Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
✝
Brynjólfur
Gísli Krist-
insson sjó- og
netagerðarmaður
fæddist í Gröf á
Rauðasandi 9.
febrúar 1933.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 31. janúar
2022.
Foreldrar hans
voru Kristinn Jón-
asson, f. 12. október 1912, og
Sigríður Halldórsdóttir, f. 30.
desember 1915. Systkini Brynj-
Brynjólfur átti þrjú börn
með fyrri eiginkonu sinni, Ás-
dísi Ingibergsdóttur, f. 17. júní
1931, d. 25. júlí 2007. Þau eru:
1) Arna Sigríður, f. 8. júlí
1958, eiginmaður hennar er
Guðni Bjarnason og þau eiga
börnin Bryndísi, Brynjar og
Ásdísi. 2) Kristinn, f. 15. októ-
ber 1959, eiginkona hans er
Heiða Ósk Stefánsdóttir og
þau eiga börnin Auði, Arnar
og Elísu. 3) Sæunn, f. 31. júlí
1964, eiginmaður hennar er
Peter Lommerse og þau eiga
börnin Írisi og Björk. Brynj-
ólfur átti fimm langafabörn.
Fyrir átti Kristrún sjö börn en
Brynjólfur tengdist þeim og
barnabörnum Kristrúnar til-
finningaböndum.
Útför fór fram í kyrrþey 7.
febrúar 2022 að ósk hins látna.
ólfs eru Hallfríður,
f. 11. apríl 1935, d.
17. maí 1996;
Kristrún, f. 26.
september 1941, d.
14. apríl 2019; Val-
ur, f. 19. sept-
ember 1943, d. 2.
nóvember 2019;
Pétur, f. 2. desem-
ber 1946; Gunnar,
f. 18. febrúar
1950.
Brynjólfur kvæntist árið
1983 Kristrúnu Grímsdóttur, f.
3. júlí 1931, d. 2. mars 2019.
Binni var sjómaður stærstan
hluta ævinnar. Kunni að stíga
ölduna, líka eins gott þar sem
veðrið á miðunum gat verið ansi
rysjótt. Ekki að undra að fæt-
urnir væru farnir að gefa sig
undir það síðasta. En sagði svo
oft: „Svona er þetta bara.“ Vissi
sem var að sumu varð ekki
breytt. Eins og margir þurfti
hann að stíga ölduna í lífsins
ólgusjó. En oft var lygn sjór.
Hann var af þeirri kynslóð sem
ólst upp við að lífsbaráttan var
hörð. Binni fæddist í Gröf á
Rauðasandi, þar sem sandurinn
virðist óendanlegur. Fegurðin
einstök, en sjórinn getur líka
verið úfinn og veður válynd, þótt
engum detti það í hug á góðviðr-
isdögum. Fallegra en á nokkurri
sólarströnd í suðrænum löndum.
Það kom blik í augun á Binna
þegar hann minntist á Gröf, held
að myndin af æskuslóðunum hafi
verið greypt í huga hans. Eins
og hann sæti við stofugluggann
og horfði yfir sandinn og út á
hafið.
Ég kynntist Binna fyrir um 40
árum þegar þau Rúna, blóðmóð-
ir mín, rugluðu saman reytum.
Já, hann fann aftur æskuástina
sína sem hann varð hrifinn af
þegar þau sem unglingar döns-
uðu saman í Þinghúsinu í Ör-
lygshöfninni. En eins og hann
sagði: „Það var bara koss á
kinn.“ En það lifði í glæðunum
og þau hittust aftur eftir að þau
höfðu bæði eignast sínar fjöl-
skyldur en voru svo aftur orðin
ein. Það var greinilegt að örlögin
ætluðu þeim að vera saman.
Börnin mín voru heppin að
eignast Binna sem afa. Í heim-
sóknum hjá Rúnu og Binna var
margt spjallað og slegið á létta
strengi. Þá fannst Binna gaman
að spjalla við Hreggvið og Einar
Guðmar um sjómennskuna, þeir
skildu hver annan.
Það sem tengdi okkur var
ekki síst að við vorum bæði að
vestan, held að það sé fátt sem
getur tengt fólk betur saman eða
það finnst okkur allavega sem
erum ættuð þaðan. Hægt að tala
um vestfirska matinn, landið og
fólkið. Þá hafði hann vestfirskan
húmor og marga fleiri vestfirska
kosti. Já, minningarnar um allar
skemmtilegu stundirnar munu
ætíð eiga sess í huga mínum.
