Morgunblaðið - 12.03.2022, Síða 27
600–800 fm atvinnuhúsnæði
óskast til kaups eða leigu!
Hreint ehf óskar að kaupa eða leigja til lengri tíma
snyrtilegt 600-800 ferm. skrifstofu- og lagerhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu.
Æskileg staðsetning er í mið- eða vesturhluta Kópavogs,
Garðabær og mið- og austurhluta Reykjavík.
Mikilvægt er að húsnæðið liggi vel við samgöngum, þ.m.t.
strætó og að pláss sé fyrir um 25 bíla við húsið. Æskilegt, en
ekki skilyrði, er að húsnæðið sé á einni hæð.
Vinsamlegast svarið með tölvupósti; skjolshus@gmail.com
eða í hringið í síma 820-1814 þar sem Tryggvi Hallvarðsson
veitir frekari upplýsingar.
Morgunblaðið/Sverrir
1990 Valtýr Pétursson, myndlistarmaður og gagnrýnandi Morgunblaðs-
ins, Selma Jónsdóttir, forstöðukona Listasafns Íslands, og Ólafur K.
Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, við opnun í Listsafni Íslands.
Ólafur K. Magnússon ljós-
myndari fæddist í Reykjavík 12.
mars 1926 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru hjónin Magnús
Jóhannsson, skipstjóri, f. 16.6.
1894, d. 27.2. 1928, og Kristín
Hafliðadóttir, húsfreyja, f. 9.10.
1896, d. 8.4. 1984. Hann var
yngstur fimm bræðra og missti
föður sinn tæplega tveggja ára
gamall, þegar fyrsti togari Ís-
lands, Jón forseti, strandaði á
Stafnnesrifi 27. febrúar 1928 þar
sem 15 menn fórust, en 10
björguðust.
Ólafur lauk námi frá Ingi-
marsskólanum og fór til New
York árið 1944 og nam þar ljós-
myndun í eitt ár. Þaðan fór hann
til Los Angeles og lærði kvik-
myndun hjá Paramount Pict-
ures. Hann kom til Íslands 1947
og hóf þá störf hjá Morg-
unblaðinu þar sem hann vann í
tæplega hálfa öld, til loka ársins
1996. Hann kvæntist Evu Krist-
insdóttur, sjúkraliða, f. 19.5.
1931, d. 6.11. 2006, og þau eign-
uðust fjögur börn.
Ólafur var frumkvöðull í ís-
lenskri fréttaljósmyndun og
fyrstur Íslendinga til að gera
fréttaljósmyndun að ævistarfi.
Ólafur þótti hafa afar næmt
auga fyrir að fanga hið frétt-
næma á filmu. Þá var hann læri-
faðir margra af fremstu blaða-
ljósmyndurum landsins sem
komu til starfa hjá Morg-
unblaðinu og nutu leiðsagnar
hans þegar ljósmyndadeild
blaðsins varð sú stærsta og öfl-
ugasta á landinu.
„Óli var sérfræðingur í frétta-
myndum og sífellt reiðubúinn að
miðla af kunnáttu sinni,“ sagði
Ragnar Axelsson – RAX um
læriföður sinn og bætti við.
„Hann lagði áherslu á að ljós-
myndarinn sæi fyrir sér, um leið
og hann væri að mynda, hvernig
myndirnar kæmu út á síðum
blaðsins. Hvert væri sterkasta
augnablikið í keðju atburðanna.
Að lesendur blaðsins fengju ætíð
sem besta yfirsýn yfir atburðinn
í einni eða tveimur hnitmiðuðum
myndum. Þannig vann Óli,
reyndi ætíð að setja sig inn í að-
stæðurnar enda var hann ein-
staklega næmur fyrir frétt-
næmum atburðum; einn mesti
fréttamaður sem þessi þjóð hef-
ur átt. Hann lagði mikið á sig,
enda verða ljósmyndarar ætíð að
fara á vettvang til að ná mynd af
atburðum, sama hvernig aðstæð-
urnar eru – starf fréttaljósmynd-
arans felst í því að skrá atburði í
sögu landsins á filmur sínar.“
Í viðmiklu myndasafni Ólafs
K. sem varðveitt er á Morg-
unblaðinu má sjá hvernig hann
skrásetti með einstökum hætti
sögu þjóðarinnar í hálfa öld. Sér-
staka athygli innan safnsins vek-
ur viðamikil skrásetning á sér-
tökum áhugasviðum hans, eins
og stjórnmála- og menningarlíf-
inu.
