Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 Undirrituð hefur verið viljayfirlýs- ing á milli sveitarfélagsins Langa- nesbyggðar, Slökkviliðs Langanes- byggðar, Neyðarlínunnar, Björgunarsveitarinnar Hafliða á Þórshöfn og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um að koma á lagg- irnar björgunarmiðstöð á Þórs- höfn. Miðstöðin hýsi tæki, búnað og bif- reiðar slökkviliðsins, björgunar- sveitarinnar og sjúkrabifreiðar auk aðstöðu fyrir starfsmenn og ann- arra rýma sem tilheyra. Starfshópi er ætlað að vinna þarfagreiningu um stærð rýmis, kostnað o.fl. og ber að skila til- lögum fyrir 1. apríl. Áforma björgunarmiðstöð Þórshöfn Þórarinn J. Þórisson slökkviliðsstjóri, Jónas Egilsson sveitar- stjóri og Þorsteinn Ægir Egilsson, formaður Hafliða, skrifuðu undir. um Sturlunga sögu og Eyrbyggju og hvort þær eigi eitthvað sameig- inlegt. Áhugavert umfjöllunarefni. - - - Skrifstofu- og frumkvöðlasetrið Árnasetur var stofnað á síðasta ári. Þar er í boði góð starfsaðstaða með aðgang að ljósleiðaratengingu og góðri fundar- og kaffiaðstöðu. Setrið hefur ákveðið að nota styrk frá Sóknaráætlun Vesturlands til að greiða húsaleigu fyrir frumkvöðla sem eru að hefja eigin rekstur í alls 20 mánuði. Hver og einn getur feng- ið endurgjaldslausa leigu í allt að 6 mánuði. - - - Stærsta byggingaverkefnið í Hólminum á þessu ári er end- urbygging og breytingar á sjúkra- húsinu. Framkvæmdir ganga vel en eitthvað hefur verið um Covid-smit hjá framkvæmdaraðilum eins og gengur. Byrjað er að setja upp milli- veggi á 2. hæð í eldri hluta bygging- arinnar og pússning útveggja er langt komin á báðum hæðum. Lagnavinna stofnlagna stendur nú yfir á 3. hæð í eldri hlutanum. Þegar ráðist er í breytingar á gömlu hús- næði getur ýmislegt komið upp á. Komið hefur í ljós að gluggar í eldri byggingunni eru illa farnir og þarf að skipta um þá og sama er með klæðningu á útveggjum. Það verður til þess að verkið tefst, en verklok áttu að vera 1. júní. - - - Trésmiðjuna Þ.B. Borg stofnaði Þorbergur Bæringsson fyrir 20 ár- um. Með tímanum hefur verkefnum fjölgað og stærri verkum. Þ.B. Borg er að færa út kvíarnar. Fyrirtækið hefur keypt húsnæði við Nesveg sem fyrr á tímum var Trésmiðja Stykkishólms. Með því færist starf- semin úr 100 fermetra húsnæði í 700 fermetra. Með tilkomu nýja hús- næðisins batnar verkstæðisvinna og lagerhald. Auk þess breytist aðstaða fyrir starfsmenn til mikilla bóta. Nú hefur Páll Vignir, sonur Þorbergs, tekið við stjórnun, en Þorbergur mætir enn daglega í vinnuna þótt hann sé orðinn 78 ára. Að sögn Páls er verkefnastaðan mjög góð á þessu ári. Stækkun á leikskólanum um eina deild lýkur brátt. Eftir það taka við húsbyggingar í Miklaholtsseli og í Grundarfirði auk smærri verka. Starfmenn fyrirtækisins eru 12. - - - Þórsnes ehf. starfrækir nú einu bolfisksvinnsluna í bænum. Allur afli fer í saltvinnslu. Að sögn Egg- erts Halldórssonar framkvæmda- stjóra er bjart fram undan hjá Þórs- nesi. Aflabrögð hafa verið góð og sama á við með söluhorfur. Stöðug vinna hefur verið frá áramótum og er unnið sex daga vikunnar. Á síð- asta ári tók fyrirtækið á móti 4.000 tonnum af fiski í salt. Þórsnesið ger- ir út samnefndan bát sem leggur vinnslunni til hráefni. Frá áramót- um hefur Þórsnesið fiskað um 700 tonn og er þeim afla landað í Hólm- inum. Starfsmenn í vinnslu eru 27 og á sjó er 21 sjómaður. - - - Skipavík hf. er að hefja bygg- ingu 720 fermetra skemmu. Skemm- unni verður skipt í 12 bil sem hvert um sig er 60 fermetrar að stærð. Bilin verða auglýst til sölu og þegar hafa borist beiðnir um kaup. Verkefnastaðan hjá Skipavík er góð og ná verkefni langt fram í tím- ann. Frá fornu fari hefur fyrirtækið séð um viðgerðir og viðhald á skip- um og svo er enn. Hjá Skipavík starfa um 70 manns og þar af 26 sem hafa fasta vinnu á Grundar- tanga. - - - Dauft hefur verið yfir ferða- þjónustunni síðustu mánuði. Fáir erlendir gestir hafa látið sjá sig hér eins og annars staðar á landsbyggð- inni. Margir í ferðaþjónustu, bæði í gistingu og veitingum hafa brugðist við með því að loka yfir háveturinn. Nú þegar daginn tekur að lengja og sólin lætur sjá sig, fer ferðaþjón- ustan að lifna við og rekstraraðilar fyllast bjartsýni. Morgunblaðið/Gunnlaugur A. Árnason Stykkishólmshöfn Spegilsléttur sjórinn á fallegum vetrardegi, nú þegar góa er fram undan og þorrinn að baki. Enn er kosið um sameiningu ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmi Kosið verður um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólms- bæjar 26. mars nk. Þetta er ekki fyrsta tilraun til