Morgunblaðið - 19.02.2022, Síða 26
Skipulag samgöngukerfis Íslands
Ekki fer á milli mála
að samgöngukerfi
hvers lands er mikil-
vægasta þjónustu-
kerfið fyrir það fólk
sem þar býr. Hvernig
það er byggt upp skipt-
ir líka sköpum fyrir vel-
ferð íbúanna. Skipulag
og hönnun samgöngu-
kerfis getur ráðið úr-
slitum um framtíð og möguleika
bæði fólks og fyrirtækja á viðkom-
andi svæði.
Á herðum fulltrúa okkar Íslend-
inga í sveitarstjórnum og á Alþingi
hvílir sú ábyrgð að fara vel og skyn-
samlega með þá takmörkuðu fjár-
muni sem fólk og fyrirtæki skapa og
þeim er trúað fyrir. Með ráðstöfun
þessa fjár og ekki síst í samgöngu-
kerfi landsins ræðst að verulegu leyti
sú velferð sem þjóðin getur notið
enda er hér oft um flókna ráðstöfun
fjár að ræða sem oft nemur mörg
hundruð milljörðum bæði í byggingu
og rekstri. Þessu gerðu þeir forfeður
okkar, sem sömdu fyrstu skipulags-
lög Íslands fyrir réttum 100 árum,
sér fulla grein fyrir. Þeir töldu þá
réttilega að þekking landsmanna í
einstökum sveitarfélögum á þessu
sviði dygði ekki til að fara forsvar-
anlega með þann mikla vanda,
flækjustig, vald og ábyrgð sem fólgin
er í skipulagi svona mikilvægs kerfis
og því væri ríkisvaldinu einu treyst-
andi í þeim efnum.
Þetta breyttist samt allt með nýj-
um skipulagslögum árið 1995, en þá
var allt skipulagsvald flutt frá ríkinu
til sveitarfélaga á Íslandi. Í dag ber
sveitarfélögum þannig að vinna
skipulagsáætlanir þar sem m.a. er
sýnd fyrirhuguð landnotkun og
helstu vegir. Þá er undir hælinn lagt
hvort gætt sé nauðsynlegrar heildar-
sýnar við skipulag, ekki síst þegar
mörg sveitarfélög eiga hlut að máli.
Samgönguáætlanir eru hins vegar
unnar af samgöngustofnunum rík-
isins og staðfestar af Alþingi. Þegar
ágreiningur kemur upp milli aðila
getur það leitt til óhóflegs dráttar á
nauðsynlegum framkvæmdum eða
framkvæmda sem eru beinlínis skað-
legar eða óþarflega dýrar fyrir við-
komandi svæði.
Sama máli gegnir um nauðsynlega
samræmingu á skipulagi sveitarfé-
laganna við stefnu ríkisins viðvíkj-
andi æskilegri uppbyggingu á sam-
göngukerfi þjóðarinnar. Hér nægir
að benda á skipulag flugvallar í
Reykjavík og Sundabraut sem hafa
verið að velkjast í kerfinu um ára-
tuga skeið. Aðrar þjóðir sem hafa
gert sér fulla grein fyrir mikilvægi
þessara mála hafa tekið þau mun
fastari tökum og gerðum við rétt í að
horfa til þeirra við skipulag þjóðvega
hér á landi.
Þýskaland
Þjóðverjar áttuðu sig snemma á
mikilvægi vel skipulagðs vegakerfis
og þar kviknuðu hugmyndir um að
byggja upp samræmt þjóðvegakerfi
fyrir allt landið um 1925. Ein hug-
mynd einkaaðila var þá að leggja
þjóðveg frá Hamborg, gegnum
Frankfurt, til Basel í Sviss. Fyrsti
leggurinn af þessu kerfi, milli Kölnar
og Bonn, var tekinn í notkun árið
1932, með tvær akreinar í hvora átt.
Strax og Hitler komst til valda, árið
1933, var lögð mikil áhersla á bygg-
ingu þessa þjóðhagslega mikilvæga
þjóðveganets, sem þó var ekki að-
allega í hernaðartilgangi því þeir
flutningar fóru yfirleitt fram með
járnbrautum til þess að spara olíu.
Þessar stofnbrautir (þ. Autobahn)
voru fyrstu háhraða þjóðvegir í
heimi, með takmörkuðum teng-
ingum. Fyrsti hlutinn frá Frankfurt
am Main til Darmstadt var opnaður
árið 1935. Í heild er þetta þjóðvega-
kerfi nú um 13.200 km og flytur um
þriðjung af bílaumferð í Þýskalandi.
