Morgunblaðið - 12.03.2022, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á sunn-
anverðum
Kór-
euskaganum,
sunnan við 38.
breiddargráðuna,
var í vikunni kos-
inn nýr forseti, Yoon Suk-
yeol, sem sigraði keppinaut-
inn með minnsta mun og fékk
raunar innan við helming at-
kvæða. Í Suður-Kóreu er far-
sælt lýðræðis- og réttarríki
þar sem lífskjör eru góð og
fólk frjálst. Þar skiptir þjóðin
um leiðtoga sína með þeim
hætti sem við þekkjum og þar
eru menn jafnir fyrir lög-
unum, sem sést til dæmis á því
að hinn kjörni forseti, sem
hefur starfað sem saksóknari,
sótti frægt spillingarmál gegn
fyrrverandi forseta, Park
Geun-hye.
Norðan landamæranna á
Kóreuskaganum eru ekki
miklar líkur á að fyrrverandi
leiðtogar sæti rannsóknum
eða saksóknum. Þar er reynd-
ar ekki líklegt að rekast á
fyrrverandi leiðtoga, því það
hlutverk gengur í erfðir frá
Kim Il-sung, til Kim Jong-il
og síðast til Kim Jong-un. Og
almenningur er vitaskuld ekki
ónáðaður með því að leita álits
hans á því hver sé best til þess
fallinn að leiða landið, enda á
almenningur fullt í fangi með
að afla sér næringar og tekst
það því miður alls ekki alltaf,
með hörmulegum afleið-
ingum.
Þetta stærsta fangelsi í
heimi hefur lengi ógnað um-
hverfi sínu og er nú komið á
kreik eina ferðina enn. Til-
raunir með langdrægar flaug-
ar höfðu legið niðri um nokk-
urra ára skeið
eftir að Trump og
Kim áttu fundi,
sem þó skiluðu
ekki tilætluðum
árangri, en nú er
Kim farinn að
fikta við þessi stórhættulegu
vopn á nýjan leik. Búist er við
frekari tilraunum á næstunni,
meðal annars í tilefni að því að
í næsta mánuði eru 110 ár frá
fæðingu hins eilífa leiðtoga og
stofnanda ríkisins, Kim Il-
sung.
Stríðið sem nú geisar í
Úkraínu dregur að sér mikla
athygli sem von er, en hætt er
við að varasamir menn á borð
við harðstjórann Kim nýti sér
þær aðstæður og láti reyna á
það á ný hvað hann kemst upp
með. Hann veit að Rússland
gerir ekki athugasemdir við
hann eins og sakir standa og
Kína er ekki líklegt til þess
heldur. Og aðrar þjóðir eru
uppteknar af stærri vanda en
honum, stríðinu. Bandaríkja-
menn segjast að vísu ætla að
herða efnahagsþvinganirnar
gegn Norður-Kóreu, en
hversu líklegt ætli það sé til
að stöðva Kim? Hann hefur
búið við harðar efnahags-
þvinganir árum saman en
heldur áfram að lifa í vellyst-
ingum þó að almenningur líði
skort.
Það er afskaplega ósenni-
legt við þær aðstæður sem
ríkja í heiminum í dag að hægt
verði að ná samstöðu ríkja við
að halda aftur af mönnum á
borð við Kim. Og því miður
eru allar líkur á að þeir menn
hafi áttað sig á þessari stöðu
sem upp er komin, að í henni
eigi þeir skjól.
Stríðið í Úkraínu
gefur Kim Jong-un
og öðrum slíkum
ýmis sóknarfæri}
Skálkaskjól
Sigurður Ingi
Jóhannsson
innviðaráðherra
sagði í samtali við
mbl.is í gær að
nauðsynlegt væri
að skoða laga-
rammann í tengslum við raf-
orkuframleiðslu hér á landi.
Hann sagði að á sama tíma og
tryggja þyrfti „aðkomu allra
að upplýsingum og mögu-
legum kærum og slíku, sem
er mikilvægt, þá þarf þessi
ferill að vera skilvirkari held-
ur en hann hefur verið.“
Þetta er í samræmi við
sjónarmið sem fram hafa
komið frá fleiri forystumönn-
um stjórnmálanna og þarf
ekki að koma á óvart. Sú lög-
gjöf sem átti að tryggja jafn-
vægi á milli nýtingar og
verndar, ramma-
áætlunin, hefur
reynst afar óskil-
virk og fyrst og
fremst gagnast
þeim sem hafa
viljað hindra allar
framkvæmdir til aukinnar
raforkuvinnslu.
Nú er ástandið í raforku-
málum orðið þannig að ekki
verður lengur undan því vik-
ist að ráðast í þær breytingar
sem duga til að hægt sé að
auka framleiðslu og bæta
dreifingu rafmagns. Á sama
tíma verður vitaskuld að
horfa til náttúruverndar, en
þau sjónarmið verður að
setja fram af sanngirni og
ekki í þeim tilgangi einum að
koma í veg fyrir fram-
kvæmdir.
