Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is Nýtt frá Skoðið // hjahrafnhildi.is Ný sending Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Lögreglu bárust tilkynningar um 220 nauðganir á árinu 2021 og sam- svarar það 37% fjölgun frá árinu áð- ur. Þetta segir í tilkynningu frá rík- islögreglustjóra en ný skýrsla embættisins um kynferðisbrot hefur verið birt þar sem finna má tölfræði frá árinu 2010 fram til ársins 2021. Þar segir að nær línulegur vöxtur hafi verið í tilkynntum nauðgunum frá árinu 2010 en þá var tilkynnt um 98. Nú sé að meðaltali tilkynnt um 18 nauðganir á mánuði. Sömu sögu sé að segja um tilkynn- ingar um kynferðislega áreitni og brot gegn kynferðislegri friðhelgi. Alls hafi 104 slík brot verið tilkynnt á síðasta ári en meðtaltalið síðustu þrjú ár á undan hafi verið 57. Að mati ríkislögreglustjóra má leiða líkur að því að vitundarvakning og samfélagsleg umræða hafi orðið til þess að fleiri brot séu tilkynnt til lögreglu. Þar að auki gæti verið að samkomutakmanir hafi haft áhrif á brot og tilkynningar síðastliðin tvö ár. Brotið gegn börnum Í tilkynningunni segir að hlutfall barna í tilkynntum kynferðisbrotum árið 2021 hafi ekki verið hærra frá árinu 2017, eða 61 prósent. Hlutfallið hækki upp í 70 prósent sé horft til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi auk blygðun- arsemisbrota. Þá séu karlar í miklum meirihluta þeirra sem grunaðir eru um kynferð- isbrot og langflestir brotaþolar kvenkyns. „Á síðasta ári voru 420 einstak- lingar grunaðir um kynferðisbrot og af þeim voru 94% karlar. Meðalaldur grunaðra karla er 35 ár og grunaðra kvenna er 30 ár. Þegar kemur að brotaþolum voru þeir í 84% tilvika kvenkyns,“ segir í tilkynningunni. Tilkynntum brotum gegn körlum hafi þó farið fjölgandi frá árinu 2017. Þegar komi að nauðgunarbrotum hækki hlutfalli karlkyns grunaðra í 99%. Brotaþolar hafi í 93% tilvika verið konur. Tilkynningum um nauðgun fjölgar - Línulegur vöxtur frá árinu 2010 Morgunblaðið/Eggert Brot Tilkynningum um kynferðis- brot hefur fjölgað mikið. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Eftir magra daga á tímum kórónu- veirunnar er nú að færast líf í kvik- myndabransann á ný. Það sést vel á því að um þessar mundir fara fram tökur á fjórum stórum erlendum kvikmyndaverkefnum hér á landi, tveimur kvikmyndum og tveimur sjónvarpsþáttaröðum. Umfang þess- ara kvikmyndataka er slíkt að ekki er til nóg af innlendu vinnuafli til að sinna þeim öllum á sama tíma og því eru tökuliðin að stórum hluta skipuð erlendu kvikmyndagerðarfólki. Stærsta verkefnið eru tökur á vegum risans Marvel sem voru við Mývatn á dögunum. Mikil leynd hef- ur hvílt yfir þessu verkefni sem ber vinnuheitið „Safari“ meðal fólks í kvikmyndabransanum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er tal- að um svokallað „Marvel offshoot“ sem ku vísa til að um hliðarsögu í Marvel-heiminum sé að ræða. Einn heimildarmanna blaðsins sagði að sagan tengdist sjálfum Spiderman en það hefur ekki fengist staðfest. Það fór ekki fram hjá heimamönn- um í Mývatnssveit að kvikmynda- tökulið var í sveitinni enda lagði það undir sig þrjú hótel, þar á meðal hið glæsilega Icelandair-hótel. Heimild- armönnum blaðsins ber ekki saman um hversu margir voru í tökuliðinu. Hefur verið giskað á að starfsmenn hafi verið einhvers staðar á bilinu 2- 300 þegar mest lét. Framleiðslufyrirtækið TrueNorth fékk leyfi til kvikmyndatöku á Mý- vatni fyrr í mánuðinum. Leyfið fól í sér að búnaður yrði fluttur út á ísi- lagt vatnið og vélsleðar yrðu notaðir