Morgunblaðið - 10.02.2022, Síða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2022
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég er mikill aðdáandi Elísabetar,
enda getur hún skrifað og tjáð hluti
á hátt sem engum öðrum myndi
detta í hug. Hún er listamaður
tungumálsins sem kryfur málin með
beinskeyttum
húmor og sárs-
aukafullri hrein-
skilni,“ segir
Guðmundur Ingi
Þorvaldsson sem
leikstýrir leikrit-
inu Blóðuga kan-
ínan eftir Elísa-
betu Kristínu
Jökulsdóttur sem
Fimbulvetur set-
ur upp samstarfi
við MurMur og frumsýnt er í
Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20.
Í kynningu er á verkinu er því lýst
sem súrrealískri kómedíu um áföll
og afleiðingar þeirra. Verkið hverfist
um Dísu sem rekur veitingastað sem
er alltaf opinn, en öll borðin eru upp-
tekin af Honum. „Úti geisar stríð.
Enginn man hversu lengi það hefur
geisað eða af hverju það hófst. En
tvennt er vitað. Töframaðurinn þarf
að leysa frá skjóðunni og barnið að
finnast ef heimurinn á ekki að tor-
tímast,“ eins og segir í kynningu.
Aðeins til eitt pappírseintak
Samtarf þeirra Guðmundar og
Elísabetar má rekja aftur til upp-
færslu leikhópsins RaTaTam á Ahhh
… Ástin er að halda jafnvægi nei
fokk ástin er að detta sem unnið var
upp úr ljóðum og prósa Elísabetar
og sett upp í Tjarnarbíói 2018, en
Guðmundur lék í sýningunni. „Á
þeim tíma bjuggum við bæði í Vest-
urbænum og Elísabet fékk oft far
með mér heim og við spjölluðum um
lífið og listina á leiðinni. Hún sagði
mér frá verki sem hún hefur verið að
skrifa síðan snemma á tíunda ára-
tugnum sem nefnist Mundu töfrana
og lýsa mætti sem ævintýraverki um
geðveikina. Ég las það í þeim ótal
útgáfum sem hún á af verkinu, en sá
ekki í hendi mér hvernig ætti að
sviðsetja það,“ segir Guðmundur og
rifjar upp að hann hafi á þessum
tíma verið fagstjóri við LHÍ.
„Þangað kemur strákur í inntöku-
próf og segist vera með mónólóg úr
verki sem heiti Blóðuga kanínan eft-
ir Elísabetu. Ég hváði því ég hélt að
ég þekkti öll verkin hennar og spurði
hann hvar hann hefði fundið þetta,
sem reyndist vera inni á bókasafni
skólans. Eftir prufurnar fór ég beint
inn á bókasafn og fann þar eitt papp-
írseintak af þessu verki. Þetta
reyndist vera verk sem Elísabet
skrifaði þegar hún var sjálf í
Listaháskólanum í náminu fræði og
framkvæmd. Þegar ég fór að spyrja
Elísabetu út í Blóðugu kanínuna
kom í ljós að hún átti ekki einu sinni
eintak af verkinu, sem var hennar
tilraun til að gera blóðuga útgáfu af
Mundu töfrana. Ég sá strax í hendi
mér hvernig gaman væri að svið-
setja verkið þar sem bæði heimurinn
og baráttan milli persóna er skýr,“
segir Guðmundur og rifjar upp að
hann hafi fengið leyfi Elísabetar til
að dramatúrgísera verkið. „Þegar
þeirri vinnu var lokið og hún búin að
leggja blessun sína yfir breyting-
arnar sóttum við um og fengum góð-
an styrk frá Sviðslistasjóði fyrir
uppfærslunni,“ segir Guðmundur.
„Ég held að ein ástæða þess að ég
heillaðist svona af þessu verki er að
viðfangsefnið, sem snýr að áföllum
og áfallastreituröskun, er mér mjög
hugleikið eftir að ég fór að skoða eig-
in áföll upp úr 2009. Verkið kallast
líka á við trílógíuna sem ég vann
með RaTaTam á árunum 2016 til
2019, þar sem ein rannsókn kallaði á
þá næstu,“ segir Guðmundur og vís-
ar þar til Suss!, þar sem sjónum var
beint að heimilisofbeldi, Ahhh …,
þar sem ástin í öllum myndum var til
skoðunar, og loks Húh! Best í heimi,
þar sem sjálfið var til skoðunar.