Síðasta skiptið sem við Sesselja
dóttir mín heimsóttum hann á
Grund var hann spenntur að fá
okkur. Hann hafði brugðið sér á
göngugrindinni út á „horn“ og
keypt flatkökur, harðfisk og
smjör. Við sátum saman og
mauluðum þetta. Höfðum aldrei
fyrr borðað flatkökur og harð-
fisk saman. Hann hafði gaman af
að rifja þetta upp og sagði mér
fyrir stuttu að hann ætlaði fljót-
lega aftur út á horn. Við eigum
þetta inni hjá þér þar til síðar.
Minningarnar skemmtilegar,
hvort sem það var þegar hann
bakaði þykkar pönnukökur í úti-
legu, tók Rúnu sína í bíltúr upp í
Borgarnes eða að hlusta á hann
segja, með blik í augum, hvernig
leiðir þeirra Rúnu lágu saman á
ný.
Það var mikill missir þegar
Rúna dó fyrir tæpum þremur ár-
um, en hann skynjaði nærveru
hennar áfram og vissi að leiðir
þeirra lægju brátt saman á ný.
Þau svífa örugglega saman um
dansgólfið, sem er trúlega víð-
feðmara en í litla Þinghúsinu
forðum, og heilsast með léttum
kossi á kinn.
Binni hefði orðið 89 ára í gær
og trúlega hafa verið bakaðar
þykkar pönnukökur.
Takk fyrir allt.
María Jóna Einarsdóttir.
Fyrstu þrjú lýsingarorðin sem
koma upp í hugann þegar ég
hugsa um Binna afa eru: Raun-
góður, traustur, harðjaxl. Afi var
alltaf duglegur og ósérhlífinn og
kvartaði aldrei. Enda var hann
ýmsu vanur eftir margra ára-
tuga reynslu sem togarasjómað-
ur. Þá fór hann oft í langa túra –
jafnvel þriggja mánaða túra,
meðal annars við afar erfið skil-
yrði á Grænlandsmiðum.
Fyrstu línurnar í texta Krist-
jáns frá Djúpalæk við Sjómanna-
valsinn eru því lýsandi fyrir
Binna afa: „Það gefur á bátinn
við Grænland og gustar um sigl-
una kalt, en togarasjómanni
tamast það er að tala sem
minnst um það allt.“ Þegar ég
spurði afa hvernig hann hefði
það var svarið yfirleitt „það er
ekkert að mér“. Þannig var hann
alltaf æðrulaus og hafði frekar
áhyggjur af öðrum en sjálfum
sér. Til dæmis spurði hann mig
iðulega þegar ég kom til hans á
hjólinu eða rafmagnsvespunni
hvort ég væri ekki örugglega
með hjálm, nógu vel klædd og í
endurskinsvesti þegar dimmt
var. Einu sinni mat hann svo að
ég væri ekki í nógu hlýjum vett-
lingum og lánaði mér þá sína til
að hafa á heimleiðinni.
Binni afi var duglegur hjól-
reiðamaður, en hann hjólaði um
Reykjavík þvera og endilanga
fram yfir áttrætt. Oft hjólaði
hann til dæmis úr Furugerði út
á Granda og heilsaði upp á
gamla vinnufélaga sína í neta-
gerðinni þar. Ég hugsaði stund-
um til þess að leitt væri að hafa
ekki náð að fara í hjólreiðatúr
með afa, en samtímis hugsaði ég
með mér að það hefði varla þýtt
því ég hefði ekki náð að halda í
við hann.
Ásamt því að vera algjör
harðjaxl var afi alltaf svo hlýr og
góður, hjálpsamur og sýndi
væntumþykju í orðum og verki.
Oft kvaddi hann mig með þeim
fallegu orðum að honum þætti
vænt um mig. Þessir mannkostir
afa komu ekki síst fram í vænt-
umþykju hans í garð Rúnu
ömmu. Hann vildi allt fyrir
ömmu gera og kallaði hana alltaf
elsku stelpuna sína eða ástina
sína. Afi var kletturinn hennar
ömmu í veikindum hennar. Eld-
aði, bakaði og þvoði þvotta sem
ég held að óhætt sé að segja að
ekki allir karlmenn af hans kyn-
slóð hefðu gert af sama mynd-
arskap.
