Morgunblaðið - 19.02.2022, Side 25

Morgunblaðið - 19.02.2022, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 H ilmir Freyr Heimisson vann góðan sigur á al- þjóðlegu móti í Serbíu sem lauk um síðustu helgi. Hann fékk 7 vinninga af 9 mögulegum og varð jafn Rússanum Averin að vinningum en hærri að stigum og er því sigurvegari móts- ins. Með því náði hann þriðja og síð- asta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli en hann hefur uppfyllt skilyrði til að hljóta þennan titil, m.a. það ákvæði sem kveður á um að menn skuli hafa komist yfir 2400 elo- stig á einhverjum tímapunkti. Hilm- ir Freyr, Vignir Vatnar og Alexand- er Oliver Mai skráðu sig á þrjú alþjóðleg mót í Arendljelovac í Serb- íu og verkefnið var að sækja titil- áfanga sem tókst í fyrstu atrennu hjá Hilmi. Það verður teljast gott hjá Vigni og Hilmi að hafa náð að landa titli alþjóðlegs meistara því síðustu tvö ár hafa ekki verið auðveld í skák- inni frekar en annars staðar og alls- kyns takmarkanir vegna Covid sett mönnum stólinn fyrir dyrnar. Vignir hafði náð alþjóðlega titl- inum fyrir mótasyrpuna og gat sett sér það markmið að ná áfanga að stórmeistaratitli. Bólusetningarbras á landamærum Ítalíu setti þátttöku hans í hættu um skeið og hann varð að sleppa fyrsta mótinu en komst í tæka tíð til að tefla á móti nr. 2. Hann byrjaði með fjórum jafn- teflum, fékk síðan vinning án tafl- mennsku í 5. umferð og vann í sjöttu umferð. Hann er með 4 vinninga af sex mögulegum og er í 1.-3. sæti og þarf góðan endasprett til að eiga möguleika á fyrsta stórmeistara- áfanganum. Hvað Hilmi varðar þá er það ekki óalgengt að spennufall verði þegar langþráðum áfanga er náð. Hann hefur ekki náð sér á strik og hlotið 2½ vinning úr fyrstu sex umferðunum af níu. Alexander byrjaði hinsvegar af krafti og vann fyrstu tvær skákir sínar. Sigur hans í margþvældu „eitraða peðs afbrigði“ Sikileyjar- varnar var athyglisverður: Arandjelovac 2022; 1. umferð: Alexander Oliver Mai – Timur Yonal (Rússland) Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 h6 8. Bh4 Db6 9. Dd2 Dxb2 10. Hb1 Da3 11. e5 dxe5 12. fxe5 Rfd7 13. Re4 Dxa2 14. Hd1 Dd5 15. De3 Dxe5 16. Be2 Alþekkt staða og meistarar á borð við Anand og Nepomniachtchi hafa leikið 16. … Bc5. En þekking Rúss- an virðist hafa þrotið og hann valdi: 16. … Rc6? 17. Rxc6 bxc6 18. O-O Bb4 19. Db6! Þrumuleikur sem byggist á ein- faldri hugmynd, 19. … Rxb6 20. Hd8 mát! 19. … O-O Nú er eftirleikurinn auðveldur. En eftir 19. … Be7 20. Dxc6 Hb8 21. Bxe7 Kxe7 22. Rd6! er svartur varnarlaus. 20. Dxb4 a5 21. Dd4 Dxd4 22. Hxd4 Re5 23. Be7 He8 24. Bd6 Rg6 25. Rc5 e5 26. Ha4 Be6 27. g3 Had8 28. Hd1 Bd5 29. Bc7 Ha8 30. c4 Be6 31. Bf3 Hec8 32. Rxe6 fxe6 33. Bxc6 Ha7 Það er furðulegt að svartur skuli ekki hafa gefist upp. Staðan er gjör- samlega vonlaus. 34. Bb6 He7 35. Bd7 Hb8 36. Bc5 Hf7 37. Bxe6 Hbb7 38. Hf1 Hbc7 39. Hxa5 Rh8 40. Bd6 Hc6 41. Bxf7+ Rxf7 42. Ha8+ Kh7 43. Hxf7 Hxd6 44. Haa7 – og svartur gafst upp. Hjörvar Steinn með fullt hús Hjörvar Steinn Grétarsson er nær öruggur með sigur á Skákþingi Reykjavíkur en mótinu lýkur á morgun. Hjörvar hafði unnið allar sjö skákir sínar og átti að tefla við Lenku Ptacnikovu í 8. umferð í gær- kvöldi. Í 2. sæti var Davíð Kjartans- son með 5½ vinning og í 3.-4. sæti Lenka Ptacnikova og Benedikt Briem með 5 vinninga. Hilmir Freyr al- þjóðlegur meistari Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Alþjóðlegur meistari Hilmir Freyr við taflið á Reykjavíkurskákmótinu 2018. Páll Ásgeir Tryggvason fæddist 19. febrúar 1922 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Herdís Ásgeirs- dóttir, f. 1895, d. 1982, félags- málafrömuður, og Tryggvi Ófeigsson, f. 1896, d. 1987, út- gerðarmaður. Páll Ásgeir lauk cand.juris- prófi frá HÍ 1942 og var starfs- ferill hans í utanríkisráðuneyt- inu frá 1948 til 1992. Hann gegndi embættum sendiherra í Ósló, Moskvu og Bonn. Hann var í varnarmálanefnd í 17 ár og þar af formaður 1968-1978. Páll var einn stofnenda Lionsklúbbs Reykjavíkur og gegndi embættum í Frímúr- arareglunni. Hann var formað- ur Golfsambands Íslands 1970- 1980 og stofnandi og fyrsti for- maður Einherja. Einnig var hann formaður stjórnar út- gerðarfélaganna Júpiters hf. og Marz hf. Páll Ásgeir hlaut fjölmargar viðurkenningar fyr- ir störf sín en vænst þótti hon- um um hetjuverðlaun Carne- gies fyrir að bjarga tveimur drengjum frá drukknun og stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar. Eiginkona Páls var Björg Ásgeirsdóttir Ásgeirssonar forseta, f. 22.2. 