Morgunblaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022 ✝ Þorvaldur Tryggvason fæddist í Reykjavík 16. apríl 1929. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 27. janúar 2022. Þorvaldur var þriðji af sex börnum Þórunnar J. Þor- valdsdóttur Kröyer og Tryggva Jóns- sonar. Systkini Þor- valdar eru Eiríkur (látinn), Heiða, Jón (látinn), Guðný Soffía (látin) og Helga. Hinn 20. júní 1953 kvæntist þeirra eru Gylfi, Þorvaldur, Elín Arna og Hanna Lára. Langafa- börnin eru 11. Þorvaldur ólst upp í austurbæ Reykjavíkur. Eftir barnaskóla útskrifaðist hann frá Verzl- unarskóla Íslands. Fyrstu árin eftir skóla vann hann við skrif- stofustörf en langstærstan hluta ævi sinnar starfaði hann í flug- geiranum, fyrst hjá Flugfélagi Íslands og síðar meir Flugleiðum þar sem hann var aðalbókari þar til hann lauk starfsævinni árið 1997. Frá barnsaldri og til full- orðinsára fór Þorvaldur öll sum- ur í sveit í Búrfell í Miðfirði. Þor- valdur var mikill útivistarmaður, stundaði meðal annars sund, golf og skíði ásamt daglegum göngu- túrum. . Þorvaldur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 10. febr- úar 2022, klukkan 15. Þorvaldur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jóhönnu H. Sveinbjarnardóttur, f. á Ísafirði 17. maí 1930. Börn þeirra eru: 1) Hildur, f. 1949, gift Gunnari Indriðasyni, börn þeirra eru Jóhanna, Rut og Óttar sem lést ungur að árum. 2) Þór, f. 1953, kvæntur Eddu Eðvaldsdóttur, börn þeirra eru Eðvald, Brynjar og Þórdís. 3) Tryggvi, f. 1969, kvæntur Unni Gylfadóttur, börn Komið er að kveðjustund, elskulegur tengdapabbi minn Þorvaldur Tryggvason hefur kvatt eftir langt og gott líf. Leiðir okkar lágu saman fyrir tæplega 35 árum þegar við Tryggvi kynntumst. Ég var boðin velkomin í fjölskylduna og varð mér fljótt ljóst hve vel gerður og ljúfur maður Þor- valdur var. Aldrei bar skugga á okkar samband og reyndist hann mér ákaflega vel, úrræða- góður, traustur og yfirvegaður. Hlýja hans og umhyggja fyrir okkur fjölskyldunni var mikil og endalausan tíma og ást gaf hann börnunum okkar Tryggva. Þegar aðstoð þurfti var Þor- valdur alltaf tilbúinn að hjálpa. Þegar við fluttum í húsið okkar þurfti að skipta um gólfefni. Við vorum rétt byrjuð á verkefninu þegar við komum heim úr vinnu einn daginn og sjáum að gamla gólfefninu hafði verið snyrtilega staflað á bílaplaninu og enginn inni í húsinu. Kom þá í ljós að Þorvaldur hafði komið og tekið til hendinni. Þetta er lýsandi fyrir Þorvald, sá hvar hægt væri að aðstoða, gerði það án þess að minnast á nokkuð eða ætlast til neins. Þorvaldur hafði áhuga á alls kyns útiveru og hreyfingu. Alla morgna gekk hann í Laugar- dalslaugina og synti kílómetra. Þegar hann síðar flutti á Grund hélt hann þeirri iðju áfram og gekk þá í Vesturbæjarlaugina og synti þar. Golfið stundaði hann einnig af kappi á árum áð- ur og kom heim með nokkra bikara og verðlaunapeninga. Það kom mér reyndar ekki á óvart þar sem golfið reynir á hugann og yfirvegun og þar var Þorvaldur svo sannarlega sterk- ur. Nýlega gaf hann mér pút- terinn sinn og óskaði mér góðs gengis í golfinu. Ég mun varð- veita þessa gjöf og láta kylfuna fylgja með í golfpokanum