Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 16

Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 16
Ljósmynd/Gungör Tamzok Vinstri flokkarnir klofnir til kosninga Kosningaferðalag Dagmála Morgunblaðsins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí helduráfram og nú liggur leiðin um Fjarðabyggð. Þar stefnir í harðan slag á milli að minnsta kosti fjögurra framboða. Ekki liggur enn fyrir hvort Miðflokkurinn bjóði þar fram en hefur einn fulltrúa í sveitarstjórn. Atvinnu- og húsnæðismál í brennidepli. 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022 Við erum stolt fyrirtæki á 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Stefán E. Stefánsson Karítas Ríkharðsdóttir Það ríkir talsverð bjartsýni meðal íbúa í Fjarðabyggð þessi misserin. Þar ræður ekki síst mikill loðnukvóti sem reynst hefur mikil innspýting í hagkerfið. Þar hafa sjávarútvegsfyr- irtækin stóru, Síldarvinnslan, Loðnu- vinnslan og Eskja, staðið í miklum fjárfestingum undanfarin ár og at- vinnustig hefur verið hátt. Þá sýnir tölfræði sem tekin er saman úr stað- greiðsluskýrslum að meðaltekjur í sveitarfélaginu eru með þeim hæstu á landinu. Mikill vöxtur í laxeldinu Flest bendir til áframhaldandi upp- gangs á komandi árum en þessa dag- ana vinna Laxar fiskeldi og Laxeldi Austfjarða að sameiningu en við það verður til stórt og öflugt fyrirtæki á sviði laxeldis sem teygir starfsemi sína vítt og breitt um Austfirði. Við- mælendur Morgunblaðsins segja að húsnæðismál séu í brennidepli í sveit- arfélaginu og rímar sú afstaða við það sem fram hefur komið í umfjöllun blaðsins síðustu daga í yfirreið um Múlaþing, nágrannasveitarfélagið sem raunar hringar sig um Fjarða- byggð frá Seyðisfirði í norðri og Djúpavogi í suðri. Jens Garðar Helgason er fram- kvæmdastjóri Laxa fiskeldis. Hann segir almennt ríkja góða sátt um lax- eldið í sveitarfélaginu. „Við höfum átt gott samstarf og samtal við sveitarstjórnarmenn á svæðinu og við höfum ekki fundið fyr- ir því hingað til hér í Fjarðabyggð að það sé andstaða við það, síður en svo og átt mjög gott samstarf um áfram- haldandi uppbyggingu í greininni.“ Hann kannast þó berlega við ágreining þann sem kominn er fram á Seyðisfirði, en telur að með aukinni upplýsingagjöf og þekkingu á starfs- greininni muni einnig nást sátt um starfsemina þar. Sævar Guðjónsson á og rekur ferðaþjónustuna á Mjóeyri á Eski- firði. Við spurðum hann út í hvort upp- bygging fiskeldisins væri ógn við hans starfsemi, eins og stundum er látið í veðri vaka. „Það eru mörg afleidd störf sem hljótast af laxeldinu.Við höfum verið að þjónusta fólk sem kemur að þjónusta Laxa í alls konar uppbyggingu [...] Við bjóðum upp á lax hér úr firðinum sem ferðamenn vilja á veitingastaðnum okkar og við finnum fyrir mikilli já- kvæðni fyrir því og nánast allir sem maður spyr út í það mjög ánægðir með það og tenginguna við svæðið.“ Jákvæð áhrif á samfélagið Hann segist vissulega hafa tekið eft- ir kvíunum þegar þær voru fyrst sett- ar upp en ef fólk sé upplýst um hvað umsvifin geri fyrir svæðið þá verði fólk jákvætt í garð þeirra. En eru ekki gestir sem ekki vilja eldislax hjá ykkur? „Jú og borða þá bara eldiskjúkling í staðinn,“ segir hann og glottir í kamp- inn. Jens Garðar og Sævar segja báðir að stórar áskoranir bíði samfélagsins í Fjarðabyggð varðandi frekari upp- byggingu íbúðarhúsnæðis. Sævar seg- ir mikinn skort vera á þeim markaði og að hann haldist að mörgu leyti í við þann vanda sem fyrirtækin standa frammi fyrir varðandi starfsfólk. Jens Garðar segir hækkandi fasteignaverð auka hvatann til þess að byggja upp. Hann segir ólíklegt að Laxar muni ráðast í uppbyggingu húsnæðis af eigin rammleik en að víst sé að mörg fyrirtæki séu opin fyrir því að tryggja sér eignir, ef verktakar ráðist í ný- framkvæmdir.Hann bendir einnig á að áskoranir felist í því að fjölga at- vinnutækifærum og að tryggja fjöl- breytileika og aðgengi menntaðs fólks að samfélaginu. Slíkum störfum hafi fækkað vegna minnkandi op- inberrar þjónustu og minni umsvifa á sviði póst- og bankaþjónustu. Þar þurfi hins vegar að horfa á tækifærin í stað þess að barma sér yfir breyt- ingunum. Bendir Sævar á að mörg tækifæri séu fram undan í ferðaþjónustunni. Koma þurfi á millilandaflugi á Egils- staðaflugvöll en að ferðaþjónustu- tímabilið sé að lengjast í báða enda, óháð því. Frekari uppbygging fram undan - Mikið hefur verið fjárfest í atvinnuvegum Fjarðabyggðar - Mikil uppbygging fram undan í laxeldi - Ferðaþjónustan á mikið inni og tímabil hennar að lengjast - Mikil vöntun er á íbúðarhúsnæði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Atvinna Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, og Sævar Guðjónsson hjá ferðaþjónustunni Mjóeyri eru bjartsýnir á komandi tíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.