Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Svanhildur Eiríksdóttir
Suðurnesjabæ
Það má segja að það hafi verið
hálfgerð tilviljun að Jazzfjelag Suð-
urnesjabæjar var stofnað. Þegar
Halldór Lárusson, skólastjóri tón-
listarskólans þar í bæ, hafði verið
að halda nemendatónleika í bóka-
safninu, til þess að breyta til,
komst hann að því að það er prýð-
ishljómburður í húsakynnum safns-
ins og þá laust niður þeirri hugsun,
að gaman yrði að halda tónleika
þar. Þannig fæddist hugmynd að
Jazzfjelaginu.
En af hverju jazzfélag?
„Það er eiginlega þrennt sem
kom til. Í fyrsta lagi var nokkuð
ljóst að við værum ekki að fara að
halda stóra rokktónleika í Bóka-
safninu. Í öðru lagi þá rúmast svo
margt undir þessa tónlistarstefnu
sem gefur mikinn fjölbreytileika í
tónlistarhaldi. Í þriðja lagi eru
jazztónlistarmenn í tónlist af hug-
sjón, sem mér finnst svo aðdáun-
arvert, líkt og pönkararnir voru,
enda segi ég að jazztónlistarmenn í
dag séu nokkurskonar pönkarar
nútímans,“ segir Halldór í samtali
við fréttaritara.
Það hefur komið Halldóri á óvart
hversu mikil aðsóknin að tónleik-
unum hefur verið. „Ég átti svo sem
ekkert von á því að fólk færi að
flykkjast á jazztónleika hér í Suð-
urnesjabæ en reyndin hefur sann-
arlega verið önnur. Á tímum sam-
komutakmarkana voru oft færri
sem komust að en vildu.“
Þeir sem hafa sótt tónleika fé-
lagsins stíft, undrast ekki vinsæld-
irnar enda má með sanni segja að
rjómi tónlistarmanna hafi komið
þar fram og fjölbreytileikinn verið
mikill. „Það hefur einnig verið mik-
il aðsókn í að koma að spila á tón-
leikum félagsins, ekki bara íslensk-
ir tónlistarmenn heldur einnig
erlendir og ég hef margoft þurft að
segja, því miður er árið fullbókað.
Þetta skýrist af því að Jazzfjelagið
er að verða þekkt stærð í íslensku
tónlistarlífi og listafólki finnst afar
gaman að koma til okkar á Suð-
urnesin. Þá hafa áheyrendur kom-
ist að raun um að á tónleikunum
gengur það að góðri tónlist, auk
þess að upplifa hana í mikilli nánd
í rými bókasafnsins.“
Eðaljazz fram undan
Að sögn Halldórs er staðan
þannig núna að árið 2022 er full-
bókað og byrjað er að bóka fyrir
tónleika á næsta ári. Áfram verður
hægt að hafa tónleikana gjald-
frjálsa, sem ákveðið var strax í
upphafi, en félagið hefur notið
góðra styrkja frá Sóknaráætlun
Suðurnesja, Félagi íslenskra
hljómlistarmanna og Suð-
urnesjabæ. Eftir smá pásu frá tón-
leikahaldi vegna Covid hófust leik-
ar að nýju þann 9. mars sl. þegar
fyrstu tónleikar félagsins á þessu
ári voru haldnir. Þá kom fram Þor-
grímur Jónsson kvartett til að
kynna nýju plötu kvartettsins,
Haga, en með Þorgrími sem lék á
raf- og kontrabasa komu fram
Rögnvaldur Borgþórsson gítarleik-
ari, Tómas Jónsson píanó- og alls-
konarleikari og Magnús Trygvason
Eliasen trommuleikari.
Má uppljóstra um tónleika fram
undan?
„Já, já. Við verðum með aðra
tónleika nú í marsmánuði, þann
25., en þá kemur íslenski píanóleik-
arinn Benjamín Gísli með al-
þjóðlega hljómsveit sem nefnist
BLISS. Margrét Eir verður með
tónleika ásamt hjómsveit í apríl og
svo heldur veislan áfram. Ég get
nefnt Mikael Mána, Ólaf Jónsson
kvartett, Refil, Maríönnu Ósk og
Scott McLemor,“ segir Halldór og
vonast til að geta áfram boðið
áhugasömum upp á eðaljazz í Suð-
urnesjabæ.