1925, d. 7.8. 1996, húsfreyja. Páll og Björg eignuðust fimm börn. Páll lést 1. september 2011. Merkir Íslendingar Páll Ásgeir Tryggvason ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær Ég hef mikið verið að velta fyrir mér orð- inu „ráðdeild“ en þessa dagana sér maður þetta orð víða í tengslum við prófkjör flokkanna sem nú standa yfir. Þar gera þó nokkrir frambjóð- endur það að áherslu- máli að sýna ráðdeild í rekstri. Fyrir mér er orðið ráðdeild nokkuð gamalt, kannski rómantískt orð sem vísar til skamms tíma og nær yfir heimilisbókhald þar sem passað er upp á að gjöld heim- ilisins fari ekki fram úr tekjum þess. Vissulega er mikilvægt í öllum rekstri að tekjur séu hærri en gjöld- in en þegar eingöngu er horft til þess, eitt fjárhagsár í senn, kunna að tapast tækifæri til aukinnar skil- virkni. Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvort orðið ráðdeild sé almennt rétta orðið til að nota í rekstri sveit- arfélags, t.d. í rekstri sveitarfélags sem árlega veltir 36 þúsund millj- ónum af almannafé. Hvort eingöngu dugi til að passa að gjöldin séu lægri en tekjurnar. Orðin hagkvæmni og skilvirkni eiga í mínum huga miklu frekar við í rekstri af slíkri stærð. Skilvirkni snýst fyrst og fremst um að búa til virði og þegar við horfum á rekstur sveitarfélags er virðið innviðir og þjónusta við íbúana. Við verðum því að skoða með gagnrýnum hætti hvað við erum að fá fyrir það fjármagn sem varið er til rekstrarins. Hvert er þjónustustigið, þ.e virðið sem kemur úr rekstrinum, og hvernig getum við aukið þjónustustigið fyrir sama eða minna fjármagn. Ég hef rekið mig á það að margir telja orðið skilvirkni neikvætt og tengja það við aukið álag á starfs- menn. En það er misskilningur og alls ekki það sem skilvirkni snýst um. Ég tel að allir hafi mjög gott af því að staldra aðeins við og gefa sér tíma til að huga aðeins að skilvirkni. Sá sem er mættur fyrstur, fer síðastur, með stöðugt áreiti og alltaf á fundum, er hann skilvirkasti maðurinn á svæðinu? Það er alveg örugglega mjög gott að staldra aðeins við og spyrja sig hvaða virði er þetta raunverulega að skila. Ráðdeild og skil- virkni geta tekist á. Ef einblínt er um of á ráð- deild til skamms tíma kann það að leiða til þess að farið er á mis við tækifæri til að auka skilvirkni í rekstrinum til lengri tíma litið. Ráð- deildin getur þannig hamlað nauð- synlegri fjárfestingu í nýjungum og tækni sem getur aukið skilvirkni og um leið skapað svigrúm í rekstrinum til frekari fjárfestinga eða aukinnar þjónustu við íbúa bæjarins. Eða á góðri íslensku hætt er við því að ver- ið væri að spara aurinn en henda krónunni. Ég er á þeirri skoðun að gera þurfi ríkari kröfur til kjörinna fulltrúa sem fara með almannafé. Það er einfald- lega ekki nóg að sýna ráðdeild í rekstri, það er ekki nóg að tekjurnar séu hærri en útgjöldin. Við þurfum að skoða hvað við erum raunverulega að fá fyrir það fjármagn sem er í rekstrinum, hvaða þjónustustig er- um við að veita, er það ásættanlegt og hvernig getum við aukið það. Kjörnir fulltrúar eiga stöðugt að vera að leita leiða til að auka skil- virkni í rekstrinum og spyrja sig hvernig megi bæta þjónustu við íbúa fyrir sama fjármagn eða halda sömu þjónustu fyrir minna fjármagn. Skilvirkni vinnur ráðdeild Eftir Sigvalda Egil Lárusson Sigvaldi Egill Lárusson » Gera þarf ríkari kröfur til kjörinna fulltrúa sem fara með almannafé. Höfundur er fjármála- og rekstrar- stjóri og býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. sigvaldi.egill@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.