubörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLEIFUR GUÐMUNDSSON fv. kennari, Boðaþingi 6, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 16. febrúar klukkan 13. Allir hjartanlega velkomnir. Bestu þakkir til starfsfólks á líknardeild Landspítalans fyrir hlýlegt viðmót og góða umönnun. Bára Stefánsdóttir Stefán Guðleifsson Steinar Guðleifsson Hulda Hákonardóttir Rúnar Berg Guðleifsson Bryndís Baldvinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI MARINÓ SIGMARSSON, Helgi í Hvammi, lést á hjúkrunarheimili Hraunbúða í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 31. janúar. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 12. febrúar klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á Landakirkja.is. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju í garð fjölskyldunnar. Guðrún Guðjónsdóttir Guðjón Viðar Helgason Sólrún Helgadóttir Sigurður Friðrik Karlsson Jóna Þorgerður Helgadóttir Benóný Gíslason Hólmfríður Helga Helgadóttir Rafn Rafnsson Kristófer Helgi Helgason Sigmar Helgason Guðbjörg Helgadóttir Örlygur Þór Jónasson barnabörn og barnabarnabörn Elsku maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON, vélsmíðameistari frá Stykkishólmi, Sólheimum 25, lést þriðjudaginn 1. febrúar. Úför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 12. febrúar klukkan 14. Athöfninni verður streymt á youtube-rás Stykkishólmskirkju og á www.mbl.is/andlat. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Hjartans þakkir til starfsfólks líknardeildar Landakots fyrir kærleiksríka umönnun og hlýtt viðmót. Nanna Þorbjörg Lárusdóttir Helga Guðmundsdóttir Þorsteinn Kúld Björnsson Áslaug Elísa Guðmundsd. Jón Magnús Sigurðarson Lárus Guðmundsson Fanney Hólmfríður Kristjánsd. Rannveig Guðmundsdóttir Friðrik Jónsson barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.