Ráðherra bendir á
að þörf kunni að
vera á að lagfæra
lagaumhverfi}
Rétt sjónarmið um raforkumál
B
yggjum 20 þúsund íbúðir á næstu
fimm árum, samkvæmt formanni
Framsóknarflokksins í grein
Morgunblaðsins þann 10. mars sl.
Sem ráðherra innviðamála hefði
ég búist við að sjá einhverjar tilkynningar um
þessa stefnu ríkisstjórnarinnar á vefsíðu
stjórnarráðsins en þar er ekkert að finna. Þetta
eru greinilega kosningaloforð Framsókn-
arflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar sem
ríkissjóður á að fjármagna.
Þetta er áhugaverð stefnubreyting hjá
Framsóknarflokknum sem hefur ekki talað
mikið fyrir uppbyggingu íbúða í undanförnum
kosningum. Þar er bara að finna einhverja
svissneska leið sem hjálpar fólki að kaupa íbúð
með þeirra eigin lífeyrissparnaði eða ein-
hverjar lánaleiðir bara.
Sem dæmi, í síðustu kosningum þá hafði flokkurinn sér-
stakar áhyggjur af húsnæðisskorti á landsbyggðinni en
hefur farið mikinn í að gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að
byggja ekki fleiri íbúðir. Þar er hins vegar ráðist á garðinn
þar sem hann er hæstur því af öllum sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu þá hefur Reykjavíkurborg byggt
langmest, bæði í fjölda íbúða og hlutfallslega. Af 6.000
íbúðum sem eru í byggingu samkvæmt talningu HMS og
SI eru um 41% þeirra í byggingu í Reykjavík, sem er um-
fram hlutfallslega íbúastærð Reykjavíkur (sem er um
36%). Hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru 28% af
íbúafjölda landsins og eru að byggja 28% af þeim íbúðum
sem nú eru að rísa. Síðustu 36% íbúa eru utan
höfuðborgarsvæðisins og þar er verið að
byggja 31% íbúða.
Samkvæmt skýrslu Íbúðalánasjóðs um
íbúðaþörf 2019-2040 þurfti um 1.830 íbúðir á
ári, en samkvæmt tölum Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunnar voru byggðar 3.033 íbúðir ár-
ið 2019, 3.816 árið 2020 og áætlað að um 3.200
íbúðir hafi verið fullkláraðar á síðasta ári. Það
þarf aðeins að spýta í lófana ef það á að ná því
markmiði miðað við tölur HMS, ekkert voða-
lega mikið samt. Ef hin sveitarfélögin væru að
byggja jafn mikið og Reykjavík núna, þá væru
rúmlega 800 fleiri íbúðir í byggingu sem myndi
eiginlega ná að dekka það sem upp á vantar.
Samkvæmt uppfærðum greiningum um
þörf á íbúðum í byggingu vantar þá um 1.000.
Það þýðir að það vantar um 7 milljarða í hús-
næðisstuðning. Samdráttur á því málefnasviði
hefur verið 12 milljarðar frá árinu 2016.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhver úr núverandi
ríkisstjórn reynir að leysa húsnæðisvandann, en þrátt fyr-
ir það hefur vandinn aukist síðan þá. Meðal annars vegna
eftirspurnaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Þetta tvennt fer
saman, samdráttur í húsnæðisstuðningi frá því að rík-
isstjórnin tók við og hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar
að kynda eftirspurnarbálið án þess að koma með framboð
á íbúðum til að vega upp á móti. Fyrir það þurfa allir að
borga út af verðbólgu sem fer út um allt. Takk Framsókn.
bjornlevi@althingi.com
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Takk fyrir ekkert Framsókn
Höfundur er þingmaður Pírata
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
D
regið verður úr útgáfu
nýrra leyfa til fiskeldis á
meðan beðið er eftir nið-
urstöðu úttektar
Ríkisendurskoðunar á stjórnsýslu á
sviði fiskeldis sem og nýrrar stefnu-
mótunar. Er lagt upp með að ljúka
afgreiðslu þeirra umsókna sem
komnar voru í ferli fyrir gildistöku
lagabreytinga árið 2019 og láta þar
við sitja. Þetta þýðir að ekki verða
boðin út leyfi á nýjum eldissvæðum
næstu mánuði eða misseri en stefnt
er að því að kynningu og samráði
vinnu við stefnumótun ljúki á vor-
mánuðum 2023.
Kemur þetta fram í greinargerð
um áherslur og fyrirhugað verklag
Svandísar Svavarsdóttur matvæla-
ráðherra við stefnumótun á sviði
matvæla á yfirstandandi kjörtímabili
en greinargerðin er til umsagnar í
samráðsgátt stjórnvalda. Þar er
fjallað um sjávarútveg, landbúnað og
fiskeldi. Gert er ráð fyrir að þings-
ályktunartillaga um matvælastefnu
verði lögð fyrir Alþingi og stefnur í
landbúnaði, sjávarútvegi og fiskeldi
muni byggja á þeirri stefnu.
Vaxtarvextir í fiskeldinu
Í kaflanum um fiskeldi er vakin
athygli á hröðum vexti sjóeldis sem
er að nálgast 50 þúsund tonn á ári og
gæti tvöfaldast á næstu fimm árum.
