Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 1
Sameinaðirstöndum vér Lík grafið íLeiruvogi 13. MARS 2022SUNNUDAGUR Skíðað ítunglskini Kári Valtýssonsendir frá sérspennusögunaKverkatak. 22 Íslenskirhermenn Bræðurnir GunnlaugurGeir Júlíusson ogHilmar Þór BjörnssonDurham hafa báðirverið í bandarískahernum. 12 RagnheiðurStefánsdóttirfór Lauga-veginn á göngu-skíðum.18 L A U G A R D A G U R 1 2. M A R S 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 60. tölublað . 110. árgangur . KÚPULLINN KOMINN Á HVOLF ÁTAKALÍNUR Í FJARÐABYGGÐ KOSNINGAFERÐALAG DAGMÁLA 16-17RÓSA Í ÁSMUNDARSAFNI 42 _ Verður nýr þjóðarleikvangur í knattspyrnu reistur á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdal en ekki í Laugardalnum í Reykjavík? „Tíminn er dýrmætur og miðað við hvernig staðan er í dag hjá rík- inu og Reykjavíkurborg varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs telj- um við að tími sé kominn til að reyna að leysa það mál á annan hátt. Við sjáum fyrir okkur að það væri hægt að reisa þjóðarleikvang í Kópavogi á næstu fimm árum og fjármagna hann á annan hátt en rætt hefur verið um til þessa,“ segir Gunnar Gylfason, talsmaður hóps sem stofnaður hefur verið til að kanna möguleikana á að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hópurinn stefnir á að ákvörðun liggi fyrir innan fjögurra mánaða. »40-41 Völlur Þjóðarleikvangurinn í Lúxemborg er fyrirmynd verkefnishópsins. Rís þjóðarleikvang- ur í Kópavogi? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Úkraínumenn eru sannfærðir um sigur í þessu stríði. Andspyrna þeirra hefur komið öllum á óvart – ekki síst þeim sjálfum – og hún hefur blásið þeim baráttuanda í brjóst. Það hefur líka vakið undrun þeirra að rússneski herinn er ekki eins óárennilegur og búist var við.“ Þetta segir breski blaðamaðurinn Tim Judah í samtali við Morgun- blaðið en hann er staddur í Kænu- garði. Hann segir stríðið hafa sameinað úkraínsku þjóðina. „Auðvitað hafa margir flúið land, sem er skiljanlegt, en þeir sem eru eftir vilja upp til hópa leggja sitt af mörkum til að freista þess að velgja rússneska hernum undir uggum og helst flæma hann á brott. Þúsundir manna hafa gengið til liðs við hinar nýstofnuðu varnarsveitir og það er mikill hugur í mönnum. Það eru ekki síst þessar sveitir sem hafa komið í veg fyrir að Úkraína hafi fallið í hendur Pútíns, vegna þess að þær gera hinum eig- inlega her kleift að berjast í fremstu víglínu.“ Judah var á ferð í bænum Irpin á fimmtudaginn sem skilgreindur hef- ur verið sem hlið að Kænugarði. „Í gær var svokölluð „græn braut“ frá Irpin, sem þýðir að fólk gat kom- ist þaðan óáreitt. Það voru mörg hvít flögg á lofti. Ég fékk að fara alla leið að útmörkum þess svæðis sem Úkraínumenn ráða en þaðan eru að- eins um 700 metrar að staðnum þar sem rússneski herinn hefur tekið sér stöðu. Rússar hafa þurft að hörfa síðustu daga og ég kom auga á tvo fallna Rússa í vegkantinum. Það hef- ur líka verið mannfall í Irpin og ég sá tvo látna óbreytta borgara þar.“ Nánar er rætt við Tim Judah á mbl.is, auk þess sem grein eftir hann birtist í Sunnudagsblaðinu. Sannfærðir um sigur - Breski blaðamaðurinn Tim Judah, sem er í Kænugarði, segir mikinn hug í Úkraínumönnum - Rússneski herinn ekki eins óárennilegur og menn héldu AFP/Aleksey Filippov Kveðjustund Úkraínskur hermaður býr sig undir för til Kænugarðs. Virðisaukinn er farinn út í bláinn! Laugavegi 174, 105 Rvk. www.mitsubishi.is/eclipse Við fellum niður 480.000 kr. VSK frá áramótum!* Notaðu þetta frábæra tækifæri og fáðu þér vel útbúinn fjórhjóladrifinn Eclipse Cross PHEV tengiltvinnbíl með öllum þeim kostum sem hugurinn girnist – og meira til. *Að sjálfsögðu greiðir Hekla öll gjöld og virðisaukaskatt af bílum til Ríkissjóðs. 480.000 kr. lækkunin á Mitsubishi Eclipse Cross er alfarið á kostnað Heklu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18.-19.mars Helgi Áss 5. sæti Spörumsímtölin! Hittumst frekar á opnun kosningaskrifstofuminnar ámorgun frá kl. 15:00-17:00 Suðurlandsbraut 18, 3. hæð. Langþráðir tónleikar Damons Albarn fóru fram í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi eftir að hafa verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Í Hörpu flutti hann ásamt hljómsveit verkið The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows í viðameiri útgáfu en á nýjustu plötu hans sem kom út fyrr í vetur. Tónleikarnir voru þeir fyrstu sem Damon heldur á Íslandi eftir að hann fékk ríkisborgararétt hér. Þeir voru þeir síðustu á tónleikaferð hans en viðeigandi þótti að henni lyki hér þar sem verkið var samið í stofunni á heimili hans í Grafarvogi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Damon Albarn söng fyrir landa sína í Hörpu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.