Árið fullbókað hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar
- Þegar byrjað að
skipuleggja tón-
leika á næsta ári
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Tónleikar Kvartett Þorgríms Jónssonar spilaði lög af nýútkominni plötu, Högum, á fyrstu tónleikum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar á þessu ári.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Stofnandinn Halldór Lárusson stofnandi jazzfjelagsins spjallar við gesti.
DAGSKRÁ:
Útgáfusaga Passíusálma Hallgríms
Péturssonar á erlendum málum
Karl Sigurbjörnsson, biskup
Nýja þýðing Passíusálmanna og tónlistin
Sigurður Sævarsson, tónskáld
Er hægt að koma Passíusálmunum
til skila á ensku?
Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor
Enska þýðingin í ljósi ritgerðar í Skírni
um Gyðingaandúð í Passíusálmunum
Mörður Árnason, fræðimaður
Einar Karl Haraldsson, form. sóknarnefndar,
stýrir umræðum frummælenda.
Stjórnandi er Sigurður Árni Þórðarson.
PASSÍUSÁLMAR
TIL ÚTFLUTNINGS
Málþing um enska þýðingu
Gracia Grindal á Passíusálmum
Hallgríms Péturssonar
Hallgrímskirkja 12:30 – 14:30
sunnudaginn 13. mars 2022
Áhugasamir skrái sig hjá
kirkjuvörðum Hallgrímskirkju
s. 5101000 eða á
kirkjuverdir@hallgrimskirkja.is
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrsta skemmtiferðaskip sumars-
ins er væntanlegt til Reykjavíkur
næsta miðvikudag, 16. mars. Það
heitir Borealis, er 61.849 brúttó-
tonn og tekur 1.404 farþega.
Alls eru bókaðar 207 skipakomur
farþegaskipa til Faxaflóahafna árið
2022 með um 217.000 þúsund far-
þega. Vegna Covid-19 er óvissa
hver lokatalan verður.
Starfsmenn Faxaflóahafna eru
byrjaðir að undirbúa sumarvertíð-
ina. Þau farþegaskip sem eru með
flestar skipakomur á árinu eru leið-
angursskip og taka þau í kringum
250 farþega. Farþegar koma yfir-
leitt fyrr til landsins með flugi og
gista á hótelum, áður en farið er í
siglingu hringinn í kringum landið.
Leiðangursskipin gera út frá
Reykjavík og þar fara farþega-
skiptin fram. Hver hringferð tekur
u.þ.b. viku og koma skipin við á
mörgum höfnum á landsbyggðinni.
Farþegaskipti munu aukast árið
2022, ef allar bókanir ganga eftir.
Áætlað er að af þessum 207 skipa-
komum, verði 98 skipakomur með
51.022 farþega í farþegaskiptum
sem er mikil aukning frá fyrri ár-
um. Þetta kallar á aðstöðubreyt-
ingar hjá Faxaflóahöfnum í Sunda-
höfn þar sem núverandi aðstaða er
takmörkuð, segir í tilkynningu á
vef Faxaflóahafna.
Með vorinu verður sett upp
bráðabirgðaaðstaða með viðeig-
andi tækjabúnaði við Skarfabakka
til að allt gangi farsællega fyrir sig.
Nú þegar hafa Faxaflóahafnir
keypt níu fríholt (fenders), málm-
leitarhlið og farangursskanna.
Haustið 2022 verður síðan farið að
huga að næstu skrefum varðandi
framtíðarhúsnæði fyrir farþega og
aukinn búnað við Skarfabakka.
Bókunarstaðan, líkt og fyrri ár,
er byggð á væntingum skipafélag-
anna að koma til Faxaflóahafna,
segir á heimasíðunni. Rauntölur
síðustu tvö ár hafa hins vegar verið
allt aðrar. Skipafélög eru að afbóka
ferðir sínar með mánaðar til viku
fyrirvara. Raunhæfari listi fyrir
sumarið ætti að liggja fyrir í lok
maí eða byrjun júní.
Nú þegar veirufaraldurinn er að
ganga niður í heiminum standa
vonir til þess að mun fleiri
skemmtiferðaskip komi til landsins
en raunin varð tvö síðustu árin.
Undirbúa sumarvertíð
- Aðstaða far-
þegaskipa bætt á
Skarfabakka
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stigið á land Búist er við mikilli umferð farþegaskipa hingað næsta sumar.