Unnið er að viðamikilli bók um
störf og verk Ólafs.
Ólafur K. lést á heimili sínu
15. nóvember 1997.
Merkir Íslendingar
Ólafur K. Magnússon
1945 Ólafur við útskrift úr ljós-
myndanáminu í New York.
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2022
Þ
ó að sigur Taflfélags
Reykjavíkur á Íslandsmóti
skákfélaga sem lauk um
síðustu helgi hafi hangið á
bláþræði þá verður að telja hann
sanngjarnan þó að lengst af hefði
sveit Taflélags Garðabæjar örugga
forystu en var undarlega þróttlaus á
lokasprettinum. Fyrir lokaumferð-
ina átti TR eitt stig á Garðabæinga
og mætti öflugri sveit Fjölnis og
vann nauman sigur, 4½:3½. Þegar
nokkuð var liðið á viðureignina átti
Margeir Pétursson við ramman reip
að draga í skák sinni við Dag Ragn-
arsson og það sama gilti um Karl
Þorsteins sem tefldi við Hilmi Frey
Heimisson. En þessum þrautreyndu
skákmönnum tókst með góðri vörn
að halda jöfnu. Staða Helga Áss
Grétarssonar var heldur ekkert til
að hrópa húrra fyrir, en hann sneri
taflinu við í skákinni við Hollending-
inn Robert Ris og vann.
Margeir Pétursson hefur undan-
farin ár fengið með til keppni fyrir
TR hinn kunna liðsstjóra/þjálfara
Evrópumeistara Úkraínu, Alexand-
er Sulypa. Sá sá góði maður varð
eftir að þessu sinni – til að verja
land sitt og þjóð. Annar Úkra-
ínumaður, Mykhaylo Oleksiyenko,
kom í hans stað og var drjúgur fyrir
TR. Aðrir sem tefldu fyrir a-sveit
TR um helgina voru Þröstur Þór-
hallsson, Karl Þorsteins, Guð-
mundur Kjartansson, Helgi Áss
Grétarsson, Ingvar Þ. Jóhannesson,
Mikkel Jakobsen, Daði Ómarsson,
Bárður Örn Birkisson og Alexander
Oliver Mai.
Akureyringar kvöddu úrvalsdeild-
ina með hetjulegri baráttu gegn
Garðbæingum og töpuðu, 3½: 4½.
Lokaniðurstaða Úrvalsdeildar
varð þessi: 1. TR 16 stig 2. TG 15
stig 3. Víkingaklúbburinn 12 stig 4.
Fjölnir 10 stig 5. Breiðablik 6 stig. 6.
SA 1 stig.
Í fyrsta sinn var tefld tvöföld um-
ferð í úrvalsdeildinni. Hugmyndin
var alltaf sú að keppnin færi fram á
þrem helgum en greinilegt er að
kostnaður vex mörgum í augum.
Fyrstu tvær umferðirnar fóru fram í
húsakynnum TR í Faxafeni en loka-
umferðirnar fóru fram í Egilshöll.
Margir voru að ná góðum úrslit-
um á Íslandsmótinu, t.d. Helgi Áss
Grétarsson sem hlaut 8 vinninga af
10 mögulegum, með árangur sem
reiknast upp á 2621 elo-stig. Héðinn
Steingrímsson hlaut 7½ v. af 10, ár-
angur upp á 2656 elo-stig.
Í 1. deild sigraði skákdeild KR og
flyst upp í Úrvalsdeild. Í 2. deild
vann skákdeild Blika öruggan sigur
og í 3. deild sigraði d-sveit TR, Í 4.
deild vann Skákfélag Sauðárkróks
yfirburðasigur.