Þetta kerfi háhraða þjóðvega á stór-
an þátt í þróun og velmegun Þýska-
lands.
Danmörk
Í Danmörku sjá Vegagerðin og
ráðherra um skipulag þjóðvega og
hafa ásamt þinginu æðsta valdið í
skipulagi þeirra. Að vísu eru þar í
lögum ákvæði um samráð við sveitar-
félög, en ekkert fer á milli mála hvar
úrskurðarvaldið liggur, ef upp kem-
ur ágreiningur milli aðila. Gott dæmi
um það er fyrirhugaður mótorvegur,
Motorring V(5), meðfram vesturjaðri
Kaupmannahafnarsvæðisins, 70 km
að lengd. Hönnun vegarins er
skammt á veg komin og því hefur
ríkisvaldið tekið frá um 1 km breitt
belti, þ.e. 70 km2, til þess að tryggja
hagstæðustu legu vegarins. Nýbygg-
ingar hafa verið bannaðar á þessu
svæði í áratugi.
England
Stofnunin Highways England sér
um skipulag þjóðvega á Englandi.
Skipulagsferlið fyrir mikilvæga (e.
strategic) þjóðvegi (e. motorway,
trunk road) er hluti af „The Nation-
ally Significant Infrastructure Pro-
ject planning process“. Þessi stofnun
er að öllu leyti í eigu ríkisins og þann-
ig þarf hún einungis að biðja um
samþykki ríkisins, þótt nauðsynlegt
sé að kynna sveitarfélögum og al-
menningi viðkomandi framkvæmd
og vinna umhverfismat. Samgöngu-
ráðherra getur einnig veitt High-
ways England leyfi til að stjórna
uppbyggingu innan veghelgunar-
svæðis, þ.e. 67 m frá miðlínu.
Í ofangreindum löndum má sjá að
samgönguyfirvöld gera sér fulla
grein fyrir mikilvægi þess að skipu-
leggja og byggja upp samræmt og
hagkvæmt þjóðvegakerfi og ríkis-
valdið gegnir þar leiðandi hlutverki.
Þótt valddreifing geti verið af hinu
góða þarf samt að tryggja nauðsyn-
lega heildarsýn og skýra ábyrgð við
skipulag og uppbyggingu samgöngu-
kerfis okkar Íslendinga. Í ljósi þessa
virðist full ástæða til þess að skerpa
betur á skipulagi og ábyrgð á þessum
málum hér á landi. Ekki er allt unnið
með fjölda þeirra sem koma að við-
komandi ákvarðanatöku.
Eftir Gest Ólafsson
og Þórarin
Hjaltason
»Nægir að benda á
skipulag flugvallar í
Reykjavík og Sunda-
braut sem hafa verið að
velkjast í kerfinu.
Gestur Ólafsson
Gestur er skipulagsfræðingur. Þór-
arinn er samgönguverkfræðingur
Þórarinn Hjaltason
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
Það sem hún Anna er
heppin … Eða hvað?
Skoðum málið og byrj-
um á að kynnast Önnu
Beinteinsdóttur aðeins
betur. Hún er 45 ára,
langskólagengin og sér-
fræðingur á sínu sviði.
Hún hefur dvalið er-
lendis við nám og störf
flest sín fullorðinsár og
haft góðar tekjur. Svo
virtist sem lífið og lánið
léki við hana.
En Anna Beinteinsdóttir var ekki
alltaf með lukkuna í sínu liði. Hún
lenti í alvarlegu slysi þegar hún var
40 ára og fékk þá 75% örorkumat hjá
Tryggingastofnun ríkisins (TR). Hún
var nokkuð lengi að jafna sig eftir
slysið og varð eftir það að treysta á
almannatryggingar. Fljótlega fór
hún að hafa áhyggjur af fjárhag sín-
um og lífsstíl. Það blés ekki byrlega í
seglin ef miðað var við upphæð ör-
orkulífeyrisins. Anna hafði ekki jafn-
miklar áhyggjur af afkomu íslenskra
lífeyrissjóða, enda hafði hún greitt
stopult í þá og átti lítil sem engin rétt-
indi þar.
