Morgunblaðið - 19.02.2022, Page 44
Nýtt
Bragð
bannaðfullorðnum
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 50. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.330 kr.
Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Konudagurinn er á morgun og þá er
jafnan mikið að gera í blómabúðum.
Eydís Ósk Ásgeirsdóttir, sem jafnan
er kölluð Dísa, hefur starfað við
blómaskreytingar í um tvo áratugi
og segir að blóm veiti fólki alltaf
gleði. „Litríkir og fjölbreyttir blóm-
vendir gleðja alltaf, sérstaklega á
þessum árstíma,“ segir hún.
Dísa segir að hún heyri gjarnan
frá fólki að það vilji ekki gefa blóm á
fyrirframákveðnum dögum eins og
konudeginum. „En ég heyri það líka
að fólk vill láta gefa sér blóm. Það er
öðruvísi þegar einhver hefur fyrir
því að fara og velja handa þér blóm.
Og það þarf ekkert endilega að vera
mikið. Blóm gleðja alltaf.“
Þá segir hún að margir séu stress-
aðir og hafi áhyggjur af því að þeir
kunni ekki að meðhöndla plöntur.
„Það er annað með afskornu blómin.
Við vitum hver endirinn verður,
þetta snýst bara um að njóta þeirra í
kannski eina viku eða tvær.“
Færir fólki blóm í áskrift
Dísa rekur Luna studio og veitir
þar persónulega þjónustu á sviði
blómaskreytinga. Hún segir að
blómaskreytingar geti verið stór
þáttur á eftirminnilegum stundum í
lífi fólks. „Mér fannst vera gat á
markaðinum og hef fundið fyrir mik-
illi eftirspurn. Blómin koma við sögu
á mikilvægustu stundum í lífi okkar;
við skírnir, fermingar, giftingar og
útskriftir. Það eina sem við vitum
fyrir víst í lífinu er að það byrjar og
það endar og þess vegna eru blóm
líka mikilvæg þegar við erum að
kveðja ástvini okkar,“ segir hún og
getur þess að sú þjónusta sem hún
býður henti fólki greinilega vel.
„Blómaskreytirinn getur komið til
þín og veitt ráðgjöf fyrir mikilvæga
atburði. Þá hefurðu alla mína at-
hygli, ég er ekki að afgreiða aðra á
meðan.“
Auk þess að sjá um skreytingar
fyrir veislur býður Dísa upp á
blómaáskriftir fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Þá getur fólk fengið falleg
blóm til sín vikulega eða mánaðar-
lega eftir hentugleika. Eins hefur
hún boðist til að sjá fyrirtækjum fyr-
ir plöntum og tekur auk þess að sér
að hlúa að þeim.
Sól, sumar og tilbreyting
Hún segir að þótt sér leiðist að
tala um kórónuveirutímabilið hafi þó
komið vel í ljós undanfarið að fólk er
nú betur meðvitað um það en áður
hvað blóm gera mikið fyrir það.
„Fólk hefur augljóslega kunnað vel
að meta það að fá sumar og sól og
einhverja tilbreytingu með blómum
og plöntum,“ segir Dísa að endingu.
Hægt er að kynna sér verk hennar
og þjónustu á Facebook og á heima-
síðunni luna-studio.net.
Morgunblaðið/Eggert
Gleðigjafi Dísa blómaskreytir segir að blóm lífgi upp á tilveruna og mælir með að hafa þau nógu litrík.
Litríkir og fjölbreyttir
blómvendir gleðja alltaf
- Dísa blómaskreytir býður upp á persónulega þjónustu
ÍÞRÓTTIR
Hallbera Guðný Gísladóttir er orðin þriðja leikjahæsta
landsliðskona Íslands í knattspyrnu frá upphafi eftir
sigurleik Íslands gegn Nýja-Sjálandi í Carson í Kali-
forníu í fyrrinótt. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigur-
markið og íslenska landsliðið hefur nú leikið fimm leiki
í röð án þess að fá á sig mark. »36
Orðin þriðja leikjahæst frá upphafi
Bíótekið hefur göngu sína
Kvikmyndasafn Íslands og
Bíó Paradís standa í sam-
einingu að kvikmyndasýn-
ingum og viðburðaröð í
Bíó Paradís með yfirskrift-
inni Bíótekið. Fyrsta sýn-
ing Bíóteksins fer fram á
morgun, sunnudag, á At-
ómstöðinni og tveimur
sænskum kvikmyndaperl-
um, Jag är Nyfiken (en
film i gult) og Fucking
Åmål. Fyrsta sunnudag
hvers mánaðar verða
klassískar íslenskar kvik-
myndir sýndar ásamt vel völdum erlendum kvikmynd-
um í samstarfi við Kvikmyndasöfn Norðurlanda og
verður auk þess boðið upp á sérstaka viðburði. Á þeim
fyrsta mun Þorsteinn Jónsson leikstjóri ræða við Hall-
dór Guðmundsson rithöfund um Atómstöðina. Nánari
upplýsingar verður að finna á samfélagsmiðlum og
heimasíðunum bioparadis.is og kvikmyndasafn.is.
MENNING