Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
Vandræða-
gangur
Háskóla
Íslands vegna
spilakassa heldur
áfram. Happ-
drætti Háskóla
Íslands aflar fjár
fyrir Háskólann
með rekstri spilakassa. Í
fyrrasumar skilaði starfs-
hópur á vegum rektors HÍ
skýrslu sem loks nú kemur
fram. Þar segir að Háskóli
Íslands geti ekki staðið að
rekstrinum öðruvísi en að
gera allt sem hægt er til að
stuðla að ábyrgri spilun og
lágmarka neikvæðar afleið-
ingar fyrir einstaklinga og
samfélagið í heild.
„Út frá fyrirliggjandi
gögnum er ljóst að tekjur
frá HHÍ eru mikilvægar fyr-
ir uppbyggingu innviða HÍ,“
segir í skýrslunni. „Hins
vegar er einnig ljóst að við-
horf almennings til spila-
kassa er neikvætt og ætla
má að gagnrýnisraddir verði
sífellt háværari. Niður-
stöður innlendra og er-
lendra rannsókna sýna einn-
ig fram á skýr tengsl milli
spilavanda og notkunar
spilakassa.“
Það er án efa rétt mat að
rekstur spilakassa er illa
þokkaður meðal almenn-
ings. Í könnun hjá Gallup
fyrir tæpum tveimur árum
sögðust 85,5% svarenda
þeirrar hyggju að loka ætti
fyrir starfsemi spilakassa til
frambúðar hér á landi.
Skýrsla starfshópsins ein-
kennist af varkárni. Gengist
er við því að erfitt sé að
verja fjáröflun, sem hefur
slíka skaðsemi í för með sér.
Síðan er áhersla lögð á að
leita leiða til að takmarka
skaðann. Lykilatriðið er
auðvitað að Háskólinn getur
illa án teknanna af spila-
kössunum verið.
Í skýrslunni er fjallað um
að rannsóknir hafi sýnt skýr
tengsl á milli spilakassanna
og spilafíknar. Þar er hins
vegar ekki nefnt að spila-
kassar séu notaðir til að þvo
peninga. Í áhættumati ríkis-
lögreglustjóra um þvott á
peningum er sérstaklega
talað um vísbendingar um að
spilakassar séu þegar not-
aðir til að þvo peninga. Til að
gæta sannmælis var sagt
þegar matið kom út að HHÍ
myndi grípa til ráðstafana til
að draga úr þessari hættu.
Eftir stendur þó að hættan
er fyrir hendi á
meðan spilakass-
arnir eru í notk-
un.
Ögmundur
Jónasson skar
upp herör gegn
spilakössunum
þegar hann var á
þingi og fylgdi því eftir þeg-
ar hann varð ráðherra.
Hann hefur ítrekað vakið at-
hygli á málstaðnum og ör-
lögum þeirra, sem misst
hafa allt, bæði eigur sínar og
fjölskyldu, vegna spilafíkn-
ar.
Samtök áhugafólks um
spilafíkn reiknuðu út fyrir
nokkru að spilafíklar töpuðu
um 400 þúsund krónum á
klukkustund í spilakössum
og á ári töpuðu þeir fjórum
milljörðum króna.
Happdrætti Háskólans
hefur reynst skólanum
drjúgt við að afla peninga til
að reisa byggingar, en það
er mikill munur á því að
selja happdrættismiða og
reka spilakassa.
Þeir sem kaupa
happdrættismiðana gera
það gagngert til að styrkja
Háskólann, en finnst ekki
verra að hljóta vinning.
Fæstir þeirra, sem spila í
spilakössum, hugsa með sér
að nú ætli þeir að styðja góð-
an málstað. Svo virðist líka
sem örfáir einstaklingar
standi undir rekstri kass-
anna. Í áðurnefndri könnun
Gallup, sem gerð var fyrir
Samtök áhugafólks um
spilafíkn, kvaðst aðeins eitt
prósent svarenda hafa spilað
oftar en einu sinni í spila-
kössum á undanförnum 12
mánuðum.
Svo er vert að halda því til
haga að grátlega lítið af
veltu spilakassanna skilar
sér til Háskólans. Flest góð-
gerðarfélög kappkosta að
láta sem mest af söfnunarfé
renna til málstaðarins. Fari
hlutfall rekstrarkostnaðar
mikið yfir 20% getur það
skapað óánægju með hvern-
ig fénu er ráðstafað og tor-
tryggni þeirra, sem gefa fé.
Komið hefur fram að að-
eins um 15% af peningunum,
sem stungið er í kassana,
renna til þeirrar starfsemi,
sem kössunum er ætlað að
styrkja. Bróðurparturinn af
peningunum fer í að reka
kassana og borga leyfis-
höfum. Á mörgum bæjum
yrði þetta lága hlutfall ekki
látið viðgangast.