Anna hafði hug á því að komast aft-
ur út á vinnumarkaðinn til að auka
tekjur sínar. Lukkan snerist henni í
vil þegar hún fékk vinnu þar sem hún
gat nýtt menntun sína. Anna sveif um
á hjólastólnum, sem hún fór allra
sinna ferða á, eftir að henni bárust
gleðitíðindin um vinnuna. Hún kaus
nú frekar að kalla hann sjálfsbjargar-
stól, en bæði var aðgengi á nýja
vinnustaðnum með ágætum auk þess
sem starfið bauð upp á nauðsynlegan
sveigjanleika fyrir hana.
Um fjárhagslega hamingju
Flóknar skerðingarreglur al-
mannatrygginga vöfðust hins vegar
fyrir Önnu og stundum hvarflaði að
henni að þær væru sérstaklega smíð-
aðar til þess að refsa henni fyrir
gjörðir, sem annars hefðu átt að bæta
hag hennar og fjárhagslega ham-
ingju, sem meðal annars fælust í
rýmri ráðstöfunartekjum.
Anna mun hefja störf í maí á þessu
ári og fær þá útborguð laun mánuði
seinna. Áhrif þess að hún breytir
tekjuáætlun sinni og setur inn launin
sín fyrir skatt þá mánuði sem eftir
eru af árinu eru þessi:
Áður en Anna fór að vinna fékk
hún frá TR lífeyri upp á rúm 364 þús.
fyrir skatt eða tæpar 304 þús. eftir
skatt. Við atvinnutekjurnar lækkar
örorkulífeyririnn um tæp 222 þús.
svo að í vasann fær hún rúm 142 þús.
eftir skatt.
En það var nú bara eins og að vera
stödd í Lukkulandi miðað við það sem
á eftir kom. Laun Önnu
í nýju vinnunni fyrir
50% hlutastarf voru 400
þús. fyrir skatt. Hér
skulum við staldra við
og fara í dálitlar reikn-
ingskúnstir því ekki var
allt sem sýndist. Raun-
ar græðir Anna lítið á
þessari nýfengnu vinnu.
Verður óvænt
skuldari við TR
Mánuði eftir að hún
byrjar að vinna fær hún
tilkynningu um áætlaða
skuld hjá TR sem á að innheimta á
næsta ári. Skuldin hjá TR er upp á
tæpar 650 þús. kr. Hún handlék bréf-
ið og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr-
ið, en það var hvasst! Þetta var víst
lífeyrir sem hún hafði fengið of-
greiddan frá og með janúar til og með
apríl. Heppin? Hún var farin að efast
um það. Það var eitthvað sem ekki
var í lukkunnar góða standi.
Varðandi skuldina. Mögulega
kæmi betur út fyrir Önnu að reikna
tekjuskerðingarnar út frá nýlegri út-
reikningsreglu þar sem atvinnu-
tekjur teljast einungis til tekna í þeim
mánuði sem þeirra er aflað í stað þess
að miða við 1/12 af atvinnutekjum
ársins fyrir hvern mánuð. Samkvæmt
þeirri reglu hefðu atvinnutekjur
hennar ekki áhrif við útreikning ör-
orkulífeyris fyrir fyrstu fjóra mánuði
ársins. Í bréfi TR eru engar upplýs-
ingar um seinni útreikningsregluna
og að TR beri að beita þeirri reglu
sem leiðir til hærri greiðslna. Reikni-
vél TR býður auk þess einungis upp á
útreikning miðað við eldri útreikn-
ingsreglu. Þetta þarf TR að laga!
Með 400.000 kr. atvinnutekjur
hækka heildarráðstöfunartekjur
hennar úr 303 þús. í 404 þús. kr. á
mánuði eða um 101 þús. á mánuði.
Heldur fannst Önnu Beinteinsdóttur
hún bera lítið úr býtum miðað við það
sem hún lagði á sig, þegar litið var til
orkutaps hennar, verkja og almennr-
ar vanlíðunar sem voru afleiðingar
slyssins. En hún var nú aldeilis hepp-
in að fá vinnu eða hvað? Dæmi nú
hver fyrir sig.
Það sem hún Anna
er heppin …
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
»En það var nú bara
eins og að vera stödd
í Lukkulandi miðað við
það sem á eftir kom.
Skuldin hjá TR var upp
á tæpar 650 þús. kr.
vegna launanna.
Unnur H.
Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður
og öryrki.
uhj@simnet.is
Mikilvægi forvarna
verður aldrei ofmetið.