mín- um í framtíðinni með von um að hún verði minn happagripur í golfinu, ekki veitir af. Þegar Tryggvi var lítill gutti fóru þeir feðgar að stunda skíðamennsku saman og áttu margar góðar stundirnar í fjöllunum. Það varð mér líka til gæfu að þeir tóku upp á þessu sporti því Tryggva kynntist ég í skíðabrekkunni. Samband þeirra feðga var ein- staklega náið og einkenndist af mikilli vináttu. Þráðurinn var sterkur á milli þeirra og hefur Tryggvi staðið þétt við bakið á pabba sínum síðasta lífskaflann. Þorvaldur var eldklár. Þegar farið var yfir bókasafn hans fundum við handskrifað bréf frá skólastjóra Verzlunarskólans frá námsárum Þorvaldar. Í bréfinu óskar skólastjórinn Þor- valdi til hamingju með verð- skulduð verðlaun fyrir náms- árangur og þakkar honum fyrir frammistöðu og framkomu alla. Höfðu verzlingarnir okkar Tryggva gaman af þessu. Þorvaldur hélt í skarpa hugs- un þrátt fyrir háan aldur og fylgdist vel með líðandi stundu. Viku áður en hann kvaddi hafði hann gerst áskrifandi að Mogg- anum og vildi heldur lesa frétt- irnar í blaðinu með stækkunar- gleri en í spjaldtölvunni sem var alltaf að stríða honum. Hann lifði fallega fram á síðasta dag, var á fótum og fékk sér göngutúr til kaupmannsins á horninu og keypti köku og djús því hann átti von á heimsókn. Ég votta elsku Hönnu tengdamömmu minni samúð mína. Hún stóð eins og klettur við hlið tengdapabba og hugsaði um hann eins lengi og hún mögulega gat. Samúðarkveðjur sendi ég systrum Þorvaldar þeim Heiðu og Helgu sem og öðrum ástvinum. Ég kveð elskulegan tengdapabba minn með þakklæti fyrir samfylgdina og fyrir að sýna mér og því dýr- mætasta sem ég á alltaf ást. Unnur Gylfadóttir. Elsku afi. Hvar eigum við að byrja? Þvílíka ferðalagið sem við fengum að fara með þér. Mikið rosalega var gott að koma til ykkar ömmu í Sóltúnið að gista hjá ykkur. Þú varst alltaf á staðnum og vildir allt fyrir okkur gera. Það hefði ekki verið skrítið ef þú hefðir kannski einu sinni og einu sinni ekki nennt að spila við okkur Manna. En þú varst alltaf með og einhvern veginn vannst þú alltaf. Svo fórstu með okkur í bíó morguninn eftir. Í hvert einasta skipti sem við komum í heimsókn beiðstu eftir að amma liti undan og skaust þá inn í herbergið þitt og komst út með einhvers konar sælgæti. Hlýjunni, ástinni og kærleik- anum sem þú og amma hafið gefið okkur verður ekki komið í orð. Alltaf þegar við fjölskyldan komum heim frá útlöndum biðu okkar heit teppi í bílnum svo okkur yrði ekki kalt, ísskápur fullur af mat og kaka á borðinu. Nema einu sinni þegar kakan gleymdist og Hanna Lára eins árs gömul spurði hvar kakan væri. Þá brunaðir þú auðvitað út í búð og græjaðir það. Þú vildir einfaldlega allt fyrir okkur gera. Aldrei með hugann við neitt annað en okkur barna- börnin. Hver fær töframann í afmælið sitt þegar hann er 80 ára? Þú. Af því að þú vissir að börnin myndu hafa gaman af því. Þú varst svo óeigingjarn. Ef við vildum fara út á róló var farið út á róló. Ef við vildum skoða bókasafnið þitt var það skoðað. Þú skutlaðir okkur hvert sem er, kannski nokkrum árum of lengi reyndar, en það er einnig lýsandi fyrir þig. Svo mættirðu á hvern einasta fót- bolta- og