Morgunblaðið - 19.02.2022, Page 2

Morgunblaðið - 19.02.2022, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 SÓL Í SUMAR BÓKAÐU ALLT FRÍIÐ Á EINUM STAÐ! SÍMI 585 4000 WWW.UU.IS ALMERÍA FLUG OG GISTING 27. JÚNÍ - 07. JÚLÍ ARENA CENTER HOTEL 4* VERÐ FRÁ 95.900 KR Á MANN FULLORÐNA OG 2 BÖRN PORTÚGAL FLUG OG GISTING 21. - 28. JÚNÍ APARTM. VILA PETRA 4* VERÐ FRÁ 95.500 KR VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, MORGUNVERÐUR, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vegagerðin hefur auglýst útboð á rúmlega tíu kílómetra kafla á nýjum Vestfjarðavegi, um Teigsskóg í Þorskafirði. Framhaldið yfir Djúpa- fjörð og Gufufjörð verður boðið út síðar en þangað til sá hluti vegarins verður tilbúinn verður hægt að aka um gamlan malarveg í sunnan- verðum Djúpafirði til að komast inn á gamla þjóðveginn aftur. Kosturinn við það er að ekki þarf að fara um Hjallaháls. Vegagerðin auglýsir útboð á lagn- ingu vegarins frá Þórisstöðum, við enda nýs vegar yfir Þorskafjörð, um Teigsskóg og að Hallsteinsnesi. Er þetta 10,4 kílómetra kafli. Að auki er boðinn út 200 metra spotti frá Hall- steinsnesi út á malarveginn sem liggur þangað. Verður því hægt að aka gamla veginn meðfram Djúpa- firði sunnanverðum og inn á Vest- fjarðaveg þar sem hann kemur niður af Hjallahálsi. Á vef Reykhólahrepps kemur fram að gert er ráð fyrir háspennu- streng og ídráttarröri fyrir ljósleið- ara meðfram veginum. Til að við- halda sem best staðbundnum gróðri á vinnusvæðinu eru fyrirmæli í út- boðsgögnum um að taka upp gróður- torfur úr vegstæði og af skeringar- svæðum og setja þær yfir aftur þegar gengið verður frá svæðinu. Verkinu á að ljúka fyrir 15. októ- ber á næsta ári. Lokaáfangi lagn- ingar nýs Vestfjarðavegar um Gufu- dalssveit er síðan þverun Djúpa- fjarðar og Gufufjarðar, yfir á Skálanes. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er verið að breyta hönnun þverunar og brúar, til að tryggja öruggt innflæði sjávar. Stefnt er að útboði í haust. Vonast er til að hægt verði að ljúka fram- kvæmdum á árinu 2024 eða 2025. Þegar sá kafli verður tekinn í notkun færist vegurinn af Ódrjúgshálsi og vegfarendur hafa þá losnað við tvo leiðinda fjallvegi. helgi@mbl.is Rennt í gegn- um Teigsskóg - Gamli malarvegurinn í framhaldinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafarland Vestfjarðavegur fer brátt í gegnum Teigsskóg. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/2022 verði ekki meiri en 869.600 tonn, sem þýð- ir 34.600 tonna lækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 1. október 2021. Þetta kom fram í tilkynningu sem Hafrannsóknastofnun sendi frá sér í gær. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að tíðindin hafi verið ánægjuleg enda sé skerðingin ekki eins mikil og menn hafi búist við. „Við drógum saman veiðarnar þegar við héldum að þetta yrði lækkun um 100 þúsund tonn,“ segir Binni. „Þetta þýðir þá að við þurfum heldur að herða okkur aftur til þess að ná þessu. Svo verður það örugglega bara náttúran sem stjórnar þessu, veður og veiði.“ Binni segir að Vinnslustöðin muni fara langt með að ná sínum kvóta en að margt muni spila þar inn í, eins og til dæmis hversu lengi veiðin verður, hvort hún verður til 15. mars eða jafnvel lengur. Þar geti fimm dagar til viðbótar haft mjög mikið að segja. „Fyrst og fremst er maður ánægður að sjá loðnustofninn stóran og sterkan. Næsta ár lítur líka vel út hvað varðar veiði þannig að við er- um bara nokkuð björt,“ segir Binni. Árgangurinn 2019 sé stór Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggist á samanteknum niðurstöð- um á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri, en hann var þá 1.834 þús. tonn, og leiðöngrum sem farnir voru á tímabilinu frá 19. janúar til 14. febrúar, en þá var hann 939 þús. tonn. Áætlaður afli á milli haust- og vetrarmælinga er 275 þús. tonn. Í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar segir að árgangurinn 2019, sem muni bera uppi veiðina á yfirstand- andi vertíð, sé án efa stór, en mikil óvissa er um hve stór hluti hans mun hrygna í vor. Geti þessir þættir skýrt umtals- verðan mun á mældri stærð stofns- ins í haust og nú í vetur. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygning- arstofninn í mars verði yfir 150.000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Samkvæmt því leiðir þessi heildar- mæling til veiðiráðgjafar upp á 869.600 tonn veturinn 2021/2022. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Loðnuveiðar Eyjaskipin Suðurey og Sigurður köstuðu nótinni í Stakkabótinni í gær en fjölmörg skip voru að veiðum skammt frá Eyjum. Hafrannsóknastofnun lækkar loðnuráðgjöf um 34.600 tonn - Leggur til að loðnuafli verði ekki meiri en 869.600 tonn á vertíðinni 2021/2022 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Öryrkjabandalag Íslands harmar það að fyrrverandi stjórnarmaður í Brynju – hússjóði Öryrkjabanda- lagsins hafi ákveðið að fara fram með „rakalausar“ og „innistæðu- lausar“ ásakanir um sjóðinn og stjórn hans, sem og nafngreinda ein- staklinga í stjórn ÖBÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ. Í yfirlýsingunni er einnig minnt á að viðkomandi stjórnarmanni hafi verið vikið úr stjórn Brynju, með einróma ákvörðun stjórnar ÖBÍ, sökum þess að hann hafi brotið gróf- lega gegn skyldum sínum og brugð- ist trausti ÖBÍ, eins og fjölmiðlum var tilkynnt um á sínum tíma og sjá megi á vef ÖBÍ. Þá segir þar ennfremur að stjórn Brynju – hússjóðs ÖBÍ sé í dag skip- uð „mjög hæfu fólki“ og að hún sé „óumdeild“. Rekstur sjóðsins sé því „traustur“ og „í góðum höndum“. Harma ásakanir - „Rakalausar“ og „innistæðulausar“ Morgunblaðið/Ómar ÖBÍ Stjórn Öryrkjabandalagsins sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á skotárás í Grafarholti í síðustu viku, þar sem skotið var á karl og konu. Höfðu mennirnir áður verið hnepptir í viku varðhald sem rann út í gær og framlengist varðhaldið nú í viku, eða til 25. febrúar næst- komandi. unnurfreyja@mbl.is Áfram í varðhaldi eftir skotárásina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.