Binni afi var ávallt stundvís,
ákveðinn og drífandi. Allt sem
hann ætlaði sér að gera gerði
hann strax. Hann talaði ekki
bara um að hann þyrfti að fara
að gera hitt eða þetta, hann bara
dreif í hlutunum.
Afi hafði mjög gaman af að
segja sögur og sagði skemmti-
lega frá, enda með góðan húmor
og hafsjó af sögum af sjónum og
að vestan í farteskinu. Skemmti-
legast fannst mér að heyra hann
segja söguna af því hvernig þau
Rúna amma kynntust. Fyrst
sem unglingar á balli fyrir vest-
an og hvernig tilviljanir réðu því
að þau náðu svo saman nokkrum
áratugum síðar, þá bæði fráskil-
in. Þegar afi sagði þessa og fleiri
gamansamar sögur kom alveg
sérstakur glampi í augu hans og
prakkarasvipur á hann.
Elsku afi. Takk fyrir allar
góðu stundirnar, samræðurnar,
lexíurnar sem þú kenndir mér
og væntumþykjuna sem þú
sýndir mér. Ég veit að Rúna
amma tekur vel á móti þér og að
þið amma munuð bæði vera hjá
mér í anda og passa upp á mig í
Furugerði.
Þín afastelpa,
Sesselja Hreggviðsdóttir.
Meira á: www.mbl.is/andlat
Elsku afi okkar. Í huga okkar
systranna varst þú sterkur mað-
ur – alvöruvíkingur og sjómaður
í húð og hár. Þú veittir okkur
mikla ást og umhyggju. Við
fengum regluleg símtöl til Hol-
lands frá þér og þegar við kom-
um heim til Íslands komstu fram
við okkur sem prinsessur. Í okk-
ar huga varst þú maður sem
vissi alltaf hvað hann vildi. Við
systur vorum í október á Íslandi
til að koma að knúsa þig á Grund
þar sem þér leið svo vel.
Þú varst búinn að ákveða að
við ættum að fara með harðfisk
til mömmu í Hollandi. Við vorum
seinar en þú beiðst ekki heldur
fórst með göngugrindina þína út
á horn, í Kjötborg, og keyptir
harðfisk. Við erum vissar um að
þú hafir verið marga daga að
jafna þig eftir þessa ferð elsku
afi – þú fórst margt á hörkunni.
Það var þér mikið kappsmál
að kenna okkur íslensku. Við
minnumst marga skemmtilegra
sundferða, þá breyttist þú nú
stundum í barn og eltir okkur í
rennibrautina í Breiðholtslaug.
Svo var ísbíltúr á eftir á fína
rauða bílnum. Takk fyrir áttavit-
ann afi, núna getum við alltaf
fundið leið í hjartað okkar.
Við erum ríkari mannverur
fyrir að hafa fengið þig sem afa.
Takk fyrir okkur elsku afi, bless-
uð sé minning þín.
Þínar
Íris og Björk.
Brynjólfur Gísli
Kristinsson
Eftir því sem ár-
unum fjölgar kynn-
ist maður fleira
fólki og áttar sig á
því að sumir persónuleikar eru
hreinlega stærri en aðrir. Anna
var þar risastór meðal jafningja
og ég trúi varla að ég sé að
skrifa um hana í þátíð.
Anna Kristine var stórfrænka
mín, af stoltu Stórahraunsætt-
inni komin eins og ég. Hún var
mikil vinkona mömmu og ég
man að þegar ég var krakki
Anna Kristine Magnúsdóttir
Mikulcáková
✝
Anna Kristine
Magnúsdóttir
Mikulcáková fædd-
ist 7. mars 1953.
Hún lést 6. janúar
2022.
Útförin fór fram
4. febrúar 2022.
fannst mér rosalega
svalt að eiga fræga
frænku í útvarpinu.
Svo mörgum árum
síðar þegar mamma
veiktist af krabba-
meini var hún henni
mikill klettur og oft
gisti mamma hjá
henni nóttina eftir
lyfjameðferðir þar
sem ýmsar óhefð-
bundnar leiðir voru
reyndar til að hjálpa til við bat-
ann. Þær áttu dásamleg kvöld
saman þar sem þær rifjuðu upp
gamla tíma og hlógu og grétu á
víxl. Mömmu þótti afskaplega
vænt um þessi kvöld.