handboltaleik hjá okk- ur. Sama hvernig viðraði. Af því að þú varst okkar helsti stuðn- ingsmaður í öllu sem við gerð- um. Þú passaðir alltaf upp á að allir fengju jafnt. Ef eitt okkar kom í heimsókn varstu gjarn á að gefa okkur einhvers konar seðil en þá fylgdu þrír aðrir fyr- ir hvert systkini heima. Þegar þú gafst Gylfa gamla skrifborð- ið þitt sástu til þess að Þorvald- ur fengi nú samt líka skrifborð og fórst sjálfur og keyptir það. Þegar Þorvaldur fékk lítinn pening í fermingargjöf gafstu honum fullt umslag af pening sem á stóð „ég er hættur að nota þetta“. Þegar Elín Arna var að útskrifast labbaðir þú á þínum 92 ára gömlu fótum í búðina til að kaupa hálsmen handa henni. Auðvitað keypt- irðu tvö, eitt fyrir Hönnu Láru. Þinn magnaðasti göngutúr er þó vafalaust frá síðasta hausti þegar þú gekkst alla leið frá Grund til ömmu í Hvassaleiti til að kíkja á hana með bakkelsi. Gangan tók fjóra tíma aðra leið. Hún var ekki heima. Þannig að þú tókst leigubíl til baka og gafst starfsfólkinu á Grund bakkelsið. Við hlógum að þessu saman. Þarna hefðu eflaust flestir kvartað en ekki þú. Því ef það var eitthvað sem þú varst léleg- ur í var það að kvarta. Þú ein- faldlega kunnir það ekki. Alltaf varstu í góðu skapi, sama hvað bjátaði á. Þú mættir öll jól og áramót í jakkafötunum og gafst okkur öllum ómetanlegar minn- ingar með þér og ömmu yfir há- tíðirnar. Við erum ótrúlega þakklát fyrir að eiga þessar minningar með þér. Þú varst einfaldlega bestur, elsku afi, og verður söknuðurinn mikill. Hvíldu í friði, við elskum þig. Gylfi, Þorvaldur, Elín Arna og Hanna Lára. Oft er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Við systur vorum þeirrar gæfu að- njótandi að eiga góða að í okkar æsku; ömmur og afa sem kenndu okkur margt og sýndu okkur hlýju, ást og stuðning í orði og verki. Í dag kveðjum við elskulegan afa okkar Þorvald sem var okk- ur alla tíð mikils virði. Allt fram til dánardags átti hann hlut- deild í okkar lífi og var ávallt áhugasamur um hvað á daga okkar drifi. Fjölskyldum okkar sýndi hann mikla hlýju og vildi hag okkar allra sem vænstan. Afi var ávallt blíður, kankvís og hafði mikið jafnaðargeð. Þolin- mæði hafði hann mikla enda gat hann klukkutímum saman spil- að við okkur systurnar í Hvassaleitinu og hlustað á barnalög í plötuspilaranum. Skíðaferðir, leikhúsferðir, gönguferðir; alltaf var afi til í að gera eitthvað skemmtilegt með okkur krökkunum. Sjálfur var hann mikill sundgarpur og fór á hverjum einasta degi, ára- tugum saman, í Laugardals- laugina. Ólíkt mörgum fór hann þó til þess að synda en ekki bara til að spjalla í heitu pott- unum. Bókmenntir, myndlist og klassísk tónlist voru hans hjart- ans áhugamál og nutum við fjöl- skyldan svo sannarlega góðs af því. Eljusemi einkenndi afa alla tíð og þótti okkur systrum sér- staklega skemmtilegt að heyra af hans fyrstu sporum í bók- haldi og bisness fyrir vestan og alla leið á Straumnesfjalli, er við sjálfar gengum þar um, en þar hafði hann séð mönnum fyr- ir sælgæti og dagblöðum fjöl- mörgum áratugum fyrr. Við erum þakklátar fyrir all- ar samverustundir og minning- ar um elsku afa; hjartans þökk og hvíldu í