Eftir því sem aldurinn
færist yfir því mikil-
vægara er að einstak-
lingar hugi að lífsstíl og
forvörnum til að bæta
heilsu og auka þar með
lífsgæði.
Það er hverju sam-
félagi dýrmætt að
hugsað sé vel um eldra
fólkið og því gefið tækifæri til að
stunda líkamsrækt hvers konar og
tryggja aðgengi að fjölbreyttu fé-
lagsstarfi. Með markvissu forvarna-
starfi og virkni eldri borgara er einn-
ig hægt að lækka útgjöld í
félagslegum og heilbrigðistengdum
verkefnum hjá bæði sveitarfélögum
og ríkinu.
Hafnarfjarðarbær hefur lagt
áherslu á fjölbreyttar forvarnir og
hefur tekið ákveðna forystu á því
sviði fyrir eldri borgara. „Fjölþætt
heilsuefling 65 plús – leið að farsæl-
um efri árum“ undir handleiðslu Ja-
nusar heilsueflingar hefur verið í
boði fyrir eldri borgara í bænum frá
árinu 2016 og er liður í heilsustefnu
Hafnarfjarðar. Hjá Janusi heilsuefl-
ingu stunda einstaklingar styrktar-
þjálfun með þjálfara, fylgst er með
árangri af æfingunum með reglu-
legum mælingum og einnig eru ýmis
fræðsluerindi um al-
mennt heilbrigði.
Hafnarfjarðarbær er
eina sveitarfélagið sem
býður upp á frístunda-
styrk fyrir 67 ára og
eldri.
7,5 milljarða
sparnaður
Ítrekað hefur verið
sýnt fram á að heilsu-
efling eldri borgara
eykur ekki aðeins lífs-
gæði heldur gerir þeim
kleift að halda sjálf-
stæðri búsetu lengur en ella. Kostn-
aður ríkisins við rekstur á einu
hjúkrunarrými er 15 milljónir á ári.
Um 500 einstaklingar hafa farið í
gegnum heilsueflingarverkefnið í
Hafnarfirði. Ef við gefum okkur að
við höfum náð að lengja tíma þeirra
allra um eitt ár heima þá hefur
Hafnarfjarðarbær sparað 7,5 millj-
arða fyrir ríkið sem hefði annars
farið í rekstur hjúkrunarrýma.
Mikil ánægja hefur verið meðal
eldri Hafnfirðinga með þetta verk-
efni og það hefur líka haft félagslegt
gildi og aukið virkni þeirra. Flestir
þeirra sem hafa notið handleiðslu
Janusar halda áfram að stunda
reglulega hreyfingu, eftir að nám-
skeiði lýkur.
Einstaklingar á Íslandi eldri en
65 ára eru 54 þúsund og hefur fjölg-
að um 40% á síðustu tíu árum. Heil-
brigðiskerfið getur ekki staðið undir
þessari þróun og því er mikilvægara
sem aldrei fyrr að setja aukið fjár-
magn í heilsueflingu eldri borgara.
Fjárhagslegi ávinningurinn er aug-
ljós en bætt heilsa og aukin lífsgæði,
samhliða virkri þátttöku í samfélag-
inu, verða ekki metin til fjár. Í Hafn-
arfirði er einnig gott félagsstarf í
Hraunseli og Félag eldri borgara
miðlar reglulega til fjölskylduráðs
hvað betur mætti fara í þjónustunni.
Meiri lífsgæði og bætt heilsa
Við eigum stöðugt að leita leiða til
að auka lífsgæði og bæta heilsu bæj-
arbúa. Þannig drögum við úr fé-
lagslegum og heilsufarstengdum
vandamálum. Við viljum öll að amma
og afi eigi langt og gott ævikvöld. Í
því felst sannur auður fyrir fjöl-
skyldur og samfélagið allt. Þessi
mikilvægi hópur hefur með ást sinni,
umhyggju, lífsreynslu og visku leitt
okkur í gegnum lífið, rutt leið fyrir
okkur til bættra lífskjara.
Horfum til framtíðar með auknum
forvörnum, aukum þannig lífsgæði
og spörum um leið fjármuni.
Heilsuefling fyrir ömmu og afa
Eftir Guðbjörgu
Oddnýju
Jónasdóttur
» Það er hverju sam-
félagi dýrmætt að
hugsa vel um eldra fólkið.
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir
Höfundur er varabæjarfulltrúi og
sækist eftir 3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
gudbjorgjo@hafnarfjordur.is