Eftir að mamma féll frá héld-
um við Anna sambandi og ég
kynntist henni að mörgu leyti
upp á nýtt, nú sem fullorðin
kona. Áttaði mig á hversu gríð-
arstórt hjarta sló í brjósti henn-
ar og hversu skemmtileg hún
var. Hún hafði miklar og sterkar
skoðanir enda mikil áhugakona
um samfélagið og íslenskt mann-
líf. Eftir að hafa verið virt fjöl-
miðlakona til fjölda ára veiktist
hún og þurfti á endanum að fara
á örorku og upplifði þá á eigin
skinni aðstæður öryrkja í dag.
Þrátt fyrir það vann hún eins og
heilsan leyfði við skriftir og
blaðamennsku. Hún var mikil
baráttumanneskja fyrir réttind-
um öryrkja og fannst skamm-
arlegt að komið væri svona illa
fram við veikt fólk; að því væri
bókstaflega refsað fyrir að veikj-
ast.
Anna var alltaf boðin og búin
að aðstoða eins og hún gat og
þar sem hún þekkti um það bil
helming þjóðarinnar bara mjög
vel hikaði hún ekki við að nýta
þau tengsl fyrir fólkið í kringum
sig. Ég var þakklát að geta end-
urgoldið henni, þó ekki væri
nema örlítið af því sem hún hafði
gert fyrir okkur mömmu með
því að snúast einstaka sinnum
fyrir hana þegar ég bjó í ná-
grenninu. Svo var líka bara allt-
af svo gaman að stoppa í kaffi og
kjafta þar til ég átti fyrir löngu
að vera búin að sækja dótturina í
skólann.
Elsku hjartans Anna. Ég trúi
því ekki að ég eigi ekki eftir að
sjá þig aftur en ég veit að miklir
fagnaðarfundir eru hjá ykkur
mömmu og mikið talað og hleg-
ið. Knúsaðu hana frá mér.
Elsku, elsku Lízella, mig
skortir orð til að lýsa hversu
mikið ég samhryggist þér. Megi
allar góðar vættir veita þér alla
hlýjuna og allan styrkinn í heim-
inum og ég sendi þér allan þann
styrk sem ég mögulega get yfir
hafið.
Arnrún Jódísar- og
Eysteinsdóttir.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Okkar ástkæri
JÖKULL EYFELLS SIGURÐSSON
bílstjóri
lést á Sunnuhlíð 30. janúar.
Bálför hans fer fram í Digraneskirkju
mánudaginn 14. febrúar klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á reikningsnúmer 536-26-2558, kt.
250850-7869.
Streymt er frá athöfn á www.streyma.is og einnig má nálgast
hlekk á streymi á www.mbl.is/andlat.
Kristín Hlíf Andrésdóttir
Hákon Andrés Jökulsson Nanna Björk Albertsdóttir
Sigurður Grétar Jökulsson Helen Cova
Lilja Marta Jökulsdóttir
Kristín Hlíf Ríkharðsdóttir Ingþór J. Guðmundsson
og fjölskyldur
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR SKÚLADÓTTIR,
Hvammstanga,
lést þriðjudaginn 8. febrúar.
Útför verður auglýst síðar.
Þorvaldur Böðvarsson
Guðfinna Halla Þorvaldsd. Baldur Eiríksson
Skúli Magnús Þorvaldsson Íris Björk Baldursdóttir
Harpa Þorvaldsdóttir Guðmundur Atli Pétursson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
KRISTÍN BLÖNDAL
hjúkrunarfræðingur,
Smáraflöt 41, Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 8. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Hjálmar Blöndal Guðjónsson
Elías Blöndal Guðjónsson Kristín Hrund Guðm. Briem
Katrín og Jóhann
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLAFUR BJÖRGÚLFSSON
tannlæknir,
lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn
laugardaginn 5. febrúar.
Hann verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn
14. febrúar klukkan 13.
Kristín Ólafsdóttir Örn Svavarsson
Bergljót Ólafsdóttir Arnar Stefánsson
Ingunn Hilmarsdóttir
Bergljót Arnardóttir Henrik Bøgesvang Basse
Þórunn Arnardóttir Magni Helgason
Margrét Birta Björgúlfsdóttir
Ólafur Björgúlfsson
Teitur Björgúlfsson
og langafabörn