Morgunblaðið - 19.02.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
Landsbankinn og Íslandsbanki hafa
brugðist við stýrivaxtahækkun Seðla-
bankans og hafa m.a. hækkað óverð-
tryggða og breytilega vexti húsnæð-
islána um 0,5 prósentur. Stíga þeir
því í humátt á eftir Seðlabankanum
sem hækkaði meginvexti sína um 0,75
prósentur í liðinni viku. Samkvæmt
upplýsingum frá Arion banka má
gera ráð fyrir að ný vaxtatafla verði
birt þar á bæ í komandi viku. Sé litið
yfir þau vaxtakjör sem útlánastofn-
anir veita á íbúðalánum má sjá að í
langflestum tilvikum eru vextirnir
lægri en 12 mánaða mæld verðbólga
Hagstofunnar. Mældist hún 5,7% í
janúar. Raunvaxtastig er því þau
vaxtakjör sem bjóðast á markaði að
frádreginni verðbólgunni á hverjum
tíma. Slíkir útreikningar eiga ekki við
í verðtryggðum lánum þar sem þau
bera verðtryggingu til viðbótar við
vaxtakjörin sjálf. Raunvaxtastig
slíkra lána er því í raun alltaf vaxta-
stigið sem slíkt.
Athygli vekur að það er aðeins þeg-
ar um svokölluð viðbótarlán, eða B-
lán er að ræða sem vaxtastig óverð-
tryggðra lána fer upp fyrir 5,7%.
Sem stendur eru hagstæðustu
óverðtryggðu vextirnir hjá Gildi líf-
eyrissjóði eða 4,05% og eru þeir því í
raun neikvæðir sem nemur 1,65 pró-
sentum. Hæstir eru vextirnir á við-
bótarlánum Arion banka og eru já-
kvæðir um 0,84 prósentur.
Verðbólgan étur upp
óverðtryggðu vextina
- Landsbanki og Íslandsbanki hækka
Óverðtryggð húsnæðislán Heimild: Aurbjörg
Fastir vextir Viðbótarlán
Breytilegir
vextir Viðbótarlán
Lífeyrissjóður verslunarmanna 4,80% 4,13%
Lífeyrisstjóður starfsm. ríkisins 4,70%
Lífsverk 4,25% 5,25%
Gildi 4,05% 4,80%
Frjálsi 5,00%
HMS 5,20% 6,20%
Birta 4,10%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 5,19%
Almenni 4,80%
Brú 4,10% 5,10%
Íslandsbanki 5,30% 6,40% 4,65% 5,75%
Arion banki 5,24% 6,54% 4,29% 5,59%
Landsbankinn 5,20% 6,20% 4,70% 5,70%
Sparisjóðirnir 4,20% 5,35%
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hagnaður Landsvirkjunar á nýliðnu
ári nam 148,6 milljónum dollara, jafn-
virði 19,3 milljarða króna. Hefur
fyrirtækið ekki skilað jafn miklum
hagnaði síðan
2009 þegar hann
nam tæpum 200
milljónum dollara.
Tvöfaldast hagn-
aðurinn nánast
milli ára en hann
nam 78,6 milljón-
um dollara árið
2020.
Rekstrartekj-
urnar námu 558,8
milljónum dollara,
jafnvirði 72,6 milljarða króna og hafa
aldrei í sögunni verið meiri. Jukust
þær um 105,3 milljónir dollara, eða
23,3% frá árinu 2020.
„Eftir óvissu og erfiðleika í rekstr-
arumhverfi fyrirtækisins í byrjun
veirufaraldursins á árinu 2020 varð
mjög jákvæð þróun á rekstri Lands-
virkjunar á árinu 2021,“ segir Hörður
Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, í til-
kynningu sem fylgdi ársuppgjöri
þess.
„Bætta afkomu má rekja til mikils
bata í rekstrarumhverfi stórnotenda
viðskiptavina okkar og Landsvirkjun-
ar sjálfrar.“ Bent hefur verið á að hrá-
vöruverð og m.a. álverð hefur rokið
upp á síðustu mánuðum, miðað við
það sem var í upphafi faraldursins.
Hefur það skilað álverum hér á landi
stórbættri afkomu og raunar snúið
gegndarlausum taprekstri í hagnað.
Stórir samningar Landsvirkjunar eru
tengdir heimsmarkaðsverði á áli og
því koma þessar sviptingar fram í
bókum fyrirtækisins.
Hörður nefnir einnig að selt heild-
armagn rafmagns hafi aukist um 5% á
árinu 2021, borið saman við 2020. Þá
hafi raforkukerfið á Íslandi verið full-
lestað undir lok síðasta árs og eftir-
spurn verið mikil frá fjölbreyttum
hópi viðskiptavina.
Skuldar 195 milljarða
Nettó skuldir Landsvirkjunar
námu 1.500,8 milljónum dollara í lok
síðasta árs, jafnvirði 195,1 milljarðs
króna. Lækkuðu þær um 175 millj-
ónir dollara, jafnvirði 22,8 milljarða
króna.
„Helstu skuldahlutföll eru nú orðin
sambærileg og þau eru hjá systur-
fyrirtækjum okkar á Norðurlöndun-
um, sem er árangur sem við erum
stolt af. Lykilmælikvarðinn nettó
skuldir/EBITDA lækkaði umtalsvert
á síðasta ári og eru hreinar skuldir nú
aðeins um 3,5-faldur rekstrarhagnað-
ur fyrir afskriftir. Ekki er því lengur
þörf á að leggja áherslu á hraða lækk-
un skulda og hefur arðgreiðslugeta
fyrirtækisins þar af leiðandi aukist,“
segir Hörður.
Af þeim sökum hefur stjórn fyrir-
tækisins ákveðið að leggja til við eig-
anda sinn, íslenska ríkið, að greiddur
verði út arður sem nemi 15 milljörð-
um króna vegna reksturs síðasta árs.
Mesti hagnaður Lands-
virkjunar frá árinu 2009
- 19,3 milljarðar króna - Tillaga um 15 milljarða arðgreiðslu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Virkjanir Verð til stórnotenda hækkaði mikið á árinu sem leið og ræður þar
mestu hækkandi heimsmarkaðsverð á áli sem er nú í hæstu hæðum.
Hörður
Arnarson