Morgunblaðið - 19.02.2022, Síða 23

Morgunblaðið - 19.02.2022, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 Skíðaferð í Bláfjöll Um þessar mundir er vetrarfrí í flestum grunnskólum og voru því margir sem nýttu tækifærið, sem snjókoma síðustu daga gaf, til að fara í fjölskylduskíðaferð í Bláfjöll. Kristinn Magnússon Þau sem eldri eru en tvævetur eru kannski hætt að hlusta á loforð um Sundabraut, nýja leið út úr Reykjavík sem eykur bæði að- gengi að borginni og út úr henni. Í hjarta mínu trúi ég því að tekin hafi verið stór skref í átt að Sundabrautinni með nýrri félagshag- fræðigreiningu sem sýnir hversu hagkvæmt verkefni Sundabraut er, hvort sem farið verð- ur í brú eða göng. Göng eða brú? Hlutverk Reykjavíkurborgar í því verkefni er að verja hagsmuni borg- arbúa, ekki síst þeirra sem verða fyrir áhrifum af Sundabrautinni með aukinni umferð í nær- umhverfinu. Og fá skipu- lag um Sundabraut sam- þykkt sem allir hagaðilar fá tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulagið þarf auðvitað að taka tillit til þeirrar byggðar sem er í Reykja- vík, bæði hvað varðar Vog- ana en ekki síður Graf- arvog, þannig að Grafarvogsbúar hafi áfram gott aðgengi að útivist- arsvæði sínu við ströndina. Göng eða brú hafa hvor um sig kosti og galla. Falleg brú gæti orðið eitt helsta einkenni borgarlands- ins, sem yrði líka hægt að hjóla eða ganga yfir, en göng trufla síður um- hverfi þeirra sem búa nálægt Sunda- braut. Þá þarf að meta áhrif brúar eða ganga á Sundahöfn og notkun hennar sem stórskipahafnar. Tengir Reykjavík betur saman Einn helsti kostur Sundabrautar yrði að tengja hverfi Reykjavíkur betur saman á sama tíma og hún get- ur styrkt þéttingu byggðar. Grafar- vogur og Kjalarnes myndu með Sundabraut færast töluvert nær mið- borginni. Umferðarálag myndi dreif- ast meira á einhverjum stöðum, þótt Sundabraut hefði lítil áhrif á öðrum. Miklar breytingar eru að verða á Ártúnshöfðanum, þar sem atvinnu- húsnæði er að víkja fyrir íbúðar- húsnæði. Þetta er mjög eðlileg þróun í vaxandi borg; að landfrekt atvinnu- húsnæði flytjist þangað sem land- svæðið er rýmra og ódýrara á meðan verðmætara land er byggt upp sem ný hverfi. Þetta sjáum við, auk Ár- túnshöfðans, á Kársnesinu í Kópa- vogi og í Hraununum í Hafnarfirði. Styrkir verulega nýtt iðnarsvæði á Esjumelum Lítill og meðalstór iðnaður á samt að eiga sér stað innan borgarmark- anna og gott svæði er fyrir hendi á Esjumelum. Samkeppnishæfni Esju- melanna myndi styrkjast verulega við að fá Sundabraut og tengjast þannig Reykjavík betur. Með þægi- legri fjarlægð getur Reykjavík stutt við fjölgun fyrirtækja sem annars gætu fundið sér stað í nágrannasveit- arfélögunum. Ein stærsta breytingin yrði svo á umferð þungaflutninga, sem myndu í mun minna mæli skríða upp Ártúns- brekkuna og í gegnum Mosfellsbæ á leið vestur og norður um land. Í greinargerð Mannvits og Cowi kem- ur fram að sendiferðabílar og þunga- flutningar myndu spara um 30 þús- und km í akstri á ári, miðað við að ferðum fjölgaði ekki, með því að fara beinni leið upp á Kjalarnes. En við viljum ekki bara færa mengunina og umferðarvandann úr Mosfellsbæ og í Vogana eða Graf- arvog. Því þarf að undirbúa Sunda- braut vel og gera hana þannig úr garði að umhverfisáhrifin verði sem minnst. Því er næsta skref að vinna umhverfismat og fara í víðtækt sam- ráð við íbúa í nærumhverfinu og aðra hagaðila. Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur »Einn helsti kostur Sundabrautar yrði að tengja hverfi Reykjavíkur betur saman á sama tíma og hún getur styrkt þéttingu byggðar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Sundabraut vinnur með þéttingu byggðar Pólitískir andstæð- ingar Sjálfstæðis- flokksins óska sér einskis fremur en að frambjóðendur flokkksins gangi ekki samhentir til komandi borgarstjórnarkosn- inga. Þeir óska sér þess að klofningur verði í hópi nýrra borg- arfulltrúa varðandi áætlaðar framkvæmdir við Borgarlínu, sem stefnir í að öllu óbreyttu að verða stærsta og kostn- aðarsamasta viðfangsefni borgar- yfirvalda fyrr og síðar. Núverandi meirihluti hefur haldið fast við þá stefnu að Borgarlínan verði hrað- vagnakerfi í hæsta gæðaflokki (*BRT Gold) á sama tíma sem fær- ustu skipulagsfræð- ingar og verkfræðingar þjóðarinnar hafa kynnt ítarlega tillögu um svo- kallaða létta Borg- arlínu (BRT-Lite), sem gerir svipað gagn og veldur miklu minna umróti á vegakerfi borgarinnar. Tillaga þeirra gerir ráð fyrir sömu aukningu á ferða- tíðni sem er veigamesti þátturinn í bættri þjón- ustu almenningsvagna. Algjör óvissa um fjármögnun Á þessa aðila er hlustað, en ekkert gert með þeirra tillögu. Fram- kvæmdakostnaður við Borgarlínu í gæðaflokki BRT-Gold er um 100 milljarðar króna en mikil óvissa ríkir um fjármögnun við þær fram- kvæmdir sem nú eru í undirbúningi. Ennfremur er ljóst að ríkisvaldið hefur lítinn sem engan áhuga á því að veita sérstöku fjármagni til þess- arar framkvæmdar. Einungis bent á að kostnaður við þessa rándýru framkvæmd verði fjármagnaður með veggjöldum og einhverjum öðr- um hætti, án þess að það sé tilgreint frekar. Áætlaður kostnaður við léttu Borgarlínuna er um 20 milljarðar króna. Kaup á húsnæði fyrir 460 milljónir til niðurrifs Í borgarráði þann 10. febrúar sl. fékk almenningur sýnishorn af þeim gríðarlega kostnaði sem framundan er vegna borgarlínuframkvæmda, ef ekki tekst að stöðva þá fyrirhuguðu framkvæmd. Þar samþykkti meiri- hlutinn að kaupa húsnæði fyrir 460 milljónir króna til að skapa rými fyr- ir lítinn hluta af legu Borgarlínu. Þessi vinnubrögð eru aðeins for- smekkurinn af þeirri óráðsíu sem fylgja mun borgarlínufram- kvæmdum á næstu árum, þ.e.a.s. ef núverandi borgarlínutillögum verð- ur þröngvað áfram. Lóðamál í ólestri Annað stórmál er staðan á íbúða- markaðnum. Í dag eru nánast ein- ungis byggðir háreistir íbúðaturnar á svokölluðum þéttingarsvæðum, fyrst og fremst vestan Elliðaáa. Íbúðaverð í þessum turnum er svim- andi hátt og ljóst að ungt fólk ræður á engan hátt við kaup á því húsnæði. Á árunum 1982-1994 voru árlega byggðar fleiri íbúðir i Reykjavík m.v. íbúafjölda en nú er gert og hlut- fall íbúða var u.þ.b. 60% í fjölbýli og 40% í sérbýli. Hagkvæmar og ódýr- ar íbúðir í fjölbýli eru ekki á boð- stólum í Reykjavík í dag. Tugþús- undir íbúa hafa flutt úr borginni, ekki síst vegna þessa ófremdar- ástands. Prófkjör framundan Framundan er prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Það er afar mikilvægt að frambjóð- endur í þessu prófkjöri upplýsi væntanlega þátttakendur með skýr- um hætti hvaða afstöðu þeir hafa til fyrrgreindra stórmála. Ekki er hægt að bjóða upp á klofinn borgarstjórn- arflokk Sjálfstæðisflokksins í þess- um stórmálum allt næsta kjör- tímabil. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » „Hagkvæmar og ódýrar íbúðir í fjöl- býli eru ekki á boðstólum í Reykjavík í dag“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Borgarstjórnarkosningar nálgast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.