Morgunblaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
Móðir mín. Leið-
ir okkar eru sam-
tvinnaðar um alla
eilífð.
Þú fæddir mig og nærðir og
söngst mig inn í svefninn með
þinni fögru rödd. Þú kenndir
mér að tónar töfra fram him-
neskar tilfinningar. Þú söngst
við heimilisverkin meðan ilmur
af nýbökuðum kökum fyllti
heimilið af hlýju og yl.
Allt sem þú gerðir var fallegt,
hver einasti hlutur átti sinn
stað. Aldrei var lagt á borð án
þess að það væri vel gert.
Töfrandi fegurð flæddi um
allt sem gaf öryggi og festu.
Þú kenndir mér að taka eftir
því stóra og smáa.
Mikilvægi þess að lifa í feg-
urð og tignarleika.
Þú elskaðir ungbörn og þegar
frumburðurinn minn, Joel Ólaf-
ur Gísli, fæddist þá varðstu eftir
hjá mér í Barcelona því ég var
viðkvæm eftir keisaraskurð.
Þú kenndir mér að baða hann
á hverjum morgni og naust þess
að umvefja hann.
Við heimkomu til Íslands eft-
ir sautján ára fjarveru opnaðir
þú heimilið fyrir okkur Joel. Við
eigum góðar minningar frá
þeim tíma.
Mamma mín, þú varst sú sem
vaknaðir fyrst og ræstir húsið.
Ólöf Alda Ólafs
✝
Ólöf Alda Ólafs
fæddist 17.
nóvember 1940.
Hún lést 4. febrúar
2022.
Útför Ólafar fór
fram 11. febrúar
2022.
Hugsaðir fyrir öllu
svo ekki vantaði
neitt. Heimilið var
alltaf öruggt skjól
og við vissum að við
vorum elskuð.
Þakklæti er mér
efst í huga er ég
hugsa til þess. Þú
fylgdist með veður-
fréttum og hringdir
í mig til að láta mig
vita ef von var á
vondu veðri því móðurhjartað
var stórt.
Nú kveð ég þig að sinni en þú
lifir í mér. Ég finn fyrir hreyf-
ingum þínum í líkama mínum og
hef heitið því að varðveita hann
vel og heiðra þig með geislandi
heilsu og söng því ég hlaut
röddina þína í vöggugjöf. Ég
mun syngja og fagna lífinu sem
þú fæddir mig inn í. Ég mun
gráta heilsuleysið þitt og þján-
ingu og þvo það burt með tárum
mínum. Því samtvinnaðar við
erum, þú ert ég og ég er þú, og
saman sköpum við bjarta fram-
tíð fyrir komandi kynslóðir.
Ég elska þig mamma.
Frumburðurinn þinn,
Fríða Freyja Kristín
Gísladóttir.
Elsku mamma, Ólöf Alda
Ólafsdóttir, hefur nú lagt af
stað í sína hinstu för ásamt
systur sinni Sigrúnu Helgu
Ólafsdóttur sem lést í vikunni
áður.
Það er erfitt að lýsa þeim til-
finningarússíbana sem fer af
stað við fráfall móður en það
sem oftast kemur upp í hugann
er endalaust þakklæti og ást en
líka söknuður yfir að fá ekki að
faðma hana einu sinni enn.
Þegar við vorum börn fegraði
hún lífi okkar og tilveru með
sinni fallegu rödd sem hljómaði
um húsið meðan hún þreif, eld-
aði og bakaði dýrindiskökur
sem eru okkur öllum minnis-
stæðar. Hún vann vinnuna sína
alltaf af kostgæfni, var fyrst á
fætur á morgnana og síðust til
að sofna á kvöldin. Einnig var
hún afburðalistamaður, það sást
í öllu sem hún gerði, hugsað var
um hvert og eitt einasta smáat-
riði í heimilishaldinu og klæða-
burði sem alla tíð bar vott af
hennar einstaka hæfileika. Allt
var unnið frá grunni og ekkert
til sparað þegar halda átti veisl-
ur. Komandi kynslóðir munu
svo sannarlega halda áfram að
njóta um aldur og ævi allra upp-
skriftanna og brellibragðanna
sem hún kenndi okkur.