sameiningar, en vonandi sú síðasta. Í Stykkishólmi búa 1.210 manns og 66 í Helgafells- veit. Samstarfsnefnd um samein- ingu sveitarfélaganna hefur skilað niðurstöðu og telur hún að samein- ing hafi fleiri kosti í för með sér en galla. Fjárhagur sameiginlegs sveit- arfélags mun styrkjast sem og fjár- festingageta. Þá munar um 600 milljóna króna framlag úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga vegna sam- einingar. Sveitarfélögin hafa nú þegar náið samstarf í mörgum mál- efnum svo breyting verður ekki mikil. Jákvæður hugur um tillöguna virðist vera hjá íbúum. - - - Eyrbyggja- sögufélag var stofn- að í fyrra í Helgafellssveit. Til- gangur félagsins er að gera Eyr- byggju betri skil á heimaslóðum. Stefnt er á að nota félagsheimilið að Skildi til sýninga- og fyrirlestra- halds. Laugardaginn 26. febrúar kl. 14 verður söguskemmtun á Skildi þar sem sögumennirnir Einar Kára- son og Óttar Guðmundsson ræða Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir drög að dagskrá Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, það er fyrir kl. 16:00 þann 7. mars 2022. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors Stjórn félagsins hefur ákveðið í samræmi við grein 4.4 í samþykk- tum félagsins að aðalfundur verði haldinn rafrænt og boðið verður upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað í gegnum Lumi AGM tæknibúnaðinn. Mælt er með því að notast við Lumi appið eða tölvu og að nýjasta útgáfa af vafra sé uppsett (Chrome, Safari, Edge eða Firefox). Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fundinn og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru leyti. Hluthöfum er einnig velkomið að mæta til fundarins í höfuðstöðvum félagsins að Sundabakka 2, 104 Reykjavík. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram í gegnum Lumi AGM. Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins í höfuðstöðvum félagsins eða taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður appi Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM. Leiðbeiningar um Lumi og skráningu á fundinn verða settar á heimasíðu fundarins. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á vefsíðu Lumi eigi síðar en kl. 12.00 þann 16. mars, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Skráning er skilyrði fyrir þátttöku í fundarstörfum og miðast mæting við hana hvort sem hluthafar eru á staðnum eða taka þátt með Lumi. 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar á reikningsárinu 2021 4. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutum skv. gr. 11.2 í samþykktum félagsins 5. Tillaga stjórnar um lækkunar hlutafjár að fjárhæð kr. 2.150.000 að nafnverði með greiðslu til hluthafa 6. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins 7. Kosning stjórnar félagsins 8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna og undirnefnda stjórnar 9. Kosning endurskoðenda 10.Önnur mál, löglega upp borin reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu sem er að nafnverði ein króna. Hluthöfum stendur jafnframt til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Á vefsíðu félagsins má finna viðeigandi eyðublöð. Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. aðrar upplýsingar Athygli hluthafa er vakin á því að tilhögun fundarhalda verður í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur á aðalfundardegi og ákvæði hlutafélagalaga um hluthafafundi. Ef breyta þarf tilhögun fundarhalda verður tilkynnt um það í fréttakerfi Nasdaq Iceland fyrir aðalfund. Fundurinn fer fram á íslensku. Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Sundabakka 2, 104 Reykjavík, virka dagamilli kl. 9:00 og 16:00. Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn á vefsíðu félasins og liggja jafnframt frami á skrifsto- fu félagsins. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær birtar a.m.k. þremur dögum fyrir fundinn ásamt uppfærðri dagskrá. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna um framboð til stjórnar skriflegaminnst tíu dögum fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 þann 7. mars 2022. Framboðstilkynningumá nálgast á fjárfestasíðu félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 17. febrúar 2022 Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. Sundabakki 2 | 104 Reykjavík | +354 525 7000 | eimskip.com Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 16:30 með rafrænum hætti auk þess sem hluthöfum gefst kostur á að mæta til fundarins í höfuðstöðvum félagsins að Sundabakka 2, 104 Reykjavík. Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.