Morgunblaðið - 12.03.2022, Side 22
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
STUTT
« Eftir að hafa lækkað skarpt frá innrás
Rússa í Úkraínu fyrir tveimur vikum
rétti hlutabréfamarkaðurinn aðeins úr
kútnum undir lok vikunnar. Öll skráð fé-
lög á aðalmarkaði hækkuðu í gær,
föstudag, og OMXI10-vísitalan hækkaði
um 2,8%. Hækkunin yfir vikuna er þó
ekki mikil, aðeins 0,4%, en vísitalan
hefur lækkað um 2,7% á tveimur vikum
og um 9,5% frá áramótum.
Viðmælendur Morgunblaðsins af
markaði lýsa því margir hvernig ró
virðist hafa komist á eftir lítils háttar
taugatitring í síðustu viku, þá sér-
staklega á meðal almennra fjárfesta. Þó
megi geta þess að enn liggja áhrif inn-
rásarinar ekki fyllilega fyrir á íslensk
fyrirtæki og íslenskt hagkerfi sem geti
ráðið hegðun fjárfesta á næstu dögum
og vikum.
Icelandair hækkaði um 4,1% í gær en
hefur þó lækkað um 7,3% yfir vikuna
eftir töluverða lækkun fyrri hluta vik-
unnar. Þá lækkaði gengi Play um 6,4%
yfir vikuna. Sjávarútvegsfélögin, sem
lækkuðu hratt eftir innrásina, hafa náð
hægum bata hvað gengi hlutabréfa
varðar. Gengi Iceland Seafood stóð í
stað í vikulok eftir lækkun um miðja
viku en hefur lækkað um 10,7% frá því
innrásin hófst. Síldarvinnslan hækkaði
um 4,7% yfir vikuna eftir að hafa birt
gott uppgjör á fimmtudag og Brim, sem
ólíkt hinum hefur hækkað á liðnum vik-
um, hækkaði um 6,4%. Eimskip hækk-
aði um tæp 6% yfir vikuna og Marel um
4%. Þetta eru þau félög sem urðu fyrst
fyrir áhrifum innrásarinnar.
Ljósgrænar tölur í
Kauphöll í lok vikunnar
um að þar tengja ekki allir í okkar
markhópi okkur við Evrópu. Það á
líka eftir að koma í ljós hvort ein-
hverjir kjósi að ferðast frekar til Ís-
lands en að vera á meginlandi
Evrópu nærri átakasvæðunum.“
Spurð hvaða áhrif innrásin geti
haft á ferðavilja Asíubúa til Íslands
segir hún að Íslandsstofa hafi lengi
beðið eftir að sá markaður tæki við
sér en það hafi tafist eftir því sem
faraldrinum vatt fram. „Við gerum
ekki ráð fyrir að markaðurinn í Kína
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir,
fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslands-
stofu, segir erfitt að meta áhrif inn-
rásar Rússa í
Úkraínu á ferða-
hegðun og ferða-
vilja. Innrásin
geti þó haft ýmis
óbein áhrif.
„Ég hef verið í
samtölum við
ferðaþjónustu-
fyrirtæki og inn-
rásin virðist ekki
farin að hafa áhrif
á bókanir. Það
virðist vera gott innflæði af bókun-
um enn þá. Sum fyrirtækin urðu vör
við aukningu í bókunum þegar til-
kynnt var um afléttingu sóttvarna-
takmarkana hér á landi og á landa-
mærunum vegna faraldursins.
Minni kaupmáttur óvissuþáttur
Þetta getur samt haft áhrif á ann-
an hátt,“ segir Sigríður Dögg og vís-
ar til hinna efnahagslegu afleiðinga
innrásarinnar fyrir kaupmátt.
„Það getur haft áhrif því Ísland er
ekki og mun aldrei verða ódýr
áfangastaður. Svo gæti líka haft
áhrif að Ísland er álitinn mjög
öruggur áfangastaður. Það er oft
nefnt sem styrkleiki en við gerum
könnun tvisvar á ári meðal ferða-
heildsala og ferðaskrifstofa erlendis
sem eru að selja ferðir til Íslands.
Við erum einmitt að vinna úr niður-
stöðum nýjustu könnunar og þar er
öryggi áfangastaðarins að skora
mjög hátt. Svo er það hitt að við er-
um ekki á meginlandi Evrópu. Við
sjáum úr könnunum í Bandaríkjun-
taki við sér fyrr en á næsta ári en við
erum farin að sjá hreyfingu frá Jap-
an og frá öðrum löndum í Asíu. Það
munar þó mest um Kína sem var
komið í fjórða sæti yfir okkar
stærstu markaði árið 2019. Kínverj-
ar hafa líkt og Bretar verið duglegir
við að ferðast hingað yfir veturinn en
það er mikilvægt markmið í öllum
okkar aðgerðum að reyna að hvetja
til ferða árið um kring og stuðla að
meiri dreifingu innan landsins.“
Aukin ferðalög innanlands
Spurð um áhrif innrásarinnar á
ferðahegðun Evrópubúa segir hún
mikla uppsafnaða ferðaþörf út fyrir
landsteinana. Á hinn bóginn hafi
ferðalög innanlands færst í vöxt eftir
að faraldurinn hófst árið 2020 og
óvíst sé um langtímaáhrif þess.
Loks telur Sigríður Dögg spár um
að hingað komi 1,3 til 1,4 milljónir er-
lendra ferðamanna í ár vera raun-
hæfar, jafnvel þótt óvissan hafi auk-
ist. Þá bendir hún á að Isavia reikni
með jafn mörgum flugfélögum í
Keflavík í sumar og árið 2019, eða 25,
en Isavia hafi unnið þrekvirki með
því að halda í erlend sambönd sín í
gegnum faraldurinn. Þá njóti íslensk
ferðaþjónusta þess að staðinn var
vörður um fyrirtæki í greininni.
