Morgunblaðið - 19.02.2022, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 9. F E B R Ú A R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 42. tölublað . 110. árgangur .
Notaðu þetta frábæra tækifæri og fáðu þér vel útbúinn fjórhjóladrifinn Eclipse Cross
PHEV tengiltvinnbíl með öllum þeim kostum sem hugurinn girnist – og meira til.
Virðisaukinn er farinn út í bláinn!
Við fellum niður 480.000 kr. VSK frá áramótum!*
*Að sjálfsögðu greiðir Hekla öll gjöld og virðisaukaskatt af bílum til Ríkissjóðs. 480.000 kr. lækkunin á Mitsubishi Eclipse Cross er alfarið á kostnað Heklu.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · mitsubishi.is/eclipse
Engin
bómullar-kynslóð
Einfaldurog tímalaussmekkur
Umboðsmaður barna, Salvör
Nordal, hefur lagt sérstakaáherslu á að rödd barna fái að
heyrast og mark sé tekið á þeim.
Hún segir vaxandi vanlíðan barna
vera áhyggjuefni og því sé aldrei
mikilvægara en nú að heyra hvað
þau hafi að segja. Á Barnaþingi,
sem haldið verður 3.-4. mars,
verða mannréttindi, menntun
og umhverfismál í forgrunni. 10
20. FEBRÚAR 2022SUNNUDAGUR
Smitgát eða kænskubragð
Pútín fundar helst við ógnarlöng borð. 24
Fyrirmælineru skýr: 112
Hermann Valsson varlátinn liggja í 48 mínútureftir að hafa misst með-vitund á júdóæfingu. 14
Fjóla RúnBrynjarsdóttirer alltaf meðeitthvað áprjónunum. 18
ÓLÝSANLEG UPP-
LIFUN AÐ KEPPA
Á ÓLYMPÍULEIKUM
TILNEFND TIL
KANADÍSKA
„ÓSKARSINS“
TANJA BJÖRK 41HÓLMFRÍÐUR DÓRA 37
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í
gærkvöldi að hann væri sannfærður
um að Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti hefði þegar tekið ákvörðun um
að ráðast inn í Úkraínu á allra næstu
dögum. Sagði Biden á blaðamanna-
fundi sínum að Rússar myndu að öll-
um líkindum stefna á Kænugarð,
höfuðborg Úkraínu.
Biden sagði að hann hefði átt sam-
töl við bandamenn Bandaríkjanna og
að tilraunir Rússa til að reka fleyg á
milli þeirra hefðu mistekist. Hét Bi-
den því að gripið yrði til harðra refsi-
aðgerða um leið og innrás Rússa
hæfist. Skoraði Biden jafnframt á
Pútín að hætta við „hrikalegt og
óþarft stríð“.
Þá varaði Biden við því að Rússar
hefðu nú hafið upplýsingaherferð til
þess að reyna að telja fólki trú um að
Úkraínuher ætlaði sér að hefja árás
á aðskilnaðarsinna í austurhluta
landsins. Sagði Biden það alrangt, og
hrósaði hann Úkraínumönnum fyrir
að hafa ekki bitið á agnið sem Rússar
væru að leggja fyrir þá.
Segja Úkraínu hyggja á árás
Um það leyti sem Biden tók til
máls í Washington bárust fregnir af
því frá borginni Luhansk, sem er á
valdi rússneskumælandi aðskilnað-
arsinna, að stór sprenging hefði orð-
ið í gasleiðslu þar.
Voru fregnirnar þegar í stað
komnar á alla miðla í Rússlandi, en
þar birtust ásakanir á hendur Úkra-
ínumönnum um að þeir hygðu senn á
stórsókn gegn aðskilnaðarsinnum.
Endurómaði Pútín þær fregnir á
fundi sínum með Alexander Lúka-
sjenkó, forseta Hvíta-Rússlands, í
Kreml í gær og sagði hann þar að
ástandið í héruðum aðskilnaðarsinna
færi sífellt versnandi.
Innrás Rússa sögð yfirvofandi
- Skorar á Pútín að forðast „óþarft stríð“ - Sprengingar í austurhluta Úkraínu
MReynt að egna til átaka »21
Milljónum var sagt að halda sig heima þegar
stormurinn Eunice gekk á land í suðurhluta
Bretlands í gær. Um er að ræða einn versta
storm sem sést hefur í landinu í áratugi að mati
veðurfræðinga. Talsverðar skemmdir urðu á
mannvirkjum og truflanir á samgöngum vegna
ofsaveðursins. Þá voru minnst fjórir sem létu líf-
ið og fjöldi manna slasaðist.
Stormasamt er nú á Atlantshafi og munu Ís-
lendingar ekki fara varhluta af því, þar sem gul
viðvörun er í gildi fyrir Suður- og Suðausturland
í dag og á morgun.
AFP
Milljónir héldu sig heima vegna vonskuveðurs
Salvör Nordal, umboðsmaður barna,
hefur miklar áhyggjur af vaxandi
vanlíðan barna. „Hún var áhyggju-
efni fyrir Covid og svo hefur þetta
frekar versnað en hitt. Það er eitt-
hvað sem við þurfum að taka veru-
lega á,“ segir hún.
„Þessi Covid-faraldur hefur tekið
mikið á börn og síðustu vikur og
mánuðir hafa verið sérstaklega
þungir fyrir þau. Þau hafa mörg ver-
ið að lenda ítrekað í sóttkví, smitast
og verið í einangrun, farið í endur-
teknar sýnatökur og loks hefur verið
mikil umræða um bólusetningar
barna. Það hefur mætt mikið á þeim.
Svo ég myndi segja að það hafi aldr-
ei verið jafn nauðsynlegt að hitta
börn og tala við þau eins og núna,
eftir allt það sem á undan er geng-
ið.“ Rætt er við Salvöru í Sunnu-
dagsblaðinu sem fylgir Morgun-
blaðinu í dag.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Umboðsmaður Salvör Nordal.
Mikið hef-
ur mætt
á börnum
- Hefur áhyggjur af
vanlíðan barna
Tökum á kvikmyndinni Luther með
breska leikaranum Idris Elba lauk
hér á landi í vikunni. Um þessar
mundir eru fjögur erlend kvik-
myndaverkefni tekin hér á landi,
tvær kvikmyndir og tvær sjón-
varpsþáttaraðir. Umfangsmiklar
tökur fyrir risann Marvel fóru fram
við Mývatn fyrir skemmstu þar sem
notast var við sleðahunda á vatn-
inu. Fram undan eru tökur á sjón-
varpsþáttunum Retreat með Clive
Owen og Emmu Corrin í aðal-
hlutverkum en þær fara meðal ann-
ars fram á lúxushótelinu Deplum
og í Vök Baths. »11
Kvikmyndatökur á
Deplum og Mývatni