Morgunblaðið - 19.02.2022, Page 28

Morgunblaðið - 19.02.2022, Page 28
28 MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 S tundum er fólk spurt að því í um- ræðu- þáttum hvort það sé trúað. Oft er svarað á þann veg, að það sé andlega þenkj- andi eða andlega leitandi og hafi lesið ýmsar bæk- ur sem hjálpi til á þeirri vegferð. Sjaldan heyrir maður fólk svara á þann veg, að það sé trúað og iðki trú sína með ein- hverjum hætti. Kannski hefur það áhrif að í hug- um margra hafa trú og trúarbrögð fengið fremur nei- kvæða merkingu, en andlegt líf aftur á móti skilið sem jákvæð, innihaldsrík og einstaklings- bundin vegferð. Engu að síður viðurkenna flestir að hið andlega líf þarf að næra og hvort sem við tölum um trú eða andlega iðkan, þá erum við að tala um tengsl fólks við einhvern æðri mátt. Þessi æðri máttur ber heiti samkvæmt kristinni trú. Er Guð þríeinn, en ekki bara einhver guð? Hver er Guð? Í Fræðunum meiri spyr Mar- teinn Lúther: „Hvað er það að hafa Guð og hver er Guð? Svar: Guð er sá sem alls góðs er vænst af og sem leitað er til í hverri neyð. Að hafa Guð felst ekki í öðru en því að treysta á hann af öllu hjarta og að trúa á hann. Það sem hjarta þitt bindur sig við og reiðir sig á, segi ég, er í raun og veru guð þinn.“ Þó að langt sé liðið síðan þessi orð voru rituð, þá eru þau enn í fullu gildi. Ég tel að sú guðs- mynd sem hér er dregin upp sé algeng í hugum fólks. Að Guð sé kærleiksríkur, miskunnsamur og umhyggjusamur. Guð sem styð- ur fólk í áföllum, huggar í sorg og verndar fyrir öllu illu. Þessi guðsmynd er einnig í samræmi við þá mynd sem Jesús Kristur boðar og vitnar um með lífi sínu og kærleiksverkum. Sjálfsagt hefur sú mynd orðið til í hugum þeirra sem lásu bibl- íusögurnar á sínum tíma, þegar þær voru kenndar í skólum landsins. Því miður hefur þekkingu fólks á biblíusögunum hrakað mikið hin síðari ár. Það hefur einnig í för með sér að menning- arlegt læsi skerðist á sviðum lista og bók- mennta sem eiga ræt- ur sínar í sögum Bibl- íunnar, eða vísa til þeirra. Kirkjunni hef- ur heldur ekki tekist nægjanlega vel að fylla upp í það tóma- rúm sem myndaðist þegar kristinfræði- kennslunni var hætt í skólum landsins. Biblían heldur samt áfram að vera það grundvallarrit sem kristin trú byggir á. Sá vegvísir sem kristið fólk notar í sinni and- legu vegferð og and- lega lífi, boðskapur og næring sem einnig á að sjást í daglegu lífi og í framkomu við aðra. Barnabiblían í appi Hinn árlegi biblíu- dagur er á morgun og þá er gjarnan lesin í kirkjum landsins dæmisaga Jesú um sáðmanninn sem gekk út að sá og fékk mis- jafna uppskeru. Fór það eftir gæðum jarðvegsins og fleiru í umhverfinu. Sumt féll í grýtta jörð sem engu skilaði, en annað í góða jörð og bar margfaldan ávöxt. Sæðið í dæmisögunni er Guðs orð, en við erum jarðveg- urinn. Á heimasíðu Biblíufélagsins, www.biblian.is, er hægt að lesa Biblíuna og þar er einnig hægt að hlusta á hana. Hægt er að hlaða henni niður í símann og hafa hana þannig ávallt við hönd- ina. Þar er einnig hægt að nálg- ast nýlegt biblíuapp fyrir börnin, í þeirri von að sem flest börn fái að kynnast söguheimi Biblíunn- ar. Má segja að það séu biblíu- sögurnar góðu í nýstárlegi út- gáfu. Við Íslendingar erum búnir að eiga Biblíuna lengi á okkar móðurmáli en Guðbrandsbiblía var prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1584. Það var Guðbrandur Þorlákssons Hólabiskup sem sá um útgáfuna og þýddi mörg ritin. Það var mikið þrekvirki. Öldum síðar sá sr. Matthías Jochums- son Guðbrand biskup fyrir sér horfandi yfir farinn veg og lagði honum þessi orð í munn: „Eitt stórverk gafstu mér, Guð, af náð, að gjöra með kröftunum ungu: Nú geymir að eilífu Ísaláð þitt orð á lifandi tungu.“ Kirkjan til fólksins Biblíuapp Hægt er að hlaða Biblíunni í síma og hafa ávallt við höndina. Orð á lifandi tungumáli Gísli Gunnarsson Höfundur er sóknarprestur í Glaumbæ. Gísli Gunnarsson „Það sem hjarta þitt bindur sig við og reiðir sig á, segi ég, er í raun og veru guð þinn.“ Þessi orð Marteins Lúthers eru enn í fullu gildi. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Stefanía Steinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Um- sjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. María H. Krist- insdóttir formaður Kvenfélags Árbæjarsóknar flytur ræðu dagsins. Kvenfélagskonur lesa ritn- ingatexta og bænir. Kirkjukórinn undir stjórn Hrafnkels Karlssonar leiða almennan safnaðar- söng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safn- aðarheimili kirkjunnar. ÁSKIRKJA | Lesmessa og barnastarf kl. 13. Jó- hanna María Eyjólfsdóttir djákni og Viktoría Ás- geirsdóttir annast samverustund sunnudaga- skólans. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi í Ási að guðsþjón- ustu lokinni. BESSASTAÐAKIRKJA | Batamessa kl. 17. Sr. Hans Guðberg og Vilborg Ólöf djákni þjóna ásamt vinum í bata. Ástvaldur Traustason org- anisti og sérstakur gestur Ellen Kristjánsdóttir söngkona. Að messu lokinni bjóða Vinir í bata í Garðaprestakalli upp á létta hressingu í Safn- aðarheimilinu að Brekkuskógum 1 á Álftanesi þar sem sporastarfið fer fram. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli Í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Þórarinn og Guðmundur Jens. BLÖNDUÓSKIRKJA | Guðsþjónusta á konu- daginn kl. 13. Tónlist og sálmar eftir konur. Kór Blönduóskirkju syngur undir stjórn Eyþórs Franz- sonar Wechner. Elvar Logi Friðriksson syngur einsöng. Kirkjan gefur konum blóm. Sunnudaga- skóli verður á sama tíma. Sr. Bryndís Valbjarnar- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Biblíudagurinn. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Organistinn Örn Magnússon stjórnar Kór Breiðholtskirkju. Léttar veitingar eftir messu. Við vekjum athygli á að sunnu- dagaskólinn færist upp í Fella- og Hólakirkju fram á vor. Alþjóðlegi söfnuðurinn ICB: Guðs- þjónusta kl. 14. Prestar Toshiki Toma og Ása Laufey Sæmundsdóttir. Organisti er Örn Magnússon. Barnagæsla. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Danni, Sóley, Katrín og Jónas Þórir. Söngur, gleði og gaman. Rósamessa kl. 13 á konudaginn. Séra Þorvald- ur Víðisson þjónar fyrir altari ásamt hópi messu- þjóna. Sálmar og tónlist eftir konur verða á dag- skrá. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Allar konur fá afhenta rós við útganginn. Miðvikudagar í Bústaðakirkju: Eldri borgarastarf kl. 13.30-16. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11 í umsjá sr. Karenar. Sísa organisti sér um tónlist ásamt Bryndísi Guðjónsdóttur. Kaffi og meðlæti í safn- aðarsal á 500 kr. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð kirkjunnar kl. 11 í umsjón Söru Lindar og leiðtoga barnastarfs. Hjallakirkja. Messa kl. 17 í umsjá sr. Helgu Kolbeinsdóttur. Sálmarar sjá um tónlist. DÓMKIRKJAN | Séra Sveinn Valgeirsson pré- dikar við guðþjónustu kl. 11. Dómkórinn og Pét- ur Nói Stefánsson spilar á orgelið. Æðruleys- ismessa klukkan 20. Sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Diana Ósk Óskarsdóttir og sr. Fritz Már Bernd- sen þjóna. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 10.30. Konudagsmessa kl. 20. Sr. Brynhildur Óla Elínardóttir og Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni þjóna og íhuga konurnar í Biblíunni. Kór Egilsstaðakirkju og Torvald Gjerde organisti. Hér- aðsdætur og Drífa Sigurðardóttir taka einnig virkan þátt í tilefni dagsins. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Konudagsmessa. Þórey Sigþórsdóttir leikkona flytur hugvekju um mikilvægi þess að konur hafi rödd sem heyrist. Kór kirkjunnar flytur fjölbreytta og líflega tónlist. allar konur fá afhenta rós í tilefni dagsins. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Kristín Kristjáns- dóttir djákni þjóna. Arnhildur Valgarðsdóttir org- anisti sér um tónlistina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Konudagurinn. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson leiðir stundina. Hljómsveitinni Mantra og söng- hópurinn við Tjörnina leiða sönginn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Fjölskyldur fermingarbarna eru hvattar til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafar- vogskirkju leiðir söng. Organisti er Hákon Leifs- son. Sunnudagaskóli er á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harð- ardóttir og Valbjörn Snær Lilliendahl. Undirleikari er Stefán Birkisson. Selmessa er í Kirkjuseli í Spöng kl. 13. GRENSÁSKIRKJA | Biblíudagurinn. Guðsþjón- usta kl. 11. Séra Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Kór Grensás- kirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur, kantors. Þriðjudagar í Grensáskirkju kl. 12. Há- degisbæn og kyrrðarstund. Einnig í streymi á Fa- cebook síðu Grensáskirkju. Fimmtudagar í Grensáskirkju kl. 18.15. Núvitundarstund. Einn- ig í streymi á Facebook síðu Grensáskirkju. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Konudags- messa og sunnudagaskóli á konudaginn kl. 11. Hafdís Huld og Alisdair flytja nokkur lög og kvennakór kirkjunnar syngur. Sr. Bolli Pétur Bollason predikar og þjónar fyrir altari. Blóm, kaffi og konfekt í boði eftir messu. Sunnudaga- skólinn í safnaðarheimilinu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Konudags- messa kl. 11. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri talar. Kvenna- kór Barbörukórsins syngja undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar organista. Makkarónur og freyðite á eftir. Nánar: www.hafnarfjardarkirkja.is. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Messuhópur aðstoðar. Organisti er Steinar Logi Helgason. Kór Hallgrímskirkju leiðir söng. Barnastarf er í umsjón Kristnýjar Rósar Gúst- afsdóttur. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Org- anisti er Arngerður María Árnadóttir. Þriðjudag- inn 22. febrúar verður Gæðastund í Kefafnaðar- heimilinu kl. 13.30-15. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjónusta kl. 17 í umsjá sr. Helgu Kolbeinsdóttur. Tónlist í umsjá hljómsveitarinnar Sálmari. Sunnudaga- skóli og messa er sama dag kl. 11 í Digra- neskirkju. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hvera- gerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. Sunnudagaskóli kl. 12.30, sam- verustund fyrir alla fjölskylduna. Umsjón hafa sr. Ninna Sif og Unnur Birna. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöldmessa á konu- og Biblíudegi kl. 20. Guðný Kristjánsdóttir hefur veitt samfélaginu þjónustu með þátttöku í marg- víslegu menningarstarfi í allmarga áratugi. Hún mun flytja hugleiðingu í tilefni konudagsins. Kór- félagar syngja við undirleik Arnórs Vilbergsson- ar, organista. Messuþjónar eru Helga Jakobs- dóttir og Þórey Eyþórsdóttir. Heiða Björg Gústafsdóttir djákni og sr. Erla Guðmundsdóttir þjóna við stundina. KIRKJUSELIÐ í Spöng | Selmessan kl. 13. Sr. Magnús Erlingsson þjónar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Hákon Leifsson. KOTSTRANDARKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukór Hvera- gerðis- og Kotstrandarsókna syngur, organisti er Miklós Dalmay. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta á konu- degi kl. 11. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Konur lesa ritningarlestra. Fé- lagar úr kór Kópavogskirkju syngja. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar og Fílharmónían syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Léttur hádegisverður eftir messu. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Hólmfríður Friðjónsdótt- ir sópran annast tónlistarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Miðvikudagur 23. febrúar. Foreldrasamvera á milli kl. 10 og 12. Helgistund í Félagsmiðstöðinni Dalbraut 18 - 20 kl. 14. Fimmtudagur 24. febrúar. Opið hús í Áskirkju kl. 12. Helgistund, máltíð og samvera á eftir. Helgistund í Hásalnum Hátúni 10 kl. 16. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju leið- ir lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Presur er Skúli S. Ólafson. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Org- anisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Söngu, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón hafa Hrafnhildur og Kristrún Guðmundsdætur og Ari Agnarsson. Kaffisopi eftir messu. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Brúðu- leikhús, söngur og leikir, ávaxtahressing í lokin. Guðsþjónusta kl. 13, prestur er Bryndís Malla Elídóttir, lesari er Aðalheiður Jónsdóttir, með- hjálpari er Matthildur Sverrisdóttir, kór kirkjunn- ar sem skipaður er konum syngur undir stjórn organista kirkjunnar, konudagskaffi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Ósýnilegar konur eftir Caroline Criado Pe- rez. Þýðandi bókarinnar, Sæunn Gísladóttir, hag- fræðingur og blaðamaður, kemur í heimsókn og segir frá innihaldi hennar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar. Svana Helen Björnsdóttir, rafmagnsverkfræðingur, flytur hug- leiðingu. Kristján Hrannar Pálsson er organisti. Konur í Kvenfélaginu Seltjörn taka þátt. Kaffi- veitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 20. Vox Felix, sem er ungmennakór sóknanna á Suðurnesj- um, syngur undir stjórn Rafns Hlíðkvist. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta í til- efni konudags kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Matthildur Bjarnadóttir og Vilborg Ólöf Sigurð- ardóttir djákni þjóna. Svandís Svavarsdóttir flyt- ur ávarp. Sigríður Thorlacius syngur einsöng. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Dav- íðs Sigurgeirssonar og Ingvar Alfreðsson leikur á flygil. Léttar veitingar á eftir. Bein útsending á Rás 1. Streymi á facebook.com/vidalinskirkja Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10 og kl. 11 í Vídalínskirkju. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 10. Fjölbreytt stund í umsjá Benna og Helgu. Guðsþjónusta kl. 11 á Konudaginn. Konur úr Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organista. Alrún María Skarphéðinsdóttir, nemandi í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar, leikur einleik á píanó. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta í kl. 20. Sr. Brynja Vigdís þjónar fyrir altari og félagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar. Morgunblaðið/Arnór Keflavíkurkirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.