Jóhann Hjartarson og Vignir
Vatnar stóðu sig báðir vel um
helgina. Þeir mættust í lokaumferð-
inni og lenti Vignir í krappri vörn:
Íslandsmót skákfélaga 2021-
2022; 10. umferð:
Jóhann Hjartarson – Vignir
Vatnar Stefánsson
Liðsafli er jafn en kóngsstaða
hvíts er betri og svartur er að
burðast með slæman biskup og þrjá
„akademíska veikleika“. Jóhann
leitaði lengi að vinningsleið með
gegnumbroti á drottningarvæng en
fann ekki. Samt er rétta leiðin að
leika 45. a5! og eftir 45. … bxa5 46.
Bxa5 Be7 47 Bc7 Bf6 bakkar hvítur
með biskupinn, 48. Bb6 Be7. 49.
Ba5!
Minnir á „þríhyrninginn“ – þekkt
leikbragð í peðsendatöflum. Eftir
49. … Bf6 50. Bc7! Bg7 51. Bd8 Bh6
52. f3! er svartur í leikþröng og
missir peð.
Jóhann dró lið sitt til baka og lék
45. Bc1 og eftir 45. … Bc7 46. Kf3
Kd5 47. Ke2 e4! voru erfiðleikar
svarts ekki alveg að baki en jafn-
teflinu náði Vignir eftir 66 leiki.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Hallfríður Sigu
Háspenna TR-ingarnir Þröstur Þórhallsson, Helgi Áss Grétarsson og Myk-
haylo Oleksiyenko við taflið. Ríkharður Sveinsson formaður TR og Guð-
mundur Kjartansson fylgjast með.
Taflfélag Reykjavík-
ur sigraði á Íslands-
móti skákfélaga
Kópavogur er í mik-
illi uppbyggingu og
mikilvægt að halda þar
vel um taumana með
hagsmuni bæjarbúa að
leiðarljósi. Á und-
anförnum árum hefur
Kópavogur tekið mikl-
um breytingum. Á ár-
unum 1990 til 2005
voru byggð fimm ný
skólahverfi. Kópavog-
ur hefur þannig stækk-
að mikið til austurs en einnig hafa
ýmis þéttingarverkefni átt sér stað,
mörg með góðum árangri. Má þar
nefna hverfi eins og Lund og
Naustavör. Auðbrekkusvæðið og
fleiri svæði eru einnig dæmi um vel
heppnaða þéttingu byggðar. Mik-
ilvægt er að huga vel að gæðum fyrir
íbúa í slíkum þéttingarverkefnum.
Þéttingin má ekki vera það mikil að
ekki sjáist til sólar í hverfum eða
samanstanda af byggingum sem
draga niður háloftavindana og búa
til trekk um nærliggjandi hús. Ég vil
að bærinn okkar sé hlý-
legur og að fólkinu sem
hér býr líði vel. Það er
því grundvallaratriði
að vel takist til í skipu-
lagsmálum. Vissulega
fær bærinn ákveðnar
tekjur af seldum lóðum
en alltaf þarf að hafa
hagsmuni bæjarbúa að
leiðarljósi þegar ákveð-
ið er hvað, hvar og
hvernig skal byggja.
Ekki má heldur gleyma
að sala á lóð er ein-
skiptistekjur. Samráð
við bæjarbúa og sérfræðinga á þessu
sviði er grunnurinn að því að byggja
góðan bæ. Fram undan eru mik-
ilvæg verkefni svo sem uppbygging
Fannborgarreits, Taðarreits og
fleiri svæða. Ég vil að það sé gert í
góðu samráði við bæjarbúa, enda er
ætlunin að þetta verði miðbærinn
okkar. Það eru mörg tækifæri í allri
uppbyggingu en samráð og sátt um
þessi mál eru einnig mikilvæg. Ég
vil taka samtalið um þessi mál og
vinna með ykkur að því að byggja
upp bæinn okkar.
Vinnum saman!
Vinnum saman að skipulags-
málum í Kópavogi
Eftir Berg Þorra
Benjamínsson
» 1990-2005 voru
byggð fimm ný
hverfi. Kópavogur hefur
þannig stækkað mikið
til austurs en ýmis þétt-
ingarverkefni hafa átt
sér stað, mörg með góð-
um árangri.
Bergur Þorri
Benjamínsson
Höfundur býður sig fram í 2. sætið
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi 12. mars nk.
bergur@bergurthorri.is