Morgunblaðið/Eggert
Keflavíkurflugvöllur Ferðamenn á ferð um Leifsstöð í byrjun vikunnar.
Öryggið geti unnið með Íslandi
- Íslandsstofa merkir ekki samdrátt í bókunum á ferðum til Íslands - Lakari
kaupmáttur geti haft áhrif - Hins vegar sé Ísland álitinn öruggur áfangastaður
Sigríður Dögg
Guðmundsdóttir
með talið í Vogabyggð og á Ártúns-
höfða. Þá hafi mikil fjölgun erlendra
ferðamanna aukið umsvif margra
fyrirtækja og það kalli á meira rými.
Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri at-
vinnu- og borgarþróunar hjá Reykja-
víkurborg, sýndi Morgunblaðinu at-
vinnulóðirnar við Álfabakka um
hádegisbilið í gær.
Um sé að ræða þrjár lóðir; Álfa-
bakka 2, 4 og 6. Eignabyggð undirbúi
framkvæmdir í Álfabakka 2 og Garð-
heimar undirbúi nú uppbyggingu
nýrra höfuðstöðva í Álfabakka 6. Þá
sé eftir lóðin Álfabakki 4.
Auglýst til úthlutunar í mars
„Við Álfabakka 4 er ný 7.000 fer-
metra athafnalóð þar sem byggja má
3.000 fermetra atvinnuhúsnæði.
Borginni hafa þegar borist nokkrar
fyrirspurnir í hana en hún verður
auglýst til úthlutunar í mars.
Við Álfabakka 6 hafa Garðheimar
nýlega fengið úthlutað lóð undir 7.000
fermetra verslunarhúsnæði fyrir
gróður og garðvörur og eru þau að
undirbúa framkvæmdir sem gert er
ráð fyrir að hefjist fljótlega,“ sagði Óli
Örn en vegalagning stóð yfir á svæð-
inu í gær. Nánar tiltekið var verið að
leggja veg að lóð Garðheima syðst á
svæðinu. Alls má því byggja yfir 20
þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á
lóðunum þremur en það er um þriðj-
ungur af grunnfleti upphaflegu
Kringlunnar.
„Reykjavíkurborg áformar gatna-
gerð í sumar í tengslum við þessar út-
hlutanir og eru framkvæmdir
áætlaðar frá apríl og fram í nóvem-
ber. Til viðbótar við gatna- og lagna-
framkvæmdir verður gerður nýr
göngu- og hjólastígur við Álfabakka
sem tengist stígakerfi Kópavogs og
einnig verður gerður nýr göngu- og
hjólastígur neðan Þverársels. Áætl-
aður kostnaður við þessar fram-
kvæmdir er 450 milljónir.“
Óli Örn áætlar að atvinnuhúsnæðið
verði fullbyggt eftir fjögur til fimm
ár. Aðilar úr ýmsum áttum hafi sýnt
Álfabakka 4 áhuga. Þ.m.t. úr versl-
unar- og afþreyingargeiranum.
Mikil uppbygging er að
hefjast í Suður-Mjódd
- Eignabyggð í viðræðum við þrjú fyrirtæki um 10 þúsund m2 höfuðstöðvar
Við Reykjanesbraut Álfabakki 6, lóð Garðheima, verður þar sem grafan er að athafna sig á myndinni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brynjólfur S.
Þorkelsson
Óli Örn
Eiríksson
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fasteignafélagið Eignabyggð á nú í
viðræðum við þrjú fyrirtæki vegna
uppbyggingar á tíu þúsund fermetra
atvinnuhúsnæði í Suður-Mjódd.
Byggingin verður áberandi en tug-
þúsundir ökutækja fara daglega hjá á
Reykjanesbraut.
Brynjólfur Smári Þorkelsson,
framkvæmdastjóri og annar tveggja
eigenda Eignabyggðar, segir áform-
að að ganga til samninga á næstu vik-
um. Um sé að ræða lóðina Álfabakka
2 (A til D) en þar verði reistar höfuð-
stöðvar fyrir eitt fyrirtæki.
Eignabyggð sérhæfir sig í bygg-
ingu atvinnuhúsnæðis til útleigu og er
nú með um 15.000 fermetra í notkun.
Markmið félagsins er að byggja 5.000
til 10.000 fermetra á ári.
Brynjólfur Smári segir Eigna-
byggð hafa unnið að verkefninu
undanfarið ár og nú standi valið milli
þriggja fyrirtækja sem vilji reisa
nýjar höfuðstöðvar á Álfabakka 2.
Byggingin myndi hljóðmön
„Það er áformað að byggja tíu þús-
und fermetra hús sem verður versl-
un, lager og skrifstofur. Mig minnir
að heimilt sé að byggja 16 metra há
hús á lóðinni en held við munum miða
við 10-13 metra. Skipulagið óskar
þess að byggingin myndi hljóðmön
fyrir ÍR-völlinn og nálæg fjölbýlishús
og við ætlum að leggja upp með að
húsið hlífi svæðinu fyrir umferðinni,“
segir Brynjólfur Smári.
Hann segir aðspurður að markaður
með atvinnuhúsnæði hafi glæðst að
undanförnu. Þétting byggðar eigi
þátt í því með því að atvinnuhúsnæði
sé að víkja fyrir íbúðarhúsnæði, þar
12. mars 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.27
Sterlingspund 172.85
Kanadadalur 102.54
Dönsk króna 19.556
Norsk króna 14.669
Sænsk króna 13.589
Svissn. franki 141.67
Japanskt jen 1.1319
SDR 182.19
Evra 145.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.7845