Aðeins 15%
af peningunum
sem stungið er
í spilakassa fara
í starfsemina sem
á að styrkja}
Fíkn og fjáröflun
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
U
m tvo milljarða króna mun upp-
stokkun stjórnarráðsins og
fjölgun ráðherra kosta ríkis-
sjóð.
Eftir metmeðgöngu
stjórnarmyndunarviðræðna flokkanna sem
voru að koma úr fjögurra ára ríkisstjórnar-
samstarfi varð það niðurstaðan. Til að hægt
yrði að halda samvinnunni áfram yrði að gera
breytingar. Aðspurð orðaði Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra það einhvern veginn
svo að eftir fjögurra ára farsælt samstarf vissi
forsvarsfólks stjórnarflokkanna vel hverju
þyrfti að breyta og hvar þyrfti að gera betur.
Samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir að
ríkissjóður verði rekinn með um 170 milljarða
kr. halla í ár. Heimili og fyrirtæki í landinu
herða nú sultarólina vegna vaxandi verðbólgu
og hækkandi vaxta. Kjarasamningsviðræður munu að öll-
um líkindum taka mið af þeim veruleika. Í hvaða veruleika
býr þá ríkisstjórn sem skutlar 2 milljörðum í óundirbúna
illa skipulagða uppstokkun ráðuneyta og fjölgun ráð-
herra?
Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar forystufólks ríkis-
stjórnarinnar um að þau þori að vera breytingarafl fram-
tíðar þá er birtingarmyndin sem blasir við öllum almenn-
ingi sú að þessar breytingar hafi átt sér stað með hraði á
lokametrum stjórnarmyndunarviðræðnanna. Til að leysa
innanbúðarágreining stjórnarflokkanna um hver fengi
hvað og hver réði hverju. Og líklega líka um hver fengi
ekki að ráða sumu.
Upp að vissu marki er þetta auðvitað bara
hluti af því að skipta með sér völdum. En þessi
vinnubrögð sýna enn og aftur að þrátt fyrir tal
um mikilvægi ábyrgs ríkisrekstrar þá vinnur
ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknar einfaldlega eftir allt annarri hug-
myndafræði.
Það svíður hvað forgangsröðunin sem þarna
birtist í áherslum ríkisstjórnarinnar er í hróp-
legu ósamræmi við hin raunverulegu viðfangs-
efni sem blasa við í samfélaginu. Samkvæmt
nýrri samantekt umboðsmanns barna bíða nú
sautján hundruð börn á biðlistum eftir þjónustu
í heilbrigðiskerfinu og hjá félagsmála-
stofnunum. Eitt þúsund og sjö hundruð börn.
Meðalbiðtíminn er frá einu og upp í tvö ár eftir
þeirri þjónustu sem um ræðir. Þetta eru skelfi-
legar tölur.
Fullorðið fólk, margt orðið ófært um helstu verkefni
daglegs lífs vegna verkja, bíður svo mánuðum og jafnvel
árum skiptir eftir bót meina sinna. Hvar er áhersla ríkis-
stjórnarinnar á lausn þessa mála? Á tímasetta áætlun um
styttingu biðlista? Á að ná samningum við sérfræðilækna?
Við sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga og sálfræðinga? Á að
tryggja jafnt aðgengi íbúa landsins að mikilvægri þjón-
ustu? Á að tryggja að þúsundir barna eyði ekki stórum
hluta æskunnar á biðlistum? Af hverju var ekki dreginn sá
lærdómur af stjórnarsamstarfinu á síðasta kjörtímabili að
þetta yrði í forgangi núna? hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Bákn og biðlistar
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
O
rka náttúrunnar (ON)
hyggst ráðast í lagfær-
ingar og endurbætur á
stíflu og inntakslóni Anda-
kílsárvirkjunar. Þarf að fjarlægja 50
til 115 þúsund rúmmetra af efni úr
lóninu. Vegna umhverfisslyss sem
varð vorið 2017, þegar fara átti í þess-
ar framkvæmdir, vill fyrirtækið
vanda undirbúninginn og hefur óskað
eftir áliti Skipulagsstofnunar á því
hvort gera þurfi fullt umhverfismat.
Takmarkað gagn er nú af inn-
takslóni Andakílsárvirkjunar vegna
þess að framburður úr ánum sem
renna í lónið hefur sest til. Nauðsyn-
legt er talið að fjarlægja þetta efni til
þess að tryggja framtíð virkjunar-
innar. Það verður ekki gert í einum
áfanga og ekki er ljóst hversu mikið
verður fjarlægt í sumar, ef á annað
borð tekst að hefja framkvæmdir.