Gera megi ráð fyrir að tekjur af
framleiðslu 100 þúsund tonna gætu
orðið 80 til 100 milljarðar króna ár-
lega. Framleiðslan sé að mestu leyti
á Vestfjörðum og Austfjörðum og
hafi haft í för með sér mikil og já-
kvæð áhrif á atvinnulíf og þróun
samfélaga þar. Jafnframt er komið
inn á mikil áform um landeldi og sagt
að sú grein gæti orðið jafn stór sjó-
eldinu áður en langt um líður. Mögu-
leikar séu í fleiri greinum.
„Eins og gjarnan vill verða við
hraða uppbyggingu í flókinni at-
vinnugrein hafa fylgt henni nokkrir
vaxtarverkir og hafa stjórnvöld átt
fullt í fangi með að fylgja þróuninni.
Er þá sama hvort litið er til setn-
ingar laga og stjórnvaldsfyrirmæla,
uppbyggingar í stjórnsýslu og eft-
irliti eða skiptingar tekna af grein-
inni,“ segir í greinargerðinni.
Matvælaráðherra boðar nýja
stefnumörkun í málefnum fiskeldis.
Ráðherra óskaði eftir því við Rík-
isendurskoðun að gerð verði úttekt á
stjórnsýslu atvinnu- og nýsköp-
unarráðuneytisins og undirstofnana
þess á sviði fiskeldis og hefur Rík-
isendurskoðun fallist á það. Er ætl-
unin að úttektin nái yfir alla stjórn-
sýslu málaflokksins, allt frá
undirbúningi löggjafar og setningu
afleiddra reglna til eftirlits með
starfsemi fyrirtækja í greininni.
Áætlað er að niðurstaða úttekt-
arinnar liggi fyrir á haustmánuðum.
Til viðbótar verður þjóðhags-
legur ávinningur fiskeldis greindur
sem og ávinningur byggðarlaganna.
Gjaldtaka af fiskeldi verður sér-
staklega skoðuð og skipting þeirra
gjalda sem til fjalla. Þá þarf að
greina starfsumhverfi greinarinnar
hér í samanburði við samkeppn-
islönd og kanna samkeppnishæfni
hennar.
Kynning vorið 2023
Í greinargerðinni kemur fram
að móta þurfi umhverfi þar sem
verðmætasköpun í sátt við samfélag
og umhverfi eru í forgrunni. Vinna
að stefnumótun á að fara fram sam-
hliða stjórnsýsluúttekt Ríkisend-
urskoðunar. Stefnt er að því að mat á
stöðu og greining á áhrifum, ávinn-
ingi, samkeppnisstöðu og gjaldtöku
liggi fyrir á sama tíma og niðurstaða
Ríkisendurskoðunar. Í framhaldinu
verði unnið úr niðurstöðunum og
stefnt að kynningu og samráði um
langtímastefnumótun á vormán-
uðum 2023.
Engin útboð á laxeldis-
leyfum næstu misseri
Umsóknir um rekstrarleyfi til fiskeldis
Umsóknir sem eru til afgreiðslu Heimild: Matvælastofnun
Dags.
umsóknar
Fullgilding
umsóknar Umsækjandi Staðsetning
Hámarks líf-
Tegund massi, tonn
16.5.2019 13.7.2020 Arctic Fish Arnarfjörður Lax 4.000
22.5.2017 24.6.2021 Fiskeldi Austfjarða Stöðvarfjörður Lax 7.000
20.5.2019 28.1.2021 Arctic Fish Ísafjarðardjúp Lax og regn-
bogasilungur 8.000
21.5.2019 19.2.2021 Arnarlax Ísafjarðardjúp Lax og
ófrjór lax 10.000
28.8.2018 31.12.2021 Fiskeldi Austfjarða Seyðisfjörður Lax 10.000
Stöðugar breytingar hafa orðið
á rekstrarumhverfi fiskeldisins
á undanförnum árum, frá því
heildarlög voru sett árið 2008.
Aðeins eru tæp þrjú ár frá því
umfangsmikil breyting var gerð
og eru sum ákvæði hennar ekki
enn komin til framkvæmda í
raun. Það á til dæmis við um út-
hlutun leyfa á nýjum svæðum
samkvæmt útboðskerfi. Engin
leyfi hafa enn verið auglýst og
verða ekki á næstunni en Mat-
vælastofnun og Umhverf-
isstofnun eru enn að afgreiða
umsóknir um rekstrar- og
starfsleyfi sem komin voru í far-
veg fyrir gildistöku þess ákvæð-
is laganna. Umsóknir um rekstr-
arleyfi sjást á meðfylgjandi
töflu en sömu umsóknir eru í
vinnslu hjá Umhverfisstofnun.
Matvælastofnun segir að um-
sóknir Arctic Fish í Arnarfirði og
Fiskeldis Austfjarða í Stöðv-
arfirði séu lengst komnar og
verði að líkindum afgreiddar á
næstu vikum. Þá sitja eftir tvær
umsóknir um Ísafjarðardjúp og
ein um Seyðisfjörð.
Gamlar um-
sóknir í ferli
EFTIRLITSSTOFNANIR