Það var henni alla tíð hjart-
ans mál að við hlytum góða
menntun svo við gætum upp-
fyllt drauma okkar og studdi,
ásamt pabba, við bakið á okkur
þegar við uxum úr grasi og
ákváðum að leggja af stað á vit
ævintýranna. Við ferðuðumst
mikið með foreldrum okkar og
voru þau dugleg við að heim-
sækja hvert og eitt okkar.
Minnist ég sérstaklega þegar
hún hún ásamt pabba kom til
mín þegar ég bjó í París. Við
keyrðum þaðan til Chateuax de
la Loire og heimsóttum Versali.
Við mamma dustuðum svo rykið
af frönskum kokkabókum og
flamberuðum steikur undir ber-
um himni, skellihlæjandi og
dauðhræddar um að kveikja í
hárinu á okkur.
Minnisstæðust er þó síðasta
ferð okkar til Danmerkur þegar
við ásamt Fríðu heimsóttum
Önnu systur. Hvernig hún ljóm-
aði af gleði í flugvélinni, svo eft-
ir var tekið, yfir að hafa tekist
að fara, þrátt fyrir erfið veik-
indi, í þessa langþráðu ferð. Við
systurnar munum ylja okkur við
myndbandið þar sem við syngj-
um saman „You are my suns-
hine“ á göngu inn í sólsetrið og
allar góðu minningarnar sem
við eigum sameiginlegar frá
þessari ferð.
Þótt síðustu æviárin hafi lit-
ast af erfiðum veikindum var
alltaf stutt í hláturinn hjá
mömmu, við gátum svo sannar-
lega fíflast yfir öllu, sama
hversu alvarleg staðan var og
allt þar til yfir lauk.
Endalausar þakkir, elsku
mamma, fyrir allar samveru-
stundirnar. Þú ert og munt allt-
af verða mín fyrirmynd, hetja,
besta vinkona og sálufélagi.
Djúpin hafa þagnað,
Alda mín fagra og allt umlykjandi,
sofðu rótt þar til við hittumst á ný.
Þín elskandi dóttir,
Bryndís Marsibil.
Amma tók á móti okkur opn-
um örmum þegar við komum
aftur heim til Íslands. Hún var
ljúf kona, með hjartað á réttum
stað en náði af og til að spilla
mér með sælgæti og kökum
þegar mamma leit frá.
Hún náði alltaf að heilla fólk
við matarborðið með sögum sín-
um og hló síðan að þeim sjálf á
undan okkur öllum.
Nýlega gaf hún mér hvatn-
ingu til að gera betur og bæta
mig því hún náði að sanna að
það er hægt að kenna gömlum
hundi að sitja.
Ég mun sakna hennar en hún
er á betri stað og megi hún hvíla
í friði.
Joel Ólafur Gísli Martinez.
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Hinrik Norðfjörð
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
HARÐAR VIKTORS JÓHANNSSONAR,
Kastalagerði 8,
Kópavogi.
Kristín Ágústa Viggósdóttir
Hörður Björn Harðarson Svetlana Harðarson
Katrín Ágústa Harðardóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar,
ÁSDÍSAR INGVARSDÓTTUR,
Bankavegi 2,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossheima
fyrir kærleiksríka umönnun og hlýtt viðmót.
Guðmundur Kristinsson
Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og systir,
KRISTJANA SIF BJARNADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 13. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 22. febrúar klukkan 13.
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Gunnhildur Sif Oddsdóttir Fróði Guðmundur Jónsson
Þórir Oddsson
Steinunn Edda Steingrímsd. Jónas Elvar Halldórsson
Gréta Gunnarsdóttir Matthías Bragason
Birna Bjarnadóttir Hólmgeir Baldursson
Arnar Bjarnason Sóley Bæringsdóttir