Umhverfisslys vorið 2017
Málið er viðkvæmt vegna þess
að starfsmenn Andakílsárvirkjunar
hleyptu úr lóninu með því að opna
botnrás hennar með þeim afleið-
ingum að mikill aur barst niður í
Andakílsá og eyðilagði marga helstu
uppeldsstaði seiða og veiðistaði árinn-
ar. Hefur Orka náttúrunnar kostað
lagfæringar sem unnið hefur verið að
í ánni. Meðal annars hefur verið
sleppt seiðum og hefur veiðin náð sér
vel á strik. Ragnhildur Helga Jóns-
dóttir, bóndi og umhverfisfræðingur í
Ausu, formaður Veiðifélags Andakíls-
ár, segir þó, að mikið set sé á neðsta
veiðisvæði árinnar og svæðinu þar
fyrir neðan. Þá sé ekki orðið ljóst með
seiðaframleiðslu árinnar.
Orka náttúrunnar hyggst nú
nota aðrar aðferðir við að fjarlægja
setið úr lóninu og láta þær hafa sem
minnst áhrif á lífríki árinnar, að því er
fram kemur í greinargerð með fyr-
irspurn um matsskyldu. Meðan á
framkvæmdum stendur verður
Andakílsá veitt um yfirfall virkjunar-
innar. Það verður gert með því að
reisa varnarstíflu sunnarlega í virkj-
unarlóni sem leiðir rennslið að yf-
irfalli samhliða því að verja nyrðri
hluta lónsins fyrir ánni. Setinu verður
mokað á vörubíla og flutt á haug-
svæði sem eru í nágrenni lónsins.
Meðal annars hefur fengist samþykki
eigenda Efri-Hrepps, sem er sunnan
við ána, um að koma hluta efnisins
fyrir þar. Aka þarf með það efni yfir
ána. Jafnframt verður ráðist í viðhald
og endurnýjun á stíflumannvirkjum.
Að því búnu verður norðurhluti lóns-
ins tæmdur til þess að hægt sé að
fjarlægja set þaðan.
Gáfulegri aðferð
„Mér líst þokkalega á. Þetta er
mun gáfulegri aðferð en þær sem
rætt hefur verið um, meðal annars að
dæla upp úr lóninu, og meira í takti
við það sem veiðifélagið hefur ráðlagt
frá upphafi,“ segir Ragnhildur Helga
Jónsdóttir. Hún segir þó að ýmsir
óvissuþættir séu í málinu, meðal ann-
ars um það hversu mikið efni á að
taka og hvar það verður haugsett.
Hún segir að búast megi við að eitt-
hvað gruggist í ánni þegar varn-
argarðinum verður ýtt upp en það
verði væntanlega ekki meira en í
flóðum og ekkert í líkingu við meng-
unarslysið 2017.
Orka náttúrunnar hefur stefnt
að því að fara í þessar framkvæmdir í
sumar. Varnargarðinum verði ýtt
upp áður en veiðitímabilið hefst.
Ragnhildur segir að ON hafi kynnt
veiðifélaginu áform sín nú í janúar.
Bendir hún á að eftir sé að afla marg-
víslegra leyfa og efast um að hægt
verði að hefja framkvæmdir í vor,
jafnvel þótt Skipulagsstofnun teldi að
ekki þurfi að fara í umhverfismat.
Inntakslónið tæmt
með betri aðferð
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Andakílsá Ýmsar aðferðir voru prófaðar til að hreinsa aur úr ánni eftir
mengunarslysið vorið 2017. Lífríkið virðist nokkuð vera að taka við sér.
Umhverfisstofnun telur í um-
sögn um matsskylduspurningu
Orku náttúrunnar að leggja eigi
mikla áherslu á að þegar grófara
efni úr lóninu verður haugsett í
námum eigi að flokka nýtanlegt
efni frá þannig að það verði að-
gengilegt til nota síðar.
Umhverfisstofnun er meðal
þeirra stofnana sem Skipulags-
stofnun leitar til þegar fjallað er
um matsskyldu. Veiðifélag Anda-
kílsár er ekki lögbundinn um-
sagnaraðili en ON hefur þó kynnt
verkefnið fyrir stjórn þess.
Telur Umhverfisstofnun að
gæta verði þess að ekki verði fok
frá þeim svæðum þar sem fín-
asta setinu verður komið fyrir,
þar til gróður nær að binda það.
Bendir Umhverfisstofnun á að
ON hafi á sínum snærum hæfa
starfsmenn við frágang lands og
uppgræðslu þannig að ekki sé
ástæða til að ætla annað en að
landmótun og uppgræðsla verði
eins og til er ætlast.
Fína setefnið
verði bundið
UMHVERFISSTOFNUN