Morgunblaðið - 12.03.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is
Litríkir
dúnjakkar
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Nýtt danskt
kjólamerki
Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því.
Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi,
góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja.
Ferðaskrifstofa eldri borgara býður sérferð fyrir eldri borgara til Færeyja
dagana 27. júní – 1. júlí. Flogið frá Keflavík með Atlantic Airways og gist á hinu
glæsilega Hótel Brandan 4* Fararstjóri: Gísli Jafetsson.
Innifalið í verði: Flug báðar leiðir frá Keflavík til Færeyja. Gisting á Hótel Brandan 4* í
4 nætur, morgunverður og kvöldverður alla daga. Auk þess skoðunarferðir til Götu,
Klaksvíkur, Fuglafjarðar, Gásadals og víðar. Heimsókn í Norðurlandahúsið og einnig að
Kirkjubæ þar sem hádegisverður er snæddur í elsta timburhúsi sem búið er í í Evrópu.
*Aukagjald fyrir einbýli: 39.500 kr.
FÆREYJAR
með flugi 27. júní – 1. júlí
Sérferð
eldri borgara
Það er mikil
stemning í
okkar ferðum
Verð kr. 199.000 á mann m.v. gistingu í tvíbýli*
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu
eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301,
einnig með tölvupósti í gegnum netfangið
hotel@hotelbokanir.is og á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750
Hótel Brandan
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Neysla ávaxta hefur minnkað tölu-
vert meðal Íslendinga. Þetta kemur
fram í nýrri landskönnun landlækn-
isembættisins á mataræði Íslendinga
2019-2021. Hólmfríður Þorgeirsdótt-
ir, verkefnisstjóri næringar hjá emb-
ætti landlæknis, segir mataræði Ís-
lendinga hafa bæði þokast nær
ráðleggingum um mataræði og fjær
þeim eftir því hvaða fæðutegundir og
næringarefni verið er að skoða.
„Það sem olli vonbrigðum er að
ávaxtaneysla hefur minnkað og
grænmetisneysla staðið í stað. Þá
mætti neysla á heilkornavörum vera
meiri,“ segir Hólmfríður en aðeins
2% þátttakenda ná því að neyta 500
gr. af grænmeti og ávöxtum eins og
mælt er með. „Hins vegar er jákvætt
að neysla á viðbættum sykri minnkar
sem og neysla á rauðu kjöti,“ segir
Hólmfríður. Neysla á rauðu kjöti hef-
ur minnkað um 10% frá síðustu könn-
un.
Áhrif „ketó“ mataræðis
Hólmfríður telur líklegt að breyt-
ingar á neyslumynstri Íslendinga
stafi að hluta af lágkolvetnamatar-
ræðinu eða svokölluðu „ketó“-matar-
ræði sem hefur verið áberandi síð-
ustu misseri.
„Okkur finnst við sjá áhrif af lág-
kolvetnamataræðinu sem gæti út-
skýrt til dæmis af hverju ávaxta-
neyslan minnkar og neysla á mettaðri
fitu eykst,“ segir Hólmfríður sem
einnig myndi vilja sjá fleiri taka D-
vítamín en einungis rétt rúmlega
helmingur tekur D-vítamín sem
fæðubótarefni eins og ráðlagt er.
Drekka sykurlausa gosdrykki
Neysla sykraðra drykkja hefur
minnkað um 40% en athygli vekur að
neysla sykurlausra drykkja og orku-
drykkja hefur að sama skapi aukist
um fjórðung. „Það er gott að fólk sé
að minnka viðbættan sykur en við
myndum vilja sjá það færast yfir í
neyslu á t.d. kolsýrðum vatnsdrykkj-
um. Við mælum almennt ekki með
sykurlausum gosdrykkjum,“ segir
Hólmfríður.
Huga beri að þeim yngri
Niðurstöður rannsóknarinnar
benda einnig til þess að vert sé að
huga að yngstu aldurshópum karla
og kvenna.
Joðneysla er til að mynda minni
hjá konum á aldrinum 18-39 ára sem
kemur aðallega til vegna minni
mjólkurneyslu og lítillar fiskneyslu í
þeim hópi.
Að könnuninni stóðu embætti
landlæknis og Rannsóknarstofa í
næringarfræði við heilbrigðisvísinda-
svið Háskóla Íslands og náði hún til
fólks á aldrinum 18–80 ára. Hliðstæð
rannsókn fór síðast fram árið 2010–
2011.
Vinsældir „ketó“ hafa
sýnileg áhrif á mataræði
- Aukin neysla mettaðrar fitu - Færri borða ávexti en áður
Morgunblaðið/Golli
Neysla Ávextir hafa dalað í vinsældum vegna lágkolvetnamataræðisins.
Fasteignir