Morgunblaðið - 19.02.2022, Síða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2022
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. mars 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
Franska kvikmyndahátíðin var sett í Bíó Paradís í fyrradag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hátíðarstund Pétur Hrafn Sigurðsson og Sigrún Jónsdóttir.
Bíóunnendur Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri í Bíó Paradís, með
Adeline D’Hondt, framkvæmdastjóra Alliance francaise, og Patrick Le-
Menes, sendiráðunaut og staðgengli sendiherra Frakklands á Íslandi.
Kátar Silja Aðalsteinsdóttir og Ingibjörg Helgadóttir.
Feðgin Myndlistarmaðurinn Sergei Comte með dóttur sinni Fanneyju. Bíó Adeleine D’Hondt með Sólveigu Simha, leikkonu og frönskukennara.
» Hinn árvissi menningarviðburður Frönsk kvik-
myndahátíð hófst í fyrradag í Bíó Paradís með
sýningu á opnunarmynd hátíðarinnar, Les Olym-
piades, eða París, 13. hverfi eins og hún heitir í ís-
lenskri þýðingu, eftir leikstjórann Jacques Audi-
ard. Ellefu kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni
sem nú er haldin í 22. sinn og lýkur 27. febrúar.
Dagskrá hennar má finna á bioparadis.is.
Á tónleikum Kammermúsíkklúbbs-
ins á morgun, sunnudag, flytja
hljóðfæraleikarar úr tónlistar-
hópnum Camerarctica tvö píanó-
tríó úr opus 1 eftir Ludwig van
Beethoven. Verkin eru í tilkynn-
ingu sögð þróttmikil dæmi um snilli
hins unga Beethovens. Tónleikarn-
ir verða í Norðurljósasal Hörpu og
hefjast kl. 16.
Camerarctica-hópurinn hefur átt
fastan sess í tónlistarlífi Íslendinga
um þriggja áratuga skeið og kemur
reglulega fram á vegum Kammer-
músíkklúbbsins. Hljóðfæraleik-
ararnir sem stíga á svið að þessu
sinni eru systkinin Hildigunnur
Halldórsdóttir fiðluleikari og Sig-
urður Halldórsson sellóleikari, sem
eru íslenskum tónlistarvinum að
góðu kunn. Með þeim leikur hinn
fjölhæfi norski píanóleikari Mathi-
as Halvorsen, sem hefur verið bú-
settur í Reykjavík um nokkurra ára
skeið. Hann er iðinn við tónleika-
hald af ýmsum toga víða og hefur
starfað með listafólki eins og Peac-
hes og Jan Martin Gismervik.
Flytjendurnir Þrír liðsmenn Camerarctica-hópsins koma fram, þau Hildi-
gunnur Halldórsdóttir, Mathias Halvorsen og Sigurður Halldórsson.
Flytja tvö þróttmikil
píanótríó Beethovens
- Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins
Sýningin Í öðru
húsi verður opn-
uð í dag, laugar-
daginn 19. febr-
úar, kl. 15, í
Ásmundarsal. Má
þar sjá verk eftir
Guðlaugu Míu
Eyþórsdóttur,
Hönnu Dís
Whitehead og
Steinunni Önnu-
dóttur og segir í tilkynningu að
form sýningarinnar sé híbýli og að
höfundarnir dragi upp vistarverur,
ytri mörk og innri rými, en birti
bara afmörkuð svæði. „Verk höf-
undanna mætast í þessum senum og
mynda framandlegan efnisheim
sem formgerist í kunnuglegum
sviðsetningum,“ segir þar og að
verkum þeirra Hönnu Dísar, Guð-
laugar Míu og Steinunnar megi
finna sameiginlega strengi. Þær
vinni gjarnan á mörkum myndlistar
og hönnunar en í þessu verkefni
mætist þær á landamærum þessara
heima.
Í öðru húsi í
Ásmundarsal
Guðlaug Mía
Eyþórsdóttir
„Marga hildi háð“ er heiti sýningar
sem Hildur Ása Henrýsdóttir
myndlistarmaður opnar í Gallery
Port að Laugavegi 32 í dag, laugar-
dag, kl. 16. Á sýningunni setur
Hildur fram í málverkum „vand-
ræðalega einhliða ástarsögu. Með
því að leita persónulegrar sam-
þykktar á öllum röngu stöðunum –
með einnar nætur kynnum, skelfi-
legum stefnumótum og vonlausri
rómantík – þá opnast gáttir fyrir
sársaukafulla vegi sjálfsfyrirlitn-
ingar, kvíða og þarfar fyrir ut-
anaðkomandi samþykki.“
Sögur Úr myndheimi Hildar Ásu.
Einhliða ástarsög-
ur á sýningu Hildar