Alltaf verið hamingjusöm
„Heimur Blóðugu kanínunnar
byggir í raun á klassísku setning-
unni um að börn alkóhólista upplifa
stríð á hverjum degi. Rannsóknir
hafa nefnilega sýnt að heilastarfsemi
barna sem búa við ofbeldi verður
fyrir sömu áhrifum og þeirra sem
alast upp í stríði. Blóðuga kanínan er
saga um konu sem upplifir að það
ríkir stríð og við komumst að því að
til að verða heil sem manneskja þarf
hún að finna týnda barnið og gang-
ast við því. Það getur hún aðeins
gert með því að fara í gegnum öll
hliðarsjálf sín til að fá nauðsynlegar
upplýsingar. Kanínan er tákn um
æskuna og blóðuga kanínan er tákn
um æsku sem búið er að spilla. Mér
líður eins og þessi uppfærsla sé loka-
punkturinn í mjög löngu og áhuga-
verðu ferðalagi sem ég hef verið í
síðustu tólf árin á sama tíma og
þetta er mjög þarft innlegg í þá um-
ræðu sem átt hefur sér stað á Íslandi
síðustu árin,“ segir Guðmundur og
tekur fram að sem betur fer virðist
fólk orðið meðvitaðra um að gömlu
leiðirnar til að vinna úr áföllum virka
ekki.
„Þar vísa ég til þess þegar fólki
var í gamla daga einfaldlega sagt að
hætt að hugsa um erfiða hluti og
drekkja sér frekar í vinnu. Við þurf-
um að hlúa mun betur að fólki með
flókna áfalla- og fíknisögu og hjálpa
því að ná bata. Rannsóknir sýna að
nær undantekningarlaust liggja
áföll og áfallastreituröskun að baki
fíkn og neyslu,“ segir Guðmundur og
tekur fram að það geti verið mjög
sársaukafullt að takast á við fyrri
áföll sín, en vinnan sé nauðsynleg til
að ná raunverulegum bata.
„Verk Elísabetar talar því með
beinum hætti inn í samtímann, þar
sem loks er verið að skoða þessi
tengsl af fullri alvöru,“ segir Guð-
mundur og bætir hugsi við: „Það er í
raun magnað að Elísabet hefur
skrifað á þessum nótum í rúm 30 ár.
Hún er einhvers konar sjáandi sem
les samfélagið og manneskjuna ótrú-
lega vel,“ segir Guðmundur og rifjar
upp eitt samtala þeirra Elísabetar
sem vakti hann til töluverðrar
umhugsunar. „Eitt sinn þegar við
Elísabet vorum að ræða lífið og
listina sagði hún mér að hún hefði
alltaf verið hamingjusöm. Ég hváði,
enda hefur hún sjálf skrifað um vist
sína á geðdeild og erfiða upplifun af
ofbeldissambandi. Þá svaraði hún
mér því að henni hefði oft liðið illa,
en hún hefði alltaf verið hamingju-
söm. Það finnst mér vera lykillinn í
öllu því sem hún skrifar. Það er allt-
af hægt að skynja húmorinn, vonina
og hamingjuna í öllu sem hún skrif-
ar, líka þegar hún er að skrifa um
erfiðustu hlutina og mestu vanlíð-
anina. Ef hún í gegnum allt sitt get-
ur fundið hamingjuna þá ætti það að
vera okkur mikilvægt fordæmi og
veita okkur innblástur.“
Krefst mikils af leikurunum
Spurður hvernig hann nálgist
verkið sem leikstjóri svarar Guð-
mundur: „Texti Elísabetar er aldrei
raunsær. Fólk í áfallastreitu upplifir
heiminn sem absúrd og skilur ekki
venjulegt líf. Persónur verksins
verða hins vegar að vera algjörlega
af holdi og blóði til þess að textinn
virki, en þetta má aldrei verða nat-
úralískur bíómyndaleikur. Við erum
því að feta einstigi milli þess að gefa
þessum fallega og ljóðræna texta
Elísabetar rými á sama tíma og við
búum til persónur sem dansa á
mörkum hins raunverulega. Þetta
krefst mikils af leikurunum sem eytt
hafa miklum tíma í að brjóta textann
til mergjar svo þeir geti fyllt hann af
innistæðu og lífi, á sama tíma og þeir
eru trúir þessum heimi sem Elísabet
hefur skapað sem er mjög absúrd,“
segir Guðmundur og tekur fram að
leikhópurinn sé samsettur af frá-
bærum leikurum. Með hlutverk
Dísu fer Þóra Karítas Árnadóttir, en
í öðrum hlutverkum eru Aðalbjörg
Þóra Árnadóttir, Borgar Ao, Davíð
Freyr Þórunnarson, Íris Tanja Fly-
genring, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og
Ævar Þór Benediktsson.
