Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.02.2022, Qupperneq 34
34 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022 AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ Herrablað Morgunblaðsins kemur út 18. mars NÁNARI UPPLÝSINGAR: Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is - S.615-8080 Viðar Ingi Pétursson vip@mbl.is - S.569-1109 – meira fyrir lesendur Herratíska Hár, húðvörur og skegg Hvað einkennir vel klædda herra. Hvað þarftu að eiga í fataskápnum. Viðtöl við töff herramenn SÉRBLAÐ 40 ÁRA Hjörtur ólst upp ólst upp í Reykholtsdal í Borgarfirði en býr í Reykjavík. Hann er vél- fræðingur og rafvirki að mennt. Í dag starfar Hjörtur sem þjón- ustustjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík. Áhugamál hans eru reiðhjól, ferðalög og stangveiði. Svo er hann mikill Þróttari og Liverpool-maður. FJÖLSKYLDA Eiginkona Hjartar er Erla Baldvinsdóttir, f. 1973, kennari og deildarstjóri í Laugarnesskóla. Börn þeirra eru Halla María, f. 1997, sambýlis- maður: Flosi Hrannar, f. 1997, Sara Hlín, f. 2001, unnusti: Jakob Óli, f. 2000, Sóldís Erla, f. 2007, og Baldvin Rökkvi, f. 2011. Foreldrar Hjartar eru Eirík- ur Jónsson, f. 1951, fv. formaður Kennarasambandsins, búsettur í Mos- fellsbæ, og María Ingadóttir, f. 1953, skrifstofumaður, búsett á Akureyri. Hjörtur Ingi Eiríksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það gæti komið sér vel fyrir þig að ræða málin við vini þína í dag. Ef þér mis- tekst eitthvað þá gengur bara betur næst. 20. apríl - 20. maí + Naut Erfiðir einstaklingar og stormasöm sambönd eru tækifæri til þroska. Notaðu tækifærið á meðan lognið varir og skipu- leggðu fram í tímann. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þér er nauðsynlegt að finna tíma fyrir þig eina/n. Farðu þér hægt í að segja skoðun þína. Stundum er best að bíta á jaxlinn og halda sinni stefnu áfram. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Óvænt tækifæri berst upp í hend- urnar á þér og nú hefur þú enga afsökun fyrir því að nýta þér það ekki. Hringdu í gamla vini og hóaðu þeim saman. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað til að hlakka til. Hvernig væri að skipuleggja næstu vikur? Stórfjölskyldan hittist óvænt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú átt að geta glaðst yfir velgengni annarra. Sú hindrun sem hefur gert þér gramt í geði tilheyrir nú fortíðinni. 23. sept. - 22. okt. k Vog Tilraunir þínar til að fá aðra vinnu hafa ekki borið mikinn árangur en brátt verður breyting þar á. Þú ert spennt/ur fyrir nýju ástarsambandi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Því fylgir mikil ábyrgð að aðrir skuli leita til þín um ráð. Tíminn vinnur með þér á svo margan hátt. Ekki sópa vanda- málum þínum undir teppið. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú gerir miklar kröfur til þín og annarra, kannski væri ráð að minna þær aðeins. Það þarf ekki að kosta mikið að breyta til heima. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Óvenjulegar persónur gætu komið róti á hug þinn í dag og vinir þínir sýna á sér nýja hlið. Losaðu þig bara við það sem er fyrir þér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hefur mikið að gera og skalt ekki fara út í stórar framkvæmdir á heim- ilinu nema hafa tíma til þess. Fréttir af ætt- ingja koma skemmtilega á óvart. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Reyndu að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Þú ert eitthvað utan við þig þessa dagana. Hugsaðu þig ekki um tvisvar ef þú færð tilboð í hlut sem þú hefur ekki þörf fyrir lengur. H örður Ægisson er fæddur 19.2. 1982 á Akranesi og bjó þar fram til tvítugsald- urs. „Ég ólst upp á Sunnubrautinni frá tveggja ára aldri. Æskan snerist um fótbolta frá a til ö og ég æfði með ÍA þar til ég varð 17 ára.“ Hörður gekk í Brekkubæjarskóla, Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi (FVA) og þaðan lá leiðin til Reykjavíkur í BA-nám í stjórn- málafræði og heimspeki í Háskóla Íslands. „Skömmu eftir námið hóf ég störf á Viðskiptablaðinu árið 2007, fyrir tilstilli góðs vinar, en fram að því hafði ég aldrei leitt hugann að því að reyna fyrir mér á vettvangi fjölmiðla. Það má segja að þar hafi ég fengið fjölmiðlabakteríuna – og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Eftir að hafa verið á Viðskipta- blaðinu í vel á annað ár fór Hörður í framhaldsnám í hagfræði og al- þjóðastjórnmálum við bandaríska háskólann Johns Hopkins School of Advanced International Studies haustið 2008. Fyrra árið stundaði hann námið í Bologna á Ítalíu, þar sem skólinn starfrækir útibú, og hið seinna var í Washington DC í Bandaríkjunum. „Þetta var frábær tími og mikil upplifun að dvelja í þessum skemmtilegu – en afar ólíku – borgum. Hugurinn stóð hins vegar alltaf til þess að snúa aftur heim til Íslands þegar ég lauk MA-náminu árið 2010.“ Hörður hefur eftir það unnið sem viðskiptablaðamaður allan sinn starfsferil á flestum af helstu fjölmiðlum landsins. Fyrst á Morg- unblaðinu, síðan viðskiptaritstjóri DV áður en hann var ráðinn rit- stjóri Markaðarins á Fréttablaðinu þar sem hann starfaði á árunum 2017 til 2021. „Núna er ég hins vegar að vinna að því skemmtilega verkefni að byggja upp nýjan áskriftarvef- miðil, sem heitir Innherji og er undir hatti Vísis, ásamt frábærum samstarfsfélögum en hann sérhæf- ir sig einkum í umfjöllun um ís- lenskt viðskiptalíf og efnahagsmál. Áhugamálin og vinnan – við- skipti, efnahagsmál og pólitík – eru í raun eitt og hið sama í öllu daglegu lífi hjá mér. Og sem betur fer. Það er mikil gæfa og forrétt- indi að starfa við það sem manni þykir skemmtilegt og blaða- mennskan hefur gefið mér mjög mikið. Önnur helstu áhugamál eru fót- bolti – lesist: Liverpool – en ég ásamt hópi vina hef farið að lág- marki einu sinni á ári til Liverpool til að horfa á besta fótboltalið heims spila. Á síðustu árum hef ég tekið upp á því að reyna að fara Hörður Ægisson, ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi – 40 ára Á Ísafirði Ægir (faðir), Hörður, Guðbjörg (systir) og Ragnheiður Gunnars (stjúpmóðir) fyrir utan Tjöruhúsið. Að lágmarki einu sinni á ári í Liverpool til að horfa á besta liðið Veiðar Hörður staddur í Haffjarðará þar sem hann hefur veitt síðustu ár. Í Flatey Hildur og Hörður, en þau ferðuðust víða um landið í fyrra. Til hamingju með daginn Reykjavík Jóhanna María Ottósdóttir fæddist 29. júní 2021. Hún vó 3.294 g og var 49,5 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Ottó Aage Þórjónsson og Guðrún Ósk Leifsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.