Morgunblaðið - 12.03.2022, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
H
ér sit ég og hnýti flugur
alla daga og sökkvi
mér ofan í alls konar
pælingar því tengdu,“
segir Sigurður Héðinn, eða Siggi
Haugur eins og flestir kalla hann,
þar sem hann situr inni í fyrirtæki
sínu, Haugnum við Rauðarárstíg.
Siggi ætlar að koma á Borgar-
bókasafnið í Árbæ og kenna og
kynna fluguhnýtingar nk. mánu-
dag, 14. mars. Siggi er lands-
frægur í fluguveiðibransanum og
hefur hannað flugur sem heita
Von, Skuggi og Gosi, en þekktust
er fluga hans sem ber nafnið
Haugur og hann er kenndur við.
„Ég býð upp á hnýtinganám-
skeið á kvöldin, held meðal annars
nördakvöld fyrir lengra komna,
fyrir fólk sem er vant að hnýta. Þá
förum við á næsta stig, að gera
eftirlíkingar úr náttúrunni, en þá
búum við til vængina, litum þá og
allt er tekið alla leið frá grunni. Á
þessum námskeiðum fara oft mikl-
ar spekúlasjónir af stað en þá er-
um við að herma eftir því sem
fiskurinn étur,“ segir Siggi og
dregur fram hnýtta fiskiflugu máli
sínu til stuðnings.
„Í silungsveiði eru notaðar
flugur sem líkjast því sem fiskur-
inn étur og þá þarf að vera með
ótrúlegt úrval af flugum, því fisk-
urinn getur verið að éta ólíka fæðu
frá einum degi til annars, það fer
allt eftir því hvaða fæði áin fram-
leiðir hverju sinni. Margir veiði-
menn hafa stúderað þetta í áratugi
og kunna að lesa í náttúruna.“
Tveir afar ólíkir heimar
Siggi segist hafa byrjað held-
ur seint að hnýta, þegar hann var
26 ára.
„Í raun var það af rælni, þetta
bara gerðist í framhaldi af því að
ég fór að veiða. Einstök tilfinning
fylgir því að veiða á flugur sem
maður hefur búið til sjálfur. Flug-
an mín, Haugur, er ein af mest
seldu flugum í laxveiðinni, en það
var heppni að hún virkar svona
vel, ég bjó hana til úr haugi af dóti
sem var í kringum mig. Sumar
flugur eru betri veiðiflugur en aðr-
ar flugur, rétt eins og einhver
matur er betri en annar. Þetta eru
tvær ólíkar kategóríur, flugur fyrir
silungsveiði og laxveiði, því laxinn
er ekki að éta, eins og silungurinn.
Það grær fyrir vélindað á laxinum
þegar hann kemur upp í árnar og
hjá honum er þetta árásargirni að
gleypa flugur. Fyrir vikið heilla
allt öðruvísi flugur laxinn, þær eru
miklu skrautlegri en silungaflug-
urnar sem eru í náttúrulegum lit-
um. Þetta eru tveir ólíkir heimar
og það gerir þetta svo heillandi.
Það er ekkert sem segir að þótt
þú sért góður laxveiðimaður þá
verðir þú sjálfkrafa góður
silungsveiðimaður, og öfugt,“ segir
Siggi og bætir við að það sé mjög
róandi að hnýta flugur.
„Þetta er fullkomin núvitund,
af því maður þarf að halda hundr-
að prósent einbeitingu við verkið.
Þetta er líka mjög skapandi og hjá
mér eru alltaf að fæðast nýjar og
nýjar hugmyndir að flugum sem
ég þarf svo að þróa.“
Frekjan í karlmönnum
Siggi segir að kona sé upp-
hafsmaður að þessu sporti, flugu-
veiði og fluguhnýtingum.
