Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Sjáumst á fjöllum Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 SUMARLEYFISFERÐIR FÍ www.fi.is Marta Guðjónsdóttir Verið velkomin í dag í kosningakaffi kl.15-17 Suðurlandsbraut 22, 3ja hæð Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 2. SÆTI Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar eitt embætti dóm- ara við Landsrétt. Skipað verður í embættið frá og með 22. september næstkomandi. Jón Finnbjörnsson, einn 15 dóm- ara við réttinn, hefur fengið lausn frá embætti en hann verður 65 ára þennan dag. Landsréttur tók til starfa 1. janúar 2018. Jón hefur ekki getað sinnt dómstörfum síðan dómur Mannréttindadómstólsins féll árið 2019. Umsóknir eiga að berast dóms- málaráðuneytinu eigi síðar en 28. mars. Dómnefnd, sem fjallar um hæfni umsækjenda um dóm- arastörf, mun síðan fjalla um um- sóknirnar. Dómsmálaráðherra skipar í embættið að fengnu áliti dómnefndarinnar. Öllum umsókn- um verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir, segir í aug- lýsingunni. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Dómaraembætti við Landsrétt auglýst Prestsvígsla fer fram í Hóladómkirkju næstkomandi sunnudag, þann 13. mars, kl. 14:00. Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup vígir Eddu Hlíf Hlífarsdóttur guðfræðing, sem valin hefur verið til þjónustu í Þingeyr- arklaustursprestakalli. Vígsluvottar verða sr. Bryndís Valbjarnardóttir, sr. Gísli Gunnarsson, sr. Sigríður Gunnarsdóttir og sr. Stefanía Steinsdóttir. Sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, lýsir vígslu. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur á Hólum þjónar fyrir altari. Organisti er Eyþór Franzson Wechner. Kirkjukórar Þingeyrarklaust- ursprestakalls syngja. Boðið er til messukaffis á Kaffi Hólum eftir athöfn. Prestsvígsla í Hóladómkirkju á sunnudag Byggingarvöruverslunin Heimamenn hefur verið opnuð á Húsavík. Engin slík verslun hefur verið á svæðinu eftir að verslun Húsasmiðjunnar var lokað um áramótin. Brynjar T. Baldursson framkvæmdastjóri segir viðtökurnar hafa verið góðar og að grundvöllur sé fyrir verslun sem þessa á Húsavík. „Það var óánægja með að Húsa- smiðjan skyldi hætta með verslunina hér og allt var reynt til þess að snúa ofan af þeirri ákvörðun. Það gekk ekki og menn hér tóku því höndum saman og settu þessa verslun á fót,“ segir Brynjar en að versluninni standa fyrirtækin Steinsteypir, Vermir, Tré- smiðjan Rein, Val og Bæjarprýði. Mikilvægt fyrir samfélagið „Við gátum ekki hugsað okkur að vera án verslunar sem þessarar en það er mikilvægt fyrir okkur sem störfum í þessum geira að hafa greiðan aðgang að öllum helstu byggingavörum. Ann- ars þyrfti hver verktaki að liggja með gríðarlegan lager af skrúfum og öðr- um tólum. Þá getur það einnig verið stórmál að þurfa að fara til Akureyrar eftir skrúfu, nagla eða málning- arpensli,“ segir Brynjar sem bendir jafnframt á mikilvægi verslunarinnar fyrir samfélagið í heild. „Skortur á þjónustu sem þessari getur haft keðjuverkandi áhrif og fólk gæti orðið hikandi við að flytja hingað. Ég tel að samfélagið sé það stórt að það eigi að vera grundvöllur fyrir svona verslun. Við heyrum á fólki hvað það er ánægt með þetta framtak. Það var eilítið hrætt um hvað færi næst,“ segir Brynjar. mariamargret@mbl.is Ánægja með nýja verslun Hafþór Hreiðarsson Húsavík Hægt er að kaupa allar helstu byggingavörur og verkfæri ásamt málningu og hreinlætistæki í versluninni Heimamenn. - Grundvöllur fyrir verslun á Húsavík - Fylla í gat sem Húsasmiðjan bjó til Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur opnað tilboð í upp- byggingu Eyjafjarðarvegar á nýja vegastæðið við Hrafnagil, nær Eyja- fjarðará. Vegurinn verður færður fjær íbúðabyggðinni til að auka öryggi. Fjögur tilboð bárust í verkið og voru þau öll undir kostnaðar- áætlun. Öll fyrirtækin sem buðu í verkið eru norðlensk. Vegurinn liggur í dag í gegnum þéttbýlið í Hrafnagili. „Við höfum gert margháttaðar ráðstafanir til að draga úr hraða þarna í gegn, t.d. með hliði inn í þéttbýlið og aðrar hraðahindranir og hraðinn er tekinn niður í 50 km/klst. Þannig að það hefur ekki verið mikið um slys, en auðvitað er mun öruggara að veg- urinn sé í nýju veglínunni,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Gamli vegurinn verður innan- bæjarvegur eftir breytingar og auð- veldar mönnum frekari uppbygg- ingu á Hrafnagili í framtíðinni. Verði tilbúinn árið 2024 Verkið felst í nýbyggingu Eyja- fjarðarbrautar vestri, Miðbrautar og nýrra tenginga á um 3,58 km kafla. Einnig byggingu nýrra heimreiða, samtals um 0,25 km. Eyjafjarðar- braut vestri, Miðbraut og tengingar inn í þéttbýli verða átta metra breið- ar með bundnu slitlagi. Heimreiðar verða fjögurra metra breiðar með bundnu slitlagi. Verkinu skal vera að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. G.V. Gröfur ehf. Akureyri áttu lægsta tilboðið, 373,5 milljónir króna. Var það 75% af áætluðum verktakakostnaði, sem var tæpar 497 milljónir. G. Hjálmarsson hf., Akureyri, bauð 471,4 milljónir, Nes- bræður ehf., Akureyri, 478,5 millj- ónir og og Árni Helgason ehf., Ólafs- firði, 490 milljónir. Nú er verið að yfirfara tilboðin hjá Vegagerðinni. Eyjafjarðarsveit varð til þann 1. janúar 1991 við sameiningu hrepp- anna þriggja sunnan Akureyrar, Hrafnagilshrepps, Saurbæjar- hrepps og Öngulsstaðahrepps. Mið- stöð sveitarfélagsins er að Hrafna- gili. Þar er stjórnsýslan til húsa, skólar og önnur þjónusta sveitarfé- lagsins. Þjóðvegur færður frá Hrafnagili Færsla Eyjafjarðarbrautar við Hrafnagil Eyjaf jarða rá Hrafnagilshverfi Grunnkort/Loftmyndir ehf. Fyrirhuguð lega Eyjafjarðarbrautar neðan við byggðina Núverandi vegur - Nýtt vegastæði verður nær Eyjafjarðará - Umferðaröryggi mun aukast - Fjögur tilboð bárust Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir prófkjörum um helgina fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí og kosningu í prófkjörum Pírata í tveimur bæjarfélögum lýkur. Kosning í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi fer fram í dag en kosið er um sex efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í maí. Fjórtán frambjóðendur taka þátt og sækjast tveir eftir efsta sætinu á D-listanum, þær Ásdís Kristjánsdóttir og Karen Halldórsdóttir. Kosið er um fimm efstu sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi sem fer fram í dag. Átta gefa kost á sér í prófkjörinu. Berg- lind Harpa Svavarsdóttir býður sig fram í 1. sæti og Jakob Sigurðsson býður sig fram í 1.-3. sæti. Níu frambjóðendur eru í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra sem fram fer í dag. Kosið er um sex efstu sætin. Ásmundur Friðriks- son gefur kost á sér í oddvitasæti listans, Ingvar P. Guðbjörnsson sækist einnig eftir fyrsta sæti og Ey- dís Þorbjörg Indriðadóttir býður sig fram í 1.-3. sæti. Prófkjöri Pírata í Hafnarfirði sem hófst 5. mars lýkur í dag. Tólf ein- staklingar gefa kost á sér. Einnig lýkur prófkjöri Pírata í Árborg kl 15 í dag en þar eru þrír frambjóðendur í kjöri. Prófkjör á fimm stöðum í dag - Sjálfstæðisflokkur og Píratar velja Morgunblaðið/Ómar Kosning Prófkjörum hjá tveimur stjórnmálahreyfingum lýkur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.