friði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Hanna og Rut. Elsku langafi. Takk fyrir all- ar dýrmætu stundirnar í Sól- túni hjá ykkur langömmu. Þor- láksmessuhangikjötið, nammipokarnir sem allir fengu heim með sér, heimsóknirnar þar sem var dregið fram allt bakkelsið sem til var og allar djústegundir. Takk fyrir sam- veruna í öllum afmælunum sem þið komuð í til okkar, það skipti ekki máli þótt það væri uppi á 3. hæð og engin lyfta, þá voruð þið alltaf mætt fyrst af öllum og á slaginu klukkan 16. Þú náðir að verða langa- langafi og þér fannst svo gaman að spjalla við Marinó. Við vorum svo heppin að fá öll þessi ár saman. Sunneva, Birta og Nökkvi. Með Þorvaldi Tryggvasyni er genginn góður drengur og vin- fastur, hógvær og hlýr í viðmóti og jákvæður í öllum mannlegum samskiptum. Við áttum samleið á annan áratug á skrifstofu Lögmanna Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Jóns Magnússonar, Hjartar Torfasonar, Sigurðar Sigurðssonar og Sigurðar Haf- stein, sem þeir Eyjólfur og Geir Hallgrímsson, síðar borgar- stjóri og ráðherra, stofnuðu ár- ið 1955. Ég kom þar til starfa þegar að loknu laganámi 1960 og síðan framhaldsnámi erlend- is 1963. Vegna tengsla við stofnendurna hafði Þorvaldur tekið að sér störf við bókhald stofunnar sem aukastarf með- fram starfi hjá Flugfélagi Ís- lands og var þannig tíður gest- ur, en að áskorun okkar gerðist hann svo beinn aðili að stofunni sem meðeigandi og skrifstofu- stjóri í fullu starfi. Stofan var þá til húsa á Tryggvagötu 8 með inngangi frá Vesturgötu, og umsvif hennar mikil á mörg- um sviðum. Nærri 1970 þurft- um við að taka afstöðu til hús- næðismála stofunnar, og ákváðum þá að flytja yfir göt- una með kaupum á 2. hæð á Vesturgötu 17, sem auðveldara var að laga að okkar þörfum. Átti Þorvaldur drjúgan þátt að þeirri ákvörðun ásamt því hvernig innréttingu á hæðinni var fyrir komið. Upp úr 1970 urðu svo nokkr- ar breytingar á aðstöðu stof- unnar, m.a. vegna breytinga á verkefnum, en ekki síður vegna áfallsins sem við urðum fyrir þegar jafnaldri minn Sigurður Sigurðsson féll frá í nóvember 1972 eftir alvarleg veikindi, að- eins 38 að aldri. Við Eyjólfur höfðum einnig haft vonir um að færa út starfsemi stofunnar með verkefnum sem hentuðu Þorvaldi sérstaklega, en af því gat ekki orðið á þeim tíma. Í kjölfar þessa afréð Þorvaldur að snúa aftur til fyrra aðalstarfs við bókhald Flugleiða hf., sem hann gegndi síðan til starfskoka við góðan orðstír. Mér er minn- isstætt hversu slétt og felld þessi umskipti urðu fyrir Þor- vald, sem bar ótvíræð merki þess hvaða álits hann naut hjá því mikla og merka fyrirtæki. Við Þorvaldur unnum saman að ýmsum áhugaverðum verk- efnum, en samskipti hans við hina eigendurna urðu þó meiri, þar sem ég var að verulegu leyti bundinn af sérverkefnum á sviði orku- og iðnaðarmála með tengslum við útlönd. Öll voru þessi samskipti á einn veg að því er Þorvald snerti, þar sem við nutum vinsemdar hans og jákvæðni. Fyrir mig var það svo sér- stakt ánægjuefni hvaða gæfu- spor Þorvaldur hafði tekið í einkalífi sínu, þegar hann kvæntist öndvegiskonunni Jó- hönnu Sveinbjarnardóttur frá Ísafirði. Sem strákhvolpur í Hrannargötunni bjó ég stutt frá hennar stóru fjölskyldu og átti tíðar ferðir í bakarí föðurins, og hún mundi eftir mér frá þeim tíma þrátt fyrir fimm ára ald- ursmun. Þessara gömlu tengsla naut ég alla tíð í skiptum við þau hjónin. Ég kveð Þorvald Tryggvason með söknuði og bið fjölskyldu hans allrar blessunar. Hjörtur Torfason. Þorvaldur Tryggvason ✝ Peter Ell- enberger fædd- ist í Frauenfeld í Sviss 21. júní 1938. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 22. janúar 2022. Foreldrar Peters voru Peter Ell- enberger, f. 1904, d. 1980, og Lucie Ellenberger-Gass, f. 1913, d. 2003. Systkini Peters eru Christa, f. 1940, Irmgard, f. 1942, og Gerhard, f. 1946. Með fyrri konu sinni, Anne- lies Spaar, á hann Daniel, f. uður í verkmiðju. Árið 1964 hóf hann störf á rannsóknadeild Alusuisse í Sviss þar sem hann kynntist málmfræði. Árið 1967 fór Peter á vegum fyrirtækisins til starfa í Noregi og síðar til Ís- lands árið 1969 þar sem hann starfaði hjá Íslenska álfélaginu, ÍSAL, í Straumsvík. Hann vann þar við ýmiss konar tækni- og stjórnunarstörf til ársins 2003 þegar hann fór á eftirlaun. Í frí- tíma sínum stundaði hann sil- ungsveiði og hestamennsku og hafði yndi af því að dvelja í sum- arhúsi sínu í landi Hests í Gríms- nesi. Útför hans fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 10. febrúar 2022, klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat 1966, og Markus, f. 1969. Með seinni konu sinni, Svölu Victorsdóttur, á hann Írisi, f. 1977. Tengdadæturnar eru þrjár og barna- börnin átta. Peter gekk í grunnskóla í Frau- enfeld og Hallau í Sviss og iðnskóla í Schaffhausen þar sem hann lærði tækniteiknun. Hann var 20 og 21 árs í sviss- neska hernum. Árin 1960-1961 var hann við námi í tækniskóla í Zürich og starfaði sem hönn- Ég hitti Peter Ellenberger, eða Ellenberger eins og hann var alltaf kallaður í Straumsvík, fyrst þegar hann kynnti fyrir mér starf sem mér stóð til boða hjá ISAL í Straumsvík – fyrir rúmum 30 árum. Viðmót hans á þeim fundi átti þátt í að ég ákvað að slá til og þiggja starf- ið, hann var svo skemmtilegur, hress og jákvæður. Hann var að taka við sem framkvæmda- stjóri, þ.e. steypuskálastjóri, en ég tók við gamla starfinu hans sem yfirmaður rannsóknar- stofu, umhverfismála, öryggis- mála og samskipta. Það kom í hlut Ellenbergers að setja mig inn í starfið. Það gerði hann bæði vel og samviskusamlega. Raunar studdi hann mig og að- stoðaði eins og hann gat alla tíð og fyrir það er ég þakklát. Ellenberger lagði frá fyrstu tíð áherslu á að fá hugmyndir að verkefnum og umbótum frá starfsfólki og verðlauna góðar hugmyndir. Þann háttinn höfum við enn á í Straumsvík og þann- ig lifa áherslur Ellenbergers enn með okkur. Ellenberger var einn af frumherjum starf- seminnar í Straumsvík og lagði mikið af mörkum til rekstrarins frá fyrstu tíð. Hann flutti til Ís- lands frá Sviss með mikilvæga þekkingu sem ekki var fyrir hendi í landinu, þekkingu sem nýttist vel í Straumsvík. Við minnumst Ellenbergers með vinsemd og virðingu, sendum fjölskyldu hans hlýjar samúðar- kveðjur. Með kveðju frá Straumsvík, Rannveig Rist. Peter Ellenberger Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.