til að knýja vindvélar. Reykvélar yrðu hins vegar rafstýrðar. „Ekki verður sett upp leikmynd en við tök- urnar verður mögulega notast við gervisnjó sem er ekki skaðlegur um- hverfinu. Með umsókn fylgdu efna- fræðilegar upplýsingar um gervi- snjóinn. Við tökurnar verður notast við fimm sleðahunda. Loftmynda- tökur fara fram með dróna eða þyrlu,“ sagði í lýsingu á Marvel- verkefninu. Þar kom jafnframt fram að 80 manns kæmu að tökunum á vatninu sem standa áttu í tvo daga. Vinnubúðir yrðu settar upp á túni í nágrenninu. Tökur á Deplum og Vök Baths Tökum á kvikmyndinni Luther með breska leikaranum Idris Elba lauk hér á landi í vikunni en þær fóru meðal annars fram á Svínafells- jökli. Netflix framleiðir myndina í samstarfi við BBC. Það var RVK Studios, fyrirtæki Baltasars Kor- máks, sem var tökuliðinu innan handar hér á landi og naut liðsinnis framleiðslufyrirtækisins Frostfilm við það. Um þessar myndir standa yfir tökur á sjónvarpsþáttunum Wash- ington Black sem framleiddir eru fyrir efnisveituna Hulu. Tökur hafa farið fram á Austurlandi og í mynd- veri í Reykjavík. Um er að ræða níu þátta seríu sem byggð er á sam- nefndri bók eftir kanadíska rithöf- undinn Esi Edugyan sem meðal annars var tilnefnd til Booker- verðlaunanna þegar hún kom út árið 2018. Velski leikarinn Thomas John Ellis fer með eitt aðalhlutverkanna en hann er þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Lucifer sem sýndir hafa verið á Netflix. Í næsta mánuði hefjast svo tökur hér á landi á sjónvarpsþáttunum Retreat sem skarta þeim Clive Owen og Emmu Corrin í aðal- hlutverki. Corrin fór nýlega með hlutverk Díönu prinsessu í sjón- varpsþáttunum The Crown. Fram- leiðslufyrirtækið FX gerir þættina en það heyrir undir Fox. Um stórt verkefni er að ræða, alls um 16 töku- daga hér á landi. Einn heimildar- manna blaðsins taldi að kostnaður við tökurnar hér væri um 800-900 milljónir króna. Tökur fara m.a. fram á baðstaðnum Vök við Egils- staði, á lúxushótelinu Deplum í Fljótum og í tónlistarhúsinu Hörpu. Kvikmyndastjörnur um allt land í tökum - Fjögur stór erlend kvikmyndaverkefni í tökum hér á landi um þessar mundir - Idris Elba á Svína- fellsjökli - Marvel með hundasleða á Mývatni - Sjónvarpsþættir teknir á lúxushótelinu á Deplum Marvel-mynd sem tekin er að hluta á Mývatni Kvikmyndin Luther með leikaranum Idris Elba í aðalhlutverki Stór kvikmyndaverkefni í tökum á Íslandi Sjónvarpsþættirnir Washington Black sem gerðir eru fyrir Hulu Thomas John Ellis Idris Elba Sjónvarpsþættirnir Retreat sem teknir verða í Vök Baths, Hörpu og víðar Emma Corrin Clive Owen Á sama tíma og tökur fyrir Marvel-mynd fóru fram á Mývatni var leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson þar á ferð með fjölþjóðlegan her við gerð næstu mynd- ar sinnar, Northern Comfort. Tökuliðið dvaldi á Foss- hóteli þar í sveit í tvær vikur en flutti sig svo suður yfir heiðar og hélt verkinu áfram. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu fer enski stórleikarinn Timothy Spall með eitt aðalhlutverkanna í myndinni ásamt Sverri Guðnasyni, ensku leikkonunni Lydiu Leonard og hinni þýsku Ellu Rumpf. Þá fer Björn Hlynur Haraldsson einnig með hlutverk í myndinni ásamt fleiri löndum sínum. Handritið skrifaði Hafsteinn með þeim Halldóri Lax- ness Halldórssyni, betur þekktum sem Dóra DNA, og Tobias Munthe. Sögusvið myndarinnar er bæði Ísland og London. Fjölþjóðlegur her Hafsteins Gunnars á Mývatni ÍSLENSK KVIKMYND Í TÖKUM Á SAMA TÍMA OG RISAVERKEFNI MARVEL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.