„Hún heitir Juliana Berners
og var fædd 1388 á Englandi, rit-
höfundur, veiðimaður og skjaldar-
fræðingur sem gerðist nunna. Hún
gaf út fyrstu bók í heimi um flugu-
veiði árið 1496 og hún hannaði
fyrstu nútímaflugurnar líkar þeim
sem við erum að gera í dag. Þetta
var mjög merkileg kona sem sagði
að góður veiðimaður þyrfti að vera
mannvinur, heimspekingur og
náttúruunnandi. En frekjan í karl-
mönnum yfirtekur allt og þeir
gerðu þetta að sínu karlasporti.
Konur voru kúgaðar þá, rétt eins
og þær eru reyndar margar enn,
en ég vil gera mitt til að greiða
konum leið. Ég var með fluguhnýt-
ingakeppni um daginn og þar
hreppti kona fyrsta sætið fyrir
mjög fallega púpu, en þau voru
jöfn hún og annar karlmaður.
Handbragðið var mjög fallegt hjá
báðum en ég ákvað að gefa henni
aukastig fyrir að vera kona. Okkur
vantar fleiri konur á þessu sviði,
en núna er sem betur fer vitundar-
vakning meðal kvenna í fluguveiði
og -hnýtingum og mig langar að
vera partur af því með því að
hvetja konur til að endurheimta
sportið sitt,“ segir Siggi og bætir
við að bresk kona, Megan Boyd, sé
einn mesti fluguhnýtari sem heim-
urinn hefur alið.
„Hún var fædd 1915, en hún
fæddist á kolröngum tíma því hún
passaði ekki í normið. Hún hafði
ekki áhuga á að falla inn í þess
tíma kvenhlutverk og gekk alltaf í
karlmannsfötum og klippti sig
stutt. Ég vil að allir fái að vera til
á eigin forsendum og ég trúi því
að við séum fædd í þennan heim
til að vera hamingjusöm,“ segir
Siggi sem á nokkur uppáhalds-
veiðisvæði, Norðausturlandið,
Borgarfjörðinn og Húnavatns-
sýslurnar.
Karlar stálu fluguveiðinni af konum
„Mig langar að vera
partur af vitundarvakn-
ingu meðal kvenna í
fluguveiði og hnýtingum
með því að hvetja konur
til að endurheimta sport-
ið sitt,“ segir Siggi Haug-
ur sem ætlar að kenna og
kynna fluguhnýtingar í
bókasafninu í Árbæ næst-
komandi mánudag.
Morgunblaðið/Eggert
Siggi Haugur „Þetta er fullkomin núvitund, af því maður þarf að halda hundrað prósent einbeitingu.“
Siggi Haugur kemur á Borgar-
bókasafnið Árbæ og kennir og
kynnir fluguhnýtingar nk. mánu-
dag, 14. mars, kl. 17-18. Þar fá
gestir að kynnast ýmsum skil-
greiningum á laxaflugum, Kubb-
um, Long Ving, Long Tail og Túb-
um. Aðgangur á viðburðinn er
ókeypis og allir eru velkomnir.
Haugur Vinsælasta fluga Sigga sem heppni raðaði saman úr
réttum litum og efni. Hann bjó hana til úr haugi af dóti á borði.
Caddis-fluga Hnýtt af Sigga undir leiðsögn Hrafns Ágústs-
sonar, a.k.a. Caddibróðir. Vængur er litað teapokaléreft.
Púpa Hér má sjá púpuna sem hreppti fyrsta sæti í púpukeppni
en höfundur hennar er kona. Sérlega fallegt handbragð.
WWW.ASWEGROW.IS
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Framlagning kjörskráa
Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu
sveitarfélaganna Langanesbyggðar og
Svalbarðshrepps, sem haldnar verða
laugardaginn 26. mars 2022, skulu lagðar
fram eigi síðar en 16. mars 2022.
Kjörskrár skal leggja fram á skrifstofu
sveitarstjórna eða á öðrum hentugum stað
sem sveitarstjórn ákveður.
Þeim sem vilja koma að athugasemdum
er bent á að senda þær hlutaðeigandi
sveitarstjórn.
Dómsmálaráðuneytinu,
12. mars 2022.