Hrikalega gaman að leikstýra
Þótt Guðmundur hafi leikstýrt um
20 verkum fyrir Útvarpsleikhúsið og
unnið mörg verk með samsettri að-
ferð hefur hann ekki leikstýrt eftir
handriti fyrir svið síðan 2006 þegar
hann leikstýrði Hungri eftir Þórdísi
Elvu Þorvaldsdóttur í Borgarleik-
húsinu. Það liggur því beint við að
spyrja Guðmund hvort hann gæti
hugsað sér að leikstýra meira fyrir
svið á næstunni. „Mér finnst hrika-
lega gaman að leikstýra, enda er fátt
skemmtilegra en að leiða flottan hóp
listafólks og láta ögra sér og inn-
blása. Það er ekki áhugaleysi sem
hefur valdið því að ég hef ekki leik-
stýrt meira fyrir svið, heldur fór lífið
bara með mig í aðra átt. Ég fór í
MBA-nám, síðan að reka Tjarnarbíó
og starfa aftur meira sem leikari.
Mitt eðli er þannig að ég verð að
brenna fyrir hlutum og gæti því
aldrei tekið að mér að leikstýra
verki sem talar ekki sterkt til þín.
Mér finnst skemmtilegast að fást við
ný verk og vinna í stórum absúrd
heimi. Ég er þannig kannski ekki
rétti leikstjórinn fyrir natúralískt
textaverk fyrir tvo, þótt mér finnist
gaman að leika í þannig verkum,“
segir Guðmundur sem í framhaldinu
er spurður nánar út í það hvernig
leikstjóri hann sé. „Ég er rosa skipu-
lagður og sem leikstjóri treysti ég
algjörlega á góða hópavinnu. Ég hef
mjög skýra sýn á heiminn sem ég er
að skapa og svo finnst mér gaman að
vera með duglega leikara sem fylla
inn í það og koma með tilboð fyrir
mig til að taka afstöðu til sem leik-
stjóri. Ég hef rosalega lítinn áhuga á
því að segja fólki nákvæmlega hvar
það eigi að standa og hvernig það
eigi að segja hlutina. Mér finnst
gaman að leggja góðan grunn, skilja
heiminn, karakterana og af hverju
hlutirnir fara eins og þeir fara. Mér
finnst að þegar maður er búinn að
því með leikurunum þá taki þeir við
og komi persónunum á flug. Svo er
maður bara að fínstilla þegar komnir
eru búningar, ljós og hljóð,“ segir
Guðmundur og tekur fram að Þór-
unn María Jónsdóttir eigi stóran
þátt í uppfærslunni. „Hún var fyrsta
manneskjan sem ég hringdi í eftir að
Elísabet lagði blessun sína yfir mína
útgáfu af verkinu. Við Þórunn María
höfum oft unnið saman og hún gerði
leikmynd og búninga fyrir allar
RaTaTam-sýningarnar. Sem betur
fer var hún jafn hrifin af verkinu og
ég og við fórum saman á flug. Hún
hefur unnið algert þrekvirki í þess-
ari sýningu. Á leikmynd, búninga,
gervi og smink og heimur verksins
væri ekki samur án hennar.“
Ljósmynd/María Kjartansdóttir
Hirðfífl Elísabet Kristín Jökulsdóttir er höfundur Blóðugu kanínunnar.
Elísabet „er einhvers konar sjáandi“
- Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikstýrir Blóðugu kanínunni eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
- „Fólk í áfallastreitu upplifir heiminn sem absúrd og skilur ekki venjulegt líf,“ segir Guðmundur
Guðmundur Ingi
Þorvaldsson
Stríðsástand Þóra
Karítas Árnadóttir og
Davíð Freyr Þórunnarson
í hlutverkum sínum.
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson